Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Framkvæmdir við viðbyggíngn flugstöðvar Áætlað að byrja á 360 fm. húsi í haust ÁÆTLAÐ er að byrja á 360 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli nú í haust og að henni verði lokið vorið 1995. Þetta verður fyrsti áfangi tæplega 900 fermetra byggingar sem ráðgert er að reisa og byggir á spá um umferð um völlin á næstu 25 árum. Formanni bæjarráðs og bæjar- stjóra á Akureyri voru í vikunni kynnt áform Flugmálastjórnar um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og kom það til umfjöllunar á fundi Bæjarstjómar Akureyrar í gær. Áfangaskipting skynsamleg Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði að með byggingunni yrði leyst úr brýnasta húsnæðisvanda flugstöðv- arinnar þ.e. varðandi innanlandsflug- ið og því millilandaflugi sem um völl- inn fer. Hann sagði skynsamlegt að áfangaskipta byggingunni eins og gert er ráð fyrir. Hann sagði að fyrir- Jafnréttisnefnd Þijár imisókn- ir um styrk ÞRJÁR umsóknir bárust um styrki hugað væri að heija verkið nú í haust, undirbúning eins og jarðvegsvinnu, en strax næsta vor yrði byijað á byggingunni og að henni ætti að vera lokið vorið 1995. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, sagði bygginguna hafa átt að auka atvinnu í bænum, fé hefði átt að veita frá ríkinu til atvinnusköp- unar og því væri þessi stærð, „tvö stór einbýlishús", eins og hann orð- aði það, afar lítilfjörleg miðað við 900 fermetra byggingu. Það væri ekki ofverk ríkisins að klára alla bygginguna á næstu tveimur árum og samgönguráðherra hlyti að vera því máli vinveittur. Bjöm Jósef Amviðarson sagði málflutning Gísla Braga bera keim af því að fara ætti út í framkvæmd- ir framkvæmdanna vegna. Sú bygg- ing sem rætt væri um að reisa í fyrsta áfanga fullnægði þörfum innanlands- og millilandaflugs eins og staðan væri nú í þeim efnum. til jafnréttisverkefna sem Jafn- réttisnefnd Akureyrar auglýsti, en til úthlutunar eru 200 þúsund krónur. Samþykkt var að styrkja tvö verkefnanna, en jafnréttisfull- trúa falið að finna leiðir til að styðja það þriðja. Menntaskólanum á Akureyri var veittur 100 þúsund króna styrkur til að kanna kennslu og kennsluhætti með tilliti til kynferðis nemenda. Umsjónarmenn eru Sigríður Stein- bjömsdóttir og Jón Már Héðinsson. Samþykkt var að veita Háskólan- um á Akureyri 100 þúsund kr. styrk til að koma kennslu um jafnrétti og stöðu kynjanna inn í nokkur valin námskeið við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri. Umsjón með verk- efninu hafa Erla Jónsdóttir og Guð- mundur Heiðar Frímannsson. Félagsmálastofnun Akureyrar sótti um styrk til verkefnisins „Sjálfsstyrking og breyttur lífsstíll“ i umsjón Valgerðar Magnúsdóttur. í bókun Jafnréttisnefndar kemur fram að nefndin hafl styrkt verkefnið síð- asta vetur með góðum árangri. Jafn- réttisfulltrúa var falið að fínna aðrar leiðir til að styðja verkefnið. Uppskerubrestur í arfagarði Morgunblaðið/Golli GUNNLAUGUR Búi Sveinsson slökkviliðsmaður á Akureyri gerði tilraun til að taka upp kartöfl- ur úr garði sínum í Lækjargili á frívaktinni í gær. Fyrri tilraunir hafa gefist illa, rauðar ís- lenskar og Luxemborgarkartöflur fundust vart, en í gær átti að reyna við Helgu. „Ég hætti þessu bara ef ég finn ekkert undir núna, þetta er eintómur arfi, engar kartöflur,“ sagði Gunn- laugur Búi og bætti við að mýsnar gætu nagað kartöflurnar í vetur - ef einhveijar væru. Iðja, félag verksmiðjufólks, flytur starfsemi sína yfir til Einingar Stöðugt gengið á eignir félagsins á liðnum árum Tap á gjaldþrotum, fækkun félagsmanna og dýrt húsnæði helstu skýringar IÐJA, félag verksmiðjufólks, flytur starfsemi sína yfir til Verkalýðsfélagsins Einingar um næstu mánaðamót. Félagið hefur leigt Lífeyrissjóði Norðurlands húsnæði sitt í Alþýðuhús- inu. Með þessum ráðstöfunum skapast margvíslegt hagræði fyrir Iðju og sparnaður. Húsnæðið í Alþýðuhúsinu hefur verið félaginu dýrt, félagsmönnum hefur fækkað um heiming frá því sem mest var og þá hefur félagið tapað fjármunum í gjald- þrotum á liðnum árum. Kristín sagði að stöðugt hefði gengið á eignir félagins á síðustu árum, mikill samdráttur í iðnaði í bænum hefði tekið sinn toll. Iðja, félag verksmiðjufólks, á rúmlega 150 fermetra húsnæði á annarri hæð Alþýðuhússins við Skipagötu 14. Lífeyrissjóður Norð- urlands sem tekur til starfa um næstu áramót hefur leigt húsnæðið og Iðja hefur aftur leigt húsnæði hjá Verkalýðsfélaginu Eiriingu í sama húsi, en þar losnar pláss þeg- ar starfsemi Lífeyrissjóðsins Sam- einingar flyst yfir til Lífeyrissjóðs Norðurlands. Iðja mun þó aðeins tapað umtalsverðum fjármunum á gjaldþrotum fyrirtækja á síðustu árum og þá má einnig nefna að félagsmönnum hefur fækkað um helming frá því sem mest var fyrir nokkum árum, eða um 1985-’86. Nú eru um 500 manns á vinnumark- aði í Iðju, en þar af eru um 100 á atvinnuleysisskrá. „Ég efast um að nokkurt verkalýðsfélag í landinu búi við viðlíka ástand og við,“ sagði Kristín. Bæjarstjóri á Akureyri segir ýmsa kosti við sameiningn Eyjafjarðar Hagsmunir fara saman og svæðið verður sterkara taka hluta af rými sjóðsins á leigu. