Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Sveini Andra verður áreiðanlega boðið eftir Guðrúnu Ágústsdóttur Þær reglur gilda í borgarstjórn Reykjavíkur að borgarfulltrúi get- ur aðeins svarað í eina og hálfa mínútu þegar hann hefur „talað sig dauðan“ eins og það er kallað. Gildir þá einu þó borgarfulltrúinn verði að svara spumingum frá fjölda annarra borgarfulltrúa. Borgarstjóri getur aftur á móti talað eins oft og honum sýnist og hafa núverandi og fyrrverandi borgarstjóri notað sér það óspart og oft ódrengilega. Er þá ráðist að borgarfulltrúa sem getur ekki svarað fyrir sig. Má segja að árás- imar séu þeim mun harðari sem tími borgarfulltrúans er styttri. Drengskapur Sveins Andra Sérfræðingar í þessari gerð drengskapar í fundarstörfum er Davíð Oddsson. Markús Örn kemst með tærnar sem Davíð hefur hæl- ana á þessu sviði. Einn borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins hefur svo sérhæft sig á þessum vettvangi að undanförnu: Það er Sveinn Andri Sveinsson sem vafalaust verður næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hæfíleikar hans í þessum sérkennilega dreng- skap sem hér hefur verið lýst eru næsta ótvíræðir. Hann hefur þegar stigið feti framar en forverar hans. Hann lætur sér ekki nægja að rísa upp til árása á borgarfulltrúa sem ekki eiga eftir svartíma. Hann hælist svo um í blöðunum yfir því að viðkomandi borgarfulltrúi hafi ekki svarað fyrir sig. Á aukafundi borgarstjórnar Reykjavíkur ný- lega lagði Sveinn Ándri fyrir mig þá spurningu hvað vinstrimeiri- hlutinn hefði gert í strætisvagna- málum á sinni tíð. Ég hefði eina og hálfa mínútu til að svara árás- um hans og borgarstjórans. Sem dugði mér ekki. Sveinn Andri skrifar svo grein í Morgunblaðið. Hún fæst þar birt með forgangs- hraði. Þar rekur hann hvílíkt lurða ég sé að hafa ekki svarað sér á einni og hálfri mínútu. Það var ekki hægt af því að afrekin voru meiri en svo að þeim verði svarað á níutíu sekúndum. Aðrir talsmenn STAHDEX Alinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. í Faxafeni 12. Sími 38 000 íyrir steinsteypu. séV viöhaldslitlir. tyrlrtlOTÍíodl. (jr. Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Sjálfstæðisflokksins hafa látið sér nægja að iðka þennan ódrengskap í sölum borgarstjómar. Nú er blöð- unum bætt við. En það er fagnaðarefni að fá tækifæri til að gera grein fyrir því sem vinstri meirihlutinn kom í verk á því eina kjörtímabili sem hann hefur stjómað. Hér verða verkefnin ekki rakin í heild - held- ur nefnd nokkur atriði. Það yrði of langt mál að gera grein fyrir málinu í heild. Líflegasta tímabil SVR - tólf dæmi nefnd Svo vel vill til að á borgarstjórn- arfundi 18. mars 1982 lagði Sveinn Björnsson fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og 'núverandi forstjóri fram fyrirspum um SVR og það hvernig meirihlutinn frá 1978 hefði starfað að málefnum strætis- vagnanna. í langri ræðu fyrir- spyijandans, þar sem hann vitnaði aðallega í Magnús Skarphéðinsson máli sínu til stuðnings, gerði hann grein fyrir sínum viðhorfum og viðhorfum Magnúsar til Strætis- vagna Reykjavíkur. Ég svaraði spumingum þeirra Sveins fyrir hönd meirihlutans þar sem ég hafði gegnt störfum formanns stjómar SVR. Þar kom fram með- al annars fram eftirfarandi: Fyrsta verk stjómarinnar var að ákveða að SVR tæki að sér rekstur sælgætissölunnar á Hlemmi og sameina hana farmiða- sölunni. Þessi ákvörðun skilaði þegar á fyrstu áram ágætum arði. Ónnur ákvörðun og sú sem kannski var þýðingarmest var að opna stjórn SVR fyrir starfsmönn- um. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti því en Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti aðild starfsmanna að stjórnun fyrir- tækja borgarinnar. Sveinn Andri er einmitt að henda starfsmönnum út með þeim kerfísbreytingum sem hann stendur fyrir á SVR ásamt Markúsi Erni. Á fyrstu mánuðum meirihlutans var opnaður áningarstaðurinn á Hlemmi sem mæltist vel fyrir. 