Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Sævar með duflið í vörpunni. Tundurdufl í dragnót Neskaupstad. TUNDURDUFL kom í dragnót mótorbátsins Sævars NK þar sem hann var að veiðum í mynni Við- fjarðar í gær. Starfsmenn Land- helgisgæslunnar gerðu duflið óvirkt. Það var um kl. 9 í gærmorgun þegar skipvetjar á Sævari voru að hífa að þeir urðu varir við að eitt- hvað óvenjulegt var í nótinni. Héldu þeir í fyrstu að það væri olíutunna en er betur var að gáð kom í ljós að um tundurdufl var að ræða og hafði það þá slegist nokkrum sinn- um í síðu bátsins. Skipveijar höfðu samband við Landhelgisgæsluna og héldu síðan með duflið í togi inn á Norðfjörð. Þeir biðu síðan úti á firðinum þar til menn frá gæslunni komu austur og gerðu duflið óvirkt. Skipstjóri og eigandi Sævars er Ármann Herbertsson á Norðfírði. Ágúst. ------♦-------- Sj 6 vá-Almennar Hagnaður og minna tjón HAGNAÐUR af rekstri Sjóvár- Almennra fyrstu sex mánuði árs- ins var 71 milljón króna, sem er 16 milljónum króna hærri fjár- hæð en á sama tíma fyrir ári. Iðgjöld lækka um 5%, en eigin tjón um 8%. Samdráttur í tjónum er 240 miljjónir króna milli ára. Eigið fé félagsins hefur aukist um 6% frá áramótum. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu fé- lagsins i gær. Að mati forráðamanna félagsins má rekja bætta afkomu til minnk- andi tjóna og aðhalds, bæði varð- andi tjónauppgjör og rekstrarkostn- að. Á fyrri hluta ársins voru iðgjöld 2.012 milljónir króna, eigin tjón 1.795 milljónir króna en hluti end- urtrygginga í iðgjöldum og tjónum 227 milljónir króna. Rekstrarkostnaður hækkaði um 2% milli ára, en fjármunatekjur umfram gjöld lækkuðu um 1%. í efnahagsreikningi kemur fram að skammtímaskuldir hafa lækkað um 20% ef miðað er við sama tímabil á síðasta ári og langtímaskuldir um 16,5%. Tryggingasjóður og fasta- fjármunir hafa aukist, en veltufjár- munir dregist saman. í dag Arnarhóll_______________________ Framkvæmdum um það bil að ljúka en þeim hefur seinkað um sex vik- ur vegna fomleifarannsókna 5 Sinfóníuhljómsveit íslands Fjölbreytt efnisskrá á fyrstu tón- leikum starfsársins 10 Agreiningur um landhúnaó Rætt var um ágreining í landbún- aðarmálum á fundi ríkisstjómar- innar í gær 22 Leiðari Umbótasinnar tapa í Póllandi 22 Útlit fyrir þokkalega kornuppskeru á Suðurlandi í ár . Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Slattur SLÁTTUR og þresking korns stendur yfir í Rangárvallasýslu um þessar mundir. Ný kom- afbrígði gefa góða uppskeru Selfossi. KORNUPPSKERA á Suðurlandi verður þokkaleg í ár og aldrei verri en sæmileg eins og einn kornbændanna orðaði það. Hjá bændum austast í Rangárvalla- sýslu er útlit fyrir mjög góða uppskeru. í ágúst var útlit fyrir að eitthvað af uppskerunni skemmdist vegna frosts, einkum á Suðurlandi vestanverðu, og sumir bændur slógu akrana. Góð tíð í september hefur snúið við dæminu. „Þetta lítur ágætlega út,“ sagði Magnús Finnbogason, bóndi á Lágafelli í Austur-Land- eyjum. Kornafbrigði sem bænd- ur fluttu inn sjálfir í vor gefa góða uppskeru. í Rangárvallasýslu eru upp- skeruhorfur víðast þokkalegar og sumstaðar mjög góðar. Sláttur og þresking komsins stendur yfir þessa dagana. „Það munar um hvem góðan dag á þessum tíma, komið safnar í sig mjöli með hveij- um deginum," sagði Magnús Finn- bogason. Hann sagði ennfremur að bestu akramir gæfu af sér um þijú tonn á hektara sem er mjög gott, aðrir minna og reikna mætti með að meðaltalið lægi í kringum eitt og hálft tonn á hektara. í austanverðri Rangárvallasýslu komu ekki fram neinar frost- skemmdir og þar eru líkur á mik- illi uppskeru, 2,5-3 tonnum á hekt- ara sem er toppurinn eins og Ólaf- ur Eggertsson, bóndi á Þorvalds- eyri, orðaði það. „Við erum mjög ánægðir með nýju komafbrigðin. Þau gefa góða uppskeru og meiri hálm sem líka er verðmæti. Ég er mjög ánægður með þessa útkomu og tel að við hefðum átt að byija fyrr að flytja inn ný afbrigði af sáðkorni," sagði Ólafur. Bændur í Fióanum eru vongóðir um góða uppskeru og hyggja á þreskingu á næstu dögum. Skeggi Gunnarsson, bóndi á Skeggjastöð- um, sagði þetta ekki verða metár en góð tíð að undanförnu gerði korninu gott. Sig. Jóns. Járnblendiverksmiðjan rekin með hagnaði það sem af er árinu Horfnr á verðhækk- imnm fram á næsta ár VERÐ á járnbiendi hefur farið hækkandi á árinu og hefur Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga verið rekin með hagnaði allt þetta ár. Horfur eru á að verð fari enn hækkandi og haldist hátt fram á næsta ár. Ástæður fyrir verðhækuninni eru margvíslegar