Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
Stefnt að vígslu nýs 30 radda orgels í Langholtskirkju árið 1996
Kaup á 35 millj.
króna hljóðfæri
ákveðin í árslok
ÁR ER nú liðið síðan söfnun fyrir orgeli í Langholtskirkju hófst,
en að sögn Jóns Stefánssonar, sljórnanda Kórs Langholtskirkju,
er talið að hljóðfæri það sem kirkjan hefur augastað á muni
kosta fullbúið á milii 30 og 35 milijónir króna. Ekki er búið að
panta orgel, en verið er að skoða þrjátíu radda orgel í Dan-
mörku og Hollandi, auk þess sem smíði í Þýskalandi eða Banda-
ríkjunum kemur einnig til greina. Að sögn Jóns verður endanleg
ákvörðun um kaupin tekin í seinasta lagi í desember og vonast
forráðarmenn söfnunarinnar til þess að hægt verði að vígja nýtt
orgel í kirkjunni árið 1996.
Guðný Rósa Þorvarðardóttir,
stjómandi söfnunarátaksins, segir
að lyfta þurfi grettistaki á næstu
þremur.árum til að þetta mark-
mið náist, en nú éru um 6 milljón-
ir króna í orgelsjóði Langholts-
kirkju. Við staðfestingu á kaupum
þarf að greiða þriðjung af verði
hljóðfærisins, eða um 10 milljónir
króna, og segir Guðný Rósa að
stefnt sé að ná þeirri upphæð fyr-
ir árslok.
Jón Stefánsson segir að kirkjan
leiti að þijátíu radda orgeli með
þremur hljóðborðum og fótspili,
sem telst til meðalstórra orgela.
„Sérkenni á þessu hljóðfæri er
stílhreint barrok, þó að vitaskuld
verði hægt að leika alla tónlist á
það,“ segir Jón. „Orgelið verður
teiknað sérstaklega með kirkjuna
í huga og þeir orgelsmiðir sem
hingað hafa komið álíta afar auð-
velt að smíða sökum hins frábæra
hljómburðar sem er í kirkjunni.
Eitt af því sem verður erfítt að
taka ákvörðun um er útlit, því
barrok-hljóðfæri bera ákveðin ein-
kenni sem erfitt er fóma. Hafi
það nútímalegt yfirbragð er
spuming hvort barrok-hljómurinn
heyrist. Frá byggingarfræðilegu
sjónarmiði teljum við það ekki-
gróft stílbrot að byggja orgel í
sígildum anda, en það þarf hins
vegar að yfirvega vandlega því
orgelið mun standa í hundmð ára
og maður getur ekki látið eigin
sérvisku ráða. Smíðin verður unn-
in í samvinnu við arkitekta kirkj-
unnar og þegar kemur að ákvörð-
un um endanlegar raddir orgelsins
verður leitað til sérfræðinga hér-
lendis og erlendis."
Jón segir að vandað verði til
vals á hljóðfærinu og að mikil
ábyrgð sé því samfara að velja
rétt. „Með því að leita til virtra
verksmiðja á þessu sviði minnkum
við áhættuna á röngu vali og
stefna okkar er sú að hafa orgel-
ið lítið og vandað fremur en
spenna okkur eftir stærð og mikl-
um fjölda radda.“
Styrktartónleikar og
plötusala
Nú er í Langholtskirkju þriggja
radda orgel sem kirkjan hefur að
láni og segir Guðný Rósa að það
valdi í raun ekki hlutverki sínu
miðað við hljómburð kirkjunnar
og þá listamenn sem þar koma
fram. Söfnuður Langholtskirkju
varð fertugur á síðasta ári og
hefur frá upphafi verið reynt að
safna í orgelsjóðinn en fyrst fyrir
ári hófst raunverulegt átak við
Morgunblaðið/Sverrir
Safnað fyrir orgeli
JÓN Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, og Guðný Rósa
Þorvarðardóttir, stjórnandi söfnunarátaks orgelkaupanna, í Lang-
holtskirkju þar sem stefnt er að því að nýtt þrjátíu radda orgel
verði vígt árið 1996.
