Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 05.12.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 B 17 Rabb um rann- sóknir og kvennafræði GUÐBJÖRG Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur segir frá rann- sókn sinni á verkakvennafélög- um á íslandi þriðjudaginn 7. des- ember í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla ís- lands. Guðbjörg Linda er með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla íslands og MA-próf frá Lundarháskóla í Svíþjóð. Hún vinnur nú að doktors- ritgerð um íslensk verkakvennafé- lög. Rabbið verður í stofu 311 í Árnagarði kl. 12-13. ■ Trúartónleikar (gospel) verða í Grindavíkurkirkju annan sunnu- dag í aðventu, 5 desember, kl. 20.30. Flytjendur á tónleikunum eru þekktir söngvarar og hljómlist- armenn, s.s. Ruth Reginalds, Jam- es Olsen, Ingveldur Ólafsdóttir, gospelkór og Hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar. Einnig munu kórar kirkjunnar taka þátt í tónleik- unum. Flutt verða m.a. lög nýút- komin á hljómdiski í útsetningu Magnúsar Kjartanssonar. Má þar nefna lög eins og í bljúgri bæn, Operator, Lean on me, Amazing Grace, Swing low, sweet chariot og Oh Lord what a morning ásamt mörgum öðrum. Öll lögin eru flutt á íslensku. Aðgangseyrir er 900 kr. fyrir 12 ára og eldri. ■ JÓLAKVÖLD Vísnavina verð- ur mánudagskvöldið 6. desember kl. 20.30 í Leikhúskjallaranum en þar voru Vísnakvöldin haldin um árabil við mjög góðar undirtektir. Á þessu Vísnakvöldi munu koma fram Haraldur Reynisson trúbad- or, en hann hefur nýverið gefið út sína fyrstu skífu, Hreiðar Gíslason vísnasöngvari, MK-kvartettinn, en þau eru að koma saman aftur eftir langt hlé, og Anna S. Björnsdóttir ljóðskáld les úr verkum sínum. Þá mun Eldbandið, sem skipað er nokkrum eldhressum slökkviliðs- mönnum, halda uppi jólastemmn- ingu. ■ TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur mánaðamót í Menningarmiðstöð- imii Gerðubergi mánudaginn 6. desember kl. 20. Þátttökugjöld eru 300 kr. fyrir félagsmenn en 400 kr. fyrir aðra og munu 60% þátt- tökugjalda renna til sigurvegarans. Tefldar eru 10 mínútna skákir, 7 umferðir Monrad. Mótið er opið öll- um. ■ HITT HÚSIÐ verður opið til próflestrar 1.-14. desember virka daga frá kl. 10-22, laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-18. Kaffiter- ían er opin og selt er súpa og brauð á vægu verði og einnig kaffi, te og kakó. ISUZU TR00PER DIESEL TURB0 INTERC00LER ARGERÐ ’94 Verð kr. 3.430.000.- stgr. á götuna Bílheimar er friösamt fyrirtæki, en með þessum bíl og veröi sláum viö alla út! Helsti búnaður: Vél 3,1Lturbo intercooler, 125 hestöfl, 7 manna bíll, rafdrifnar rúður, samlæsing, 75% diskalæsing í afturdrifi, sjálfvirkar framdrifslokur, hágæða innrétting með"captain" framstólum, fjölstillanlegt bílstjórasæti, rafstillanlegir útispeglar, hiti í útispeglum ofl.! Aukahlutir á mynd: álfelgur, kastarar og stærri dekk. JÓM TííiVflíí (Jjíl) Sréttirkr. 830,-« 9 réttir kr. 1.090,-* réttir kr. 1.390,- UIUGIMG110 - flMI 626210 BACKMAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.