Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 21

Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 21 Friðarsamningar í Bosníu á næsta leiti? Múslimar segjast fá aðgang að sjó en endurheimta ekki landsvæði Zagreb, Sarajevo, Moskvu. Reuter. FRIÐARSAMNINGAR í Bosníu hafa aldrei verið jafn nærri og nú, að sögn Thorvalds Stoltenbergs, sáttasemjara Sameihuðu þjóðanna, í gær. Samningaviðræður múslima, Króata og Serba fóru fram á bresku herskipi á Adríahafi á mánudag. Haft var eftir Bosníumönnum að meðal annars hefði verið samið um aðgang þeirra að sjó, sem hefur verið ein aðalkrafa múslima. Alý'a Izetbegovic, forseti Bosniu, lýsti því hins vegar yfir í gær að hann gæti ekki mælt með að samningur- inn yrði samþykktur, þar sem enn hefði ekki verið samið um endur- heimtingu Iandsvæða múslima. Stoltenberg sagði í gær að andinn góða von um að styijöldinni, sem í viðræðum aðilanna þriggja gæfi staðið hefur í 17 mánuði, væri að ljúka. Izetbegovic ætlar að bera samninginn undir þing Bosníu á mánudag. Momir Bulatovic, forseti Svart- fjallalands, sem tók þátt í friðarum- ræðunum, sagði í gær að múslimar væru ekki reiðubúnir að samþykkja skilmálana en raunhæft væri að áætla að þeir gerðu það innan tveggja vikna. Serbar og Króatar höfðu enn ekki tjáð sig um samn- ingaviðræðurnar. Shas-flokkurinn hótar að segja sig úr sljórn Ríkissljórn Rab- ins stendur tæpt Arababandalagið segir samningana við fyrsta skrefið í átt til friðar Jerúsalem, Kaíró, Baghdad. Reuter. HARÐAR deilur voru á ísraelska þinginu í gær um friðarsamning ísraela og Frelsissamtaka Palestínu, PLO, er Yitzhak Rabin, forsæt- isráðherra, óskaði staðfesingar þingsins á samningnum og stefnu sinnar í friðarumleitunum. Krafðist Benjamin Netanyahu, formaður Likud-flokksins, þess að boðað yrði til kosninga. Þingmeirihluti sljórnar Rabins stendur tæpt eftir að samstarfsflokkur hans, Shas, hótaði að segja sig úr stjórninni ef samningurinn yrði ekki borinn undir þjóðaratkvæði innan hálfs árs. Málamiðlun um GATT í EB til að friða Frakka Bretar hótuðu að „lama“ EB beittu Frakkar neitunarvaldi Brussel, París, London. Reuter, The Daily Telegraph. MÁLAMIÐLUN hefur tekist innan Evrópubandalagsins um afstöðuna til landbúnaðarkafla GATT-viðræðnanna og segjast Frakkar, sem allt hefur strandað á, hafa fengið sínu framgengt. Samkomulagið er þó heldur óljóst orðað og virðist aðallega felast í því, að Sir Leon Britt- an, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmdasljórn EB, verði send- ur til óljósra viðræðna við Bandaríkjamenn um landbúnaðarmálin, Blair House-samkomulagið svokallaða. Á fundi utanríkis-, landbúnað- ar- og viðskiptaráðherra EB í Brussel í gær hótuðu Bretar að Iama bandalagið og sniðganga Brussel létu Frakkar verða af því að beita neitunarvaldi gegn GATT-samningunum. í málamiðluninni er hvatt til áframhaldandi viðræðna við Banda- ríkjamenn og áhersla er lögð á nauð- syn þess, að EB-ríkin haldi stöðu sinni sem matvælaútflytjandi. Ekki er samt lagt til, að Blair House-sam- komlagið við Bandaríkjamenn verði stokkað upp og. fögnuðu því margir, til dæmis Gúnter Rexrodt, efnahags- málaráðherra