Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Umbótasinnar tapa
í Póllandi
Niðurstaða þingkosninganna
í Póllandi á sunnudag er
að Lýðræðisbandalag vinstri-
manna, SLD, stendur uppi sem
sigurvegari. Þessi flokkur, sem
er bandalag fyrrverandi komm-
únista, fékk rúman fimmtung
atkvæða samkvæmt bráða-
birgðatölum og 173 þingsæti
af 460 í pólska þinginu, Sejm.
Þá er búist við að Bændaflokk-
urinn, sem var flokkur hliðholl-
ur kommúnistum í valdatíð
þeirra, fái tæplega 130 þing-
sæti. Þessir tveir sósíalísku
flokkar eru því með um 60%
þingsæta, þótt óvíst sé hvort
þeir myndi stjórn saman.
Lýðræðisfylking Hönnu
Suchocku forsætisráðherra og
annarra fyrrum Samstöðuleið-
toga fékk hins vegar einungis
um 10,5% atkvæða og um 69
þingsæti og flokkur hliðhollur
Lech Walesa forseta einungis
um 20 sæti.
Þó að flokkamir sem unnu
kosningamar eigi rætur sínar
að rekja til valdatíma kommún-
ista er lítil sem engin hætta á
að Pólveijar hverfi aftur til sós-
íalísks kerfís. Umbæturnar eru
svo langt á veg komnar að ekki
verður aftur snúið. Hinar efna-
hagslegu umbætur hafa líka
skilað vemlegum árangri. Rúm-
lega helmingur allra Pólveija
starfar hjá einkafyrirtækjum
og hagvöxtur er í kringum fjög-
ur prósent.
Þessi árangur hefur aftur á
móti verið keyptur dýru verði.
Um þijár milljónir Pólveija eru
án atvinnu og lífskjör hafa
versnað verulega. Ástandið er
víða hrikalegt, ekki síst í sveit-
um landsins.
Þegar síðast var kosið í Pól-
landi árið 1991 unnu umbóta-
sinnar sigur og reiði almenn-
ings í garð fyrrum kommúnista
skilaði sér í helmingi minna
fylgi en í kosningunum á
sunnudag. Sú reiði hefur nú
greinilega hjaðnað ekki síst
sökum þeirra byrða sem fólk
hefur orðið að axla vegna hinna
efnahagslegu umskipta.
Þeir sem kusu Lýðræðis-
bandalag vinstrimanna og
Bændaflokkinn voru heldur
ekki með því að biðja um komm-
únisma á ný heldur mun frekar
að áhrif þessara umskipta yrðu
milduð og tillit tekið til minnk-
andi afkomuöryggis og dapur-
legra félagslegra aðstæðna
margra Pólveija.
Lýðræðislegir vinstrimenn
hafa ekki einungis skipt um
nafn á flokki sínum heldur segj-
ast þeir einnig hafna sósíalískri
hugmyndafræði, að minnsta
kosti sumir þeirra. „Við styðjum
lýðræði, fijálsan markaðsbú-
skap og erlendar fjárfestingar,"
sagði Aleksander Kwasniewski,
leiðtogi SLD, en formaður
flokkabandalagsins, Wlodzimi-
erz Cimoszewics, sagði aftur á
móti einkavæðingu vera stjórn-
lausa gróðahyggju og ræddi
með söknuði um ,jafnréttis-
þjóðfélag kommúnismans“.
Slíkar misvísandi yfirlýsingar
leiðtoga flokksins verða ekki til
að auka traust manna á Vestur-
löndum og þjóna ekki hagsmun-
um Pólveija.
Kosningaúrslitin í Póllandi
eru heldur ekki einsdæmi. í
nokkrum öðrum Austur-Evr-
ópuríkjum hafa flokkar fyrrum
kommúnista einnig fengið veru-
legt fylgi í kosningum og í
tveimur ríkjum, Slóvakíu og
Litháen, fara þeir með stjórn.
Reynsla til dæmis Litháa sýnir
að sigur þessara flokka felur
ekki í sér kröfu um afturhvarf
til kommúnískra stjórnarhátta.
