Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
31
Minning
Elín B. Jensen
Fædd 13. desember 1901
Dáin 10. september 1993
Sem kona hún lifði í trú og tryggð;
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfir myrkrið kalda.
Sem móðir hún býr í bamsins mynd;
það ber hennar ættam'.erki.
Svo streyma skal áfram lífsins lind
þó lokið sé hennar verki.
Og víkja skal hel við garðsins grind,
því guð vor, hann er sá sterki.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Elsku amma.
Það er svo margt sem kemur upp
í hugann þegar við allt í einu stönd-
um frammi fyrir þeirri staðreynd að
þú ert ekki lengur hjá okkur og svo
ótalmargt sem okkur langar að segja
við þig. Hugurinn reikar fram og
aftur í tímann, til ykkar afa, á Leifs-
götuna, svo ótalmargs er að minn-
ast, en minningarnar geymum við
með okkur og þökkum þér allar þær
yndislegu góðu stundir sem við átt-
um saman. Við söknum þín sárt.
Amma mín, þú varst yndisleg
kona og þó að kraftur færi þverr-
andi tapaðir þú aldrei reisn þinni og
þannig munum við ávallt minnast
þín.
Megi góður Guð geyma þig og
varðveita.
Steinunn Margrét, Þórunn, Elín,
Bryndís, Lára og Óskar Már.
Mér er í fersku minni þegar ég
hitti tengdamóður mína, Elínu B.
Jensen, í fyrsta sinn fyrir um það
bil 43 árum.
Ég kom með syni hennar, Elm-
ari, tilvonandi eiginmanni mínum, á
heimili þeirra á Leifsgötu 3, en þau
höfðu þá flust frá Eskifirði nokkrum
árum áður þar sem tengdafaðir
minn, Markús E. Jensen, var kaup-
maður um árabil. Mér var þá vel
tekið af þeim heiðurshjónum eins
og ávallt síðar.
Ég man hvað mér þótti Elín falleg
og glæsileg kona enda alltaf vel til
höfð og smekklega klædd.
Elín var lánsöm í einkalífi sínu.
Hún átti góð börn og sérstaklega
góðan og umhyggjusaman mann,
sem dáði hana og bar hana á hönd-
um sér. Hún missti mikið þegar
hann dó enda var hjónaband þeirra
alla tíð mjög farsælt.
Ég minnist margra góðra stunda
þegar Elín dvaldi með okkur fjöl-
skyldunni. Ég minnist sérstaklega
er hún dvaldi stundum með okkur
hjónum og börnum okkar í sumar-
bústað á Laugarvatni. Þá var farið
í gönguferðir og sund daglega, en
Elín var góð sundkona. Sérstaklega
eru mér þó minnisstæðar þær stund-
ir er við áttum saman tvær og spjöll-
uðum yfir kaffibolla, þegar hún hóf
að segja mér frá árunum á Eski-
firði. Hún minnist oft sumarferða
fjölskyldunnar upp á Hérað, í Egils-
staða- eða Hallormsstaðarskóg, þar
sem dvalist var í tjaldi um lengri eða
skemmri tíma. Til Eskifjarðar kom
hún fyrst nýgift með manni sínum
árið 1924. Þar fæddust börnin þeirra
fjögur og þar átti hún sín bestu og
ljúfustu ár.
Elín minntist oft tengdamóður
sinnar, Þórunnar Markúsdóttur, sem
bjó á heimili þeirra hjóna um 16 ára
skeið eða þar til hún lést árið 1941.
Henni þótti ákaflega vænt um Þór-
unni og mat hana mikils. Hún minnt-
ist hennar með mikilli hlýju og sagði
mér að hún hefði kennt henni margt
og mikið, en sjálf missti Elín móður
sína þegar hún var tveggja ára göm-
ul.
