Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
27
GRASLAUKUR
Allium schoenoprasum
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
Þáttur nr. 279
Graslaukur tilheyrir liljuættinni
ásamt fjölda lauktegunda sem
hafðir eru til matar eða notaðir til
að krydda mat og bragðbæta hann.
Graslaukurinn er ættaður frá Mið-
Evrópu og vex einnig hátt til fjalla
í Asíu. Islenski villilaukurinn er
náinn ættingi graslauksins. Villi-
laukurinn hefur fundist á nokkrum
stöðum hér á landi og er undir
náttúrvemd. Frá ómunatíð hefur
hann vaxið á Borg í Borgarfírði.
Þangað hefur hann að líkindum
komið með farandbiskupum, sem
þar héldu til fyrir kristnitöku og
mun hafa verið notaður í matar-
gerð og til lækninga. Af öðrum
stöðum þar sem villilaukur hefur
fundist má nefna Bessastaði hér
syðra og Hörgárdal á Norður-
landi. Einstaka áhugamenn hafa
ræktað villilauk í görðum sínum.
Graslaukur er fremur lágvax-
inn, 15-20 sm á hæð og myndar
allþéttar þúfur. Blöðin eru pípu-
laga og hol að innan og með mildu
laukbragði. Ef þau eru klippt af
til matar eru þau fljót að vaxa
aftur, en ef plantan er ekki klippt
ber hún fjólulit kúlulaga blóm og
er þá hin skrautlegasta.
Hér á landi þrífst graslaukur
vel. Honum er fjölgað annaðhvort
með fræsáningu eða rótarskipt-
ingu. Þá er rótin skorin í sundur
í nokkra búta og hver þeirra gróð-
ursettur með hæfilegu millibili.
Æskilegt er að láta graslauk ekki
vaxa lengur en 5-7 ár á sama
stað. Þá þarf að taka hann upp,
skipta rótinni og gróðursetja plönt-
urnar á annan stað í garðinum.
Graslaukur þar ekki mikinn áburð,
best er að gefa honum smá
skammt um það leyti og fyrsti
nýgræðingurinn er að koma upp
Blómstrandi graslaukur.
úr moldinni og til bóta er að vökva
með uppleystum grænmetisáburði
nokkrum sinnum yfir vaxtartím-
ann.
í september er sjálfsagt að taka
graslauk úr garðinum, skipta rót-
inni og setja í blómapotta og þeir
geymdir á góðum stað þar sem
ekki frýs. Pottarnir eru svo fluttir
um miðjan vetur á hlýjan og bjart-
an stað og vökvað öðru hveiju.
Fer laukurinn þá fljótlega að taka
við sér og spretta og getur þá
komist í gagnið meðan enn er frost
og snjór úti.
Það sem notað er til matar af
graslauknum eru blöðin eins og
fyrr segir og hafa þau þægilegt
laukbragð.' Þau má nota söxuð
ofan á brauð, í súpur, salöt og fleiri
rétti.
í nýlegri efnagreiningu á gras-
lauk sem vaxið hefur í sumar hér
á landi reyndust næringarefna-
flokkarnir vera: Vatn 86,00%, kol-
vetni 7,80%, tréni 2,00%, fita
0,60%, eggjahvíta 3,80%, steinefni
1,80%.
í 100 g af graslauksblöðum
reyndust vera 55 hitaeiningar. A-,
B- og C-vítamín- reyndust vera í
þeim, en magnið var ekki athugað.
Einar I. Siggeirsson
Fræðslu-
kvöld um
Jesúmyndir í
samtímanum
í VETUR mun Reykjavíkurpróf-
astsdæmi eystra hefja skipulega
fræðslustarfsemi fyrir fullorðna
í söfnuðum prófastsdæmisins.
( Fræðslan verður í formi fyrir-
lestra og efni þeirra verður
„Hver er Jesú frá Nasaret?"
j Helstu hugmyndir manna í nú-
tímanum um Jesú.
( Fyrirlestrarnir verða á fimmtu-
dagskvöldum og verða tveir fyrstu
í Kópavogskirkju 23. september
um efnið: Hugmyndir gyðinga um
Jesú og 30. september um efnið:
Hugmyndir mannúðarstefnu um
Jesú.
Þriðji fyrirlesturinn verður 14.
október í safnaðarheimili Digra-
nessafnaðar, Bjamhólastíg 26, og
fjallar hann um Jesúmynd marx-
ista. Fjórði fýrirlesturinn 21. októ-
ber og sá fimmti 28. október verða
haldnir í Hjallakirkju um efnið:
Jesúmynd kirkjunnar.
