Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
B 13
er bara með fé núna, 50 fjár sem
eru út og suður enn þá. Féð mitt
er með því vænsta sem til er, en
sjaldgæft er þó að ærnar mínar
verði tvílembdar,“ segir Þórður.
En hvernig skyldi honum ganga
að halda utan um búrekstur þótt
ekki sé hann stór?
Stóra vandamálið...
„Ég hef fengið hjálp. Sonarsonur
minn, Arnþór Oskarsson hefur
komið þegar hann á frí og hjálpað
mér við heyskapinn. Einnig Már
Ingvarsson, sem hefur verið hjá
mér hálft sumarfríið. Már vann á
bílaverkstæði í 30 til 40 ár en var
svo sagt upp síðasta sumar. Nú
fær þessi vinur minn ekki vinnu,
enda er mikið atvinnuleysi. Það er
einmitt stóra vandamálið sem
stríðir gegn okkar þjóðfélagi í
dag.“
En sérð þú ekki glætu fram
undan? „Ja, það eru engar starfs-
greinar sem bjarga neinu og ekki
er von á góðu þegar engir almenni-
legir stjórnmálamenn eru til stað-
ar. Landbúnaðurinn er að smá-
hverfa, fiskurinn er að hverfa úr
sjónum. Hvar á maður svo sem að
sjá glætu?“
En þú hefur það bara býsna
gott hérna í Haga? „Já og ég
kvarta ekki,“ segir Þórður og bend-
ir á að hann hafi öll helstu nútíma-
þægindi eins og rafmagn, síma,
heitt og kalt vatn og fleira. En
sjónvarp? Þórður hristir hausinn
og fussar og sveiar. „Sjónvarp vil
ég ekki sjá, aftur á móti hlusta
ég mikið á útvarp og svo les ég
mikið.“ En hvað hefur þú á móti
sjónvarpi Þórður? „Ég skal segja
þér það. Árið 1966 var komið sjón-
varp víða á sveitabæi. Ég vissi til
þess að á bæ einum hér í sveit
bjuggu hjón xneð 6 ára dreng. Þetta
var kúa- og fjárbú og eitt sinn
snemma að vetri var bóndi ekki
heima og kona hans þurfti því að
fara út til gegninga. Eitthvað
dvaldist henni við það og var kom-
ið kvöld er hún gekk aftur til húss.
Þegar hún kom í húsið bjóst hún
við því að barnið kæmi hlaupandi
í fangið á sér, en það var eitthvað
annað. Hún fann barnið í stofunni
og þar var það að glápa á sjónvarp-
ið. Það mætti móður sinni stóreygt
og hún spurði hvort það væri gam-
an að horfa á sjónvarpið. Já, sagði
drengurinn, en það er ekki búið
að drepa nema ijóra! Hvað ætli sé
búið að drepa margar milljónir í
dag? Nei, það er ekki af því að ég
er gamaldags að ég kæri mig ekki
um sjónvarp, en því fylgir jafn
mikil bölvun og blessun. Ég for-
dæmi það ekki alveg, en það fór
strax í taugarnar á mér og er ekki
farið úr þeim enn!“ En þú hlustar
á útvarpið, hvernig líst þér á
heimsmálin?
„Ja, ég er nú búinn að fá alveg
nóg af stríðsfréttum, en það er
gott til þess að vita að íslendingar
ætla að miskuna sig yfir nokkra
sjúklinga sem misstu fætur í stríð-
inu i Bosníu. íslendingar eru með
allra bestu hugmyndasmiðum í
heiminum. Annars er nú ekki allt
gott sem í útvarpinu er, íþróttimar
eru til dæmis alveg hreint ótrúleg-
ar. Ég hef persónulega ekkert á
móti íþróttum. Þær era góðar fyrir
líkamann í hófi. En að hlusta á
íþróttaþuli öskrandi í tækin á kapp-
leikjum er ekki normalt. Nú á tím-
um atvinnu- og peningaleysis. Já,
ég hef fengið orð á mig að segja
meiningu mína við Pétur og Pál,“
segir Þórður glottandi. Og það er
óborganlegt glott.
Lífsreynsla og hundar...
Samtalið hefur færst fram í for-
stofuna. Þar er ögn bjartara heldur
en í svefnherberginu og það gefst
tækifæri til að virða Þórð betur
fyrir sér. Hægra augað er fjarri
góðu gamni. Hann missti það í slysi
árið 1960. Samt var hann til
skamms tíma duglegur að lesa.
