Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 38

Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 // Ef-ég qef rr))g ■Fram sjáLfur- 'eg f*x facJda- pen mgunum ?“ Með morgnnkaííinu * Ast er... io-zs að kenna þeim að virða náttúruna TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved c 1992 Los Angeles Times Syndícate Þetta eru slæmir tíniar Sig- urður minn. Ég þarf að segja upp þremur ættingjum mín- um. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvenær er tilefni til ofbeldis? Frá Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Sigrúnu Gígju Svavarsdóttur í FRÉTTUM undanfarið hefur verið rætt um tilefnislaust ofbeldi og það vekur m.a. þá spurningu hvenær tilefni sé til ofbeldis. Skil- greiningin á tilefnislausu ofbeldi virðist vera að um sé að ræða árásir á fólk sem ekkert gerir annað en að vera á staðnum til að hægt sé að lumbra á því og verið sé að greina það frá t.d. því þegar tveir menn fara í slag. Þeg- ar fréttamenn segja frá tilefnis- lausu ofbeldi og nauðgunum eins og um tvo ólíka hluti sé að ræða, eins og mikið var gert um og eft- ir verslunarmannahelgina, skýtur skökku við að nauðgun sé ekki tilefnislaust ofbeldi. Konur geta ómögulega gengist við því að þær séu gangandi „mótíf“ eða tilefni til glæps. Önnur tegund ofbeldis sem virð- ist vera kyrfilega aðgreind frá til- efnislausu ofbeldi í þau fáu skipti sem fjölmiðlar fjalla um hana er heimilisofbeldi. Sumir virðast reyndar telja að ekki sé um of- beldi að ræða þegar karlar beija konur sínar eða börn (það er sjaldnast á hinn veginn) og vilja kalla það hemiliseijur! í svari dómsmálaráðherra við fyrirspum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, á Alþingi 1991, um líkamlegt ofbeldi á heimilum (115. löggjafarþing, 89. mál) segir m.a.: „Niðurstaðan er sú að vandamálið samfara þessum brotum (þ.e. lík- amlegu ofbeldi á heimilum) er ekki reísiréttarlegs eðlis, heldur öllu fremur félagslegs eðlis. Þann- ig kemur í ljós að mál þessi tengj- ast langflest misnotkun áfengis, afbrýðisemi og félagslegum vandamálum af ýmsu tagi. Flest þessara mála teljast upplýst, þ.e. ljóst hver sakborningur er. Hins vegar ganga mál þessi mjög á tíma og fé sem lögregla hefur til ráð- stöfunar hveiju sinni og væri bet- ur varið í alvarlegri og brýnni verkefni. Þá er einnig áberandi að kærendur hafa ekki mikinn hug á að fylgja kærum sínum eftir og falla frá refsikröfu þegar af þeim rennur mesti móðurinn." (Letur- breyting greinarhöfunda.) Það eru engar nýjar fréttir að afbrot skuli vera tengd áfengis- misnotkun og félagslegum vanda- málum, væntanlega á það við um stóran hluta þeirra afbrota sem framin eru. Venjulega þykir full ástæða til að refsa glæpamönnum þó að þeir hafi verið undir áhrifum vímuefna þegar þeir frömdu glæp- inn (augljósasta dæmið er ölvuna- rakstur) eða þó að þeir eigi við félagsleg vandamál að stríða (gild- ir það ekki um mjög marga af- brotamenn?). Lýsingin hér að ofan getur því varla átt að eiga við um ofbeldismennina, því ef þeir mis- nota áfengi eða eiga við félagsleg vandamál að stríða skera þeir sig varla mikið úr hópi afbrotamanna almennt. Lýsingin getur varla heldur átt að vísa til þolenda heim- ilisofbeldis. Eða er hér e.t.v. verið að ala á fordómum? Þetta svar dómsmálaráðherra fínnst okkur óviðeigandi og jaðra við subbu- skap, hvemig sem á það er litið. í þessu sambandi fínnst okkur rétt að benda á að samkvæmt reynslu starfskvenna Kvenna- athvarfsins, sem hafa líklega besta yfírsýn yfír þessi mál hér á landi, eiga konurnar sem eru þolendilr heimilisofbeldis ekkert meira sam- eiginlegt en aðrar konur. í blaði sem Kvennaathvarfið gaf nýlega út kemur fram að konurnar sem leita til Kvennaathvarfsins eru á öllum aldri, úr öllum þjóðfélags- stéttum, mismikið menntaðar og stunda mismunandi störf. Hið sama gildir um ofbeldismennina. Eins kemur það fram í sama blaði að konur sem leita til athvarfsins Frá Helgu Garðarsdóttur og Margréti Ivarsdóttur í KVÖLD, 22. september, halda konur opinn fund um meðferð kynferðisofbeldismála í réttarkerf- inu. Fundurinn er í Sóknarsalnum í Skipholti 50a, kl. 