Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
5
Framkvæmdum á Arnarhóli er um það bil að ljúka að sögn garðyrkjustjóra
Seinkun um sex
vikur vegna fom-
leifarannsókna
FRAMKVÆMDUM á Arnarhóli er um það bil að ljúka en
þeim hefur seinkað um rúmlega sex vikur vegna fomleifa-
rannsókna. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur-
borgar segir framkvæmdirnar ganga eins vel og hægt sé
miðað við aðstæður, þær séu komnar langleiðina, nema á
háhólnum þar sem enn sé unnið að fornleifarannsóknum.
Þegar þeim lýkur verður byrjað að grafa fyrir undirstöðum
styttunnar af Ingólfi Arnarsyni og verður hún komin á stall
áður en vetur gengur í garð.
Við framkvæmdirnar átti að
lækka hólinn um rúman metra
frá því sem áður var en þegar
menn komu niður á gamla Arn-
arhólsbæinn, sem fór í eyði á
öldinni sem leið, varð að breyta
örlítið endanlegu útliti hólsins og
lækkar hann því minna en til
stóð. Að sögn Jóhanns eru forn-
leifafræðingar komnir niður á
mannvistarleifar frá 17. öld en
því verki sem vinna á í þessum
áfanga er nú u.þ.b. að ljúka.
Auk Arnarhólsbæjarins þurfti
við endurbæturnar að taka tillit
til Arnarhólstraðanna sem vott-
aði fyrir áður en framkvæmdir
hófust en eftir að þeim lýkur
munu þær sjást enn betur. Á
háhólnum koma hins vegar ekki
til með að sjást nein merki um
fornminjar.
Þegar fornleifarannsóknum
lýkur verður hægt að byija að
grafa fyrir undirstöðum stytt-
unnar af Ingólfi Arnarsyni en
viðgerð á henni er að ljúka. Stytt-
an hefur aldrei farið í viðgerð
öll þau 70 ár sem liðin eru frá
því hún var sett á stall á Arnar-
hóli. Gert var við samsetningar
sem voru farnar að gefa sig,
styttan var slípuð og endurhúðuð
og verður hún komin á sinn stað
áðúr en vetur gengur í garð. Nýi
stallurinn verður áþekkur þeim
gamla en styttan mun standa
örlítið lægra vegna þess að hóll-
inn Tækkar. Að sögn Jóhanns
saknar fólk Ingólfs og hann seg-
ir mikið spurt um styttuna.
Jóhann segir breytingarnar á
hólnum vera til bóta, hann verði
ávalari og fallegri, línurnar í hon-
um mýkri, og segist hann vona
að allir verði ánægðir með út-
komuná þegar endurbótunum
verður lokið að fullu.
Ingólfur á stall
fyrir veturinn
FORNLEIFARANNSÓKNIR
standa enn á háhólnum en þeg-
ar þeim lýkur verður byrjað
að grafa fyrir undirstöðum
styttunnar af Ingólfi Arnar-
syni. Nokkrir gróðurreitir
verða á Arnarhóli, sérstaklega
við uppgönguna náiægt Kola-
portinu.
Tyrft og hellulagt
VINNU á neðri hluta Amarhóls
er alveg að ljúka og er nú ver-
ið að leggja siðustu hönd á
gangstéttir og göngustíga.
Yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu
Kanna þarf innflutn-
ing Flugleiða á kjöti
GUÐMUNDUR Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneyt-
inu, og Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir segjast þurfa að kanna
hvort Flugleiðum sé heimilt að flytja inn kjöt til Keflavíkur til nota
í millilandaflugi. íslensk skip í millilandasiglingum koma með sinn
kost að utan og erlend skip sem koma hér við fá sinn kost sömu
leiðis að utan. Þá hafa verslanir innan flugvallarsvæðisins í Kefla-
vík heimild til að selja varnarliðsmönnum og fjölskyldum þeirra
innflutt kljöt.
