Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Borís Jeltsín Rússlandsforseti blæs til sóknar gegn andstæðingum sínum Forsetinn ógildir skilríki þingmanna og leitar eftir stuðningi Vesturlanda Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, blés síðdegis í gær til orrustu gegn andstæðingum sínum á fulltrúaþingi landsins. Jeltsín sagði í sjónvarpsávarpi að hann hefði ákveðið að leysa upp fulltrúa- þingið og Æðsta ráðið en þar eru harðlínumenn sem andvígir eru umbótastefnu forsetans í meirihluta. Forsetinn lýsti yfir því að kosningar færu fram í Rússlandi þann 11.-12. desember og yrði kosið til nýs þings sem starfa myndi í tveimur deildum. Valdabarátta við þingið og for- seta þess, Rúslan Khasbúlatov, hefur einkennt rússnesk stjómmál á undanförnum misserum og í raun gert stjórn Jeltsíns óstarf- hæfa. Kosningar til þingsins fóru síðast fram er Kommúnistaflokk- urinn hafði alræðisvald í Sovétríkj- unum. Fréttaskýrendur hafa Iengi vænst lokauppgjörsins og ummæli bæði Jeltsíns og harðlínumanna um síðustu helgi þóttu gefa til kynna að það væri í vændum. Frelsið og lýðræðið í hættu Jeltsín sagði í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar að fulltrúa- þingið lyti í raun stjórn hóps manna sem beittu því fyrir sig í öldungis óhagganlegri andstöðu við stjórn landsins. „Þessir menn sem skýla sér á bakvið þingheim eru að þoka Rússlandi fram af brúninni, niður í hyldýpið," sagði forsetinn. „Það er skylda mín sem forseta að lýsa yfir því að þing- heimur hefur fyrirgert rétti sínum til að fara ftieð mikilvæg svið ríkis- valdsins. Öryggi Rússlands og al- mennings í landinu er dýrmætara en formleg viðurkenning á þeim mótsagnarkenndu grundvallar- reglum sem komið hafa frá þing- heimi,“ bætti hann við. Fyrir aftan forsetann gat að líta rússneska fánann og drakk hann úr tebolla áður en hann hélt áfram ávarpi sínu. „Nýjar kosningar munu ekki fara fram til þingsins eða Æðsta ráðsins. Samkvæmt forsetatilskipun sem ég hefi undir- ritað í dag munu bæði fulltrúa- þingið og Æðsta ráðið hætta að starfá. Þingfundir verða ekki fleiri. Skilríki þingmanna hafa verið felld úr gildi.“ Forseti Rússlands beindi því næst orðum sínum til leiðtoga á Vesturlöndum og vísaði til þess stuðnings sem þeir veittu lýðræði- söflunum er harðlínukommúnistar freistuðu þess að ræna völdum í Rússlandi í ágústmánuði 1991. „Ég ákalla leiðtoga og almenning í erlendum ríkjum, vini okkar í útlöndum - og þeir eru margir víða um heim. Stuðningur ykkar er mikilvægur Rússum. Þær að- gerðir sem ég hefi neyðst til að grípa til eru eina færa leiðin til að veija frelsið og lýðræðið í Rúss- landi. Sérhver aðgerð sem miðar að því að koma í veg fyrir kosning- ar verður talin ólögleg og þeir sem þátt taka í slíkum aðgerðum verða gerðir ábyrgir. frammi fyrir dóm- stólum,“ sagði Borís Jeltsín. Andstætt stjórnarskránni Samkvæmt stjómarskrárbreyt- ingu sem fulltrúaþing Rússlands samþykkti eftir hörð átök við Jelts- ín í desembermánuði missir forseti landsins öll völd snimhendis freisti hann þess að leysa þing Rússlands Reuter Látið sverfa til stáls RÚSLAN Khasbúlatov forseti fulltrúaþingsins á blaðmannafundi seint í gærkvöldi eftir að Borís Jeltsín hafði leyst upp þingið. Khasbúlatov var svartklæddur og lýsti yfir því að aðgerðir forsetans væru brot á stjórnarskrá landsins. Hvatti hann almenning í Rússlandi til að hafa tilskipanir Jeltsíns að engu. upp. Sama grein kveður á um að þá taki varaforsetinn, í þessu til- felli Alexander Rútskoj, við starfi forseta og þar með við yfirstjórn heraflans. Jeltsín hefur að undan- fömu leitað eftir óskoruðum stuðningi heraflans og öryggis- sveita. Þannig heimsótti hann á dögunum sérsveitir innanríkis- ráðuneytisins, sem kenndar eru við Felix Dzersínskíj, stofnanda ■öryggislögreglu kommúnista, og notaði þá tækifærið til að skýra frá breytingum á stjóm sinni. For- setinn hefur og oftlega verið myndaður með herforingjum síð- ustu vikurnar. Leysir upp þingið o g boðar nýjar kosningar í desember ! ( Átökin í Georgíu talin geta grafið undan sjálfstæðinu Rússar styðja uppreisn- arlið Abkhaza með leynd Tbilisi, Moskvu. The Daily Telegraph og Reuter. ÁTÖKIN í Abkhaziu, sjálfstjórnarhéraði er heyrir undir Georgíu, hafa kostað hundruð mannslífa. Þau hófust árið 1989 og áttu með óbeinum hætti mikinn