Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 22
AKUREYRI
Fj áröflunarátak SÁÁ
að hefjast um helgina
NORÐURLANDSDEILD Samtaka áhugamanna um áfengis- og vímu-
efnavandann er (SÁÁ) í þann mund að hefja árlegt átak til fjáröflun-
ar. Blaði deildarinnar verður dreift í öll hús á Eyjafjarðarsvæðinu og
þá hefst sala happdrættismiða um helgina.
Norðurlandsdeildin stofnaði í árs-
byijun 1989 þjónustustöð á Akureyri
fyrir áfengissjúkiinga og aðstand-
endur þeirra og hefur hún frá upp-
hafi verið rekin af sjálfsaflafé og
með styrkjum frá Akureyrarbæ og
ríkinu. Frá síðustu áramótum hefur
þjónusta verið á ábyrgð heildarsam-
taka SÁÁ faglega, en nú í ár er þjón-
ustan umfangsmeiri en nokkru sinni
fyrr.
Áfangaheimilið Fjólan var stofnað
í júlí 1991, en það er búsetuúrræði
fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur
sem endurtekið hafa þurft að leggj-
ast inn á stofnun til meðferðar. í
húsinu geta búið allt að 11 manns,
en eitt og hálft ár leið áður en full
nýting fékkst á húsinu. Þá myndað-
ist rekstrarhalli sem enn hefur ekki
unnist upp að fullu.
(Úr fréttatilkynningu.)
Virðisauka-
skatti á flugfar-
gjöld mótmælt
BÆJARRÁÐ mótmælti harðlega á
fundi sínum í gær fyrirhugaðri
álagningu virðisaukaskatts á far-
gjöld flugfélaga innanlands.
„Þessi álagning eykur enn á að-
stöðumun landsmanna og stóreykur
útgjöld þeirra sem þurfa að sækja
þjónustu tii höfuðborgarsvæðisins.
Þá er einnig hætta á að kostnaðar-
aukning af þessu tagi dragi úr ferða-
lögum Islendinga innanlands og geti
þannig haft alvarleg áhrif á upp-
byggingu ferðaþjónustu," segir í
ályktun bæjarráðs.
Togari tíl Raufarhafnar
^ Raufarböfn.
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Jökull hf. á Raufarhöfn sem á skuttogarann
Rauðanúp ÞH-160, sem smíðaður var í Japan 1973, hefur fest kaup á
rækjutogara frá Noregi. Hann er keyptur af Christianbank og Kredit-
kasse og heitir Arctic Sea, en kemur til með að hljóta nafnið Jökull
JH-166.
Skipið er 51,70 metrar að lengd,
12,80 metra breitt, 5,20 metrar að
dýpt og 3001 rúmmetrar. I skipinu
eru 3060 hestafla aðalvél Wertsila
Vasa, einnig eru tvær ljósavéiar 800
kW og 300 kW. Skipið er sérstaklega
styrkt fyrir siglingu í ís, togvindur
eru 29 tonna.
Skipið er búið rækjuvinnslu og er
frystigeta 40 til 50 tonn á sólar-
hring. Áhöfn getur verið allt að 27
menn. Hásetar eru í tveggja manna
klefum. Skipið er búið helstu sigl-
inga- og fískleitartækjum, en þar
þarf nokkurrar endumýjunar við.
Arctic Sea hefur að undanfömu
stundað veiðar við Nýfundnaland á
Flæmska hattinum.
Á fjölmennum hluthafafundi í
Jökli hf. fékk stjóm félagsins heim-
ild til hlutafjáraukningar og hefur
sveitarstjóm Raufarhafnarhrepps
þegar samþykkt að auka hlutafé
hreppsins um allt að kr. 15 milljónir,
en Raufarhafnarhreppur er stærsti
hluthafínn í Jökli hf.
Ef allt gengur að óskum, er skipið
væntanlegt til Raufarhafnar um
miðjan desember.
- Helgi
Troðfullt hús þegar Krístján Jóhannsson árítaði plötu sína
Fagnaðarfundir
íviurguiiuiauiu/ivuiicii t'ui
KMSTJAN heilsaði félögum sínum Ingva Rafni Jóhannssyni og eiginkonu hans Sólveigu Jónsdótt-
ur með virktum, en Ingvi Rafn er einn af máttarstólpum Karlakórs Akureyrar-Geysis.
Um 500 plötur seldar
á um tveimur tímiun
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
75 ára fullveldis minnst
NEMAR í Menntaskólanum á Akureyn minntust 75 ára afmælis fullveldis íslands á svokall-
aðri 1. des. hátíð sem haldin var í íþróttahöllinni á Akureyri í fyrrakvöld, en þessi hátíð
er jafnframt árshátíð skólafélagsins. Allt að 800 manns sóttu hátíðina, nemendur og kennar-
ar skólans og höfðu nemarnir lagt metnað sinn í að skreyta höllina í samræmi við tilefnið.
Verðandi stúdentar mættu eins og reyndar kennarar og aðrir gestir í sínu fínasta pússi,
Morgunblaðið/Runar Þór
stúlkumar { peysufötum og piltamir í kjólfötum. Formaður skólafélagsins og skólameistari,
Tryggvi Gíslason fluttu ræður þar sem fullveldisins var minnst og þá voru að venju flutt
minni karla og kvenna. Þá hafði leikfélag skólans æft upp dagskrá sem sýnd var og nokkr-
ir nemanna sáu um að leika tónlist á meðan snædd var þríréttuð máltíð, en það vom nem-
amir sjálfir sem sáu um þjónustuna og höfðu í því skyni æft sig af kostgæfni síðustu daga.
KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari áritaði um 500 eintök af
geislaplötu sinni „Af lífi og sál“ í Bókvali síðdegis i gær. Verslunin
var troðfull út úr dyrum á meðan Kristján sat við áritunina og fjöldi
pantana barst frá fólki um land allt.
Það var þröng á þingi í Bókvali aftra sér að standa í langri biðröð
síðdegis í gær þegar Kristján Jó-
hannsson tenór áritaði nýju geisla-
plötuna sína í versluninni og mikið
um hlýjar kveðjur, en fjölmargir
vinir hans og ættingjar notuðu
tækifærið og köstuðu á hann kveðju
er hann heimsótti sinn gamla
heimabæ, Akureyri. Fólk lét ekki
til að fá áritun Kristjáns á geisla-
plötu hans „Af lífí og sál“ sem ný-
lega kom út.
Vinsæll jólapakki
Platan verður eflaust vinsæl jóla-
gjöf því fjölmargir báðu söngvarann
að skrifa kveðju til pabba og
mömmu, Stínu frænku eða Gumma
bróður á kápuna og tók hann öllum
beiðnum þar um ljúfmannlega og
virtist þekkja að minnsta kosti ann-
an hvem mann.
„Það var alveg stappað hér inni
í versluninni og síminn þagnaði
ekki,“ sagði Jón Ellert Lárusson,
eigandi verslunarinnar. Allar plöt-
umar kláruðust og vora fleiri pant-
aðar úr Reykjavík í skyndi og kom
ný sending með flugi í gærkvöld.
Nýi tog’arinn
NÝ innfluttur rækjutogari til Raufarhafnar, Jökull ÞH-166.