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju sagði að vissulega hefði verið áhugi fýrir að selja húsnæði félag- ins í Alþýðuhúsinu, en Lífeyrissjóð- ur Norðurlands ekki verið tilbúin að kaupa á þessu tímamótum. -»■■■♦ ♦ Leikklúbbur VMA Stöðugt gengið á eignir Söngleikurinn Jósep í vetur HALLDÓR Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir ekki spurningu um hvort af sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð verði heldur hvernig og hvenær. Eyjafjörður hafi mikla kosti til sameiningar „Ég tel að við eigum að skoða alla sameiningarmöguleika með opnum huga,“ sagði Halldór í framsögu sinni við fyrri umræðu um sameiningu sveitarfélaga á fundi bæjarstjórar Akureyrar í gær. Tillagan sem Eyfirðingar kjósa um í nóvember er hvort Eyjafjörður allur, frá og með Ólafsfirði að vestan og austur í Hálshrepp, sameinist í eitt 21 þúsund manna sveitarfélag. eyri væri jafn mikilvægt að byggð- Gætum misst af Iestinni Skiptar skoðanir Halldór sagði eðlilegt að skoð- anir væru skiptar um ágæti tillög- unnar, en mikilvægt væri að fella ekki dóma um hana fyrirfram og án umfjöllunar. „Ekki síst á þetta við um forystumenn sveitarfélaga, þar sem ljóst er að skoðanir þeirra geta eðlilega verið mjög leiðandi fyrir hinn almenna kjósanda," sagði bæjarstjóri. I máli Halldórs kom fram að nauðsynlegt væri að skoða málið frá sjónarhóli alls svæðisins, Akur- imar döfnuðu eins og þeim væri mikilvægt að Akureyri yrði sterk kjölfesta fyrir svæðið í heild. Vel kynni að vera að sjónarmið og hagsmunir færu ekki að öllu leyti saman, einhveijir kynnu að færa fórnir um skemmri tíma. „En þeg- ar litið er til lengri tíma fullyrði ég að hagsmunir okkar fara sam- an, svæðið verður sterkara, hag- kvæmni eykst, skynsamlegri nýt- ing fjármuna möguleg og auknir möguleikar á jöfnuði á þjónustu við íbúa svæðisins.“ Halldór taldi að yrði tillaga umdæmanefndar felld stæðu menn hugsanlega frammi fyrir því að kjósa í mars á næsta ári um að Eyjafjörður yrði 3-5 sveitaré- lög. Með því væri verið að leggja grunn að skýrari og sterkari skipt- ingu svæðisins í sjálfstæðar ein- ingar, en slíkt væri að hans mati ekki jákvætt, það skapaði óæski- lega samkeppni milli svæða um fjármuni og þjónustu og niðurstað- an yrði dýrari og óhagkvæmari uppbygging á svæðinu. Þá gæti sú staða komið upp að engar breytingar yrðu samþykktar og menn stæðu uppi með áform um óbreytt fyrirkomulag sveitar- félga á svæðinu, en slíkt taldi bæjarstjóri ekki æskilegan kost — menn gætu misst af lestinni. Áður en ráðist var í byggingu Alþýðuhússins átti félagið fasteign- ina Brekkugötu 34 þar sem starf- semi þess var auk þess sem hús- næði var leigt undir aðra starf- semi. „Það var auðvitað af mikilli bjartsýni sem menn ákváðu að byggja Alþýðuhúsið og koma starf- semi verkalýðsfélaganna í bænum undir sama þak. Þá sáum við auðvit- að ekki fyrir hrun iðnaðarins og það atvinnuástand sem hér hefur ríkt á síðustu árum,“ sagði Kristín. Hún sagði að á sínum tíma hefðu menn metið það svo að margvíslegt hag- ræði hlytist af yrðu verkalýðsfélög- in öll í sama húsinu og vissulega hefði samvinna og samskipti aukist frá því sem áður var þegar félögin voru dreifð um bæinn. Húsið hefði einfaldlega verið of stór biti fyrir félagið og það væri líka dýrt í rekstri. 100 atvinnulausir Auk þess sem húsnæðið hefur verið félaginu dýrt hefur það líka B I I LEIKKLÚBBUR, kór og nem- endur í Verkmenntaskólanum á Akureyri ætlar í vetur að sýna söngleikinn Jósep eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice í þýð- ingu Þórarins Hjartarsonar. Undirbúningur hefur staðið yfír síðan í vor og munu æfingar hefj- ast innan skamms. Leikstjóri er Sigurþór Albert Heimisson, fastráð- inn leikari hjá Leikfélagi Akur- eyrar, hann hefur áður leikstýrt hjá framhaldsskólum, síðast hjá Menntaskólanum á Akureyri. Framkvæmdastjóri og tónlistar- stjóri er Michael Jón Clarke, stofn- andi og stjórnandi kórs VMA. Þetta verður viðamesta verkið sem Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur ráðist í hingað til og jafn- framt það stærsta sem framhalds- skóli á landsbyggðinni hefur staðið að. Mikill hugur er í nemendum skólans og munu Jósep og hin lit- skrúðuga hempa hans koma til með að lífga upp á skóla- og menningar- líf á Akureyri á komandi vetri. I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.