Sósíalismi er ekki lengur val-
kostur evrópskra stjórnvalda og
leiðin liggur því einungis í eina
átt, þótt mismunandi hratt sé
haldið.
Kosningarnar í Póllandi, Lit-
háen og fleiri ríkjum sýna því
ef til vill ekki síst fram á, þótt
kaldhæðnislegt sé, hversu fast
í sessi lýðræðið er orðið í þess-
um ríkjum fyrst að flokkar á
borð við SLD geta nú sigrað
þar í kosningum.
Reynsla Litháa og Slóvaka
sýnir aftur á móti einnig að
endurskoðun efnahagsstefn-
unnar og fyrirliggjandi um-
bótaáætlana getur reynst af-
drifaríkt skref. í Litháen hefur
verið farið mun hægar í sakirn-
ar en í nágrannaríkinu Eist-
landi, þar sem gallharðir um-
bótasinnar eru við völd. Það
sem blasir við er að í Eistlandi,
þar sem þróunin í átt til mark-
aðshagkerfis er á fleygiferð og
ekkert er gert til að reyna að
milda áhrifin, fara lífskjör batn-
andi. Þau eru nú þrefalt betri
en í Litháen en lífskjör í þessum
ríkjum voru sambærileg fyrir
ári.
Þetta á hugsanlega eftir að
verða reynsla Pólveija og er það
miður. Eina leiðin til að bæta
lífskjörin er að halda áfram á
þeirri braut sem mörkuð hefur
verið á undanförnum árum. Það
að fresta hinni óhjákvæmilegu
þróun mun ekki milda kvalirnar
heldur lengja þær og aðlögun
Pólveija að vestrænum stofn-
unum á borð við Evrópubanda-
lagið og NATO gæti þar að
auki orðið torsóttari en ef um-
bótasinnar hefðu áfram verið
við völd.
MorgunDlaOiö/ Svemr
Rætt áfram um landbúnaðarmál
MIKLAR deilur hafa verið um innflutning Iandbúnaðarvara innan ríkisstjórnar að undanförnu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var m.a. fjallað um
landbúnaðarmál og var samþykkt að reyna að ná samkomulagi um breytingar á innflutningslöggjöf og búvörulögum á þingi í haust, en Al-
þingi kemur saman eftir tíu daga.
Samþykkt í ríkisstjórn að undirbúa breytingar á innflutningslöggjöf vegna EES og GATT
Forsætisráðherra segir málið
erfítt og fíókið milli flokkanna
Nýsett reglugerð landbúnaðarráðherra er nú til endurskoðunar
UTANRÍKISRÁÐHERRA bar upp tillögu um endurskoðun á innflutn-
ingslöggjöf í tengslum við EES og GATT á ríkisstjórnarfundi í gær
og var samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins samþykkt að setja upp
starfshóp fjármála-, landbúnaðar-, utanríkis- og viðskiptaráðuneytis
til að gera sameiginlega úttekt á því hvaða breytingar þurfi að gera
á innflutningslöggjöfinni vegna aukinnar fríverslunar, m.a. með iðnað-
ar- og landbúnaðarvörur. Á starfshópurinn að skila fyrsta áliti til rikis-
stjórnar 28. september. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir
fundinn að rætt hefði verið um með hvaða hætti yrði tekið á landbúnað-
armálunum þegar þing kæmi saman og um frumvarp til búvörulaga
sem ekki tókst að afgreiða vegna ágreinings sl. vor.
„Það var rætt almennt um fram-
hald málsins og ég vona að það verði
góð sátt um það. Þetta er erfitt mál
og flókið milli flokkanna. Það er
verulegur áherslumunur milli þeirra
í þessu máli,“ sagði forsætisráð-
herra.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra sagði að ríkisstjórnin væri
núna að fara yfir þau frumvörp sem
ekki náðu afgreiðslu á síðasta þingi.
„Meðal þessara frumvarpa er frum-
varp um breytingu á búvörulögun-
um, sem er nauðsynlegt að nái fram
að ganga fyrir gildistöku samnings-
ráðherra harma þessi orð Davíðs.