Fyrirlesari verður dr. Siguijón
Arni Eyjólfsson héraðsprestur og
s hefjast allir fyrirlestramir kl.
20.30.
i -----------•--------
, Kynningar-
fundur hjá
Nýrri dögun
KYNNINGARFUNDUR verður
haldinn fimmtudaginn 23. sept-
ember hjá Nýrri dögum, sam-
tökum um sorg og sorgarvið-
brögð í Reykjavík í Safnaðar-
heimili Grensáskirkju.
Kynnt verður vetrarstarf sam-
takanna, fræðslustarf, nærhóp-
vinna og símaþjónusta. Fundurinn
| hefst kl. 20.30 og er öllum opinn.
Fyrsti fyrirlesturinn verður
haldinn 7. október. Samkvæmt
| hefð samtakanna er fyrsti fýrir-
lestur vetrarstarfsins Sorg og
sorgarviðbrögð. Fyrirlesari er
| Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur
Ríkisspítala. Fyrirlesturinn verður
í Safnaðarheimili Grensáskirkju og
hefst kl. 20. Sama kvöld verða
skráðir þátttakendur í fyrsta nær-
_ hópinn.
Hver þekkir konumar?
Árið 1944 er eftirminnilegt í
íslandssögunni, sjálft lýðveldisár-
ið. í júní það ár var haldinn lands-
fundur Kvenréttindafélags ís-
lands (KRFÍ) og innri gerð félags-
ins endurskipulögð á þann veg að
nú eiga þeir stjómmálaflokkar er
kjörna fulltrúa hafa inni á Alþingi
fulltrúa í stjóm félagsins og það
því með sanni þverpólitískt.
Mikil stemmning ríkti meðal
fundarfulltrúanna og ekki spillti
góðviðrið á Bessastöðum þegar
hópurinn fór þangað í móttöku
hjá nýkjörnum forseta íslands
Sveini Bjömssyni og frú Georgíu
eiginkonu hans. Hér má sjá hóp-
inn á hlaðinu á forsetasetrinu en
hver þekkir nöfnin? Nokkur eru
þekkt en áhugavert væri að vita
fleiri. Gera má Björgu Einarsdótt-
ur á skrifstofu KRFI viðvart i síma
18156.
1. Ekki þekkt. 2. Ekki þekkt.
3. Ekki þekkt. 4. Theodóra
Guðlaugsdóttir. 5. Sigríður
Björnsdóttir á Hesti. 6. Helga
Þorgilsdóttir. 7. Ekki þekkt. 8.
Ekki þekkt. 9. Ekki þekkt. 10.
Sigrún P. Blöndal. 11. Þuríður
Friðriksdóttir. 12. Ekki þekkt.
13. Herdís Jakobsdóttir. 14.
Sigríður Eiríksdóttir. 15. Ekki
þekkt. 16. Ekki þekkt. 17. Ekki
þekkt. 18. Ekki þekkt. 19. Elísa-
bet Eiríksdóttir. 20. Ragnheið-
ur Möller. 21. Dýrleif Árnadótt-
ir. 22. Jakobína Mathiesen. 23.
María Maack. 24. Katrín Páls-
dóttir. 25. Ekki þekkt. 26. Ekki
þekkt. 27. Ingibjörg Benedikts-
dóttir. 28. Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir. 29. Ekki þekkt. 30. Ekki
þekkt. 31. Ingibjörg Hjartar-
dóttir. 32. Theresía Guðmunds-
son. 33. Ekki þekkt. 34. Ekki
þekkt. 35. Guðrún Jónasson. 36.
Ekki þekkt. 37. Ekki þekkt. 38.
Charlotta Albertsdóttir. 39.
Ekki þekkt. 40. Ekki þekkt. 41.
Ekki þekkt. 42. Ásdís Stein-
þórsdóttir. 43. Þóra Vigfúsdótt-
ir. 44. Ekki þekkt. 45. Ekki
þekkt. 46. Ekki þekkt. 47. Guð-
rún Pétrsdóttir. 48. Georgía
Björnsson. 49. Laufey Valdi-
marsdóttir. 50. Sigríður Sig-
urðardóttir. 51. Ekki þekkt. 52.
Ekki þekkt. 53. Ekki þekkt. 54.
Steinunn Bjartmarsdóttir. 55.
Sveinn Björnsson forseti. 56.
Ekki þekkt. 57. Bryndís Þórar-
insdóttir. 58. Svafa Þórleifs-
dóttir. 59. Sigríður J. Magnús-
son. 60. Ekki þekkt. 61. Borg-
hildur Björnsson.