fjársöfnun. „Önnur helsta tekju-
lindin em styrktartónleikar í
kirkjunni á hveiju hausti, þar sem
við kappkostum að bjóða upp á
fjölbreytilega og aðgengilega tón-
list,“ segir Guðný Rósa. „Fyrstu
tónleikarnir í þessari röð vora
haldnir í fyrra og þá sungu lista-
mennimir án þess að taka nokkuð
fyrir sem sýnir vel hlýhug þeirra
og hjálparvilja. Sama er upp á
teningnum á næstu styrktartón-
leikum sem haldnir verða í kirkj-
unni 3., 5. og 6. október næstkom-
andi. Fyrri tónleikarnir vom hljóð-
ritaðir og hin helsta tekjulind org-
elsjóðsins er sala á geislaplötu
sem geymir upptöku frá þeim.“
Guðný Rósa segir í athugun að
hljóðrita einnig tónleikana í októ-
ber, en aðrar tekjur sjóðsins era
meðal annars vegna sölu minning-
arkorta og fijálsra framlaga vel-
unnara. Nýjung í átakinu er nokk-
urs konar áskrifendasöfnun að
styrktartónleikunum. „Flugleiðir
hafa gefið okkur ferðavinning
fyrir tvo til Kaupmannahafnar,“
segir Guðný Rósa, „og hann fellur
einhveijum þeim styrktaraðila í
skaut sem fær aðra styrktaraðila
til liðs við okkur og við vonumst
til að draga úr stórum potti.“
Tónleikar annað kvöld
Fynr tæpri viku söng kvartett-
inn Út í vorið, sem skipaður er
félögum úr Kór Langholtskirkju,
í kirkjunni.„Kvartettinn vakti
mikinn fögnuð áheyrenda," segir
Guðný Rósa, „og meðal annars
voru tónleikamir sóttir af fólki
sem fermdist hér. Margir nýir og
áhugasamir styrktaraðilar bætt-
ust í hópinn þetta kvöld og vegna
þess hversu vel tókst til ætlum
við að endurtaka tónleikana annað
kvöld, fimmtudagskvöld. Þar mun
séra Sigurður Haukur Guðjónsson
ræða við gesti fyrir hönd orgel-
nefndar Langholtskirkju og Jón
Stefánsson kynnir það helsta sem
verður á döfinni í tónlistarstarfí
kirkjunnar í vetur.“
Guðný Rósa segist vera einkar
þakklát Kór Langholtskirkju fyrir
hlut þeirra í söfnuninni og hafi
meðlimir hans lagt á sig ómælda
vinnu í þágu átaksins, auk þess
að gefa peningagjafir til orgel-
sjóðsins.
7,5 millj. varið til
friðargæslusveitar
Læknar
sendir til
til Bosníu
A
Islendingar eiga
hlut í samnor-
rænni gæslusveit
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gær að verja allt að 7,5 milljón-
um kr. til þess að standa við
hlut íslendinga í norrænni
friðargæslusveit í fyrrum Júgó-
slavíu og verður sótt um fjár-
veitingu vegna þessa á
fjáraukalögum. Er að því stefnt
að íslendingar sendi tvo lækna
og fjóra hjúkrunarfræðinga á
vettvang og einnig er verið að
kanna möguleika á að senda
íslensk lyf, blóðefni og vatn, að
sögn Jóns Baldvins Hannibals-'
sonar utanríkisráðherra.
Jón Baldvin sagði að fram hefðu
farið viðræður á milli íslenskra og
norskra stjórnvalda um að Islend-
ingar legðu til sérfræðinga á sviði
heilsugæslu. Er fyrirhugað að Nor-
ræna friðargæslusveitin taki að sér
að verja griðasvæði umhverfis borg-
ina Tuzla í norðvesturhluta Bosníu-
Herzegóvínu.
Eftirlit með vopnahléi
Hlutverk sveitarinnar er að hafa
eftirlit með framkvæmd vopnahlés,
líta eftir brotthvarfi vopnaðra sveita
deiluaðila á svæðinu og að skipu-
leggja og stjórna mannúðaraðstoð
við óbreyttra borgara. Sagði Jón
Baldvin að samið hefði verið um
verkaskiptingu sem fæli í sér að
Danir sendu tíu skriðdreka, Finnar
13 brynvarðar bifreiðar, Norðmenn
fjórar þyrlur og 250 manna heilsu-
gæslusveit og Svíar 860 fótgöngu-
liða.