Davíð sagðist hafa tjáð Jóni Bald-
vin á fundi þeirra sl. föstudag að
honum fyndist að það hefði ekki ver-
ið heiðarlegt af Alþýðuflokksmönnum
að halda því fram að Alþingi hefði
breytt lögum um innflutningsmál á
síðasta ári þvert gegn orðum við-
skiptaráðherra er hann mælti fyrir
frumvarpinu um að engin efnisbreyt-
ing fælist í frumvarpinu.
„Mér fínnst ekki heiðarlegt að
halda þessu fram og það sagði ég við
[Jón Baldvin] á föstudag, áður en ég
lét þessa getið í blaðaviðtali og það
verður að standa. Honum kann að
sárna þetta en það er eins og það er,
mönnum kann að sáma margt sem
sagt er og gert, en þetta er mitt við-
horf og mitt mat,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagði einnig að
ins um Evrópskt efnahagssvæði ef
við á annað borð ætlum okkur að
vera aðilar að því frá upphafi,“ sagði
hann.
Reglugerðin fullgild segir
Davíð
Aðspurður um það álit iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytis að reglugerð
landbúnaðarráðherra sem sett var
fyrr í þessum mánuði um takmörkun
á innflutningi búvara skorti lagastoð
sagði Davíð að hún hefði verið sett
með réttum hætti og lagalega séð
þá stæði hún þar til henni hefði ver-
hann og Jón Baldvin hefðu átt gott
með að tala saman innan ríkisstjórn-
arinnar og ekkert væri óeðlilegt við
það þótt kastaðist í kekki á milli
manna en aðalatriðið væri að menn
ynnu saman af heilindum, segðu hug
sinn allan þegar þeim mislíkaði eitt-
hvað og héldu sínu striki þegar þeir
væru með réttan málstað.
„Við finnum að framgöngu hvers
annars eða jafnvel okkar manna eftir
atvikum, einlæglega og í hreinskilni
og ég tel það frekar merki um að
stjómarsamstarf geti verið heilsu-
samlegt heldur en hitt, eins og stund-
um hefur verið gert í ríkisstjórnum,
þegar forráðamenn flokka eru hættir
að taia saman nema í gegnum bréfa-
skipti eða á formlegum fundum með
formlegum hætti," sagði Davíð.
ið breytt eða ef henni yrði hnekkt
af dómstólum. „Eg hef enga ástæðu
til að ætla annað en að hún sé full-
gild og búi við fullgildan lagabak-
grunn,“ sagði forsætisráðherra.
Davíð sagði að fyrir utan þann
ágreining sem sumir héldu uppi um
að reglugerðina skorti lagagrundvöll
væri ágreiningur hvort nokkur toll-
skrárnúmer ættu þar heima. „Ef það
verður samkomulag um það, sem ég
á von á að verði, þá munu menn
breyta reglugerðinni,“ sagði hann.
Reglugerðin var ekki rædd á ríkis-
stjórnarfundinum í gær en Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra sagði
að um nokkurra daga skeið hefði
verið í gangi vinna embættismanna
fjármálaráðuneytis og landbúnaðar-
ráðuneytis þar sem farið er yfir ein-
stök tollnúmer reglugerðarinnar.
„Það hefur ekkert með þær vending-
ar sem hafa orðið í kringum svína-
kjöt og kalkúnalæri að gera,“ sagði
Halldór og bætti því við að þrátt
fyrir þessa endurskoðun þá væri
ekki um að ræða fráhvarf frá nauð-
syn þess að reglugerðin fjallaði
áfram um takmörkun á innflutningi
búvara. \
„Reglugerðin var gefín út með
skýrri heimild í búvörulögum en í
þeim felast afdráttarlausar heimildir
til þess að stöðva innflutning á bú-
vörum ef nóg er til af þeim í land-
inu. Ég vísa ummælum utanríkisráð-
herra um að reglugerðin sé geðþótta-
ákvörðun mín á bug,“ sagði Halldór.
