Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hnítur
(21. mars - 19. apríl)
Makar fara oftar út að
skemmta sér á komandi vik-
um. Aðlaðandi framkoma er
þér lyftistöng í starfí. Ekki
eru allir með hreinan skjöld.
Naut
(20. apríl - 20. ir.aí^
Þótt einhver misskilningur
komi upp í vinnunni ert þú
á réttri leið að settu marki.
Farðu út að skemmta þér í
kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Þú ættir að varast að taka
áhættu í peningamálum í
dag. Einhver gæti reynt að
gabba þig. Ánægjulegur
mánuður er framundan.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gætir misskilið fyrirætl-
anir ættingja. Mörg verkefni
bíða afgreiðslu heima i dag.
Einhugur ríkir hjá ástvinum.
Ljón
(23. júll - 22. ágúst)
Ferðalag stendur brátt til
boða. Þú verður fyrir trufl-
unum sem tefja þig við vinn-
una. Fjárhagsstaða þín
batnar í dag.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú getur gert góð kaup í dag
en ættir ekki að taka áhættu
í peningamálum. Kvöldið
verður ánægjulegt og sumir
verða ástfangnir.
(23. sept. - 22. október)
Nú er rétti tíminn til að
koma skoðunum þínum á
framfæri. Þú verður að eiga
frumkvæðið. Ástin þrífst í
einrúmi.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Taktu ekki mark á kviksög-
um. Sumir eiga það til að
búa til sögur. Samkvæmi
getur leitt til ástarsam-
bands.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Góð sambönd reynast þér
vel i viðskiptum. Það getur
verið varhugavert að lána
öðrum peninga án góðrar
tryggingar.
Steingeit
(22. des. — 19. janúar)
Ef þú ert með hugann við
annað getur þú gert mistök
í vinnunni. Sýndu öðrum til-
litssemi. Fjármálin þróast til
betri vegar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þótt ferðaáætlun verði aflýst
í dag áttu samt von á ferða-
lagi fljótlega. í kvöld ættir
þú að heimsækja vini.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Á næstu vikum tekur þú
mikilvægar ákvarðanir sem
tryggja þér betri afkomu.
Vinur er í einhverri óvissu í
dag.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
AV/f&MYHD1K. ÞÚSEGJA
uahuótel- se/M srst-u/e
HAND/CL/EOUM FtÍA W£> ■
sínu
JL \ ©KFS/Distr. BULLS ///1 |
— rcnumiMivu
SMÁFÓLK
Þú ert seinn, við erum þegar byrj-
Lalli borðar með
uð að borða. Það var mikil orr- okkur i kvöld.
usta yfir St. Mihiel.
Af hverju horfir hann svona und-
arlega á mig. Ég er ekki vanur
að borða með óbreyttum her-
mönnum.
BRJDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Að horfa á brids við nútímalegar
aðstæður er eins og að fara i bíó;
myrkvaður salur með litskrúðugum
tölvumyndum sem varpað er á stórt
tjald. Auðvitað er atburðarásin á
tjaldinu ekki alltaf jafn spennandi.
Að fylgjast með hægfara sagnhafa
glíma við yfirslag í einu grandi er
álíka grípandi og auglýsing á dömu-
bindum. Kliður ókyrrðar fer um sal-
inn. En það ástand er fljótt að breyt-
ast þegar hamfaraspil eins og eftir-
farandi birtast á tjaldinu. Áhorfendur
verða sem einn; spenntir og fullir
eftirvæntingar.'Hér mun einhveijum
blæða og það ekki bláu eða grænu
blóði.
HM 8-liða úrslit. Austur gefur,
allir á hættu.
Vestur
♦ ÁD1052
V —
♦ 109
♦ KD9763
♦ -
V ÁK98763
♦ DG742
♦ 10
Suður
Austur
♦ 743
▼ D10
♦ Á86
♦ ÁG852
♦ KG986
V G542
♦ K53
*4
Npregur-Brasilía:
Oþinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
Barbosa Aa Camacho Grötheim
- — Pass Pass
2 lauf 4 hjörtu 5 lauf 5 hjörtu
6 lauf 6 hjörtu Dobl Allir Dass
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
Helgemo Chagas Helness Mello
— — 1 lauf 1 spaði
6 lauf (!) Aiiir pass
Aa gerði vel í því að taka fórnina
i 6 hjörtu, enda fékkst hún við vægu
verði; vömin á aðeins tvo slagi á
láglitaásana: 200 í AV. Eftir opnun
Helness í austur í iokaða sainum
varð framvinda óhjákvæmilega önn-
ur. Helgemo sá að NS áttu allt hjart-
að og ákvað að hleypa þeim ekki inn
í sagnir. Við 6 laufum átti Chagas
ekkert svar. Hann gerði sér góðar
vonir um að hnekkja siemmunni svo
varla gat hann sagt 6 hjörtu. Og
ekki mátti hann dobla, því þá væri
hann að biðja um eitthvað annað en
spaða út (spaði telst „eðlilegt" útspil
eftir strögl makkers). Allt valt á út-
spili Mellos. Hann kaus tígulþristinn
og Helness var þá fljótur að vinna
slemmuna: 15 IMPar til Noregs.
{ leik Bandaríkjanna (2) og Hol-
lands opnaði Leufkens i vestur einn-
ig á einu laufi og Bergen í suður
ströglaði á spaða. Síðan enduðu AV
í 6 laufum, sem Rodwell í norður
doblaði. En í þeirri stöðu virtist do-
blið hreint viðskiptadobl og Bergen
spilaði einnig út tfgli. Hinum megin
sögðu Cohen og Berkowitz 7 lauf
yfir 6 hjörtum og fóru hlóðlega einn
niður. 17 IMPar til Hollands.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Briinn í
Tékklandi kom þessi staða upp í
viðureign stórmeistaranna Alex-
anders Chernins (2.615), sem
hafði hvítt og átti leik og elstu
Polgar-systurinnar, Zsuzsu Polg-
ar (2.545). Svartur lék síðast 18.
- Ha8-e8 í mjög erfiðri stöðu.
19. Rxf+! - Hxf7,20. Hg5 (Vinn-
ur lið, því svarta drottningin getur
haldið valdi á hróknum á f7) 20.
- Hf5, 21. Hxh5 -* Hxh5, 22.
Bf7 - Hh6, 23. Bxe8 - Bxe8,
24. Df5 og Zsuzsa gaf skömmu
síðar þessa vonlausu stöðu. Nýj-
asti stórmeistari Tékka vann
óvæntan sigur á mótinu: 1. Pavel
Blatny 6 v. af 9 mögulegum, 2.-4.
Chemin, Gofstein, Israel, og
Stohl, Slóvakíu S'A v. 5.-6. Mal-
anjuk, Úkraníu, og Zsuzsa Polgar
4'/j v. 7. P. Schlosser, Þýska-
landi, 4 v. 8. Peter Leko, 13 ára
Ungveiji 3‘/2 v. 9.-10. Hracek,
Tékklandi, og Bönsch, Þýska-
landi, 3 v.