Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 19

Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 B 19 Innsæi Magnús og Jóhann eru eft- irsóttir i röddun hjá ýmsum tóniistar- mönnum og hafa haft mikið fyrir stafni í haust. Hér sjást þeir hita upp fyrir Rafn Jónsson í Borgarleikhúsinu. LÍFSMYNDIR MAGNÚSAR OG JÓHANIMS FÁIR lagasmiðir og flytjendur stóðu þeim Magnúsi Þór Sigmundssyni og Jóhanni Helgasyni á sporði á árum áður, er þeir félagar sendu frá sér plötur og komu fram undir nafninu Magnús og Jóhann. Uppúr því samstarfi slitnaði síðar þar til fyrir nokkru að þeir drógu fram gítar- ana og tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið. Fyrir stuttu kom út platan Lífs- myndir Magnúsar og Jóhanns, sem á eru lög eftir þá félaga í flutn- ingi þeirra sjálfra og ýmissa söngv- ara, aukinheldur sem Friðrik Karls- son leiðir leikna útgáfu af Evróvisi- onlaginu Karen. Magnús segir þá félaga hafa haf- ist handa við að taka upp Lífsmynd- irnar stuttu eftir að þeir tóku fram gítarana og fóru að syngja saman á ný fyrir tveimur árum. Af ýmsum orsökum náðu þeir ekki að ljúka við hana, og í millitíðinni tóku þeir upp afmælisplötu, sem kom út á síðasta ári. Söngvarar á Lífsmyndum eru fjöl- margir og Magnús segir það ráðast af því að mörg laganna séu þannig að þau kalli á vissar raddir. „Til dæmis er eitt af mínum lögum á plöt- unni, lag sem ég fékk Pálma Gunn- arsson til að syngja, og sem stein- liggur með hans lit í röddinni. Þetta er eins og með hljóðfæri, sumar línur liggja til að mynda betur með léttan tón, en aðrar liátt uppi. Pálmi er eins og gott selló og þegar ég prófaði að syngja þetta lag sjálfur fannst mér eitthvað vanta.“ Magnús vill ekki gera mikið úr harki þeirra félaga síðan jieir hófu að syngja saman aftur. „I raun og veru höfum við aldrei verið neitt sér- staklega virkir. Þetta er meira hug- lægt starf; það er einhver skynjun á milli okkar sem er alltaf vakandi og við höfum til dæmis aldrei þurft að æfa mikið, það er frekar að við miss- um þetta innsæi sem við höfum hver á annan ef við liggjum of mikið yfír hlutunum." Magnús og Jóhann komu saman fram á útgáfutónleikum Rabba í Borgarleikhúsinu 24. nóvember sl., en Magnús segir ekki hlaupið að því fyrir þá að halda fullskipaða útgáfu- tónleika. „Það eru svo margir söngv- arar á plötunni að það er meira en að segja það að ná þeim öllum sam- an fyrir tónleika. Menn eru allir á fullu hver í sínu lagi.“ Yfirlýsing Hljómsveitin Rask. Rask á kreik ÞEGAR Sigríður Guðnadóttir söng lagið Freedom inn á topplista í sumar, lýsti hún þeirri ætlun sinni að stofna eigin sveit sem ætti að leika rokk og ról. Sú sveit er komin á koppinn, heitir Rask og á sitt fyrsta lag á safnplötunni Heyrðu 2, sem kom út fyrir skemmstu. Meðreiðarsveinar Sigríðar eru ekki af verri endanum, en Rask er samstarfsverkefni hennar og Bergþórs Morthens, sem á að baki langan feril í rokkinu; allt frá dögum Egósins sáluga í GCD síð- asta sumars. Aðrir í sveitinni eru Bergsteinn Vilbergsson trommu- leikari, Björn Sigurðsson bassa- leikari og Pétur Guðmundsson org- elleikari. Eins og sjá má eru í sveit- inni blanda af óreyndum og reynd- um tónlistarmönnum. Hljómsveitin er svo nýmótuð að hún hefur varla leikið opinberlega, en fyrstu tvennu tónleikarnir voru síðastlið- inn fimmtudag og föstudag. Þau Sigríður og Bergþór segjast líka enn vera að slípa sveitina saman og þau hafi í raun farið af stað í spilirí til að fullmóta það sem þau vilja gera. „Við erum að æfa upp prógramm af frumsaminni tónlist,“ segir Bergþór, „en þangað til byrj- um við á að leika lög eftir aðra, til að halda okkur við efnið.“ „Það er svo erfitt að vera alltaf að hanga inni í skúr,“ segir Sigríður. „Það er ágætt að byija að spila þó það sé ekki allt okkar eigin efni.“ „Þetta er allt rokk og ról,“ segir Bergþór til nánari skýringar og Sigríður bætir við: „Á okkar vísu.“ Eins og áður segir á Rask lag á Heyrðu 2, sem þau Sigríður og Bergþór segja að sé blanda af gömlum hugmyndum og nýjum, en lagið varð til áður en sveitin var fullskipuð. Það verður á tón- leikadagskránni, með fleiri lögum eftir því sem þau taka á sig sterk- ari mynd, en samt segja þau að það sé ekki beint dæmigert fyrir sveitina, í það minnsta ekki eins og það hljómar á plötunni, en þó yfirlýsing um það hvert sveitin stefni. „Vonandi verður þetta hrárra hjá okkur,“ segir Bergþór, og Sig- ríður bætir við, „það verður allt miklu betra þegar við erum búin að kynnast betur í hljómsveitinni og finnum okkar eigin stíl.“ Hér syngja flestir af okkar efnilegustu söngvurum á íslandi lög gömlu góSu „hippa og blómaáranna" í frábærum útsetningum Jóns Olafssonar (Nýdönsk) Auk tveggja nýrra laga (áður óútkomin) eftir Rúnar Gunnarsson S • K •! *F *A * N

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.