Jón Baldvin sagðist hafa afhent
forsætisráðherra ítarlegar og rök-
studdar athugasemdir um reglugerð-
ina fyrir hönd viðskiptaráðuneytis-
ins. Sagði hann það mat viðskipta-
og utanríkisráðuneytis að reglugerð-
ina skorti lagastoð og sé þar fyrir
utan áfátt í mörgum greinum.
„Landbúnaðarráðherra tekur sér þar
vald til að banna innflutning á iðnað-
arvörum, sem áður var frjáls innflut-
ingur á,“ sagði Jón Baldvin. Sagði
hann að fram kæmi í álitinu að reglu-
gerðin stæðist heldur ekki tvíhliða
samning íslands við EB og samrýmd-
ist ekki bókun 3 í EES-samningnum,
auk þess sem bann við innflutningi
væri brot á GATT-reglum. „Embætt-
ismenn hafa tjáð mér, að af hálfu
fjármálaráðuneytisins séu líka gerð-
ar ítarlegar, efnislegar athugasemdir
við reglugerðina, þannig að ég lít svo
á að það sé í skoðun að breyta henni,“
sagði Jón Baldvin.
Kalkúnamálið óheppilegt
Davíð Oddsson sagði í samtali við
fréttamenn að loknum ríkisstjórnar-
fundinum í gær varðandi þær deilur
sem uppi hafa verið að undanfömu
um tollafgreiðslu kalkúnalæra Bón-
uss að þær væru hluti af fortíðinni
sem skipti ekki öllu máli um framtíð-
ina. Rétt yfirvöld hafi séð til þess að
í framkvæmd gildi ein lög í landinu
og því sé enginn skaði skeður. Þá
segir hann að enginn vafí sé á að
þetta mál allt hafi ekki verið heppi-
Íegt fyrir ríkisstjómina.
Davíð sagði að allir viðurkenndu
nú, m.a. utanríkisráðherra í greinar-
gerð sinni, hvaða reglur giltu um
þessi mál, þótt þær hafi ekki gilt í
einn dag á Kelavíkurflugvelli að
mati utanríkisráðherrans. Sá eini
dagur skipti hins vegar ekki sköpum.
„Það skiptir sköpum að það er sátt
um það hvaða regla gildir og það
er sú regla sem fólst í þeim úrskurði
sem ég kvað upp samkvæmt 8. grein
stjórnarráðslaganna," sagði hann.
Að sögn Davíðs bar ríkistollstjóra
skv. lögum að sjá til þess að tolla-
meðferð í landinu væri allsstaðar sú
sama. Það væri miskilningur að
ágreiningur væri um að utanríkisráð-
herra færi með yfírstjóm tollamála
á Keflavíkurflugvelli. Það þýddi hins
vegar ekki að ráðherra geti afgreitt
tollamál þar með öðrum hætti en
annarsstaðar væri gert á landinu.
„Sömu reglur verða að gilda hver
sem framkvæmir þær, það er ljóst
af bréfí utanríkisráðherrans að hon-
um 'er það ljóst,“ sagði Davíð.
Engin réttaróvissa
Þá sagði hann að utanríkisráð-
herra hefði sjálfur tekið af öll tví-
mæli um að engin réttaróvissa ríkti
á þessu sviði þar sem hann hefði
sjálfur skrifað bréf til sýslumannsins
á Keflavíkurflugvelli um að fara
ætti eftir úrskurði forsætisráðherra
og þeirri reglugerð sem landbúnaðar-
ráðherra hefði sett.
Aðspurður sagði Davíð að þær
raddir hefðu heyrst að honum bæri
að leysa utanríkisráðherra frá störf-
um eftir afgreiðsluna á Keflavíkur-
flugvelli en það hefði hins vegar
ekki hvarflað að sér.
Stjórnarandstaðan hefur krafist
þess að Alþingi verði kallað saman
og að forsætisráðherra beri annað
hvort að biðjast lausnar fyrir utan-
ríkisráðherra eða ríkisstjórnina alla.
