Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 F ornar stólræður Sigurbjörn Einarsson biskup ásamt Guðrúnu Kvaran og Gunnlaugi Ingólfssyni Bókmenntir Sigurjón Björnsson íslensk hómiliubók. Fornar stól- ræður. Hið íslenska bókmennta- félag 1993. XXI+302 bls. Hin svonefnda Hómilíubók • er safn af stólræðum, fræðslugrein- um og bænum og eru ræðurnar flestar. Bók þessi er sögð rituð nálægt aldamótunum 1200, „En víst má telja að textinn sé eldri að miklu eða öllu leyti“. Til er af henni eitt handrit (frá því um 1200) nokkum veginn heilt og er það elsta bók íslensk sem „hefur kom- ist heil fram á þennan dag“. Seint á sautjándu öld var handrit þetta selt til Svíþjóðar og hefur það ver- ið þar síðan. Árið 1872 var bókin gefin út í Svíþjóð í 200 eintökum og er það eina útgáfan þar til nú. Sú útgáfa var prentuð stafrétt eft- ir handriti. Handritið var svo ljós- prentað af Ejnar -Munksgaard árið 1935. Enginn veit hver er höfund- ur þessarar bókar. Endrum og eins hefur heyrst minnst á þessa sérstæðu bók og hefur hún þá jafnan verið lofuð hástöfum sem gersemi mikil. í Handritaspjalli segir Jón Helgason eitthvað á þá leið að óvíða flói lind- ir íslenskrar tungu tærari og að sá rithöfundur sem ekki hefúr þaullesið þessa bók sé ámóta van- búinn til starfs síns og prestur sem enn á ólesna Fjallræðuna. Þetta er ærið hörð krafa þegar á það er litið að útgáfan frá 1872 liggur varla á glámbekk og fáum er ætl- andi að stauta sig fram úr hinu ljósprentaða handriti. Það er því ekki líklegt að margir íslenskir rit- höfundar hafí getað fullnægt þess- ari kröfu. En til bóta stendur þetta nú, þegar út er komin aðgengileg útgáfa með nútíma stafsetningu sem tekur af mikla fyrnsku. Jón nefnir einmitt að málið á Hómilíu- bók sé mjög fornlegt. Af þeim dæmum sem hann tilgreinir virðist fyrnskan að verulegu leyti hafa verið fólgin í stafsetningu. Talsvert er að vísu af framandlegum orðum, en í þessari útgáfu eru þau skýrð neðanmáls og verða engum lestr- artálmi. Og málið. Víða er það einkar fagurt, setningar stundum meitl- aðar og orðatiltæki snjöll. Ég gríp niður nokkuð af handahófi: „Nú alls vér höldum í dag upp- stigudag Drottins vors, þá skul- um vér upphefja huginn til hæðar himinsins eftir honum, þó að vér megim eigi fylgja honum að líkama. Fyrir- því skulum vér nú önn hafa, að langvistir órar skildi aldregi og vér ættum ráðna vist með lausnera órum eftir þenna heim, værim þá fleygir og fær- ir honum til handa, er önd ór skilst við holdið" (26. bls.). „Á þessi tíð var borinn sá Guðs gymbill er á braut tók mein heimsins. í þess burðartíð á að fagna, sá er hreinan hug hefir, en óast syndugur. Sá er góður er, biðji af öllum hug fyr sér og öðrum, en syndugur gerist þarflátur í bæn sinni. Blíður dagur og öllum iðröndum líkn- samur“ (71. bls.). „Nú ef vér pínum sjálfir oss í tárum fyrir annmarkana, þá víkst dómandinn til hógværis" (85. bls.). „Ást er brunnur og upphaf allra góðra hluta og ágæt hlíf við syndum og gata sú, er leiðir til himins“ (255. bls.). Stíll þessarar bókar er að jafn- aði næsta lipur og þægilegur af- Iestrar. Talsvert er hann ólíkur þeim Íslendingasagnastíl sem mað- ur hélt í fávísi sinni að væri eini stíll fyrri tíðar. Setningar eru hér einatt talsvert lengri og er ekki ólíklegt að þar valdi nokkru áhrif frá latínu. Og kem ég þá að þeim kapítula. Þegar kristni var lögtekin á Islandi árið 1000 flæddi nýr og voldugur menningarstraumur yfir landið. Þessi straumur átti sér latínuna að móðurmáli. Við höfuðklerkum blasti nú það verkefni að íslenska helga texta, smíða íslenskt kirkju- mál og boða kristni á íslensku. Þessi bók er vitnisburður um tveggja alda viðleitni í þá átt, élsti vitnisburðurinn sem við eigum. Maður hlýtur að fyllast aðdáun á smekkvísi þeirra sem þar lögðu hönd á plóg. Og óneitanlega hlýtur sú óþægilega spurning að vakna hvort íslendingar haldi nú jafnvel vöku sinni þegar margir straumar belja um viðkvæmt gróðurlendi tungumálsins. Jón Helgason, sem ég vitna