Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 1
56 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
214. tbl. 81.árg.
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Borís Jeltsín leysir upp þingið og boðar nýjar kosningar í Rússlandi í desember
Herinn heitir hlutleysi
en Clinton styður Jeltsín
Mnskvir Rpntpr Dailv Tplppranh.
Moskvu. Reuter. Daily Telegraph.
RÚSSNESKI herinn lýsti í gær yfir hlutleysi í deilu Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta og forsætisnefndar fulltrúaþingsins eftir að Jeltsín
leysti þingið upp með forsetatilskipun og boðaði til nýrra þingkosn-
inga í Rússlandi 11. og 12. desember nk. Sagði hann að kosið yrði til
nýs þings sem starfa myndi í tveimur deildum, bæði fulltrúaþingið
og Æðsta ráðið myndu hætta að starfa. Var litið á þetta sem mestu
áhættu sem Jeltsín hefur tekið á ferli sinum sem forseti. Bill Clinton
Bandaríkjaforseti lýsti í gærkvöldi yfir fullum stuðningi við aðgerðir
Jeltsíns.
Jeltsín sagði í sjónvarpsávarpi að
ákvörðun hans væri eina færa leiðin
til að veija frelsið og lýðræðið í Rúss-
landi og hvatti almenning og leiðtoga
á Vesturlöndum til að styðja sig.
Pavel Gratsjev varnarmálaráðherra
lýsti andstöðu við ákvörðun Jeltsíns
er forsetinn skýrði honum frá henni
skömmu fyrir sjónvarpsávarpið í
gær. Alexandqr Rútskoj varaforseti
Jeltsíns sagði að sérsveitir innanrík-
isráðuneytisins væru í viðbragðs-
stöðu og reiðubúnar að halda til
Moskvu en bandaríska varnarmála-
ráðuneytið sagði að engir óvenjulegir
liðsflutningar hefðu átt sér stað í
Moskvu.
Rúslan Khasbúlatov forseti rússn-
eska fulltrúaþingsins kvaddi Æðsta
ráðið, sem starfar allt árið, til fundar
í Hvíta húsinu seint í gærkvöldi og
hann hefur kallað fulltrúaþingið
saman í dag, miðvikudag. Svipti
Æðsta ráðið Jeltsín völdum í fram-
haldi af ákvörðun hans og lýsti
Rútskoj varaforseta arftaka hans.
Sór Rútskoj embættiseið forseta í
Hvíta húsinu í gærkvöldi en sam-
kvæmt fréttum rússneska sjónvarps-
ins dvaldist Jeltsín í sumarhúsi for-
setaembættisins skammt fyrir utan
Moskvu. Rútskoj sagði að Jeltsín
hefði framið „blákalt valdarán."
„Ekki er hægt að útiloka vopnuð
átök í landinu en við verðum þegar
í stað að koma í veg fyrir að út brjót-
ist borgarastyijöld," sagði hann.
Khasbúlatov hvatti liðsmenn hers
og lögreglu og starfsmenn rússneska
öryggisráðuneytisins til óhlýðni við
Jeltsín og skoraði á almenning að
„veija“ Hvíta húsið þar sem þing-
menn hafa aðsetur en þaðan stjórn-
aði Jeltsín baráttunni gegn harðlínu-
öflum í valdaráninu í ágústmánuði
1991. Ákallaði hann verkalýðssam-
tökin og bað þau að knýja Jeltsín til
,uppgjafar með allsheijarverkföllum.
Ennfremur hvatti hann þingmenn
um heim allan til að lýsa andstöðu
við tilskipun forsetans.
Stjórnin stendur með Jeltsín
Viktor Tsjernomyrdin forsætisráð-
herra Rússlands sagði í gærkvöldi
að ríkisstjómin styddi ákvörðun
Jeltsíns og hið sama væri að segja
um stjómvöld í hinum ýmsu lýðveld-
um og sjálfsstjórnarsvæðum Rúss-
lands. Að sögn Lárusar Jóhannesson-
ar, fréttaritara Morgunblaðsins í
Moskvu, er stuðningsyfirlýsing for-
sætisráðherrans mikilvæg. Hann
kemur úr röðum svonefndra orku-
fursta, var áður yfírmaður gasfram-
leiðslunnar og þykir hafa traust sam-
band við miðjuöfl á þingi.
Að sögn Lárusar hefur Alexander
Rútskoj, sem er stríðshetja úr hildar-
leiknum í Afganistan, mjög reynt að
biðla til hermanna á undanförnum
vikum eftir að Jeltsín gerði hann
vaidalausan. Hefur hann komið fram
með stríðshetjum úr síðari heims-
styijöldinni og með mæðrum her-
manna auk þess sem hann hefur
gagnrýnt stjórnvöld fyrir sinnuleysi
um hag þeirra hersveita sem snúið
hafa heim frá fyrrum yfirráðasvæð-
um sovéskra kommúnista. Rútskoj
lýsti yfir því á fundi með harðlínu-
mönnum á þingi um síðustu helgi
að hann vildi að Sovétríkin yrðu end-
urreist og vísaði til fomra slagorða
kommúnista: „Allt vald til ráðanna."
Klukkan eitt í nótt að Moskvutíma
voru um 4.000 manns við Hvíta hús-
ið þar sem þingmenn hafa skrifstof-
ur. Voru andstæðingar forsetans
fleiri en stuðningsmenn og sagði
fréttamaður rússneska sjónvarpsins
að vandséð væri hveijir ættu að verða
við ákalli Khasbúlatovs um að veija
Hvíta húsið. Allt var með kyrrum
kjörum á Rauða torginu í miðborg
Moskvu.