Sagði Davíð að stjórnarandstaðan
væri alltaf með yfirlýsingar af þessu
tagi. Þingið kæmi saman eftir tíu
daga og það væri engin ástæða til
að flýta því. „Þar verða rædd lög
um innflutningsmál og fmmvarp um
búvörur, þannig að menn hafa góð
og gild tækifæri til þess að ræða
málin þar,“ sagði Davíð.
Davíð Oddsson um deilur í stjómarsamstarfi
Ekki óeðlilegt að
það kastist í kekki
Ummælin um óheiðarleik Alþýðuflokks standa
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ummæli hans í viðtali við
Morgunblaðið um helgina um að Alþýðuflokkurinn hefði verið óheiðar-
legur í deilunum um innflutningsmál landbúnaðarvara muni standa. í
frétt Morgunblaðsins í gær kvaðst Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
Skiptar skoðanir um undanþágu utanríkisráðherra fyrir kalkúnalæri
Mannúðleg stjórnsýsla eða
brot á leikreglum réttarríkis?
STJÓRNSÝSLA sú sem utanrík-
isráðherra viðhafði er hann heim-
ilaði stórmarkaðnum Bónus að
flytja inn kalkúnalæri um Kefla-
víkurflugvöll síðastliðinn sunnu-
dag er vafasöm að mati margra
lögfræðinga sem Morgunblaðið
ræddi við í gær. Einn tók svo
djúpt í árinni að segja að með
því að óhlýðnast úrskurði forsæt-
isráðherra virti ráðherra grund-
vallarleikreglur lýðræðis- og
réttarríkis að vettugi. Aimar vildi
hins vegar sýna þeim sjónarmið-
um sem utanríkisráðherra byggði
á mikinn skilning. Ráðherra veitti
undanþágu frá reglugerð land-
búnaðaráðherra, sem sett var
eftir úrskurð forsætisráðherra,
með það sjónarmið að leiðarljósi
að hinn almenni borgari ætti ekki
að bera hallann af réttaróvissu
og ágreiningi sljórnvalda.
Það er ágreiningslaust að utan-
ríkisráðherra fer með tollamál á
Keflavíkurflugvelli en fjármáiaráð-
herra annars staðar á landinu.
Lagaframkvæmdin verður eigi að
síður að vera sú sama alls staðar —
sömu reglur verða að gilda. Og það
hlýtur að vera fjármálaráðherra sem
yfírmaður tollamála almennt sem
ræður þeirri lagaframkvæmd. Sú
ákvörðun ríkistollstjóra, á mánudag,
að gera kalkúnalærin upptæk var
einmitt rökstudd með því að gæta
þyrfti samræmis í framkvæmdinni.
Vald utanríkisráðherra yfir tolla-
málum á Keflavíkurflugvelli tak-
markast því við að framfylgja lögum
og reglum á þeirra grundvelli, sem
aðrir ráðherrar setja, yfírleitt fjár-
málaráðherra, en í því tilviki sem
hér um ræðir landbúnaðarráðherra.
Utanríkisráðherra viðurkennir
það einnig í sinni greinargerð sem
birt var í Morgunblaðinu í gær að
hann telji sér „eins og málum er
háttað, ekki fært að virða að vett-
ugi reglugerð hliðsetts stjórnvalds
[þ.e. landbúnaðarráðherra] sem sett
er með formlega réttum hætti“.
Tekur hann jafnframt fram að brýna
nauðsyn beri til að lögum verði
framfylgt á sama hátt um land allt.
