Morgunblaðið - 22.09.1993, Side 28

Morgunblaðið - 22.09.1993, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Fossvogsdalur í hættu Umrót og ofskipulag eftir Diðrik Svein Bogason Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á tillögu að breytingu á skipulagi fyrir Fossvogsdalinn, sem nú er til sýnis hjá bæjarskipu- lagi Kópavogs, en þann 29. septem- ber nk. rennur út frestur til þess að gera athugasemdir við skipulagstil- —y löguna. Umræðan í fjölmiðlum hefur mest snúist um fyrirhugaðan níu holu golfvöll í dalnum sem myndi taka upp stóran hluta hans, en fleiri breytingar eru fyrirhugaðar í daln- um sem lítt hafa verið kynntar og ekki eru aliir sáttir við. Snerting við náttúruna Fossvogsdalurinn er einn af fáum stöðum hér í þéttbýlinu þar sem hægt er að komast í nána snertingu við náttúruna og hann er mikilvægur hlekkur í keðju opinna svæða sem tengjast að vestan um Öskjuhlíð og að austan um Elliðaárdal upp í Heið- mörk. Dalurinn er friðsæll og skjól á allar hliðar, þannig að umferðarn- - iður heyrist varla og veðursæld er mikill. íbúðarhverfi eru á báðar hendur eftir dalnum endilöngum. Skógræktarfélag Reykjavíkur í vestri, íbúðarhverfi og Gróðrarstöðin Mörk í austri. Dalurinn er mikið nýttur af fólki alls staðar að sem vill njóta þess að vera úti í náttúr- unni, sem er andstæðan við t.d. Fjöl- skyldugarðinn í Laugardal sem býð- ur upp á tilbúið umhverfi. Þegar maður skokkar í dalnum er hægt að upplifa ýmislegt ógleym- _ anlega fagurt. Hvernig grasið bylgj- ’ ast í roki með tætt ský og sólin brýst öðru hvoru fram og maður finnur sterklega hvemig ferskt loftið streymir í lungun, hvemig dalurinn opnast og útsýnið breytist stöðugt þegar maður skokkar til austurs frá Skógræktinni. í dalnum er fjölbreyttur gróður og mikið fuglalíf, enda nýta kennar- ar dalinn oft til vettvangsferða nem- enda út í náttúmna. Þegar maður skoðar gróðurinn í dalnum er það eins og að uppgötva nýjan heim. Strá virðast til dæmis í fyrstu öll eins, en síðan sér maður að þarna er að finna margar mismunandi teg- undir af þeim og á milli þeirra alls kyns litlar og fíngerðar jurtir. Nýtt skipulag í samþykktu skipulagi fyrir Foss- vogsdalinn sem hefur verið í gildi í mörg ár er gert ráð fyrir að dalurinn verði opið svæði. Þegar Kópavogsbú- ar og fleiri börðust fyrir því að ekki yrði lögð hraðbraut eftir dalnum var alltaf hamrað á náttúrafegurð hans og að ekki mætti spilla dalnum. Nú þegar komið er í höfn að ekki verði lögð hraðbraut um dalinn, nema þá hugsanlega neðanjarðar, kemur fram tillaga að breyttu skipu- lagi fyrir dalinn. Þar er ekki lengur talað um hann sem opið svæði, held- ur sem „opið svæði til sérstakra nota (golfvöilur, svæði til skíðaiðk- ana og tijáræktar)“. í skipulaginu virðist sú hugsun gegnumgangandi að ekki sé hægt að hafa græn svæði í borgum án þess að skipuleggja þau mjög ná- kvæmlega, svo að lokum séu aðeins eftir tilbúin svæði með slegnu grasi, tijám í skipulögðum þyrpingum, til- búnum tjörnum, malbikuðum stíg- um, ljóskersstauram _og völlum ýmiss konar þar á milli. I nýju skipu- lagstillögunum þekja auk þessa svæði til íþróttaiðkunar stóran hluta dalsins. Dalurinn gerður að íþróttasvæði Sumt í fyrirhuguðu skipulagi Fossvogsdalsins tel ég jákvætt, t.d. hugmyndir um göng undir Kringlu- mýrarbraut og að leggja og endur- bæta göngustíga með bundnu slit- lagi sem myndu tengja saman úti- vistarsvæðin frá Öskjuhlíð (meðfram sjónum) og alla leið að Elliðavatni. Með því myndi opnast stórkostlegur möguleiki