Morgunblaðið - 02.12.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 02.12.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 27 Jólaborðí Kennaraháskólanum Á AÐVENTU hittast nemendur sem hafa valið hússtjórn innan Kennaraháskólans og bjóða kennurum og öðrum sem starfa í húsi hússljórnar í Háuhlíð til jólamáltíðar. Þessi siður hefur haldist frá því að deildin byijaði 1977 og það er ætíð annar bekkur sem sér um veisluna. Við fengum að kikja á matseðilinn og birta nokkrar uppskriftir. Anna Guðmundsdóttir lektor. Nemendur hús- stjórnar bjóða kennurum og öðrum til mól- tíðar ó aðventu qj „Síldin þarf að vera í ■ saltpækli í 2-4 mánuði áður en hún er hæf til matar og hh hún er rétt að verða tilbúin OC núna,“ segir Anna Guð- mundsdóttir, lektor við Kenn- araháskólann. „Okkur fínnst 2" tilvalið að hafa hana á borð- ™ um, síldin er holi, auðug af A- og D-vítamíni, kalkrík og fosfórauðug.“ Síldina flaka fisksalar fyrir við- skiptavini og margir roðdraga hana líka. Þá á eftir að afvatna hana í að minnsta kosti sólarhring í köldu vatni og síðan er hún tilbú- in í legina. Síld má gjarnan borða með kartöflum og grófu brauði. Anna segir að þær beri fram heita lifrarkæfu með síldinni og gróft brauð. Fjallagrös eru notuð í brauðið og pokabaunir með kjöt- inu. Pokabaunir eru notaðar á suðausturhorni landsins. Þetta eru gular baunir eins og við notum í saltkjöt. Þær eru lagðar í bleyti yfir nótt, síðan settar í lérefts- poka, bundið fyrir og þær látnar soðna þannig með kjötinu. Baun- irnar eru teknar úr pokanum og látnar í annan pott og hrært sam- an við þær hangikjötssoði. Þetta á að verða mauk. Pokabaunir má bera fram með heitu hangikjöti eða heitar baunir með köldu kjöti. grg . Grunnuppskrift Síld í edikslegi Ur þessari uppskrift má síðan búa til ýmsa síldarrétti eða borða hana með kartöflum og grófu brauði. 8 saltsíldarflök 2 laukar í þykkum sneiðum lögur: 4 dl dilledik 2 dl vatn 2-3 dl sykur 1 -2 lórviðarlauf Vi tsk. allrahanda 4-5 piparkorn Afvatnið síldarflök í 1-2 sólar- hringa. Blandið löginn, hrærið vel í svo að sykurinn leysist upp eða sjóðið hann og kælið. Leggið flökin heil ásamt lauknum í krukku. Hellið leginum yfir. Geymið síldina í kæliskáp um tvo sólarhringa áður en hún er borin fram. Rifsberjasíld 6 kryddsíldarflök 200 g rifsberjahlaup 2 dl tómatkrafur 1 -2 rauðlaukar (saxaðir) 2 marin hvítlauksrif salt, pipar, estragon 1 msk. relish e.t.v. Vi— 1 dl dílledik fersk rifsber Afvatnið síldarflök í 1-2 sólar- hringa. Roðdragið og beinhreinsið flökin. Blandið saman rifsbeijahlaupi, tómatkrafti, söxuðum rauðlauk, mörðum hvítlauk, salti, pipar, estragon og relish (dilledik ef það er notað). Skerið síldarflökin í 2-3 cm bita, leggið þá í krukku og hellið blönd- unni yfir og geymið í kæli í 2-3 sólarhringa. Hellið síldarblöndunni á fat og lát- ið væna hrúgu af rifsbeijum ofan á. Berið síldina fram með grófu brauði. ■ Barnast. 120-170 cm Verð kr. 5.990 Ungbarnasamfestingar Verð frá kr. 2.990 Fullorðinssamfestingar Verð frá kr. 7.400 whummel^ SPORTBÚÐIN Ármúlsi 40 • Símar 813555 09 813655 Gildirtil 5. d< • Giídir til 20. desember '93 Gildir til 31. desember ‘93.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.