Hlutskipti embættismanna
Þrátt fyrir þetta veitti utanríkis-
ráðherra undanþágu frá reglugerð
landbúnaðarráðherra. í reglugerð-
inni, sem tók gildi 10. september
síðastliðinn, segir að leita verði
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÁLL ÞÓRHALLSSON
umsagnar Framleiðsluráðs landbún-
aðarins ef flytja á inn tilteknar land-
búnaðarvörur. Fellur kalkúninn þar
undir. Ráðherra getur ekki veitt þá
undanþágu á grundvelli þess að
reglugerðin eða úrskurður forsætis-
ráðherra sem á undan gekk hafi
verið ólögmætir gjömingar. Hann
verður að hlíta úrskurði forsætisráð-
herra og reglugerð landbúnaðarráð-
herra hvort sem honum líkar betur
eða verr. Eða eins og einn viðmæl-
andi Morgunblaðsins komst að orði:
„Það kemur fyrir alla embættis-
menn einhvem tímann á lífsleiðinni
að framfylgja reglum sem þeir telja
hæpnar. Menn em samt ekki í að-
stöðu til að víkja þeim til hliðar, það
verða dómstólar að gera.“
Utanríkisráðherra byggir heldur
ekki beinlínis á þessu heldur því að
í þessu sérstaka máli hafi Bónus
mátt ætla að innflutningurinn væri
heimill. Réttaróvissan og ágreining-
ur ráðherra eigi ekki að bitna á
borgurunum heldur skuli stjórnvöld
bera hallann af. „Þetta er afskap-
lega geðþekk afstaða," sagði virtur
fræðimaður í lögfræði í samtali við
Morgunblaðið. „En niðurstaðan
veltur þá á því hvenær Bónus hófst
handa um innflutninginn."
Aðrir lögfræðingar segja þessa
óvenjulegu ráðstöfun, að veita und-
anþágu frá reglugerð annars ráð-
herra, ekki réttlætast af mannúðar-
sjónarmiðum. Leikreglumar um
hvernig skera eigi úr ágreiningi
ráðherra og ákveða hvaða ráðherra
fari með vald á hveiju sviði séu það
mikilvægar að þær hafi hér for-
gang. Enda eigi borgararnir þess
kost að fara í mál.
Lögmæti reglugerðarinnar
Hitt er svo annað mál að utanrík-
isráðherra hefur allnokkuð til síns
máls er hann dregur í efa lögmæti
reglugerðar landbúnaðarráðherra.
Reglugerðin er sett með stoð í 52.
gr. búvörulaga. Bæði Gunnlaugur
Claessen ríkislögmaður og Tryggvi
Gunnarsson hæstaréttarlögmaður
hafa talið að sú grein feli ekki í sér
sjálfstæða heimild til að banna inn-
flutning landbúnaðarvöru. Ef það
er rétt hefur reglugerðin ekki laga-
stoð og landbúnaðarráðherra hefur
þá ekki heimild til afskipta af inn-
flutningi nema þegar um smithættu
væri að ræða og lög um dýrasjúk-
dóma ættu við (sem geyma reyndar
allvíðtækar heimildir fyrir ráðherra
til að banna innflutning) eða þegar
um grænmeti væri að ræða, sbr.
53. gr. búvörulaganna. Soðin skinka
og frystur kalkúni falla þar utan.
Eiríkur Tómasson og Ólafur Axels-
son hæstaréttarlögmenn telja hins
vegar að 52. gr. veiti almenna heim-
ild til takmörkunar innflutnings.
Aðeins dómstólar geta skorið úr
því hvort reglugerðin hafi lagastoð.
Það er vissulega ekki útilokað að
dómstólar myndu einvörðungu horfa
til orðalags lagagreinarinnar („Áður
en ákvarðanir eru teknar um inn-
og útflutning landbúnaðarvara
skulu aðilar, sem með þau mál fara,
leita álits og tillagna Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins.") og telja að
ekki væri hægt að flytja inn land-
búnaðarvöru án umsagnar Fram-
leiðsluráðs. Greinargerðin með 52.
gr. mælir hins vegar með öðrum
skilningi en hún er að sjálfsögðu
ekki bindandi fyrir dómstóla þótt
greinargerðir með lögum vegi yfír-
leitt mjög þungt við lögskýringu.