Þór Jónsson ráðinn ritstjóri Tímans
Kem fyrst og fremst
sem fréttamaður
Jón Sigurðsson sagði af sér sem
stj órnarformaður Mótvægis hf.
ÞÓR Jónsson, nýráðinn ritstjóri Tímans, segist vera ráðinn til blaðs-
ins fyrst og fremst sem fréttamaður og stefnt sé að útgáfu frétta-
blaðs sem verði óháð stjórnmálaflokkum en höfði til fólks sem sé á
miðju eða vinstri væng stjórnmálanna. Jón Sigurdsson sagði í gær
af sér stjórnarformennsku í stjórn Mótvægis hf., hlutafélagsins sem
taka á við útgáfu Tímans, meðal annars vegna þess að skoðanir hans
á útgáfustefnu fara ekki saman við skoðanir annarra í sljórninni.
Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneyti
Reglugerðin á lagastoð
Stjórn 'Mótvægis hf. greiddi í
gærmorgun atkvæði um nýjan rit-
stjóra Tímans. Þar fékk Þór Jónsson
atkvæði Jóns Sigurðssonar, Bryndís-
ar Hlöðversdóttur og Steingríms
Gunnarssonar. Ágúst fékk atkvæði
Bjarna Þórs Óskarssonar en Stein-
grímur Hermannsson sat hjá. Hann
hafði áður stutt Jón Ásgeir Sigurðs-
son sem dró umsókn sína til baka
vegna andstöðu Kristjáns Loftsson-
ar, stjórnarformanns Olíufélagsins
hf., en Olíufélagið hefur lagt fram
hlutafé í Mótvægi hf.
Þór Jónsson sagðist ekki ganga
að því graflandi að hann væri ráðinn
til Tímans fyrst og fremst sem
fréttamaður og hann vonaði að biað-
ið yrði öflugur fréttamiðill. „Þad er
varla þörf á fleiri hægri blöðum held-
ur er hinn svelta blaðamarkað von-
andi að fínna hjá því fólki sem er á
miðju og vinstri væng stjómmál-
anna. Ég lít svo á að þetta blað sé
nauðsynlegt lýðræðislegri umræðu
og ég tel ekki að í mótvægi felist
sú hugmynd að blaðið sé endilega
sett til höfuðs stóra blöðunum tveim-
ur, Morgunblaðinu og DV, heldur
að mótvægið felist í því að þar komi
ýmsar skoðanir fram sem ef til vill
koma ekki fram í hinum blöðunum,"
sagði Þór.
Önnur sýn á framtíðarhorfur
Jón Sigurðsson sagði í gær af sér
stjórnaformennsku í Mótvægi hf. og
Steingrímur Gunnarsson tók við for-
mennskunni. Jón lagði áherslu á að
ekki væra deilur innan stjórnar
Mótvægis hf. og hann hefði tekið
mikinn þátt í því að móta meirihlut-
ann sem kaus Þór Jónsson sem rit-
stjóra. Jón sagði ástæðu þess að
hann sagði af sér stjórnarfor-
mennsku í Mótvægi hf. þá að hann
hefði aðra sýn á framtíðarhorfur
Tímans en aðrir stjórnarmenn. Þá
væri ákveðnum áfanga lokið með
ráðningu nýs ritstjóra og nýr áfangi
væri að hefjast. Því sagðist Jón hafa
talið rétt að víkja til hliðar fyrir
öðrum stjórnarformanni sem hefði
sömu sýn á framtíðarhorfurnar og
ritstjóri og framkvæmdastjóri blaðs-
ins.
Jón sagdi aðspurður, að hann vildi
að Tíminn þróaðist sem greinabiað
sem rannsakaði . þjóðfélagsmál.
Hann sagðist ekki telja víst að hægt
Morgunblaðið/Kristinn
Nýr ritstjóri Tímans
ÞÓR Jónsson hefur verið ráðinn
ritstjóri Tímans.
yrði að gefa út blað sem borið væri
út til áskrifenda heldur sent til þeirra
í pósti og það myndi gjörbreyta
fréttameðferð.
Viðræður hafa verið í gangi, að
sögn Jóns, um að útgáfa Vikublaðs-
ins, málgagns Alþýðubandalagsins,
sameinist Tímanum með einhveijum
hætti. Jón sagdi að þessar viðræður
væra ekki komnar inn á borð stjórn-
arinnar og því ekki komnar á ákvörð-
unarstig.