fyrir göngu- og hjólreiða- fólk að komast á milli bæjarhluta án þess að þurfa að hætta lífi og limum í mengun og hávaða á götum borgarinnar. Einnig er jákvætt að áfram verður leikaðstaða fyrir börn- in í hverfunum meðfram dalnum, til dæmis á smíðavöllum, gæsluvöllum og á sparkvöllum óháðum íþróttafé- lögum. Þegar litið er yfir tillöguna að skipulagi fyrir Fossvogsdalinn er þó fljótséð að ekki er um neinar smá- breytingar að ræða. Hver einasti hluti dalsins er samviskusamlega skipulagður og þá fyrst og fremst með íþróttastarfsemi í huga, enda eru íþróttamenn hávær þrýstihópur í þjóðfélaginu. Fyrirhugaður níu holu golfvöllur fyllir upp í svæðið frá Skemmu- hverfi að Fossvogsskóla en í golf- klúbbnum era innan við 2% Kópa- vogsbúa. Almenningi verður ekki mögulegt að ganga nálægt golf- svæðinu vegna hættu á fljúgandi kúlum. Miðhluti dalsins (fyrir neðan Snæ- landsskóla) verður lagður undir íþróttasvæði Handknattleiksfélags Kópavogs. Þar verða stór æfinga- svæði félagsins, íþróttavöllur í fullri stærð, auk íþróttahúss, félag'sheimil- is, sund- og baðaðstöðu. Iþróttafé- lagið Víkingur fær félagssvæði sitt í austurhluta dalsins stækkað. Ekki er víst að allir íbúar nálægt svæðunum geri sér grein fyrir því að íþróttasvæðunum fylgir mjög aukinn bílastraumur eins og sjá má á ijölda bílastæða sem fyrirhuguð era í dalnum. í stað kyrrðarinnar sem nú ríkir í dalnum kæmu hvatn- ingar og húrrahróp áhorfenda, auk hávaða frá bílum. Diðrik Sveinn Bogason „Fossvogsdalurinn er einn af fáum stöðum hér í þéttbýlinu þar sem hægt er að komast í nána snertingu við nátt- úruna og hann er mikil- vægur hlekkur í keðju opinna svæða sem tengjast að vestan um Öskjuhlíð og að austan um Elliðaárdal upp í Heiðmörk.“ Til ráðstöfunar fyrir almenning eru svæði og ræmur inn á milli, sem ekki nýtast til „æðri“ íþróttaiðkana. Þar verða lagðir göngustígar og reið- stígar, tijárækt verður hér og þar, skrúðgarður og hugsanlega skíða- brekka. Jú og tjarnirnar. I dalnum verða fjórar tilbúnar tjarnir, þar af tvær fyrir neðan Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Það er ekki erfitt að ímynda sér þær sem slysagildrur. I vestasta hluta dalsins, næst skógræktarstöðinni verða engir vell- ir. Samkvæmt lýsingu sem fylgir skipulaginu verður dalurinn og Foss- vogslækurinn færður sem næst „náttúrulegu umhverfi", hvað sem það þýðir. Náttúran er fullkomin í sjálfu sér og hún verður ekki gerð fullkomnari með því að skipuleggja hana og búta niður. Dalurinn er ekki það stór að hann þoli alla þessa miklu starfsemi og framkvæmdir. Ef skipulagstillagan nær fram að ganga eins og allt virðist stefna í verður ekki lengur hægt að finna frið og ró í dalnum eins og nú er hægt. Þess í stað væri komin fullkomin íþrótta- aðstaða fyrir fámennan hóp fólks og gerviumhverfi þar sem náttúran er færð í „náttúrulegt horf“. Fossvogsdalurinn er yndislegur eins og hann er. Væri það einlægur vilji stjórnenda og skipuleggjenda mætti gera hann enn fegurri og in- dælli. Gera hann að stað sem unun og hvíld væri að koma á. Tillögur þær sem nú eru til sýnis munu ekki auka á fegurð dalsins heldur leggja hann undir íþróttamannvirki og til- búið umhverfl. Það má ekki verða. Tillögur til sýnis Ég vil að lokum hvetja fólk til að fara niður í Fossvogsdal og fá sér þar gönguferð og kynnast dalnum og því sem hann hefur upp á að bjóða. Einnig vl ég hvetja fólk til þess að kynna sér skipulagstillög- urnar fyrir dalinn sem eru til sýnis hjá bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð (opið kl. 9-15). At- hugasemdir eða ábendingar við skipulagið þurfa að vera skriflegar og berast í síðasta lagi 29. septem- ber. Allir geta sent inn athugasemd- ir, jafn Kópavogsbúar og aðrir. I auglýsingu skipulagsstjóra bæjarins kemur fram að þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljist samþykkir tillögunni. Höfundur er íbúi í Snælandsh verfi. Um skattlagningu lífeyrissjóða eftir Jóhannes Siggeirsson Um þessar mundir er mikið rætt um halla á ríkissjóði. Fram munu hafa komið tillögur frá ráðherrum Alþýðuflokksins um að ein leið til að minnka þann halla sé að skatt- leggja lífeyrissjóði. Ekki hef ég séð þessa hugmynd rökstudda frekar né heldur að gerð hafi verið grein fyrir því hveijir það eru sem í reynd myndu greiða slíkan skatt og þá ekki heldur hveijir greiddu hann ekki. Til einföldunar er hægt að greina lífeyrisréttindi manna í tvennt, þ.e.a.s. annars vegar greiðslur frá Tryggingastofnun rík- isins og hins vegar áunnin lífeyris- réttindi manna með ýmsum hætti. Til frekari einföldunar leyfi ég mér hér á eftir að greina áunnin lífeyris- réttindi manna á vinnumarkaði í fjóra flokka. 1. Áunninn rétt sem forstjórar og fleiri ávinna sér hjá fyrirtækjum. Þennan rétt ávinna menn sér meðan þeir starfa hjá fyrirtækjunum en greiða síðan tekjuskatt af þessum réttindum þegar þeir hefja töku líf- eyris í formi launa og greiða þá af þeim skatt. Skattlagning lífeyris- sjóða myndi engu skila til ríkissjóðs frá þessum aðilum. 2. Alþingismenn og ráðherrar ávinna sér lífeyrisrétt meðan þeir gegna slíkum störfum. Lífeyrissjóð- ur alþingismanna og ráðherra á nánast engar eignir og því myndi hann hvorki greiða eignarskatt eða fjármagnstekjuskatt. Skattlagning á þennan sjóð myndi því engu skila til ríkissjóðs. 3. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna. Með lögum er opin- beram starfsmönnum tryggður ákveðinn lífeyrir burt séð frá því hvernig tekjum og gjöldum sjóðsins er háttað. Það sem á vantar er greitt úr ríkissjóði. Sjóðurinn á umtals- verðar eignir og hefur miklar fjár- magnstekjur. Það hins vegar að skattleggja sjóðinn þýðir í reynd að færa peninga milli vasa hjá ríkis- sjóði. Sá skattur sem ríkissjóður leggði á sjóðinn þýddi í reynd meiri útgjöld hjá ríkinu þar sem það ábyrgist allar greiðslur frá sjóðnum. 4. Almennir sjóðir á vinnumark- aði. Þessir sjóðir byggja flestir á því að launamaðurinn greiðir 4% af launum sínum til sjóðsins og atvinnurekandinn 6%. Sjóðir þessir njóta ekki ríkisábyrgðar og þess vegna ræðst það hvern lífeyrir þeir greiða af iðgjaldinu, ávöxtun sjóðs- ins og rekstrarkostnaði hans. Skatt- lagning á þessa sjóði, hvort heldur væri í formi fjármagnstekjuskatts eða eignarskatts, gæti skilað ríkis- sjóði umtalsverðum tekjum þar sem engin ríkisábyrgð er á sjóðunum. Slík skattlagning myndi hins vegar leiða til þess að geta sjóðanna til greiðslu lífeyris myndi rýrna og því fengi hinn almenni launamaður lak- ari lífeyri en ella. Almenna reglan varðandi eignarskatt er hins vegar sú að einstaklingar og fyrirtæki greiða eignarskatt ef eignir eru umfram skuldbindingar. Ef leggja ætti eignarskatt á almennu lífeyris- sjóðina yrði því að finna upp nýtt hugtak fyrir eignarskatt þ.e.a.s. að leggja eignarskatt á aðila, sem skuldar meira en hann á. En hvernig er skattlagningunni háttað í dag? Hin almenna regla skattalaga er sú að einstaklingar greiði skatta af tekjum sínum um leið og þeirra er aflað. Frá þessu eru þó nokkur veigamikil atriði. Lítum á fyrrnefndu íjóra hópana. 1. Forstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja sem afla sér lífeyrisrétt- inda hjá fyrirtækjunum gera það venjulega í því formi að þeir afla sér þeirra réttindi eftir ákveðnum reglum fyrir hvert ár sem þeir vinna hjá fyrirtækinu. Þeir ættu því að greiða skatt af þessum hlunnindum um leið og þeirra er aflað. Slíkt er ekki gert heldur greiða þeir skatt af lífeyristekjum um leið og þær koma til útborgunar. 2. í grein sem Benedikt Jóhann- esson tryggingastærðfræðingur skrifar í 15. tölublað tímaritsins Vísbendingar kemur fram að talið er að lífeyrisréttindi alþingismanna jafngildi 46% launa og hjá ráðherr- um 80% ofan á laun. Að réttu ætti að greiða tekjuskatt af þessum launum eins og öðrum launum um leið og þeirra er aflað en slíkt er ekki gert heldur greiða alþingis- menn og ráðherrar tekjuskatt af sínum eftirlaunum um leið og þau koma til útborgunar. 3. í fyrrnefndri grein Vísbending- ar bendir Benedikt á að launaígildi greiðslu ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sé ekki 6% eins og hjá öðrum heldur 22% því 26% iðgjald þurfi til þess að standa Jóhannes Siggeirsson „Með skattlagningu á lífeyrssjóðina væri ver- ið að rýra lífeyrisrétt- indi afgreiðslufólks í verslunum, Sóknar- kvenna á sjúkrahúsum, hafnarverkamanna og járnsmiða, með öðrum orðum, þess fólks sem býr við lakastan rétt í dag.“ undir sjóðnum, með öðrum orðum launþeginn greiðir 4% og ríkissjóður 22% til þess að sjóðurinn geti stað- ið undir sér. Opinberir starfsmenn ættu í reynd að greiða tekjuskatt af framlagi ríkisins sem er umfram 6% framlag ríkisins árlega meðan þeir era í störfum, en greiða í dag ekki skatt fyrr en til útbórgunar lífeyrisins kemur. 4. Hjá almennu sjóðunum er regl- an einföld. Launþegarnir greiða skatt eins og aðrir af sínu 4% fram- lagi, þ.e.a.s. það er ekki frádráttar- bært hjá þeim frekar en öðrum og greiða svo aftur skatt af þessum 4% og 6% framlagi atvinnurekand- ans þegar þeir fá greiðslur frá líf- eyrissjóðunum. En hveijir era það þá sem standa straum af hallarekstri lífeyrissjóða alþingismanna, ráðherra og opin- berra starfsmanna. Jú, það er allur almenningur í landinu. Með skatt- lagningu á almennu sjóðina væri verið að rýra réttindi manna þar og eru þau þó ekki mikil í dag þar sem sjóðirnir tóku flestir ekki til starfa fyrr en 1970. En jafnframt þessu væri almenningur í reynd að greiða enn meiri halla á rekstri líf- eyrissjóðs opinberra starfsmanna, sem aftur leiðir af sér meiri útgjöld hjá ríkinu og halla á rekstri ríkis- sjóðs. Og hver er þá niðurstaðan. Með skattlagningu á lífeyrssjóðina væri verið að rýra lífeyrisréttindi af- greiðslufólks í verslunum, Sóknar- kvenna á sjúkrahúsum, hafnar- verkamanna og járnsmiða, með öðrum orðum, þess fólks sem býr við lakastan rétt í dag. Vandi ríkissjóðs er mikill. Hann verður ekki jafnaður með öðru en að draga úr útgjöldum og/eða auka tekjur. Áður en farið er út i aukna skattheimtu er nauðsynlegt að ná utan um neðanjarðarhagkerfið og þá 11 milljarða, sem þar eru á sveimi. Ef hins vegar verður ekki hjá því komist að auka á skatt- heimtuna í landinu verður að gera það með öðrum hætti en þeim að rýra lífeyrisréttindi þeirra sem minnstan rétt hafa fyrir. Gera verð- ur þá kröfu til stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa að þeir hafi þá réttlætiskennd að þeir láti það ekki henda sig að ráðast með skattlagningu að lífeyrisrétt- indum þess fólks, sem lakastan rétt hefur. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.