þátt í því að Georgíumenn lýstu yfir sjálfstæði þegar sumarið 1991, áður en Sovétríkin leystust upp. Vorið 1989 söfnuðust nokkur þúsund manns í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, saman á útifundi til að mótmæla aðskilnaðarstefnu Abkhaza sem þá höfðu krafist þess að héraðið sliti tengslin við Georgíu. Setulið Sovétmanna í Tbilisi réðst á óvopnað fólkið og talið er að um 20 manns hafi týnt lífi. Hatrið á s^jórn kommúnista í Moskvu óx mjög við þennan atburð og georgískir þjóðemissinnar fengu byr undir báða vængi. Andófsmaðurinn Zviad Gamsak- hurdia, þekkt skáld og menntamað- ur, var kjörinn forseti landsins í lýð- ræðislegum kosningum 1991 en miklir flokkadrættir og blóðug stjórnmálaátök urðu til þess að hann varð að flýja land í ársbyrjun 1992. Fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétforsetans Míkhaíls Gorbatsjovs, Georgíumaðurinn Edúard She- vardnadze, kom til heimalands síns í ársbyijun 1992 og varð fljótlega áhrifamesti Ieiðtogi ríkisráðsins sem fór með völdin. Hann bauð sig fram til embættis þjóðarleiðtoga um haustið og hlaut yfír 90% atkvæða. Shevardnadze hefur treyst sig enn í sessi síðustu dagana með því að fá þingið til að taka sér hlé frá störfum og samþykkja neyðarlög. En vopnað- ir stuðningsmenn Gamsakhurdia hafa valdið Shevardnadze miklum erfiðleikum og nú virðist barátta Abkhaza, sem njóta öflugs en leyni- legs stuðnings Rússa, geta valdið því að Georgía liðist í sundur. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, sagði í vor að afar mikilvægt væri fyrir Rússa að hafa áfram ítök á strönd Abkhaziu en rússneskir ráðamenn hafa þó ávallt þverneitað að þeir styðji uppreisnarmennina. Nýlega hvatti Gratsjov Georgíustjórn til að kveðja alla hermenn sína heim frá Abkhaziu og sagði Shevardnadze vera andvígan friðarsamningum við Abkhaza. Oljóst er hvort Borís Jelts- ín Rússlandsforseti er sjálfur á bak við stuðninginn við Abkhazana; She- vardnadze hefur áður gefíð í skyn að það sé ólíklegt. Vopn frá Rússum Leifar sovéthersins hafa enn bæki- stöðvar í Abkhaziu. Shevardnadze og ráðherrar hans hafa síðustu dag- ana bent á að hinn öflugi vopnabún- aður Abkhaza geti aðeins hafa kom- ið frá Rússum og nær allir málalið- arnir sem beijist með þeim séu Rúss- ar. „Nú vitum við hveija við erum að beijast við,“ sagði einn af ráða- mönnum Georgíu. Uppgjafartónn er farinn að heyr- ast meðal Georgíumanna. í tíð Sovét- ríkjanna voru lífskjör Georgíumanna þau bestu í ríkjasambandinu en nú er allt efnahagslíf í kalda koli og landið að klofna. Þingforsetinn í Tbilisi, Vakhtang Goguadze, segist vilja að ríkið gangi í Samveldi sjálf- stæðra ríkja. Þrátt fyrir hetjulega framgöngu Shevardnadze í höfuð- stað Abkhaziu, Sukhumi, sem stjóm- arher Georgíu hertók í fyrra, er ekki víst að honum takist að bjarga sjálf- stæði Georgíu. Land hinna þúsund tungumála Georgía hefur frá alda öðli verið byggð mörgum þjóðabrotum. Er rómverskir sendimenn fóru um land- ið höfðu þeir allt að 80 túlka með sér og arabar kölluðu Georgíu Land hinna þúsund tungumála. Auk Abk- haza eru þar kristnir Ossetar í Suður- Ossetíu er vilja segja skilið við ríkið og sameinast múslimskum þjóðbræð- rum sínum í Norður-Ossetíu, héraði í Rússlandi. Einnig býr í Georgíu fjöldi Rússa, Azera, Kúrda og enn eins þjóðarbrotsins, Adzhara, sem eru múslimar. í tíð Sovétríkjanna var Abkhazía sjálfstætt hérað í Sovétlýðveldinu Georgíu en aðeins um 20% íbúa hér- aðsins, um 100.000 manns, eru nú Abkhazar; hinir eru annaðhvort Ge- orgíumenn eða Rússar. Tunga Abk- haza er skyld tyrknesku, þeir urðu KLOFIÐ LAND Haröir bardagar halda áfram milli georgískra stjórnarhermanna og uppreisnarmanna Abkhaza sem sitja um Sukhumi. Ochamchlra: Stjórnarhermenn berjast á þjóðvegi til Sukhumi og reyna aö koma borgarbúum til hjálpar Sukhumi: ÞJÖbARBROTIN Georgiumenn 68,8% i Aörir 4,8% Abkha2ar 1,7% 0sselar3,2% HERLIÐ Her Þjóövaröliö Varaliö REUIEfl Skv. mannlali 1989 Stefnt aö 20.000 mönnum Milli 3.000 og 13.000 Eftll vlll 500.000 Hemtíir: Empa Worid Year Book 1990, IISS kristnir á sjöttu öld og stofnuðu sjálf- stætt konungsríki á 8. öld, síðar varð það hluti af Georgíu. Eftir stutt sjálf- stæðistímabil hvarf héraðið undir Tyrkjaveldi á 16. öld og islam bar sigurorð af kristninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.