Ágúst Þór Amason er stór hlut-
hafi í Mótvægi hf. og sótti eftir að
fá ritstjórastöðuna. Hann vildi ekk-
ert tjá sig um niðurstöðu stjórnar
Mótvægis hf. í gær.
Þór Jónsson er 29 ára gamall fjöl-
miðlafræðingur. Hann hefur starfað
sem blaðamaður á Tímanum og
fréttamaður á Stöð 2 auk þess sem
hann hefur verið fréttaritari þessara
fjölmiðla í Svíþjóð undanfarin ár.
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi fréttatilkynning
frá landbúnaðarráðuneytinu:
„Að gefnu tilefni vegna blaða-
greinar í dagblaðinu DV í dag sem
ber yfirskriftina „Hæpið að telja
ákvörðun ráðherra ólögmæta" með
undirfyrirsögn: „Reglugerð Hall-
dórs Blöndals stangast á við samn-
ing Islands og EB“, þar sem vitnað
er til umsagnar og kenninga Gunn-
ars Schram prófessors í stjómskip-
unarrétti, vill landbúnaðarráðu-
neytið taka fram eftirfarandi:
í tvíhliða samningi íslands við
Evrópubandalagið, sem átti að
taka gildi hinn 1. apríl sl., era
ákvæði um árstíðabundinn fijálsan
innflutning á þar greindum teg-
undum blóma, grænmetis o.fl. úr
jurtaríki. Það var skilyrði fyrir gild-
istöku samningsins, að efni 53. gr.
búvörulaga yrði fyrir fyrirhugaðan
gildistíma breytt til samræmis við
ákvæði samningsins.
Framvarp var lagt fyrir Alþingi
en fékk ekki afgreiðslu fyrir þing-
lok sl. vor, og frestast m.a. af þeim
sökum giídistaka samnirigsins að
þessu leyti.
Það ber að hafa í huga í þessu
sambandi, að samningurinn við EB
hefur ekki að geyma nein ákvæði,
sem setja skorður við takmörkun-
um eða hömlum við innflutningi á
kjötvörum.
í sambandi við lögfestingu heim-
ildar fyrir ríkisstjórnina til aðildar
EES, sem m.a. geymir ákvæði um
fijálsan innflutning vissra unninna
búvara með álagningu jöfnunar-
gjalda, eru ráðgerðar breytingar á
búvörulögunum. Þær komu fram í
áðurgreindu frumvarpi, sem ekki
tókst að afgreiða á Alþingi sl. vor.
Hefur það ekki komið að sök,
meðan EES samningurinn hefur
ekki hlotið lagagildi, en svo sem
kunnugt er ríkir enn nokkur óvissa
um það hvenær samningurinn get-
ur öðlast gildi. T.d. hefur enn ekki
verið gengið frá ákveðnum viðauk-
um með bókun 3, sem varða við-
skipti með unnar búvörur. Af fram-
angreindum ástæðum má það ljóst
vera, að fyrrgreindir samningar
hafa ekki öðlast það lagagildi sem
að er stefnt og að búvörulögin í
sinni núverandi mynd eru gild lög
í landinu, þar á meðal 52. gr.
þeirra, sem sjálfstætt heimilar að
skorður séu settar við innflutningi
landbúnaðarvara, þar á meðal kjöt-
vara, þegar innlend framleiðsla
fullnægir neysluþörf.
í 69. gr. búvörulaganna er ský-
laus heimild til ráðherra til þess
að setja með reglugerð nánari
ákvæði um framkvæmd laganna.
Reglugerð ráðuneytisins frá 9.
september á því ótvíræða lagastoð.
Ráðuneytið gerir sér hins vegar
ljósa grein fyrir því að þegar og
ef fyrrnefndir samningar öðlast
hér lagagildi er óhjákvæmilegt að
gerðar verði breytingar á búvöra-
lögunum og þá samsvarandi breyt-
ingar á reglugerðum sem á þeim
byggjast. Meðan svo stendur sem
að framan er greint, er það næsta
óskiljanlegt að því skuli haldið
fram, að unnt sé að víkja til hliðar
tímabundið löglega settri reglu-
gerð vegna ákvæða í samnings-
drögum, sem ekki hafa öðlast laga-
gildi.“