en undirboðstollar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hækkað verðið þar og minni frara- leiðsla í Sovétríkjunum fyrrverandi hefur haft sín áhrif. Að sögn Jóns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Islenska jámblendifé- lagsins, hefur verð á jámblendi verið að hækka jafnt og þétt að undan- fömu. Hann sagði að hækkunin væri mismunandi eftir mörkuðum, 4 til 5% á almennum markaði í Japan, nokkur hækkun í Bandarílqunum og vænst væri hækkana á Evrópumörk- uðum. Ekki væri hægt að nefna ákveðnar tölur í þessu sambandi en verðið hefði hækkað hægt og bítandi á árinu. Jón sagði að erfítt væri að spá fyrir um hversu mikil verðhækkunin yrði og eins hversu lengi verðið myndi haldast eða hver þróunin yrði í framhaldinu. Hann sagði að orsök- in fyrir hækkun í Bandaríkjunum væri undirboðstollar og yfírvofandi undirboðstollar í Evrópu hefðu valdið hækkun þar. Hann sagði að framboð á jámblendi frá Sovétríkjunum fyrr- verandi hefði farið minkandi en óvíst væri hversu mikil áhrif það hefði á markaðinn í heild. Jón taldi þó að verðið myndi fara hækkandi fram á næsta ár. Greiðslmnark mið- ast við 7.670 tonn Landbúnaðarráðherra hefur að tillögu framkvæmdanefndar búvöru- samninga ákveðið að heildargreiðslumark til sauðfjárframleiðslu haust- ið 1994 verði 7.670 tonn. Greiðsiur til bænda miðast við 7.400 tonn og verða um 1,5 milljarðar en 270 tonn eða um 55 miiyónir fara til afsetningar á kindakjötsbirgðum innanlands. Undirboðstollar Jón sagði að hækkunin hefði geysilega þýðingu fyrir reksturinn. Með neyðaráætlun sem framkvæmd var í fyrrahaust hefði tekist að fá reksturinn til að standa á sléttu um síðustu áramót. Öll verðhækkun á framleiðslunni sem orðið hefði á ár- inu kæmi því út sem hagnaður. Úr Verínu ► Lax étur þorsk og ýsuseiði - Færanlegar einingar í gámum fyrir útveginn - Árangurinn á sýningunni framar öllum von- um Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði að farið hefði verið fram á að greiðslu- Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn - Myndir ungra listamanna - Pennavinir - Gátur - Leikhomið - Skemmtilegar þrautir - Isjak- inn - Brandarar markið yrði tæplega 7.800 tonn en vegna samkomulags um að nota reiknireglu fulltrúa rikisins hefði nið- urstaðan orðið 7.670 tonn. Þannig yrði greiðslumarkið lægra en fulltrú- ar bænda hefðu upphaflega gert til- lögu um en það myndi leiðréttast árið eftir vegna þess að þá yrði sama reikniaðferð notuð. 55 milljónir til markaðmála Þá sagði Haukur að ekki hefðu allir verið á einu máli um að veija 55 milljónum til markaðsaðgerða innanlands. „Við svona töldum ýmsir að það væri alveg eins hægt að skerða eftir á ef birgðir yrðu næsta haust til trafala en þarna er verið að beita svona frekar fyrir- byggjandi aðgerð,“ sagði Haukur. Ennfremur sagði Haukur að full- trúar bænda hefðu viljað fá á hreint að bændur ættu rétt á atvinnuleys- isbótum enda hefðu þeir greitt tryggingargjald sl. 3 ár. Af því hefði ekki orðið en allir fulltrúar í framkvæmdanefndinni hefðu skrif- að undir bókun um að þetta atriði kæmist á hreint sem fyrst. Morgunblaðið/Jón Hafsteinn Villtar kanínur Lifa ekki af harðan vetur KANÍNUR hafa lifað villtar í skóglendi nálægt þéttbýlis- stöðum landsins í nokkur ár. Fyrst sást til kanína í Öskju- hlíðinni fyrir 5-6 árum og síðan hefur frést af þeim á fleiri stöðum, t.d. í Heiðmörk og Kjarnaskógi við Akureyri. Ævar Petersen hjá Náttúru- fræðistofnun segir upplýs- ingar vanta um fjölda dýr- anna og hvar þau haldi sig. Hann telur kaninur geta lifað í náttúrunni meðan vetur eru mildir en þær muni ekki lifa af harðan, íslenskan vetur. Að sögn Ævars er sama og ekkert vitað um dýrin, hvorki hvar þau haldi sig né hversu mörg þau séu. Ævar segir mjög óæskilegt þegar stofnar dýra myndist sem ekki eru náttúru- legir í landinu þó í raun sé ekk- ert vitað hvaða áhrif það geti haft á íslenska náttúru þegar fram í sækir. Hann segir að erlendis, þar sem kanínur eru ekki hluti af hinni upprunalegu náttúru en lifí nú villtar, hafí þær gert ýmsan óskunda. „Það á ekki að sleppa dýrum sem hafa verið í haldi út á guð og gaddinn. Þetta er sams konar mál og með hunda ög ketti sem fólk er orðið leitt á en hefur ekki geð í sér að láta svæfa. Þetta á ekki að eiga sér stað,“ sagði Ævar. Ævar segir vanta almennilegt yfirlit yfír það hvar kanínur haldi sig villtar í landinu og beinir þeim tilmælum til fólks að láta starfsfólk Náttúrfræði- stofnunar vita ef það verður vart við þær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.