Viðskiptaráðuneytið hefur auk
þess fundið ýmsa agnúa á reglugerð
landbúnaðarráðherra eins og fram
kom í greinargerð utanríkisráðu-
neytisins sem birt var í blaðinu í
gær. Virðist svo sem reglugerðar-
höfundar í landbúnaðarráðuneytinu
hafí gengið heldur lengra en skinku-
málið gaf beinlínis tilefni til. Sem
dæmi má nefna að reglugerðin
áskilur að leyfi þurfí fyrir innflutn-
ingi vöru sem fjármálaráðherra var
búinn að skera úr um að ekki þyrfti
leyfi fyrir eins og smjörlíkis. Annað
dæmi er fyllt pasta þar sem kjötinni-
hald er meira en 20% af fylling-
unni. Ekki verður betur séð en vara
sé á markaði hérlendis sem skyndi-
lega þarf leyfi landbúnaðarráðherra
fyrir og þ.a.l. umsögn Framleiðslu-
ráðs. Það eru líklega „hortittir" af
þessu tagi sem á að laga með endur-
skoðun reglugerðarinnar sem nú er
hafín.
Forræðisúrskurður
Utanríkisráðherra hefur enn-
fremur gagnrýnt úrskurð forsætis-
ráðherra um forræði á innflutningi
landbúnaðarvöru. Forsætisráðherra
er að sjálfsögðu ekki fijálst að færa
málefni á milli ráðherra eftir vild,
sbr. það sem Ólafur Jóhannesson
segir í bók sinni, Stjórnskipun ís-
lands: „Þegar tiltekin verkefni eru
í lögum falin ákveðnu ráðuneyti, þá
verður þein’i skipan eigi breytt með
forsetaúrskurði eða annarri stjórn-
arráðstöfun, heldur aðeins með nýrri
löggjöf." Á endanum veltur rétt-
mæti úrskurðar forsætisráðherra
líklega á skýringu búvörulaganna
og reynir þá á sjónarmið sem þegar
hafa verið reifuð.
Mögnuð átök voru um það á þingi
í vor hvort breyta ætti búvörulögun-
um á þann veg að forræði innflutn-
ings á landbúnaðarvöru væri klár-
lega hjá landbúnaðarráðherra. Til-
ætlaðar lagabreytingar náðu ekki
fram að ganga. Urskurður forsætis-
ráðherra og reglugerð landbúnaðar-
ráðherra hafa komið þar í stað og
það er náttúrulega út af fyrir sig
hæpið að hægt sé með stjórnvalds-
ákvörðunum að lagfæra það sem
þingið lét ógert. En ef landbúnaðar-
ráðherra hefur rétt fyrir sér þá er
varla þörf á að breyta búvörulögun-
um að þessu leyti. Reglugerð hans
þýðir nefnilega að allt forræði á
innflutningi landbúnaðarvöru er
komið í hans hendur og Framleiðslu-
ráðsins.
Það var auðheyrt á viðmælendum
Morgunblaðsins í stjórnkerfinu í
gær að menn vonuðust til að sættir
hefðu nú tekist í bili, réttaróviss-
unni hefði verið eytt, a.m.k. þangað
til dómur fellur í máli því sem Hag-
kaup hefur tilkynnt að það muni
höfða. Þangað til gefst Alþingi svig-
rúm til að koma skipan á innflutn-
ingsmál sem er klárlega í samræmi
við þingviljann.
VEIÐI er Iokið í nær öllum laxveiðiám. Rétt að sjóbirtingsveiði standi
yfir neðst í nokkrum laxveiðiám, auk þess sem veitt er í nokkrum
ám sunnanlands til 20. október og þá gert út á sjóbirting þó svo að
vitað sé að margir laxar glepjist þá á öngla. Norðurá í Borgarfirði
var nú efst með 2.100 laxa og hefði verið efst þó til framlengingar
til 15. september hefði ekki komið. Eftir veiyulegan veiðitima voru
komnir 2.008 laxar úr Norðurá, en Hofsá í Vopnafirði gaf 1.983 laxa.
Laxá í Aðaldal var í þriðja sæti með 1.960 laxa. Besta áin var þó Laxá
á Ásum með hartnær 1.500 laxa á aðeins tvær stangir.