svo oft í, segir að notalegur andi hljóti að hafa verið í kirkju þar sem þess- ar ræður voru fluttar. Undir það er vissulega hægt að taka. Andinn er hlýr, bjartur, einlægur, fullur ástar og kærleika. En kenningin er jafnframt hörð. Geysimikil áhersla er lögð á góða breytni og syndin er útmáluð með sterkum litum. Þá er fjandinn, sá vondi skálkur, alltaf á næstu grösum og ekki er Helvíti fýsilegur staður. Manni flýgur í hug fræg vísa Páls Ólafssonar: Að heyra útmálur Helvítis hroll að Páli setur. Eg er á nálum öldungis um mitt sálartetur. En laun dyggðugs lífernis og guðsástar eru ekkert smáræði: himnaríkissæla um eilífan aldur, sem lýst er fagurlega. Maður getur gert sér í hugarlund að fáfróður og þrautpíndur almúgi hefur viljað mikið til vinna að eiga slíkt bílífi í vændum. Venjuiegum nútíma- manni kann þó e.t.v. að þykja þess háttar siðfræðikaupskapur heldur ódýr guðfræði. í afarmörgum greinum er sú guðfræði sem hér er boðuð varla mikið frábrugðin þeirri sem boðuð var fram á síðustu öld. Mismunur- inn er helstur í dýrlingadýrkun og þeirri geysjmiklu táknfræði, líking- um og hliðstæðum, sem í raun var menningareinkenni miðaldanna. í þessari bók sjást þess skýr dæmi hversu langt var hægt að ganga. í fræðslugrein sem nefnist Kirkju- mál (147.-153. bls.) er nánast hverri fjöl, bita og syllu í kirkjunni gefin trúarleg merking (Syllu- stokkar... merkja postula og spá- menn. Dyr kirkju merkja trúu rétta.... Gólfþili merkir lítilláta menn.... Setupallar.... vorkunnláta menn. .. Tveir kirkjuveggir ... tvennan lýð o.s.frv.). Sjálfsagt er mikið af þessu komið erlendis frá, svo og líkingar ýmsar og mynd- mál. Fyrir kemur þó að upp er brugðið hreiníslenskum líkingum, sterkum og lifandi. Sem dæmi má nefna: „Maklega kallast postular for- ystusauðir, því að þeir gjörðu götu til lífshaga öllum völdum mönnum Guðs í kenningum sínum“ (20. bls.). Slíka líkingu býr enginn til nema sá sem handgenginn er íslenskum sauðfjárbúskap til forna. Við sjáum fyrir oss íslenskan vetrardag til dala. Hinir vitru og ratvísu forystu- sauðir kafa snjóinn, troða slóð fyr- ir hjörðina og rata jafnvel betur en fjármaðurinn á þær litlu hag- asnapir sem er að fínna. Og lýs- andi dæmi er þetta um það hvem- ig framandi menningarstraumar geta inniimast í þjóðlegan veru- leika og öðlast með því merkingar- bært líf. íslenska hómilíubókin er komin þannig til okkar nú í þessum bún- ingi að séra Sigurbjörn Einarsson biskup átti frumkvæðið. Hann skrifaði bókina upp eftir sænsku útgáfunni, en færði textann til nútíma stafsetningar og kom henni á framfæri við útgefanda. Síðan tóku sérfræðingar við, Dr. Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. Þau endurskoðuðu upp- skriftina, ieystu úr vandamálum um lestur, sannreyndu meðferð orðmynda og skýrðu ýmis torskilin og fágæt orð neðanmáls. Stefán Karlsson handritafræðingur lagði hér einnig hönd að verki. Biblíutil- vitnanir, þýðingar úr latínu og fyr- irsagnir þar sem þær vantaði eru hins vegar verk séra Sigurbjarnar. Séra Sigurbjöm ritar fróðlegan inngang í upphafi bókar (VII.- XVII. bls.) og þau Guðrún og Gunnlaugur gera grein fyrir verki sínu á þremur blaðsíðum. Bókin er gefin út af Hinu ísienska bók- menntafélagi og hefur sama form og Nýja Testamenti Odds Gott- skálkssonar sem sama forlag gaf út fyrir fáum ámm. Þessi tvö önd- vegisrit sóma sér vel hlið við hlið og eru mikil og dýrmæt gjöf til unnenda íslenskrar tungu og mennta. Die Kunst der Fuge Tónlist Morgunblaðið/Linda Kr. Ragnarsdóttir Frá leiklestri Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar í Lúxemborg. Leiklist í Lúxemborg Starfsemi Spuna hafín LEIKKLÚBBURINN Spuni í Lúxemborg hóf í septemberbyrjun starf- semina að nýju að loknum sumarleyfum. Fyrsta uppákoma vetrarins var flutningur leikaranna Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar á leiklestrinum Myndir úr Brekkukotsannál eftir Halldór Kiljan Lax- ness sem Hallgrímur H. Helgason bjó til flutnings. Leiklesturinn féll í góðan