John Major forsætisráðherra Bret-
lands lýsti afdráttarlausum stuðningi
við aðgerðir Jeltsíns og sagði það í
samræmi við ótvíræðan stuðning
Breta við Iýðræðis- og efnahagsum-
bætur í Rússlandi. Sömuleiðis lýsti
franska stjórnin stuðningi við Jeltsín.
Talsmaður Helmuts Kohls kansl-
ara Þýskalands lét hins veg í ljós
áhyggjur vegna atburðanna í Moskvu
og sagði of snemmt að segja hvaða
stefnu þeir tækju. Carl Bildt forsæt-
isráðherra Svíþjóðar sagði ákvörðun
Jeltsíns „sorglega en nauðsynlega".
Ukraínumenn urðu fyrstir þjóða í
Samveldi sjálfstæðra ríkja til þess
að lýsa stuðningi við ákvörðun Jelts-
íns.
Gorbatsjov gagnrýninn
Míkhaíl Gorbatsjov fyrrum sovét-
leiðtogi sagði að Jeltsín hefði ekkert
til að styðjast við er hann leysti upp
þingið. „Þetta er heimskuleg og ólýð-
ræðisleg ákvörðun og hún leggst illa
í mig,“ sagði hann í Modena á Italíu
þar sem hann er í fyrirlestraferð.
Óróleiki á mörkuðum
Vegna fréttanna frá Rússlandi
hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu
um 75 sent fatið og kostaði það
16,98 dollara við lok viðskipta. Únsa
af gulli hækkaði um 9,50 dollara í
365 dollara. Sömuleiðis féll Dow Jo-
nes verðbréfavísitala Kauphallarinn-
ar í New York strax um 50,02 stig
eða í 3.525,78 stig.
Sjá „Borís Jeltsín leysir upp
þingið og . . .“ á bls. 20.
Reuter
Biður vini Rússa um aðstoð
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti flytur 15 mínútna ávarp sitt til þjóðarinnar í gær. Hann bað vini Rússa
á Vesturlöndum að styðja sig, sagði að þeir sem reyndu með einhverjum hætti að koma í veg fyrir
kosningarnar í desember yrðu látnir svara til saka frammi fyrir dómstólum.
Uppreisnarlið Abkhaza skýtur niður flugvél yfir Sukhumi
Friðarsendinefnd frá
Georgíu meðal farþega?
Moskvu, Tbilisi. Reuter, The Daily Telegraph.
FLUGVÉL með 27 manns innanborðs var skotin niður yfir Sukh-
umi, höfuðstað georgíska sjálfstjórnarhéraðsins Abkhazíu, í gær.
Flestir farþeganna voru blaðamenn en talið er að einnig hafi verið
um borð fulltrúar Georgíu í friðarviðræðum við aðskilnaðarsinna
Abkhaza sem farið hafa fram í rússnesku borginni Sotsí en þaðan
lagði vélin upp. Heimildarmenn sögðu að liðsmenn Abkhaza sem
sitja um Sukhumi hafi skotið vélina niður með flugskeyti.
„Þetta er villimennska, meira get
ég ekki sagt um þetta,“ sagði Edú-
ard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu,
sem dvelst í Sukhumi. Óttast var
að allir um borð í vélinni, sem var
af Tupolev-gerð, hefðu farist en
flakið féll í Svartahaf í grennd við
Sukhumi. Harðar fallbyssuárásir
voru gerðar á borgina á ný í gær
eftir nokkurt hlé en talsmenn upp-
reisnarmanna hafa hvatt hermenn
stjórnvalda í Tbilisi til að gefast
upp og hverfa á brott.
Eldblossar og ferilkúlur lýstu upp
næturhimininn yfir Sukhumi að-
faranótt þriðjudags, skelfingu lostið
fólk leitaði skjóls í kjöllurum. Marg-
ir reyndu að kom-
ast undan með
flugvélum. Troðið
er í vélamar eins
mörgum og hægt
er. Nokkrir stuðn-
ingsmenn Zviads
Gamsakhurdia,
fyrrverandi for-
seta, eru komnir
til Sukhumi til að
beijast við hlið
þjóðbræðra sinna gegn uppreisnar-
mönnum.
Sjónvarp Samveldisríkjanna
hafði eftir heimildarmönnum meðal
Georgíumanna að um 250 uppreisn-
Shevardnadze
armenn og 50 stjórnarhermenn
hefðu fallið í átökunum síðustu
daga. Uppreisnarmenn rufu sl.
fimmtudag fyrirvaralaust umsamið
vopnahlé og voru Georgíumenn þá
byijaðir að flytja lið sitt á brott.
Hlutverk Rússa
Leifar sovéthersins gamla eru
enn í Abkhazíu og sums staðar í
Georgíu og hafa í sumum tilvikum
gegnt hlutverki friðargæsluliðs í
deilum Georgíumanna við ýmis
þjóðarbrot. Sterk öfl í rússneska
hernum eru hins vegar talin styðja
uppreisnarmenn Abkhaza með
vopnum. Margir Georgíumenn ótt-
ast að Rússar vilji endurreisa
heimsveldið sem Georgía heyrði
undir í meira en öld og hyggist
beita undirróðri og hervaldi til þess
dugi ekki önnur ráð.
Sjá frétt á bls. 20-21.