Norðurá efst
Já, Norðurá var nú efst og börð-
ust menn þar þó lengi síðsumars við
slæm skilyrði, snarminnkandi vatn,
blíðskaparveður að degi til, en síðan
mikla næturkulda. Laxarnir urðu
2.008 á venjulegum tíma, en 2.100
eftir framlengingu sem skellt var á
í tilraunaskyni. Heyrst hefur að
menn velti nú fyrir sér að fækka
dagsstöngum í Norðurá í júní og
færa þær aftur í september. Sitt
sýnist hveijum um ágæti framleng-
ingarinnar og helstu gagnrýnisradd-
irnar þær að nær hefði verið að leyfa
veiði neðar í ánni þar sem eitthvað
var á ferðinni af nýlegum fiski, í
stað þess að láta menn vera að beija
á grútlegnum físki sem lagstur var
í hrygningarmölina sína. Og opið inn
á Holtavörðuheiði. En það var mik-
ill lax í ánni og sjálfsagt bar hún
vel þetta álag.
Hofsáhefði ...
„Ef skilyrði hefðu verið góð hefði
Hofsá náð 3.000 löxum eða meira,
slík mergð var af laxi í ánni,“ sagði
Garðar H. Svavarsson á Vakursstöð-
um í samtali við Morgunblaðið. Hann
er kunnur veiðimaður og fór nokkra
túra í Hofsá í sumar. Ain gaf hins
vegar 1.983 laxa,, 2.025 ef Sunnu-
dalsá er tekin með, en Pétur Jónsson
á Teigi segir árnar falla í sameigin-
legan ós. Athygli vekur gríðarlega
mikil spónveiði í ánni og gæti það
útskýrt hversu veiði sveiflaðist mikið
til á milli holla. Þannig veiddi spón-
holl eitt 140 laxa á 3 dögum snemma
í september, en menn sem komu í
lík skilyrði á eftir veiddu hins vegar
lítið og tóku raunar eftir því að lax-
inn var afar hvekktur.
Laxá í þriðja sæti
„Laxá endaði í 1.960 löxum sem
er í lagi. En veiðin datt niður í lok-
in. Við áttum möguleika á efsta
sætinu, en þegar til kastana kom
var botninn dottinn úr veiðinni,"
sagði Orri Vigfússon formaður Lax-
árfélagsins í samtali við Morgun-
blaðið. Eitt vakti athygli margra sem
veiddu í Laxá í sumar og það var
hversu margir laxanna veiddust neð-
an Æðarfossa. Viku eftir viku og
dag eftir dag var Æðarfossaveiðin
iðulega 70 til 90 prósent af veið-
inni. Heyrðist á sumum að þetta
væri farið að minna á fræga
„Hökklaveiði“ í annarri Laxá, í Kjós,
þar sem mikil veiði hefur verið neðst
í ánni.
Laxá á Ásum best
Tæplega 1.500 laxar veiddust í
Laxá á Asum í sumar og það á að-
eins tvær stangir að vanda. Þar var
tekin veiði í sumar sem sumir kalla
met og aðrir ekki, veiði sem hefur
orðið tilefni til blaðaskrifa og kæru-
mála, en ekki verður farið út í þá
sálma hér. Veiðin í Laxá í sumar
er athyglisverðust fyrir þær sakir,
að enginn kraftur var í göngum þar
nyrðra fyrr en langt var liðið á júlí.
Megnið af veiðinni var því tekið á
tiltölulega skömmum tíma. Fyrir vik-
ið velta nú Laxárbændur því fyrir
sér hvort eigi sé skynsamlegt að
færa aftur veiðitímann. Laxá hefur
opnað 1. júní, ein Norðurlandsáa,
og veiði því lokið í ágústlok. Nú er
talað um að byija 9. eða 10. júlí og
veiða sem því nemur fram í septem-
ber. Ekki hefur þó verið tekin loka-
ákvörðun um þetta.
Hér og þar
Laxá í Kjós gaf um 1.300 laxa
og lítið var af laxi í ánni $ lok vertíð-
ar. Miðfjarðará gaf eitthvað rétt um
1.000 laxa, sem er afleitt og þar
rýna menn nú í hvað fór úrskeiðis.
Þverá í Borgarfirði, sem var efst í
fyrra gaf nú um 1.550 laxa. Þar var
barist við vatnsleysi, því nóg var af
laxinum.