Morgunblaðið - 02.09.1993, Side 52

Morgunblaðið - 02.09.1993, Side 52
HEWLETT PACKARD --------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, s(mi (91)671000 Frá möguleika til veruleika MORGVNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REÝtijAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hvítur lundakóngur Uppstoppaður lundakóngur- inn, sem veiddist í Ystakletti. Lunda- kóngur Vestmannaeyjum. LUNDAKÓNGUR, alhvítt af- brigði lunda, veiddist í Ysta- kletti í sumar. Þórður Hall- grímsson veiddi fuglinn á Lognflá austan í Klettinum og sagðist hann ekki hafa verið búinn að sjá fuglinn á flugi fyrr en hann veiddi hann. Algengasta sérafbrigði lunda er kolapiltur, sem er með dekkri haus en venjulegur lundi. Annað afbrigði er prins sem er hvítdoppóttur á bakinu. Sjald- gæfari eru síðan drottning, sem er móbrún á lit og kóngurinn sem er alhvítur. , Gnmur Arleg rannsókn á þorskstofninum á íslenska hafsvæðinu og Grænlandshafi Ekki mælst jafnmikið magn þorskseiða í 7 ár EKKI hefur mælst jafnmikið magn þorskseiða á islenska hafsvæðinu og í Grænlandshafi og við Austur-Grænland í sjö ár og vísbendingar eru um að kominn sé efniviður í meðalárgang. Sveinn Sveinbjörns- son, leiðangursstjóri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, segir að þetta sé langbesta útkoman í sjö ár og mikil breyting frá því sem verið hefur. Því sé ástæða til nokkurrar bjartsýni varðandi uppgang þorskstofnsins hér við land. Sveinn segir að ekki sé beint sam- band á milli stærðar seiðavísitölu og þess árgangs sem upp úr henni komi. Afföllin séu mikil. „Þarna höfum við seiðavísitölu sem er í meðaltali og þær hafa bæði gefið góða árganga og lélega. En þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem við höfum von um að fá góðan árgang. Þegar við segjum að þarna sé efniviður í með- alárgang þá erum við að hugsa um 200 milljónir þriggja ára fiska eða þar um bil, sem er meðaltalið frá 1970 til 1992,“ sagði Sveinn. Verndun á hrygningarslóð Hann kvaðst helst hallast að því að ástæður mikils magns seiða nú séu einfaldlega hinir tilviljana- kenndu hlutir í náttúrunni sem alltaf ráða miklu þar um. „Það var gert töluvert átak í verndun á hrygning- arslóðum á þessu ári. Þessar aðgerð- ir hafa örugglega ekki skaðað og ef til vill hjálpað til.“ Hann sagði að þegar hrygningarstofninn væri stór dreifðist hrygningin um lengri tíma og yfir stærra svæði og þar með væru meiri möguleikar á því að einhver hluti seiðanna hitti á hagkvæm skilyrði. „Við vitum að lélegur hrygning- arstofn getur gefið góðan árgang en það er mun sjaldnar en þegar hrygningarstofninn er heilbrigður og í góðu standi. Hrygningarstofn- inn er ekki sérlega sterkur núna enda höfum við fengið langt tímabil þar sem nýliðun er ákaflega lítil og reyndar lengsta tímabil sem þekkist í þorskrannsóknunum," sagði Sveinn. Þorskurinn veiðist ekki að ráði fyrr en íjögurra ára gamall. Kyn- þroska verður hann ekki fyrr en 6-8 ára gamall. Sveinn segir ekki vitur- Morgunblaðið/Guðmundur Þórðarson Stærð þorskarganga 1970-1992 Hvað er í pokanum? STARFSMENN Hafrannsóknastofnunar á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni taka inn sýni í seiðaleiðangrinum. legt að leggjast á hann af fullum þunga þegar hann verður veiðanleg- ur. Forsenda sterkari þorskstofns sé að byggja upp stærri hrygningar- stofn. „Ef það tekst þá held ég að það fari að birta verulega til í sjávar- útveginum. Við höfum þó altént eitt- hvað í höndunum til að binda vonir okkar við. Það höfum við ekki haft í langan tíma.