Nú truflar sviminn, en það stendur
til bóta segir Þórður. Hann hefur
sagt okkur frá því að tvisvar hafi
hann næstum dáið af slysförum,
annars veerar í eldsvoða, hins veg-
ar hafi brotnað undan honum ís á
Skorradalsvatni. í bæði skiptin
hefði verið rökréttara að hann
hefði látið lífið, en kraftaverk hafi
bjargað sér. Að öðru leyti vill hann
ekkert tjá sig um málið. Skiptir
um umræðuefni er blaðamenn
reyna að fiska hann.
Og þegar gestir og heimamaður
standa að lokum úti á hlaði í suð-
vestan hryssingi, átta gestir sig
loksins á því að enginn er hundur-
inn. Þórður er auðvitað spurður
hvað valdi. Svarið er ömurlegra
en hægt er að ímynda sér. Þórður
segir að tvo síðustu hunda sína
hafi menn á nærliggjandi bæjum
drepið fyrir sér. Þeir hafi verið á
einhverju flakki eins og sveita-
hunda er siður. En vissu mennirn-
ir ekki að þú ættir þessa hunda?
„Jú, þeir vissu það vel,“ svarar
Þórður og bætir svo við, „ætli ég
verði ekki að gefast upp á því að
hafa hund.“ En er ekki erfitt að
vera með hundlausan fjárbúskap?
„Jú, en hvað á ég að gera?“
Vetur framundan
Sumarið er liðið. Haustið í algleym-
ingi er við heimsóttum Þórð í Haga.
Skógurinn í Skorradal skartar
ótrúlegu litrófi og fjallalækir flýta
sér meira en í sumar eftir haust-
rigningamar. Þrír himbrimar, par
með vaxinn unga, góla úti á vatni
milli þess að þeir kafa og veiða.
Þórður verður fjarrænn, rétt eins
og hann sé búinn að kveðja okkur
og við séum farnir. Hvemig leggst
veturinn í hann? „Ég veit það ekki,
síðasti vetur var erfiður. Það gerði
tíðin. Sunnanáttin var svo rík með
rigningu og blota og snjókomu á
víxl. Það gerði aldrei norðan. Féð
hjá mér var í húsi alveg fram und-
ir sumarmál. Það er sú lengsta
Hagi í Skorradal.
innistaða sem ég hef lent í í 71
ár, frá októberlok og fram undir
sumarmál." En þú ætlar ekki að
bregða búi?
„Nei, ekki á meðan ég er uppi-
standandi og get hugsað um mig
sjálfur. Hér er mitt heimili. Ég get
hvergi annars staðar verið.
ja ....yflr lækinn
Ódýrari á íslandi
í nýlegri verðkönnun sem gerð var í
Englandi, Danmörku og Hollandi
kom í ljós að vandaði vinsæli
Melka herrafatnaðurinn er í öllum
tilfellum ódýrari í verslunum
hérlendis.
Quality Men's Wrar
ÚrMorgunblaðinu23.nóv. '93
Sumar Melkavörur
eru ódýrari hérlendis
Sænski MELKA-herrafatnaður
hefur verið á markaði hér í ald-
arfjórðung og í verðkönnun sem
Magnús Erlendsson, umboðs-
maður Melka lét gera nýlega á
sams konar vörum þess hér, í
Kaupmannahöfn, Amsterdam
og London kom í Ijós að verð
var í öllum tilfellum lægst hér.
í Dar.mörku var verð athugað
í Magasin de Nord. Úlpa af tegund
220 kostaði 1.299 DKR eða
13.670 þar. Hjá Hagkaup í Kringl-
unni kostar sama úípa 11.895 kr.
og munar 1.775 kr. Melka-peysa,
tegund 600, kostaði í Selfridges
við Oxfordstræti í London 59,95
pund eða 6.365 kr. Sama peysa
kostar hér 5.400 kr. Melka-skyrt-
ur kostuðu að jafnaðarverði
109,40 gyllini í Byerkorf í Amster-
dam eða 4.100 kr. Hér er jafnaðar-
verð á MELKA-skyrtum 3.800 kr.
Ástæðan mun vera að merkja-
vara erlendis er oft og einatt með
mun hærri álagningu en hér og
gilti það um fleiri merki en Melka.
íflestum bestu herrafatadeildum landsins.
—þegar verð oggœði sameinast