1979 var tekinn í notkun eignarhluti SVR í húsinu Hafnar- stræti 20. 1980 var opnaður áningarstað- ur í Grensásstöð og þar með var öllum helstu skiptistöðvum SVR tryggð aðstaða fyrir farþegana. Efnt var til samkeppni um nýja gerð biðskýla og litlu rauðu bið- skýlunum var komið fyrir - en í þeim er Ijós og hitalögn, sem ekki hafði verið áður í biðskýlum SVR. Að öðra leyti vora sett upp 31 járnbiðskýli, þar af eitt í tvöfaldri stærð. Kynning á SVR fór fram í öllum skólum borgarinnar og efnt var til stóraukinnar samvinnu við unglingana meðal annars til að stuðla að betri umgengni um vagn- ana. Myndarleg kynning fór fram á vögnunum og á starfsemi SVR meðal allra borgarbúa með virkum hætti. Nýir vagnar komu til landsins á þessum tíma, en samið var um alls 20 Volvo-vagna og koma sá síðasti til landsins 1983. Nýja bíla- smiðjan byggði yfir vagnagrindur hér heima. Að auki voru keyptir 3 vagnar af Ikaras gerð til reynslu. Unnið var að breyttu vinnu- skipulagi með starfsmönnum fyr- irtækisins bæði bílstjórum og fólki á verkstæðum. Unnið var að nýju leiðakerfi sem byggði á því markmiði að almenn- ingsvagnasamgöngur væru raun- verulegur valkostur. Hafinn var akstur á nýjum leiðum, m.a. hrað- leið í Breiðholt. „Eftir núverandi meiri- hluta liggur ekkert annað en það að þeir hafa lagt Strætisvagna Reykjavíkur niður og hafa ákveðið að einka- væða fyrirtækið.“ Ferðaþjónusta fatlaðra var tek- in upp en hún var ekki til í borg- inni áður. Hún gerði fötluðum kleift að komast leiðar sinnar í „strætó" og olli byltingu í ferða- málum fatlaðs fólks í borginni. Af þessari upptalningu sést að þessi fjögur ár hafa verið lífleg- ustu árin í sögu Strætisvagna Reykjavíkur. SVR hf. verður SVR á nýjan leik En hvað liggur eftir Drengskaparmanninum Svein Andra: eftir núverandi meirihluta Guðrún Ágústsdóttir liggur ekkert annað en það að þeir hafa lagt Strætisvagna Reykjavíkur niður og hafa ákveðið að einkavæða fyrirtækið. Það er því ekki níutíu sekúnda verk að fara yfir afrek Sveins Andra Sveinssonar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Hann virðist hins vegar þegar hafa náð þeim hæfileikum í málflutningi sem Sjálfstæðisflokkurinn metur mest í seinni tíð sem orðin ósvífni og óheiðarleiki eiga ein við. Undirrituð kveinkar sér ekki undan árásum Sveins Andra Sveinssonar. Vill heldur þakka tækifærið sem hún hefur fengið til að svara fyrir sig. En stanslausar skipulegar árásir Sjálfstæðisflokksins og málgagna hans á Ólínu Þorvarðardóttur á þessu kjörtímabili segja það sem segja þarf. Þar er ekki spurt um rétt eða rangt heldur það eitt hvort árásimar gætu hitt hana fyrir, ekki sem borgarfulltrúa heldur sem persónu þegar verst hefur látið. Það væri sjálfstætt greinarefni- að fjalla um rógsherferðina gegn henni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipulagt í samvinnu við einstaka flokksfélaga hennar sjálfrar. Ég hef áður í Morgunblaðinu gert grein fýrir þeim hugmyndum sem ég hef um framtíðarþróun SVR; en fyrsta skrefið verður það að gera SVR hf. aftur að borgarfyrirtæki eins og minnihlutaflokkarnir hafa reyndar sameinast um að lofa í yfirlýsingum sínum. Þá verður unnt að snúa sér að uppbyggingu þessa fyrirtækis í samvinnu við borgarbúa og starfsmenn Strætisvagna Reykjavíkur. Sveini Andra Sveinssyni verður áreiðanlega boðið á endurreisnarhátíðina. