Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 35 Morgunblaðið/Vilmundur Hansen Dagsferð í Þórðarhelli Trékyllisvík. FERÐIR í Þórðarhelji eru að verða fastur liður í skólastarfínu í Finnbogastaðaskóla. Þórðarhellir er í Reykjanes- hyrnu í landi Litlu-Ávíkur í Trékyllisvík. Að þessu sinni var Pálína Jenný Þórólfsdóttir á Finnbogastöðum leið- sögumaður. Þingmaimi og bankaráðsfor- manni stefnt fyrir meiðyrði SVERRIR Örn Siguijónsson framkvæmdastjóri íslensk-rússneska verslunarfélagsins, hefur stefnt Guðna Ágústssyni alþingismanni og formanni bankaráðs Búnaðarbankans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, og krefst þess að ummæli sem Guðni lét falla í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 þann 20. maí síðastliðinn verði dæmd dauð og ómerk, þingmaðurinn dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar — þyngstu refsingar sem lög leyfa fyrir meiðyrði — og til að greiða Sverri 250 þúsund króna miskabætur og 100 þúsund krónur til að kosta birt- ingu á dómsorði í fjölmiðlum. SKEMMTANIR Ummælin féllu vegna samskipta íslensk-rússnesku verslunarskrif- stofunnar, IRBA, við Búnaðar- bakna íslands vegna fyrirhugaðra viðskipta við fyrrum lýðveldi Sovét- ríkjanna. Þau viðskipti voru til umfjöllunar í Morgunblaðinu í vor og síðar í öðrum fjölmiðlum eftir að í ljós kom að í bréfaskrifum á veg- um bankans vegna samskipta við fyrirtækið voru hergögn nefnd sem hugsanleg verslunarvara. Ummæli þau sem stefnt er vegna lét Guðni Ágústsson falla þegar til hans var leitað með spurningar um tengsl bankans við þau viðskipti. Meðal þeirra ummæla sem kraf- ist er ómerkingar á eru þau orð að Sverrir Örn sé sjálfur vopnasalinn í málinu; vel kunni að vera að Sverr- ir hafi leitt starfsmann Búnaðar- bankans í gildru með viðskiptunum og um sé að ræða fjárkúgun þar sem Sverrir Örn ætli sér margar milljónir fyrir þessi viðskipti á hend- ur bankanum. I stefnu Ásgeirs Björnssonar hdl, fyrir hönd Sverris Arnar Sigur- jónssonar, segir að fyrirtæki Sverr- is hafi átt mikil samskipti við Bún- aðarbankann á síðasta ári vegna fyrirhugaðra viðskipta við fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna. Ekkert haft orðið úr viðskiptunum og telji Sverr- ir að um megi kenna starfsaðferð- um og viðskiptaháttum þess manns í bankanum sem um mál þessi sá. Vegna þessa hafi Sverrir skrifað bankaeftirliti Seðlabanka og óskað álits þess á starfasaðferðum bank- ans og í svari sínu segir bankaeftir- litið að bankinn hafi með starfsem- inni farið úr fyrir starfsheimildir sínar samkvæmt lögum. Fyrirtækið hafi krafist bóta úr hendi Búnaðar- bankans en þar verður um sérstakt bótamál að ræða, að því er lögmað- ur Sverris Arnar sagði við Morgun- blaðið í gær. I rökstuðningi í stefnunni vegna kröfugerðar um bætur og refsingu vegna ætlaðra refsiverðra aðdrótt- ana í garð Sverris Arnar um að hann hafí leitt starfsmann bankans í gildru, stundað fjárkúganir eða vopnasölu segir m.a. að við ákvörð- un refsingar beri að taka tillit til mismunandi aðstöðu Guðna og Sverris Arnar þar sem sá fyrr nefndi hafi sett ummæli sín fram með áberandi hætti í útbreiddum fjölmiðlum og þannig að sérstak- lega meiðandi hafi verið. Guðni hafi haft vitneskju eða hafi átt að hafa vitneskju um að ummæli hans voru röng og fólu í sér alvarlega aðdróttun. Málið hefur verið þingfest í Hér- aðsdomi Reykjavíkur og þar var lögmanni Guðna veittur frestur til að afla gagna og leggja fram grein- argerð. Ummæli í hita leiksins Guðni Ágústsson sagði vegna málsins i samtali við Morgunblaðið að málið sé höfðað út af ákveðnum ummælum sem hann hafi látið falla í hita leiksins. „Ég vil taka fram að þau voru ekki sögð út í loftið eða af illgirni, heldur vegna at- burðarásar og kröfugerðar af hálfu Sverris Arnar og IRBA hf. sem ég hef skrifleg frá lögmanni