20:00. Það er margt sem kemur til að konum finnst þær knúnar til að vekja athygli fólks á því hvernig farið er með kærur kvenna, barna og karla sem hafa lent í klóm kynferðisofbeldismanna. Af og til taka fjölmiðlar þessi ofbeldismál til umfjöllunar. Þess er skemmst að minnast þegar þau voru rædd í Þjóðarsálinni á Rás 2. Þangað hringdu margir, þ. á m. maður sem þá afplánaði dóm fyrir nauðgun. Við vonum að viðhorf hans eigi ekki almennt við um dæmda nauðgara en hann lýsti eru síður en svo fullar af einhveij- um „móði“ (og því óskiljanlegt hvað á að geta runnið af þeiml); heldur eru þær ýfirleitt mjög nið- urbrotnar. Er það skrítið að þolendur heimilisofbeldis skuli oftast falla frá kæru þegar viðhorfin innan dóms- og réttarkerfísins eru eins og svar dómsmálaráðherra ber vitni um? í því kerfí sem á að sjá um öryggi „borgaranna“ birtast hinir hrikalegustu fordómar. Hvers konar móttökur fá þolendur heimilisofbeldis hjá lögreglunni, ef þetta eru viðhorf yfirmanna þar? Er þeim e.t.v. strax bent á að mál þeirra séu sóun á tíma og fé lögreglunnar? Er unnið að rann- sókn þessara mála eins og skyldi? Af þeim tölum að dæma sem koma fram hjá Kvennaathvarfinu er heimilisofbeldi því miður nokk- uð algengt. Þó að við höfum að mestu einblínt á ofbeldi karla gegn konum vitum við að heimilisofbeldi getur birst í fleiri myndum. Að beita ofbeldi er alltaf alvarlegt brot, óháð því hverjir beita því og hveijr þurfa að þola það. Ef of- beldi hefur einhvern tíma tilefni hlýtur það að vera undantekning fremur en regla og að flokkast undir nauðvöm. Það gildir ekki um nauðganir og heimilisofbeldi. því m.a. yfir að konur kærðu karla fyrir nauðgun til að fá sér dæmd- ar háar peningaupphæðir. Hann hafði m.ö.o. ekki gert sér grein fyrir því hvað hann hafði gert konunni. Sá sem veit hvaða með- ferð kærur»fá lætur ekki segja sér svona lagað. En til að þetta sjónar- mið nái ekki að festast í sessi er mikilvægt að allir kynni sér málin. Þátttaka fólks í umræðunum sýnir að það lætur sig málin skipta. En sú meðferð sem kynferðisofbeldis- mál fá í réttarkerfinu sýnir okkur öllum að það er ekki nóg að taka þátt í umræðum á útvarpsstöð. Fólk, bæði konur og karlar, verður að gera meira. Það er það verk sem þær konur, sem mynda Kvennakeðjuna, ætla að byija að vinna með því að halda opna fund- inn í kvöld. Fundað um kynferð- isofbeldismál Víkveiji skrifar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. hefur verið öflugur talsmaður einkaframtaksins um árabil. Nú bregður svo við, að nafn hans sést í fréttum vegna afskipta af ráðningu ritstjóra Tímans, sem nú er gefinn út af hlutafélaginu Mótvægi hf. Þar situr m.a. í stjórn Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins. Yfírlýst markmið blaðsins er að verða mál- gagn svonefndra félagshyggju- manna. Er Kristján Loftsson geng- inn í lið með félagshyggjumönn- um?! Ef ekki - hvað er hann þá að gera í þessum félagsskap? Víkveiji var að vísu ekki á Heimdallarfundinum sl. sunnudagskvöld, þar sem Jóhannes í Bónus útdeildi dönskum kalkúna- lærum, sem hann hafði fengið að flytja inn skv. ákvörðun formanns Alþýðuflokksins. Síðan var lagt hald á þessi dönsku kalkúnalæri skv. ákvörðun varaformanns Sjálf- stæðisflokksins. Víkveiji er hins vegar sannfærður um, að ef sala hefði verið leyfð á kalkúnalærunum hefði áhugi almennings á þessari vöru fljótt minnkað. Það er sama gamla sagan: fólk sækist eftir þvi, sem það má ekki kaupa en megi það kaupa vöruna minnkar áhuginn á henni snarlega. að eru ekki mjög mörg ár síðan innflutningur á erlendu sæl- gæti var ekki leyfður. í gamla daga barst erlent sælgæti inn í landið með sjómönnum á kaupskipum. Eftir að ferðir fólks til útlanda urðu almennar var erlent sælgæti fastur liður í þeim varningi, sem fólk tók með sér heim úr ferðinni. Síðan mátti flytja inn ákveðinn kvóta af erlendu sælgæti. Loks var innflutn- ingur gefínn ftjáls. Innlend sælgæt- isframleiðsla virðist lifa góðu lífí þrátt fyrir þennan fijálsa innflutn- ing á hinu erlenda sælgæti, sem var svo eftirsótt meðan ekki mátti kaupa það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.