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fyrrverandi formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur. Vafasöm fjárfesting ríkisins í lyfjaiðnaöi eftir Friðrik Stein Kristjánsson Nú stendur til að breyta Lyfja- verslun ríkisins í hlutafélag, selja það síðan og skapa þannig tekjur fyrir ríkissjóð. Á sama tíma er ráðgerð mjög kostnaðarsöm upp- bygging á framleiðsludeildum Lyijaverslunar ríkisins og gengur það þvert á vilja Framkvæmda- nefndar um einkavæðingu ríkisfyr- irtækja. Lyfjaverslun ríkisins heyrir und- ir Fjármálaráðuneytið og hefur fjármálaráðherra, Friðrik Sophus- son, samþykkt að verja um 200 milljónum króna til endurbygging- ar á húsnæði og til kaupa á vélum. Ákvörðunin virðist byggja á niður- stöðum árs gamallar skýrslu frá Kaupþingi hf. sem stjórn Lyfja- verslunar ríkisins lét vinna fyrir sig og er ekki öðrum aðgengileg. Skýrsla Kaupþings byggir á enn eldri upplýsingum en hafa ber í huga að miklar breytingar hafa orðið á íslenska lyfjamarkaðinum á síðustu misserarn m.a. með til- komu nýs íslensks lyfjaframleiðslu- fyrirtækis. Ætla mætti að fjármálaráðherra hafi þótt nauðsynlegt að styrkja samkeppnisstöðu Lyfjaverslunar ríkisins og koma á sterku mótvægi við stærsta lyfjaframleiðandann, Delta hf. Það virðist hafa farið fram hjá mörgum að þetta mót- vægi er nú þegar komið með lyfja- framleiðslufyrirtækinu Ómega farma hf. sem er íslenskt almenn- ingshlutafélag stofnað árið 1990. 70 einstaklingar og fyrirtæki lögðu fram 60 milljóna króna hlutafé til uppbyggingar ,á lyfjaframleiðslu- fyrirtæki, sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur. Ómega farma, Delta og Lyfjaverslun ríkisins eiga nú þegar í harðri samkeppni á markaðnum um mörg söluhæstu lyfifí. Fjárfest- ing ríkisins í lyfjaiðnaði er því mjög vafasöm þegar fyrir eru í landinu tvö önnur hlutafélög um lyfjaframleiðslu sem geta framleitt töflur og hylki fyrir margfaldan innanlandsmarkað. Friðrik Steinn Kristjánsson „Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að ríkið ákveði að ráð- ast í vafasamar fjár- festingar og þarflausa uppbyggingu á eigin fyrirtæki í lyfjaiðnaði, sem er í beinni sam- keppni við tvö önnur lyfjaframleiðslufyrir- tæki í landinu.“ Mörg önnur rök mæla á móti væntanlegri fjárfestingu ríkisins: Ríkið hefur að undanförnu aukið greiðsluhlut sjúklinga í lyfjakostn- aði. Nýjar reglugerðir beina nú afgreiðslu lyfja á ódýrustu lyfin. Þessar ráðstafanir ríkisins hafa leitt til sparnaðar en um leið hefur velta í sölu á lyfjum dregist sam- an. Þetta hefur leitt til erfiðari rekstrarskilyrða fyrir lyfjaiðnaðinn í landinu. Einnig skal bent á að ný lög um einkaleyfi sem taka gildi 1. janúar 1997 gera erlendum lyfjafyrirtækjum mögulegt að fá einkaleyfi á lyfjum á Islandi. Þetta þýðir að möguleikar íslenskra lyfjafyrirtækja til framleiðslu margra nýrra eftirlíkingalyfja verða úr sögunni á næsta áratug og markaðshlutdeild íslenskra lyfjaframleiðenda því dragast sam- an. í grein í viðskiptablaði Morgun- blaðsins sl. fimmtudag kemur fram að Lyfjaverslun ríkisins hafi um 20% af hálfum milljarði króna heildarsölu íslenskra sérlyfja. Sam- kvæmt þessu er hlutur Lyfjaversl- unar ríkisins um 100 milljónir króna á ári sem skiptist nokkuð jafnt á milli sölu á töflum og inn- rennslislyfjum. Réttlætir þessi umsetning fjárfestingar í upp- byggingu og endurnýjun á fram- leiðsluaðstöðu fyrir um tvö hundr- uð milljónir? Ef svo er, þá er eðli- legast að þeir aðilar sem koma til með að fjárfesta í hinu nýja hluta- félagi íjármagni sjálfir uppbygg- ingu fyrirtækisins. Það væri einnig í samræmi við afstöðu Einkavæð- ingamefndar. Þeim er gerst þekkja til lyfja- mála, þykir sú ákvörðun að end- urnýja framleiðsluaðstöðu Lyfja- verslunar ríkisins vera sóun á fjár- munum ríkisins. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að ríkið ákveði að ráðast í vafasamar fjárfestingar og þarflausa upp- byggingu á eigin fyrirtæki í lyfja- iðnaði, sem er í beinni samkeppni við tvö önnur lyfjaframleiðslufyrir- tæki í landinu. Það skapar ójafn- vægi i samkeppni þegar eitt fyrir- tæki getur stofnað til mikilla skulda á ábyrgð ríkissjóðs þegar önnur fyrirtæki þurfa sjálf að ábyrgjast sínar Ijárfestingar. Framkvæmdir við endurnýjun á framleiðsludeildum Lyijaverslunar ríkisins hafa enn ekki hafist og er því ekki um seinan að hætta við þær. Höfundur er lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri Ómega farnia hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.