þeirra. Þeir ætluðu að ná sér í skaðabætur og fyrirgreiðslu upp á nokkra tugi milljóna sem Búnaðarbanki Íslands átti að greiða til að losna við dóm- stóla og fjölmiðla. Við því var ekki orðið. Svo er það dómstólanna að skera úr og ég kvíði þejrri niður- stöðu ekki,“ sagði Guðni Ágústsson, alþingismaður og formaður banka- ráðs Búnaðarbanka íslands. UCAFÉ AU LAIT, Hafnarstræti 11. í kvöld, fimmtudag, heldur hljóm- sveitin Skárra en ekkert tónleika. Hljómsveitin spilar suöur-evrópska tónlist. Café au lait býður upp á bjór og jólaglögg með afslætti. ULIPSTICK LOVER leikur óraf- magnað á Pizza 67, Tryggvagötu, föstudagskvöld. Sveitin er með lag á safnplötunni Ýkt stöff frá Spori sem nýverið kom út. UHRESSA HÚSFLUGAN er heitið á nýrri hljómsveit og verða fyrstu tónleikar hennar í kvöld, fimmtudag, á veitingastaðnum Tveimur vinum. Hljómleikamir hefjast kl. 23. í til- kynningu frá hljómsveitinni segir að dagskráin miði við hugljúf og gríp- andi lög sem hjálpi fólki aö ylja sér undir kaffinu þegar inn er komið. Einnig segir að textar úr smiðju manna á borð við Tom Waits og blús í anda gömlu blökkumannatón- listarinnar séu á dagskrá. UDANSBARINN Föstudags- og laugardagskvöld leikur Hljómsveit Rúnars Þórs. Á laugardagskvöldinu um kl. 23 sýnir Baldur Brjánsson, töfrabrögð. UK.K.-BAND leikur á veitingastaðn- um Firðinum, Hafnarfirði laugar- dagskvöld. Þar ætlar K.K.-band að kynna nýju plötuna Hotel Föroyar. UHEIÐIN HÁTÍÐ verður haldin á Veitingahúsinu 22 v/Laugaveg í kvöld á vegum tímaritsins Níu næt- ur. Tímaritið, er fjallar um heiðinn sið, hefur fengið til liðs við sig lista- menn úr ýmsum áttum. Þeir eru hljómsveitin Reptilicus er leikur fyrir dansi, Hilmar Örn Hilmarsson er flytur eigin tónlist og Þorri og Jó- hann vélhöfuð er leiða saman seið- andi Ijóðaflutning og fornan trumbu- slátt. Einnig kemurfram trúbadorinn G.G. Gunn. Á dagskrá verður einnig nýstárleg uppákoma, lesnir verða upp tilviljunarkenndir útdrættir úr blaðinu Níu nætur með viðeigandi myndasýningu. Hátíðin hefst kl. 22 og er 500 kr. aðgangseyrir. UGAUKUR Á STÖNG ( kvöld, fimmtudag, leikur hljómsveitin Al- veg svartir. Föstudags- og laugar- dagskvöld leikur svo hljómsveitin Friðrik XII. UVITINN SANDGERÐI heldur Kántrýveislu um helgina og sér E.T. bandið um að halda kántrýsveiflunni gangandi föstudags- og laugardags- kvöld. UPIZZA 67, Hafnarfirði Hljómsveit- in Reggae on lce leikur föstudags- og laugardagskvöld á Pizza 67, Hafnarfirði. UBLÁEYGT SAKLEYSI leikur á Blúsbarnum um helgina, föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin leikur blús og rokk og ætla fjórmenn- ingarnir sem skipa Sakleysið að setja tónlist sína á geislaplötu í ná- inni framtíð. UPLÁHNETAN leikur fyrir Sunn- lendinga og nábúa þeirra á laugar- dagskvöldið 4. desember í veitinga- húsinu Inghóli, Selfossi. Hljóm- sveitina skipa þeir Stefán Hilmars- son, Ingólfur Sv. Guðjónsson, Frið- rik Sturluson, Ingólfur Sigurður Sigurðsson og Sigurður Gröndal. "'viá-í'J ^ ^r<í ii. . ! á,M — i itijj. i* (»14 é\ f j- U-f$ -Á é <3-4)' 'f k I&h, 4 : li-S’.ÍJll . FRÆÐSLUFUNDUR FYRIR KÍNVERJA UM ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG verður haldinn að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík laugardaginn 4. desember n.k. kl. 14.00 Dagskrá: Að vera útlendingur í nýju landi, Hope Knútsson Dvalar- og atvinnuleyfi, Jóhann Jóhannsson Hvað brennur á nýbúum? Spumingar og svör Á síðari fundi verður rætl um lög og rétt, félagslega þjónustu og menntun, heilbrigðisþjónustu og fleira. Sá fundur verður ákveðinn í samráði við þátttakendur. Ragnar Baldursson þýðir íslenskan og enskan texta á kínversku fyrir fundarfólk. Vinsamlegast skráið ykkur í síma 91-626722 fyrir kl. 17 á föstudag. Athugið að aðgangur er ókeypis. + ■ Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.