Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 22.09.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 43 URSLIT Handknattleikur 1. deild kvenna Stjarnan - Ármann............21:18 Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stefensen 7, Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Una Steins- dóttir 3, Margrét Vilhjálmsdóttir 3, Drífa Gunnarsdóttir 2, Herdís Sigurbergsdóttir 2. Mörk Ármanns: Vesna Tomajek 11, Asta Stefánsdóttir 2, Svanhildur Þorgilsdóttir 2, María Ingimundardóttir 1, íris Ingvarsdótt- ir 1, Elísabet Albertsdóttir 1. BStjarnan harði 13:12 yfír í leikhléi en sigur þeirra var aldrei í hættu þó munurinn væri ekki mikill. Markverðir liðanna vörðu vel, Nína varði til dæmis 19 skot í marki Stjörnunar en markverðir Ármanns vörðu meðal annars þijú vítaköst Stjörnustúlkna. Körfuknattleikur Reykjavíkurmótið Meistaraflokkur karla: KR - Valur...................84:94 Mirko Nikolic gerði 35 stig fyrir KR og David Grissom 20. Franc Booker gerði 38 stig fyrir Val og Bergur Emilsson 16. Meistaraflokkur kvenna: ÍS-KR........................33:73 KR - Valur...................75:40 Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin fyrri leikir í 2. umferð: Barnet- QPR...................1:2 Bamsley - Peterborough........1:1 Birmingham - Aston Villa......0:1 Blackburn - Boumemouth........1:0 Blackpool - Sheffield Wed.....3:0 Bolton - Sheff. Wed...........1:1 C. Palace - Charlton............3:1 Grimsby - Hartlepool............3:0 Huddersfield - Arsenal..........0:5 Ipswich - Cambridge.............2:1 Lincoln - Everton...............3:4 Middlesborough - Brighton.......5:0 Rockdale - Leicester............1:4 Rotherham - Portsmouth..........0:0 Sunderland - Leeds..............2:1 Swansea - Oldham................2:1 Tranmere - Oxford...............5:1 Watford - Millwall..............0:0 Wrexham - Nott. For.................3:3 íkvöld Handknattleikur 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Selfoss 20 1. deild kvenna: Austurb.: KR-FH 18.30 Austurb.: Fram- ÍBV.... 20 Seltj.nes: Grótta - Valur 20 Víkin: Víkingur - Fylkir. 20 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Gunnar, Jason og Páll verða með Aftureldingu Jason Ólafsson Gunnar Andrésson Páll Þórólfsson Nánast frágengið með Valdimar og Jón Valsmennimir Valdimar Gríms- son og Jón Kristjánsson fóru norður til Akureyrar í gær til við- ræðna við forráðamenn KA um væntanleg félagaskipti úr V al í KA. Mikið var fundað og málin rædd fram og aftur en þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi fúnduðu menn enn og vildu sem minnst segja um framgang mála. Seint í gærkvöldi sagði Þorvaldur Þorvaldsson, varaformaður hand- knattleiksdeildar KA, að segja mætti að allt væri frágengið við þá Jón og Valdimar, aðeins ætti eftir að skrifa undir. Einn hængur var þó á því þeir félagar vildu ræða einhver mál við Valsmenn áður en endanlega yrði gengið frá öllum hnútum. Sagði Þorvaldur að það yrði trúlega gengið frá málunum árdegis í dag. Þar sem fundurinn dróst svo á langinn í gærkvöldi ákváðu þeir Valdimar og Jón að gista nyrðra en búist var við að forráðamenn KA færu með þeim til Reykjavíkur í dag til viðræðna við forráðamenn Vals. Meisturum Vals spað sign Keppni í 1. deild karla í hand- knattleik hefst í kvöld með leik FH og Selfoss í Kaplakrika, en fyrstu umferð lýkur á morgun með fimm leikjum. Þá mætast KR og Víkingur I Austurbergi, Stjaman og Haukar í Garðabæ, KA og ÍBV í KA-húsinu, Valur og ÍR í Valsheimilinu og UMFA og Þór Akureyri í Mosfellsbæ. Samkvæmt sþá þjálfara og fyr- irliða félaganna veija Valsmenn deildarmeistaratitilinn, Stjaman verður í öðra sæti, síðan Selfoss, Haukar, FH, KA, ÍR, UMFA, Vík- ingur, ÍBV, KR og Þór. Tekin var saman spá þjálfar- anna annars vegar og fyrirliðanna hins vegar og þá kemur í ljós að þeir eru sammála um fímm fyrstu sætin og þijú neðstu sætin en vígsla aðeins hinum fjórum. Keppni í fyrstu deild kvenna hófst s.l. sunnudag, en samsvar- andi spá gerir ráð fyrir að Víking- ur verði í fyrsta sæti. þá Stjam- an, Valur, Grótta, IBV, Fram, Ármann, KR, FH, Pfylkir og Hauk- ar. Þjálfarar og fyririiðar era ekki eins sammála og hjá köriunum því nú eru menn aðeins sammála um tvö efstu sætin. I DAG er gert ráð fyrir að geng- ið verði frá félagaskiptum Gunnars Andréssonar, Jasonar Ólafssonar og Páls Þórólfsson- ar úr Fram í Aftureldingu