Elín ferðaðist talsvert erlendis á
sínum efri árum. Fyrst dvaldist hún
hjá æskuvinkonu sinni í Kaup-
mannahöfn, en seinna bjó hún um
lengri eða skemmri tíma hjá dóttur-
dætrum sínum, sem bjuggu þá er-
lendis, bæði í Noregi, Svíþjóð og
Þýskalandi. Hafði hún mikla ánægju
af að dvelja hjá þeim og sagði mér
oft hvað þær og fjölskyldur þeirra
hefði verið henni góðar.
“ Elín var ákaflega umstalsgóð í
garð annarra. Hún hallmælti aldrei
neinum, heldur tók málstað þeirra
sem henni fannst á hallað.
Síðustu árin var hún farin að
heilsu iíkamlega en var andlega
frísk. Hún fylgdist vel með allri fjöl-
skyldunni fram á síðasta dag. Alltaf
spurði hún um litlu langömmubörn-
in, sem voru orðin nokkuð mörg.
Hún var farin að þrá hvíldina og
fékk hægt andlát.
Að lokum vil ég biðja góðan guð
að biessa hana og vernda. Ég kveð
mína góðu tengdamóður með ást og
virðingu. Þökk fyrir allt.
Svanhildur Gestsdóttir.
I dag verður til moldar borin
elskuleg tengdamóðir mín, Elín B.
Jensen, sem lést á Elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grund hinn 10. þ.m.
Elín fæddist hinn 13. desember
1901 í Nýjabæ við Kiapparstíg hér
í borg og voru foreldrar hennar þau
Björn Jónsson bakarameistari, sem
fæddur var 29. mars 1881, dáinn
2. ágúst 1972, og kona hans Sigríð-
ur Jónsdóttir, fædd 11. nóvember
1875, dáin 16. október 1903.
Björn, faðir Elínar, hafði verið
tekinn í fóstur af þeim hjónum Gunn-
ari Hafliðasyni og Karitas Tómas-
dóttur sem bjuggu í Nýjabæ við
Klapparstíg, en þau hjón voru barn-
laus. Ólst Elín þar upp ásamt albróð-
ur sínum Karli, sem fæddur var 2.
október 1899, dáinn 29. janúar
1952. Karl var um margra ára skeið
bakarameistari í Vestmannaeyjum,
kvæntur Guðrúnu Scheving. Einnig
ólst þar upp Anna María Gísladóttir,
fædd 18. mars 1893, dáin 10. apríl
1981, gift Guðmundi Guðjónssyni,
kaupmanni á Skólavörðustíg, sem
látinn er fyrir allmörgum árum.
Elín naut ekki lengi fóstru sinnar,
hún deyr þegar Elín er 14 ára. Á
þeim tíma hafði Björn faðir Elínar
byggt húsið Frakkastíg 14 og flutt-
ist hann þangað ásamt móður sinni,
Elínu Björnsdóttur, og fóstru sinni,
Karitas, og börnum sínum. Miklir
kærleikar voru með þeim öllum og
var Anna María ávallt fóstursystur
sinni ákaflega hlý og góð, enda er
mér kunnugt um hvað Elín dáði
Önnu, svo og allt hennar fólk, sem
ávallt sýndi henni mikla ræktarsemi.
Charles A. Kitz-
miller — Minning,
Kær mágur okkar, Charles A.
Kitzmiller, lést 10. september síðast-
liðinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Okkur langar til þess að minnast
hans með nokkrum orðum og þeirra
góðu kynna sem minningarnar
geyma. Charlie var lífsglaður mað-
ur, opinn og hlýr og alltaf hress í
viðmóti. Hann var mjög barngóður
og börn hændust að honum. Við
urðum þeirrar gleði aðnjótandi að
heimsækja þau hjón, Charlie og
Helgu systur okkar, í Bandaríkjun-
um. Gestrisnin á fallegu heimili
þeirra var eins og best verður á
kosið. Mágur okkar naut þess að
láta gestum þeirra hjóna líða vel og
þar var í engu sparað. Þá var tónlist-
in ekki langt undan, til þess að gleðja
gestina.