Þýskalands. Willy Cla- es, utanríkisráðherra Belgíu, sagði líka, að mikilvægt væri, að ríki, sem hefðu haldið að sér höndum vegna ágreiningsins í EB, yrðu nú að leggja spilin á borðið svo unnt væri að ljúka við GATT-samningana. Hótanir Breta Frönsku stjórninni, sem liggur undir miklum þrýstingi frá bændum, er augljóslega umhugað um að finna einhveija leið út úr kiípunni og fagn- ar málamiðlunarsamkomuiaginu á Brússel-fundinum sem miklum sigri. í yfirlýsingu Edouards Balladurs forsætisráðherra var Belgíumönnum og Þjóðveijum sérstaklega þakkað gott samstarf í þessu máli en ekki minnst á Breta. Það kemur heldur ekki á óvart því að Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, hótaði á mánudag að fara að dæmi Charles de Gaulle 1965 og „lama“ EB létu Frakkar verða af því að beita neitun- arvaldi gegn GATT-samningunum. Átti hann þá við, að Bretar tækju ekki þátt í EB-starfinu en án þátt- töku þeirra er ekki hægt að taka neinar mikilvægar ákvarðanir. Sir Leon Brittan lagði á það áherslu í gær, að hann færi til Was- hington með óbundnar hendur og tilgangur fararinnar væri ekki sá að bijóta upp Blair House-samkomu- lagið. Franskir bændur fögnuðu í gær samkomulaginu en kváðust samt tortryggnir á framhaldið. Sögðust þeir treysta lítt Sir Leon til að reka erindi franskra bænda í Washington. Gangi Shas-flokkurinn úr ríkis- stjórninni, en hann hefur sex þing- menn, hefur stjórnin 61 atkvæði á móti 59 í þinginu og þarf því að leita stuðnings tveggja flokka araba. Þeir hafa aldrei átt sæti í ríkisstjórn ísraels. Búist er við að atkvæði verði greidd í þinginu í kvöld en þangað til má hver og einn hinna 120 þingfulltrúa stíga í pontu. Arabaríkin 21, að írak frátöldu, lýstu því yfir á mánudag að friðar- samningur ísraela og Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO), væri fyrsta skrefið í átt til friðar í Mið- Austurlöndum. Sögðu þau nauðsyn- legt að samningnum yrði fylgt eftir með skjótum árangri í viðræðum ísraela við. Sýrlendinga, Líbani og Jórdani, tryggja þyrfti að ísraelar drægju herlið sitt frá Gólanhæðum og hernumdu landi í Líbanon og Jórdaníu. PLO-maður myrtur á Gaza Háttsettur PLO-maður, Mo- hammed Hashem Abu Shaadan, var í gær myrtur á Gaza er hann lenti í deilum við menn sem mótmæltu samningnum við ísraela. Hafez ai-Assad, forseti Sýrlands, sagði í samtali við egypska dagblað- ið al-Akhbar um helgina, að einung- is ísrael hagnaðist á friðarsamn- ingnum við PLO. Sagðist forsetinn hvorki myndu vera með eða á móti samningnum. í gær vísaði dagblaðið Al-Baath, málgagn Baath-flokksins í Sýr- landi, á bug yfirlýsingum Rabins þess efnis að Sýrlendingar stæðu ekki heilshugar að friðarsamning- um. Sögðu Sýrlendingar að „duldar og ljósar hótanir" Israela hefðu komist á nýtt stig. Mikil vaxtalækkun japanska seðlabankans kom flestum á óvart Stefnt gegn efnahagssamdrætti Tókýó. Reuter. MIKIL vaxtalækkun japanska seðlabankans í gær kom flestum á óvart en þá lækkaði hann sína mikilvægustu vexti um 0,75 prósentu- stig. Eru þeir nú 1,75% og hafa aldrei verið lægri. Vonast er til, að lækkunin komi í veg fyrir frekari samdrátt í