- Guðmundur sagði, að mögulegt
væri að Flugleiðir hefðu heimild
til að flytja inn vörur sem ekki eru
tollafgreiddar. Sagði hann, að
Flugleiðir hefðu yfirleitt verslað
.neira og minna með íslenskar vör-
ur, þar sem fyrirtækið hafí notið
notið útflutningsbóta og niður-
greiðslna á það magn sem keypt
væri. Slíkar vörur hafi verið
greiddar niður í heimsmarkaðsverð
Nýtt hús-
næði fyrir
heilsugæslu
en því var hætt frá og með 1. sept-
ember 1992. „Héðan hefur síðan
verið flutt út umframkjöt frá
bændum á heimsmarkaðsverði,"
sagði Guðmundur „Það er
merkilegt ef Flugleiðir hafa
ekki leitað eftir samningum við
þá um kaup á því kjöti. Ég skil
ekki að þeir fái kindakjötið
ódýrara annars staðar.“
Guðmundur sagðist ekki vita
með vissu hvernig flugvallarsvæðið
væri skilgreint. „Ef um innlendan
markað er að ræða þá gilda inn-
lend lög,“ sagði hann. „Ég veit
hins vegar ekki hvernig þessi starf-
semi er vaxin og vil því ekki tjá
mig um hana.“
Óvíst um lögbrot
Nýtt hús-
næði fyrir
heilsugæslu
í Fossvogi
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að beina því til heil-
brigðisráðherra, að leitað
verði eftir nýju húsnæði fyr-
ir Heilsugæslustöðina í Foss-
vogi.
Er því beint til ráðherra að
þegar á þessu ári verði leitað
eftir húsnæðinu en á ijárlögum
ársins er gert ráð fyrir fjárveit-
ingu til þessa verkefnis.
Brynjólfur Sandholt yfirdýra-
læknir sagðist ekki geta fullyrt um
hvort innflutningur Flugleiða á
kjöti væri lögbrot. Það hafi ef til
vill verið litið öðrum augum ef kjöt-
ið væri eingöngu flutt inn til
vinnslu innan tollsvæðisins og
kæmi ekki til neyslu utan þess.
„Það hefur verið leyfður innflutn-
ingur á kjöti fyrir erlend skip, sem
hingað koma og taka kost,“ sagði
hann. „Það sem ég vissi síðast til
þá keyptu Flugleiðir mat þegar
þeir komu að utan en tóku íslensk-
an mat úr eldhúsinu hér þegar
þeir fóru héðan. Nú hefur þetta
breyst og verður að kanna hvernig
í þessu Iiggur.“
Benti hann á að íslensk skip í
millilandasiglingum tækju sinn
kost með sér að utan. Þá gilda
sérstakar reglur gagnvart varnarl-
iðinu í Keflavík en það hefur heim-
ild til að flytja inn kjöt til neyslu
innan vamarsvæðisins. „Það er
orðið minna um það en áður þár
sem þeir eru farnir að kaupa meira
hér innanlands," sagði Brynjólfur.
Flutt inn kjöt í áratugi
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða sagði, að félagið hefði í
áratugi flutt inn kjöt vegna milli-
landaflugsins. „Við erum einnig
með íslenskt kjöt,“ sagði hann.
„Það er ekki allt innflutt. Við erum
með lambakjöt, fisk og osta héð-
an.“ Ýmist er erlenda kjötið flutt
inn tilbúið eða það er matreitt hér
á landi og fer þá beint um borð í
vélarnar á ný auk þess sem tölu-
vert er um að vélar taki sinn kost
erlendis þegar þær eru á heimleið."
Harður slagur
„Þetta er eins og annað,“ sagði
Einar. „Harður slagur og ræðst
því af verði og því að við viljum
einnig hafa lambakjöt. Flugvéla-
matreiðsla er orðin mjög sérhæfð
grein. Sumar verksmiðjur fram-
leiða eingöngu eftirrétti fyrir flug-
vélar, aðrar niðurskorna ávexti.
Við reyndum að brjótast inn á
þennan markað með íslenskum
fyrirtækjum en gáfumst upp.
Framleiðslu- og hráefnis kostnaður
er of hár hér.á landi.“
BIODROGA
NIGHT SENSATION
Útsölustaðir: Stella Bankastræti 3, Ingólfsapótek
Kringlunni, Gresika Rauðarárstíg, Brá Laugavegi,
Snyrtistofa Lilju Akranesi, Kaupf. Eyfirðinga,
Vestmannaeyjaapótek.