“ Morgunblaðið/RAX Sigur á öllum vígstöðvum ÍSLENSKIR knattspyrnumenn fögnuðu sigri á þrennum vígstöðvum í alþjóð- legri keppni í gærkvöldi. ÍA og Valur komust bæði áfram í Evrópukeppn- inni; Akurnesingar eftir 3:0 sigur á albanska liðinu Partizani á Akranesi, en Valur vann Mypa 47 1:0 í Finnlandi. Þá lagði landslið 16 ára og yngri það litháíska að velli, 2:1, í Grindavík og tryggði sér sæti í 16 liða úrslita- keppni Evrópumóts þessa aldursflokks. A myndinni fagna Akurnesingar síð- asta marki sínu í gærkvöldi, sem Þórður Guðjónsson (nr. 6) skoraði. Nánar á bls. 50 og 51. Tillögur dómsmálaráðuneytisins til lækkunar útgjalda Sýslumannsembættum verði fækkað um níu Héraðsdómur Norðurlands vestra lagður niður ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra hefur lagt til að sýslu- mannsembættum verði fækkað um níu og héraðsdómstólum um einn. Þessar tillögur eru uppistaðan í sparnaðartillögum dómsmálaráðu- neytisins vegna fjárlagagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins lýstu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins andstöðu við tillögurnar á þingflokksfundi í fyrrakvöld, einkum þingmenn frá kjördæmum eða stöðum þar sem leggja á niður embætti. Samkvæmt heimildum blaðsins getur sparnaður af sameiningunni numið yfir 100 milljónum króna á ári, þó minnst á fyrsta ári eftir lagabreytingu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í tillögum þeim, sem dómsmálaráðuneytið hefur sett fram, gert ráð fyrir að sýslumanns- embættum fækki um níu. Þannig verði sýslumannsembættin í Hafn- arfirði og Kópavogi lögð niður og starfsemin flytjist til Reykjavíkur. Embættið í Búðardal verði samein- að Stykkishólmi, embættið á Bol- ungarvík flytjist til ísafjarðar og sýslumannsembættið á Akranesi sameinist embættinu í Borgarnesi. Embættið á Ólafsfirði verði samein- að Akureyri og embættið í Vík í Mýrdal flytjist til Hvolsvallar. Þá er ráð fyrir því gert að embættin á Austfjörðum, þ.e. á Eskifirði, Nes- kaupstað og Seyðisfirði sameinist í eitt. Berufjörður, sem er syðsti hluti umdæmis sýslumannsins á Eski- firði, verði hins vegar lagður undir embættið á Höfn vegna betri sam- gangna í suður en norður. Einstakir þingmenn andvígir I tillögum dómsmálaráðuneytis- ins er einnig gert ráð fyrir að Hér- aðsdómur Norðurlands vestra verði lagður niður og embættið sameinað Héraðsdómi á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins lýstu þeir Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson af Norður- landi vestra, Einar K. Guðfinnsson af Vestfjörðum og Árni M. Mathies- en úr Reykjaneskjördæmi yfir and- stöðu við tillögurnar á þingflokks- fundi sjálfstæðismanna. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að ekki væri óeðlilegt að menn spyrðu spurninga, þegar svona róttækar tillögur væru kynntar. Hins vegar væri um heild- stæða skipulagsbreytingu að ræða, sem tæki bæði til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og hann tryði ekki öðru en tillögurnar fengju stuðning er þær hefðu verið ræddar betur. „Menn verða við aðstæður eins og þessar að freista þess að ná fram spamaði með skipulags- breytingum og hagræðingu. Ef það er ekki tími til þess að takast á við slík verkefni við þessar aðstæður verður það aldrei,“ sagði Þorsteinn. Góð útkoma í Norð- urá og Laxá á Asum LAXVEIÐI er lokið í Laxá á Ásum og Norðurá í Borgarfirði. Í Norðurá veiddust 2.016 laxar, sem er mesta veiði í ánni um árabil. Laxá á Ásum gaf hins vegar 1.460 laxa, sem er einnig besta veiði í ánni til nokkurra ára. Aðeins er veitt á tvær stangir í Laxá, þann- ig að um er að ræða 730 laxa á stöng á 90 dögum, sem gerir rúmlega 8 laxa á stöng að jafnaði. Líkur benda til, að Norðurá verði efst í sumar, en þó gæti Laxá í Aðaldal náð henni. Þar hafa veiðst rúmlega 1.800 laxar, en veitt er þar í um viku til viðbótar. Veiði er einnig lokið á neðra veiðisvæði Þverár í Borgarfirði og á morgun lýkur veiðiskap á efra svæðinu, í svokallaðri Kjarrá. Lokatölur þar verða trúlega um eða eitthvað yfir 1.500 laxar. Slæm skilyrði hafa öðru fremur sett mark sitt á þetta veiðisumar, kuldar fyrir norðan og þurrkar suðvestan- og vestanlands. Sjá nánar „Eru þeir að fá ’ann? á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.