að sögn Jóhanns Guðjónssonar, formanns handknattleiksdeild- ar UMFA, og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns hand- knattleiksdeildar Fram. Eins og áður hefur verið greint frá skiptu þremmenningarnir í Aftureldingu fyrr í sumar, en Fram samþykkti ekki félagaskipti Gunnars og Jasonar, þar sem þeir voru samn- ingsbundnir, og félagaskiptanefnd HSÍ, sem úrskurðaði að Afturelding yrði að greiða 580.000 krónur til að Páll fengi leikheimild, komst að sömu niðurstöðu fyrir mánuði. For- svarsmenn félaganna hafa síðan reynt að komast að samkomuiagi og sögðu formennirnir i gærkvöldi að málið væri nánast frágengið. Vilji beggja væri að ljúka því í dag, en aðeins ætti eftir að ganga frá nokkr- um smáatriðum. Jóhann sagði að ekki væri ágrein- ingur um verð fyrir leikmennina og stefnt væri að því að allir færu sátt- ir frá borði. Guðmundur sagði að aldrei hefði staðið á Frömurum að semja um málið. Afturelding á fyrsta leik í deild- inni annað kvöld, en þá tekur liðið á móti Þór frá Akureyri og ef fer sem horfir verða fyrrnefndir þre- menningar löglegir með nýliðunum, Nokkur mál ófrágengin Þó nokkuð hefur verið um félaga- skipti eftir að síðasta leiktíð lauk, en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu HSÍ hefur ekki verið gengið frá nokkrum þeirra vegna þess að uppáskriftir frá fyrra félagi vantar. Þar á meðal eru skipti Sig- mars Þrastar Óskarssonar, lands- liðsmarkvarðar, úr ÍBV í KA og Alexanders Revines, markvarðar, úr Víkingi í KR. Hins vegar er ljóst að töluverðar breytingar verða á liðunum. Þar má nefna að Valsmenn hafa misst Geir Sveinsson og Jakob Sigurðsson, en fengið Finn Jóhannsson aftur frá. Þór og Eyþór Guðjónsson frá HK, Alexei Trúfan skipti úr FH í Aftur- eldingu, Konráð Olavson fór úr Haukum í Stjörnuna og Sigurpáll Á. Aðalsteinsson úr Þór í Selfoss. KNATTSPYRNA < Þrírfrá * KRíbann ^%rír KR-ingar verða í banni í síðustu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu samkvæmt úrskurði aganefndar KSÍ í gær. Tómas Ingi Tómasson, Rúnar Kristinsson og Einar Þór Daníelsson leika ekki með Vesturbæjarliðinu gegn Fram á Iaugardag og reyndar verður Ein- ar Þór einnig í banni í fyrsta leik á næstu leiktíð, þar sem hann hefur fengið átta áminningar á tímabil- inu. Sigurður Ingason, ÍBV, fékk eins leiks bann og leikur því ekki með | gegn Fylki, sem verður án Gunnars Þ. Péturssonar af sömu ástæðu, og Sigurður Jónsson, ÍA, er komin með 4 sex áminningar og missir af leikn- 3 um gegn Val. Átta leikmenn í 2. deild voru A úrskurðaðir í eins leiks bann og ™ fimm í 2. flokki, en einn piltur fékk tveggja leikja bann og annar þriggja leikja bann vegna brottvís- unar. Allir þessir leikmenn taka út _j bannið á næsta ári. GUÐNI Bergsson til vinstri og Paul Gascoigne voru samheijar hjá Totten- ham, en eru báðir farnir frá félaginu. Guðni hættur hjá Tottenham GUÐNI Begsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knatt- spyrnu, kvaddi Tottenham í gær og hélt skömmu síðar heim á leið, en hann var vænt- anlegurtil landsins um mið- nættið. Meiðsl í baki komu í veg fyrir nýjan samning við Spurs eins og til stóð að gera og er endurhæfing næst á dag- skrá hjá varnarmanninum. Samningur Guðna við Totten- ham var úti fyrr í sumar og þar sem hann var ekki inní mynd- inni hjá Terry Venables, þáverandi stjóra félagsins, ákvað hann að koma aftur heim og leika með Val. Þá urðu breytingar hjá Spurs og Ardiles tók við stjórninni, en hann vildi hafa Guðna áfram og gerði ráð fyrir honum í framtíðará- ætlun sinni varðandi liðið. Guðni fór því aftur út, en hefur lítið sem ekkert getað æft eða leikið vegna bakmeiðslanna. Hann sagði að Ardiles hefði kallað sig á sinn fund, sagst vilja halda sér, en litist ekki á framhaldið vegna meiðslanna, þvi óvíst væri hvort og hvenær hann yrði aftur góður. Guðni hafði einnig eftir Ardiles að hann væri ánægður með vörn Spurs eins og hún hefði leikið að undanförnu og því væri best að slíta samstarfinu. Guðni, sem hefur verið hjá Tott- enham síðan í árslok 1988, sagði að Ardiles hefði að vissu leyti kom- ið sér á óvart, en við þessu væri ekkert að gera og aðalatriðið væri að komast í góða sjúkrameðferð og ná fullum bata. Því væri ekkert hægt að segja að svo stöddu um framhaldið á vellinum, en ljóst væri að ef hann spilaði með liði á Islandi yrði það með Val.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.