jarðveg hjá þeim er hlýddu enda flutningur verksins hreint út sagt frábær. Helga Bachmann og Helgi Skúla- son komu til Lúxemborgar eftir að hafa flutt Myndir úr Brekkukots- annál í Vínarborg. Áður hafa þau flutt leiklestur úr Fjallkirkju Gunn- ars Gunnarssonar og Brekkukots- annál í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Reykjavíkurborg, íslenska ríkið og Flugleiðir gerðu þeim kleift að hrinda þessari leikferð í fram- kvæmd með stuðningi sínum. Njóta Islendingar búsettir á áðumefndum stöðum góðs af því framtaki. Jón Asgeirsson Fúglistin eftir J.S. Bach er mik- ið meistaraverk, sem ekki verður gert skil í stuttri umsögn. Þetta margslungna verk er að grunni til byggt á einu stefi, sem síðan birt- ist í ýmsum gerðum, spegilmynd- um og skreytingum en einnig eru ný stef, andstæð aðalstefínu, er birtast ýmist sér eða samhljómandi því. Alls eru útfærslurnar og stefín 24 að tölu ef styttingar og lenging- ar stefjanna eru taldar með, svo og stefín sem notuð eru í kanón- ana. Lokastefíð er nafnstef höf- undar, BACH og er hald manna að meistarinn hafí stefnt á fjór- stefja fúgu og auk þess að vinna frekar úr nafnstefínu, hafí hann átt eftir að bæta við fjórða stefinu, mjög líklega sjálfu upphafsstefínu og þannig að loka verkinu. Sinnhoffer kvartettinn og Orth- ulf Prunner fluttu verkið í út- færslu Klemm og Weymars en þar er köflunum raðað upp á allt ann- an hátt en í gerð meistarans og nokkrum sleppt. Tvírödduðu kan- ón-kaflarnir eru leiknir á orgel og INNHVERF IHUGUN Transcendental Meditation KYNNINGARFYRIRLESTRAR Komið í kvöld (miðvikudag) eða annað kvöld kl. 20.30 að Suðurlandsbraut 48 (2. hæð) við Faxafen, (niðri er versl. Tékkkristall) og fræðist um áhrif og tilgang þessarar hug- leiðsluaðferðar Maharishi Magesh Yoga. íslenska íhugunarfélagið, s. 678178. þeim svo raðað, að þeir gegni hlut- verki millikafla, líklega til að hvíla tónleikagesti. Niðurröðun kaflanna hjá Bach er samkvæmt ákveðinni þróun í vinnuaðferðum, sem glast- ast að nokkrum, með þessari „kon- sertgerð“. Hvað sem þessu líður var margt mjög fallega gert hjá Sinnhoffer- kvartettinum. Ýmsar styrkleika- breytingar gat að heyra og voru þær smekklega útfærðar og inn- komur steíjanna sömuleiðis greini- lega „markeraðar", án þess þó að reynt væri að kveða þær í gegnum tónvefnað mótraddanna. Bestur var leikur félaganna í þreföldu fúgunni nr. 11 hjá Bach og í nr. 19., lokafúgunni, sem er svo sem nógu glæsilegt tónverk það sem til er af henni en fær sérstakt inni- hald vegna þess sem er ósagt, eins og oft á sér stað í stórbrotnum skáldskap. Einn af sérkennilegustu köflum þessa meistaraverks er annar kan- ónninn, nr. 13 hjá Bach, en þar leikur hann með tilbrigðum af aðal- stefinu en kanónsvarið er í gang- stígri (spegilmynd) og lengdri gerð. Þetta snilldarverk var ágæt- lega leikið af Orthulf Prunner, sem flutti og alla kanónanna með skýrri og skemmtilegri raddskipan, er afmarkaði mjög vel kaflaskipan Klemm og Weymars. Tónleikunum lauk með flutningi sálmalagsins, Vor deinem Thron tret’ ich hiermit, sem var svana- söngur Bachs og var þessi sálmur fallega fluttur af Sinnhoffer-kvart- ettinum og Orthulf Prunner. Tónlist fyrir alla EINS og kunnugt er hafa bæirn- ir Akranes, Kópavogur og Sel- foss hafið samstarf í því skyni að efla almennan áhuga á tón- list. Hér á Akranesi hefst þessi kynning með því að Bergþór Pálsson baritonsöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari halda stutta kynningar- tónleika í skólum bæjarins. Þess- ar skólakynningar verða sjö tals- ins og siðan endar heimsókn þeirra á því að þau halda al- menna tónleika. Lokatónleikar þessir verða í safn- aðarheimilinu Vinaminni í dag, mið- vikudag, og hefjast þeir kl. 20.30. Á þessa tónleika er öllum skólanem- endum bæjarins boðið auk kennara. Almenningi gefst einnig kostur á því að koma á þessa tónleika og verða aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn. Bergþór Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.