Charlie var tónelskur maður, og
lék snilldarvel á trompet. Á afmæl-
isdögum okkar hér heima á íslandi
hringdi Charlie til okkar og lék sím-
leiðis á hljóðfæri sitt, í tilefni dags-
ins, við mikla hrifningu áheyrenda.
Svona var hann, vildi með öllu móti
gleðja aðra.
Charlie og Helga systir okkar áttu
saman góð og hamingjurík ár. Þau
ferðuðust mikið og nutu þess að
skoða saman fegurð íslands og ann-
arra landa.
Þegar við nú á kveðjustund lítum
yfir samleið þeirra finnst okkur að
árin með þessum góða dreng hafi
verið þau bestu í lífi systur okkar
og fyrir það erum við hjartanlega
þakklátar. Sómamaður hefur kvatt
þessa jarðvist. Við brottför hans er
höggvið stórt skarð í vina- og fjöl-
skylduhópinn, sem ekki verður fyllt.
En minningar sem hann lætur eftir
eru bæði bjartar og hugljúfar, þær
eru perlur í sjóði, sem ekki fyrnist.
Algóður Guð gefi systur okkar
styrk við þennan mikla missi og
huggun í sorginni. Við kveðjum
kæran mág og vin með virðingu og
djúpri þökk fyrir ógleymanleg kynni.
Hann hvíli í friði. Blessuð sé minning
hans.
Svanhildur, Agnes, Guðrún,
Kolbrún og fjölskyldur.
t
Ástkær faðir minn,
SIGURÐUR HINRIKSSON,
andaðist í sjúkrahúsinu í Neskaupstað 20. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hinrik Sigurðsson.
t
Ástkær eiginkona mín,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Þórsgötu 9,
Reykjavík,
andaðist á heimili okkar aðfaranótt
sunnudagsins 19. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Þeim, sem vilja minnast hennar er vin-
samlega bent á Kristniboðssambandið.
Hermann Þorsteinsson.
Elín átti fimm hálfsystkini, sem
Björn eignaðist með seinni konu
sinni, Jónu Elíasdóttur, en þau eru
Jóhanna, Haukur, Ragna, Sigríður
og Birgir, sem öll eru á lífi.
Þegar Elín er átján ára gömul fer
hún til Kaupmannahafnar ásamt
vinkonu sinni og starfar þar í tvö
ár, en snýr þá aftur heim. Um það
leyti sem Elín kemur frá Kaup-
mannahöfn byrjar hún að vinna á
ljósmyndastofu Jóns Dahlmann,
enda stóð hugur hennar til þess að
læra þá iðn, en svo varð þó ekki.
Elín var mjög áhugasöm við ljós-
myndun og báru myndir hennar þess
glöggt vitni að hún kunni sitt fag.
Á þessum árum kynnist Elín
mannsefni sínu, Markúsi E. Jensen,
fæddur 14. desember 1897, syni
Wilhelms P. Jensen, kaupmanns á
Eskifirði, og konu hans, Þórunnar
Markúsdóttur. Þau gengu í hjóna-
band 27. maí 1924 og flytjast þá til
Eskiíjarðar. Markús hafði lokið prófi
frá Verslunarskóla íslands og starf-
aði fyrst í stað hjá föður sínum sem
var kaupmaður á Eskifirði en þó
lengst sem kaupfélagsstjóri og kaup-
maður þar. Markús og Elín flytjast
til Reykjavíkur 1947 þar sem hann
stundaði eigin verslunarrekstur til
dauðadags 14. desember 1956.
Þau hjón eignuðust fjögur börn,
Atla Orn, húsasmíðameistara,
kvæntur Guðfinnu Árnadóttur, Kar-
itas Sigríði, gift undirrituðum, Þór-
arin Elmar, forstjóra, kvæntur Svan-
hildi Gestsdóttur og Markús Einar,
kaupmann, unnusta hans Magdalena
Kjartansdóttir. Allt fram til síðasta
dags bar hún hag sinnar stóru fjöl-
skyldu mjög fyrir bijósti og gladdist
yfir velgengni hennar.