japönsku efnahagslífi. Lækkunin var meiri en búist hafði verið við en hún þrýstir mjög á, að ríkisstjómin grípi til nauðsyn- legra ráðstafana í íjármálum ríkis- ins og dragi úr afar hagstæðum viðskipta- og greiðslujöfnuði við útlönd. Verða þau mál aðalumræðu- efnið á fundi þeirra Morihiros Hos-, okawa, forsætisráðherra Japans, og Bills Clintons, forseta Bandaríkj- anna, í New York síðar í mánuðin- um. Efnahagssérfræðingar segja, að ástæðuna fyrir því hve vaxtalækk- unin var mikil megi rekja til vís- bendinga um, að japanskt efna- hagslíf glími ekki aðeins við stöðn- un, heldur beinan samdrátt. Tölur frá öðrum ársfjórðungi benda til, að þá hafi þjóðarframleiðsla í Japan minnkað um 2% miðað við heilt ár. Talið er, að vaxtalækkunin muni auka eftirspurn á fasteignamarkaði og halda aftur af gengishækkun jensins en atvinnurekendur leggja mikla áherslu á, að boðaðar tekju- skattslækkanir komi strax til fram- kvæmda. t i i . Reuter I herkvi EDÚARD Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, ræðir við særðan sljórnar- hermann í Sukhumi í fyrradag. Abkhazar hafa umkringt Sukhumi og gera harða hríð að borginni með stórskotaliði sínu en She- vardnadze hyggst ekki yfirgefa hana. Rússar innlimuðu héraðið 1864 og voru um sama leyti að ijúka við að leggja Georgíu undir sig, Abkhazia var um hríð sjálfstjórnarhérað í Sov- étríkjunum eftir byltingu bolsévikka 1917 en gert að sjálfstæðu iýðveldi innan Georgíu 1931. Jósef Stalín, sem sjálfur var Georgíumaður að uppruna, lét fjölda Georgíumanna setjast að í Abkhazíu. Héraðið er hálent, hæstu tindarnir eru um 4.000 metrar, láglendissvæð- in við Svartahaf eru mjó en þar voru einhveijar vinsælustu baðstrendur Sovétríkjanna, margir af æðstu flokksbroddum kommúnista áttu þar sumarhús. Abkhazia er afar fijósöm, úrkoma mikil og meðalhiti í janúar er yfir frostmarki. Þar er ræktað tóbak, te og sítrusávextir auk ýmiss annars jarðargróðurs. Verðmætir skógar eru þar einnig og allmiklar kolanámur. Vatnsorka er geysimikil og er stórt raforkuver í grennd við Sukhumi. Lítt tryggir þegnar Sjálfstæðisbarátta Abkhaza hófst á ný 1989, þá kom til átaka milli Georgíumanna og Abkhaza í Suk- humi og 14 manns féllu. Abkhazar hafa lengi litið á Rússa sem vernd- ara sinn gagnvart Georgíumönnum. Er Gorbatsjov Sovétforseti lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu 1991 þar sem sovétmenn voru spurðir hvort þeir vildu að Sovétríkin yrðu áfram ein heild ákváðu stjórnvöld í Tbilisi að hundsa kosningarnar. Á hinn bóginn ákváðu Suður-Ossetar og Abkhazar að taka þátt í kjörinu. Nær allir íbúar Abkhazíu sem ekki voru af georgískum stofni, þ.e. rúm- lega helmingur íbúa héraðsins, studdu Sovétríkin og sama varð uppi á teningnum í Suður-Ossetíu. Úrval af haust vorum GARDEUR: DIVINA: Dömubuxur Samstæðufatnaður Pils Pils Stakir jakkar Blússur Bermudas Buxnapils Toppar Samstæðufatnaður EmDee: Blússur GEISSLER: Dragtir Peysur Stakir jakkar KUNERT: Ulpur Hágæðasokkabuxur Kápur í úrvali, þykkan þunnar; margar gerðir Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. Öduntu tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.