Morgunblaðið - 22.09.1993, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
HVAR ERU ÞAU OG
Á siglinganám-
skeiði í Hollandi
Fríða Torfadóttir, fædd 1979, nem-
andi í Austurbæjarskólanum í
Reykjavík var í fimm daga á sigl-
inganámskeiði í Hollandi í sumar. Á nám-
skeiðinu, sem var haldið rétt fyrir utan
Amsterdam lærði hún meðal annars að sigla
seglskútum.
Hveijir voru á þessu námskeiði?
Þetta voru hollenskir krakkar á aldrinum
þrettán til sextán ára. Ég var eini útlending-
urinn, það vakti rosalega athygli að ég
væri frá íslandi. Okkur gekk ágætlega að
skilja hvort annað og ég eignaðist eina vin-
konu sem ég skrifast á við.
Hvemig datt þér í hug að fara á siglinga-
námskeið í Hollandi?
Ég fékk þetta í fermingargjöf. Ég var í
Siglingaklúbbnum í Nauthólsvík þegar ég
var svona 9 og 10 ára, en ég hef ekkert
stundað þetta síðan. Fyrst langaði mig
ekkert að fara af því ég þekkti auðvitað
engan. En svo var þetta alveg rosalega
gaman. Við bjuggum öll á staðnum og
dagurinn leið þannig að við vöknuðum á
morgnana klukkan svona níu og borðuðum.
Síðan fórum við út og sigldum allan dag-
inn. Ef það var gott veður stoppuðum við
á einhverri eyjunni fyrir utan og fórum í
leiki eða lágum í sólbaði og syntum í sjónum.
Langar þig á annað svona námskeið?
Ég held að ég fari ekki á fleiri siglinga-
námskeið, en mig langar aftur til Hollands.
BJÖRGVINGUÐNASON, 13ÁRA.
Vantar félagsmiö-
stöð í Keflavík
Félagsstarf fyrir unglinga í Kefla-
vík er ekki mjög mikið. Það eina
sem er í boði fyrir 13 ára krakka
er Holtaskóli og stundum Þotan, það
er skemmtistaður fyrir unglinga
hérna í Keflavík. Venjulega er Þotan
fyrir eldra fólk en stundum er hald-
in skemmtun fyrir yngri hópinn.
Svo eru auðvitað íþróttir. Það er
mikið af krökkum sem eru í körfu-
bolta, bæði strákar og stelpur en
við æfum ekki saman. Ég æfi
körfubolta og finnst það mjög gam-
an. Keflvík-
ingar eru Is-
landsmeis-
tarar svo
áhuginn er
mjög mikill.
Mér finnst samt að það mætti vera
meira hérna fyrir unglinga. Fleiri
skemmtistaðir og félagsmiðstöðvar með
klúbbastarfi og diskótekum og svoleiðis
skemmtunum. Það sem mér
finnst að ætti að gera héma í
Keflavík strax er að lækka
aldursmarkið inn á Z svo
við þessi yngri getum
farið þangað að
skemmta okkur.
• ' •
MARÍA BALDURSDÓTTIR • SÖNGKONA
Ósköp ágæt
í alla staði
Eg ólst upp í Keflavík og það var
ágætt. Ég var ekki vandræðaungl-
ingur,'það er alveg á hreinu. Ég
var voða mikið inn í mig að vissu leiti; var
svpna feimin lítil stelpa
og hafði mig ósköp lítið
í frammi. Eg var ekki
nálægt því eins opin þá
og ég er núna. Ég held
að ég hafi verið ósköp
ágæt í alla staði, ég var voða venjuleg, tók
þátt í skólastarfi og skátunum. Svona fyrir
utan það var ekki mikið í gangi hérna í bæn-
um. Maður fór í bíó og svo á rúntinn auðvit-
að. En ég naut unglingsáranna ekki lengi því
ég eignaðist mitt fyrsta barn þegar ég var
17 ára gömul. Ég var semsagt barn að eign-
ast bam. Ég fór ekki að búa þá strax heldur
bjó með barnið hjá foreldrum mínum þar til
ég var 21 árs. Ég fékk mikla hjálp frá foreldr-
um mínum og hefði ekki getað verið að syngja
um kvöld og nætur ef þeirra hefði ekki notið
við. Neyðarlegt atvik Þetta neyðarlega atvik
tengist auðvitað söngnum og því hvað ég var
feimin og inn í mig. Eg var að fara að syngja
á skemmtun og var búin að æfa mig lon og
don á laginu “Ég er komin heim íheiðardal-
inn“ og kunni það afturábak og áfram. Svo
þegar ég stend á sviðinu þá man ég ekki
eitt einasta orð og varð að kalla á vinkonu
mína til að hjálpa mér. Mér leið ömurlega
og ég man þá tilfinningu enn þann dag í
dag. Byrjað að syngja Ég fór að syngja fyr-
ir alvöru þegar ég var 15 ára gömul. Ég
hafði verið í skólahljómsveit fram að
þeim tíma en þarna byijaði ég í
alvöru hljómsveit. Fyrsta hljóm-
sveitin var Hljómsveit Guðmundar Ing-
ólfssonar, við spiluðum bæði hérna í Keflavík
og á Keflavíkurflugvelli. Ég var svo ung þá
að ég þurfti að fá leyfi bæði frá foreldrum
og yfirvöldum til að spila svona fram á nótt.
Það fylgdu fleiri hljómsveitir í kjölfarið; ég
var í Skuggum, Heiðursmönnum og Geim-
steini. Ég tók mér alltaf hlé á milli svo það
er ekki hægt að tala um samfelldan söngfer-
il. Ég gaf út plötu árið
1974 og hef svo sungið
inn á plötur með Áhöfn-
inni áHalastjörnunni. Það
síðasta sem ég gaf út var
geisladiskur með 20 lög-
um sem öll hafa komið út áður svo það má
sjálfsagt kalla þetta safndisk. Ég er ekki
hætt að syngja en ég er í pásu í augnablikinu
og er að gæla við að fara í nám í söng, jafn-
vel kórasöng. Ég hugsa að ég syngi ekki í
bráð nema þá kannski með leikfélaginu hérna,
en það er þó óvíst. Að lokum Ég myndi vilja
sjá og finna að kærleikurinn yrði efstur hjá
fólki. Mér fyndist mjög gott að hann yrði
númer eitt, tvö og þrjú allsstaðar.
TJt RNUR O
TÖR ISKi
SAMVISKUSPURNINGIN
Var gaman að
byrja aftur
í skólanum?
Ásdís 14ára:
Alveg ágætt