Elín var ákaflega fríð kona og bar
sig vel, enda lagði hún mikla rækt
við íþróttir á sínum yngri árum. Hún
var mikið á skautum og skíðum auk
þess að vera góð sundkona enda
leið vart sá dagur, árin hennar á
Eskifirði, að hún stundaði ekki sund
og var þá ekki um annað að ræða
en sjóinn, enda ekki sundlaug á
staðnum.
Elín og Markús voru ákaflega
glæsileg hjón. Þau báru mikla virð-
ingu hvort fyrir öðru. Bæði báru þau
höfðinglegt yfirbragð og prúða
framkomu hvar sem þau fóru. Talar
sá sem þessar línur ritar af eigin
reynslu, því að þannig var framkoma
þeirra mótuð af tryggð og kærleika
við mig og börnin okkar Kaju, svo
að ekki varð á betra kosið.
Elín kvaddi þennan heim að
morgni hins 10. þ.m., örugglega
hvíldinni fegin, enda þótt hún héldi
fullri vöku sinni fram til síðasta
dags. Hún var sameiningartákn fjöl-
skyldunnar og hennar mesta ánægja
var að hafa börnin sín og barnabörn
í návist sinni og fylgjast með fram-
gangi þeirra.
Síðustu 11 árin dvaldi hún á Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund og leið
þar vel, og vil ég fyrir hönd fjölskyld-
unnar færa starfsfólkinu þar okkar
bestu þakkir fyrir góða umönnun
og aðhlynningu. Stofusystrum henn-
ar á Grund óskum við Guðs blessun-
ar.
Blessuð sé minning tengdamóður
minnar.
Tómas P. Óskarsson.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar
og sonur,
SIGURÐUR VIGGÓ BERNÓDUSSON,
Völusteinsstræti 2,
Bolungarvik,
lést í Landspítalanum 20. september sl.
Jarðsett verður laugardaginn 25. sept-
ember kl. 14.00 frá
Hólskirkju, Bolungarvík.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Björgunarsveitina Erni, Bolungarvík.
Halldóra Kristjánsdóttir,
Guðrún Jóna Sigurðardóttir, Jens Þór Sigurðarson,
Dómhildur Klemenzdóttir, Bernódus Halldórsson.
t
Ástkær sonur okkar, bróðir og unnusti,
ÁRNI TRAUSTASON,
sem lést af slysförum, föstudaginn 17.
september, verður jarðsettur frá
Útskálakirkju, föstudaginn 24. septem-
ber kl. 14.00.
Trausti Þórðarson, Eydís Guðbjarnadóttir,
Þórður Traustason, Guðbjarni Traustason,
Rakel Þorsteinsdóttir.
+
Sonur minn, eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og stjúpfaðir,
VALBERG HANNESSON,
fyrrverandi skólastjóri í Fljótum,
sem lést í Landspítalanum 17. september síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 24. september kl.
14.00.
Jarðsett verður á Barði í Fljótum sama dag.
Sigrfður Jónsdóttir,
Áshildur Magnúsdóttir Ofjörð,
Rögnvaldur Valbergsson, Hrönn Gunnarsdóttir,
Aðalbjörg Valbergsdóttir, Örn Þorkelsson,
Valdis Valbergsdóttir, Jóhannes Snorrason,
Hannes Valbergsson, Anna Silfa Þorsteinsdóttir,
Snæbjörn Freyr Valbergsson,
Þórdís Ragnheiður Öfjörð,
Bergur Ketilsson, Gunnur Gunnarsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
KR. GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR.
Arndís Bjarnadóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Dóra Reyndal,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Christer Bennewitz,
Ólafur Guðmundsson, Rósa Guðsteinsdóttir,
Bjarni Guðmundsson, Sigríður Hermannsdóttir,
Hólmgeir Guðmundsson, Sigrún Leifsdóttir.
)