Morgunblaðið - 02.09.1993, Blaðsíða 40
40------
MÖRGÚNBLÁÐTÐ FÍMMTUDÁGÚR 2. SEPÍÉMBER 1993
fclk f
fréttum
HULISHJALMUR
Hver er maki Bobs Hope?
Bob Hope, hinn gamalkunni
spéfugl, hélt upp á níræðisaf-
mæli sitt fyrir skemmstu og að því
tilefni rifjaðist upp að huliðshjálm-
ur hvílir yfír hjónabandsmálum
hans. Ward Grant, sem er talsmað-
ur Hopes gagnvart fjölmiðlum,
sagðist ekki geta leyst málið og
það myndi enn um sinn vera hulinn
leyndardómur.
Þannig er mál vexti, að Bob
Hope og kona hans Dolores, segj-
ast hafa gengið í það heilaga 19.
febrúar 1934 og samkvæmt því
ætti að vera stutt í 60 ára brúð-
kaupsafmæli þeirra. Það hefur hins
vegar verið bent á, að engir pappír-
ar eru til um giftinguna sem á að
hafa farið fram í Erie Court í
Pennsylvaníu. Þvert á móti eru til
pappírar sem segja að Bob hafi
gengið að eiga samstarfskonu sína
Grace Troxell í janúar 1933, eða
aðeins rúmu ári áður en hann seg-
ist hafa gifst Dolores.
Aðspurður hefur Bob ævinlega
bandað frá sér orðrómnum um
Grace og sagt að giftingarpappír-
arnir hljóti að vera falsaðir eða
tilraun einhvers mislukkaðs húm-
orista til að sprella með einkamál
sín. Hann hafí einungis gifst einu
sinni á ævinni og þar hafi verið á
ferðinni núverandi eiginkona hans
Dolores.
Það er í sjálfu sér ekkert laun-
ungarmál, að Bob og Grace áttu
í ástarsambandi sem hófst árið
1929 og stóð að minnsta kosti þar
til þau fóru fyrst að vinna saman
á Broadway en það var árið 1933.
Bob segir að þá hafí slitnað upp
úr sambandi þeirra eftir að hann
sá Dolores söngleik. Hreifst hann
svo að Dolores að hann eirði sér
ekki fyrr en hann náði athygli
hennar. Að sögn Bobs giftu þau
sig síðan í Erie árið 1934 sem
áður sagði.
Bob og Dolores.
M ódelsamtökin
sími 687480
Fjölbreytt námskeiö fyrir allar ungar stúlkur og
konur ^ öllum aldri, í framkomu, snyrtingu,
förðun, Frárgreiðslu, tjáningu, göngu og
mannlegum samskiptum.
Kennsla hefst nk. sunnudag.
Skírteinaafhending á morgun
föstud. frá kl. 16.00 - 19.00.
Nýtt á íslandi
Undraprjónninn Hárhnýtirinn" sem getur breytt
hárgreiðslunni á faglega greiðslu með einu handtaki
fæst hjá okkur.
Upplýsingar í síma 643340.
Unnur Arngrímsdóttir,
Faxafeni 14.
Ronald krýndur konungur Kabaka í Kampala. En á innfelldu mynd-
inni sést Ronald máta aðra kórónu íbygginn á svip...
KONGAFOLK
Umskipti í lífí
fátæks blaðamanns
Fyrir skömmu urðu heldur betur
umskipti í lífí Ronalds Mutebi,
ungs manns sem bjó fyrir skemmstu
í sárri fátækt í suðurhluta Lundúna.
Viðurværi sitt hafði hann af því að
rita greinar í afrísk tímarit og er
hann þó með lögfræðimenntun frá
Cambridge. Ronald er sonur Freddie,
Úgandakonungs, sem var steypt af
stóli árið 1966. Freddie hrökklaðist
mðð’fjölskyldu sína í útlegð til Lund-
úná. Þar dó Freddie árið 1969. Nú
hefur ríkisarfinn Ronald haldið heim
til Úganda og hefur verið krýndur
kóngur.
Það verður þó að segjast eins og
er, að Ronald er vita valdalaus og
sumir myndu segja hann strengja-
brúðu Yoweri Museveni forseta, sem
komst til valda fyrir sjö árum með
fulltingi skæruliðahers sins. Muse-
veni var meðal þeirra sem mættu á
krýninguna. Skýringanna að þessari
uppákomu er að leita til þess, að
Ronald er kóngur"„Kabaka“-flokks-
ins, sem telur sex milljónir þegna.
Það var Museveni mikilvægt að eiga
vísan stuðning Kabaka-flokksins ef
til einhverra vandræða kæmi sem
alltaf má reikna með í þessum heims-
hluta. Leiðin til að njóta hylli Kabaka
var að leyfa þeim að kalla heim kóng
sinn úr útlegð og hefur það nú geng-
ið eftir og mikil gleði ríkir meðal
Kabaka.
"Nú er það svo, að alltaf skjóta
einhver vandamál upp kollinum. Þar
sem er kóngur skal einnig vera rík-
isarfi. Ronald á vissulega son með
sinni sambýliskonu, en hún er frá
Ruanda og getur því ekki orðið
drottning. Og sonurinn því ekki
kóngur. Sambýliskonan og sonurinn
eru þó engu að síður fiutt til Kamp-
ala með Ronald, en öldungarnir með-
al Kabaka eru þegar farnir að leita
logandi ljósum að „alvöru’ drottingu
sem gæti alið „alvöru” prins. Er það
hlutskipti sem sambýliskona Ronalds
verður að sætta sig við, en kóngalíf
i Úganda þykir þó í tilviki þessa fólks
vera betri kostur heldur en fátækt í
Lundúnum. Það beri því að færa ein-
hverjar fómir til að liðka fyrir hlutun-
um.
með ONE TOUCH háreyðingarkremunum losar þú þig við óæskileg hár á þægilegan og sársaukalausan hátt
—-Regular
- fyrir venjulega húð.
V;' 'U&jíWí,...:,. ifi. .,f
J
Bikini
- fyrir "bikini" svæði.
o kreminu er einfaldlega
rúllað á hársvæðið og
skolað af í sturtu eða
baði eftir tiltekinn tíma
(sjá leiðb.)
o húðin verður mjúk
- ekki hrjúf
o ofnæmisprófað
- fyrir viðkvæma húð.
Útsölustaðir:
Flestar snyrtivöru-
verslanir, apótek og
snyrtivörudeidir
stórmarkaða.