Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 23

Morgunblaðið - 05.12.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 B 23 IBIO 'inu sinni var Frönsk ■*—* kvikmyndavika í Reykjavík eitthvað sem festist í sýningarvélinni og slitnaði. Nú er öldin önn- ur. Undanfama viku hefur Franska sendiráðið, All- ianee Francaise og Há- skólabíó boðið uppá smekklegt franskt jóla- hlaðborð með nýjustu myndum kvikmyndaþjóð- arinnar stóru. Þess var gætt að þær væru frá þessu og síðasta ári og byðu uppá þver- skurð af því sem franskir kvikmyndagerðarmenn fást við í dag. Þama var spennumynd, gaman- mynd, ástarsaga frá París eftir Eric Rohmer, þjóðfé- lagsádeila og litskrúðug samfélagslýsing eftir Bertrand Blier. Flestar myndirnar sýndu og sönn- uðu að Frakkar eru sér- staklega líflegir og skemmtilegir kvikmynda- gerðarmenn. Hátíðin bætti upp það sem vantaði á síðustu Kvikmyndahátíð Listahátíðar, nefnilega franskar myndir. Grátleikur Williams Yinsæl- asta myndin vest- ur í Banda- ríkjunum þessa dagana er „Mrs. Do- ubtfire" þar sem Robin Williams leikur kerl- ingu með hárið í hnút, breiðan barm og í háhæluð- um skóm. Williams hef- ur bmgðið sér í hin ólík- legustu gervi en líklega tekur ekkert þessu fram. Hann leikur óánægðan mann sem er nýskilinn en smeygir sér aftur inn í fjöl- skylduna sína sem eldri vinnukona á heimilinu. Leikstjóri er Chris Col- umbus sem vann í handritinu á meðan hann leikstýrði Al- einum heima 2. Með önnur hlutverk fara Sally Field, Pierce Brosnan og Harvey Ólíkur sjálfum sér; Williams leikur frú Doubtfire. Fierstein en myndin er byggð á samnefndri sögu Anne Fine. Engin upptaka er eins með Williams, hann treystir mikið á spuna, og sagði mótleikari hans, Brosnan, að stundum hafí hann verið að leika í mynd fyrir alla fjölskylduna og stundum mynd sem væri bönnuð börnum. Úr því hefur Columbus þurft að velja. Um áramótin; Stallone og Wesley Snipes í „Demolition Man 35.000 hafa séð Flóttamanninn Alls höfðu um 35.000 manns séð spennu- myndina Flóttamanninn með Harrison Ford eftir síðustu helgi í Sambíóunum. Þá höfðu um 8.000 manns séð gamanmyndina Dave, 4.000 Hókus pókus, 14.000 spennumyndina Rísandi sól, 6.000 Fantinn og 17.000 ævisögulegu myndina um Tínu Turner. Eins og kunnugt er verða Aladdín (talsett), Addams- fjölskyldan 2 (einnig í Há- skólabíói), Skyttumar þijár KVIKMYNDIR Hverjar erujólamyndimar vestra? Kábojar og indjánar JÓLAVERTÍÐIN í Bandarikjunum hefst innan skamms þegar frumsýndur verður fjöldinn allur af bíómyndum sem flokkast undir jólamyndir vestra og við fáum hingað til lands á fyrstu mánuðum næsta árs. Þar kennir margra grasa og eflaust eiga einhveijar myndimar eftir að koma við sögu Ósk- arsverðlaunanna í mars því siðustu forvöð em að fmmsýna myndir í keppnina í desember. Pelikanaskjalið; Washington og Roberts í spennumyndinni eftir sögu Johns Grishams. nyju Eftir Amold Indríðoson Þrjár jólamyndanna munu sennilega eiga í_ hörðustu keppninni um Óskarsútnefningar. Steven Spielberg, sem át upp wmmmmmmmmmm miðasöl- urnar um allan heim og ekki síst hér á ís- landi með risaeðl- unum sl. sumar, frumsýnir mynd á allt öðr- um nótum, svart/hvítt drama um þýskan iðjuhöld, Oskar Schindler, sem bjargaði hundruðum gyð- inga frá útrýmingu í seinni heimsstyijöldinni. Liam Neeson fer með titilhlut- verkið í „Schindier’s List“, sem hlýtur að vera lokatil- raun Spielbergs til að vera tekinn í hóp alvarlegri kvikmyndaleikstjóra. Oli- ver Stone sendir frá sér „Heaven and Earth“, loka- myndina í trílógíu sinni um Víetnamárin en í þetta sinn er stríðið séð með augum innfæddra, víetnamskrar konu sem flýr land og tek- ur að búa í Bandaríkjunum en snýr svo aftur eftir stríðið. Tommy Lee Jones fer með aðalkarlhlutverkið og var kominn tími til að hann endurheimti þá stöðu. Enginn hefur gert betri spennumynd í seinni tíð en Jonathan Demme leikstjóri Lectersmaníunnar Lömbin þagna. Alnæmi er næst á dagskrá og því gerir hann skil í Fíladelllu, mynd um ungan lögfræðing, leikinn af Tom Hanks, sem rekinn er úr starfi af því hann er sýktur af HlV-veirunni, og ræður sér lögfræðing, Denzel Washington, til að leita réttar síns. Þetta er fyrsta stórmyndin um sjúk- dóminn alræmda og það er einkar spennandi að vita hvað Demme gerir úr því. Síðan eru það kábojar og indjánar. Vestrar eiga nokkru fylgi að fagna aftur og „Tompstone“ á að vera einn söðulbakaður. Kurt Russell, Val Kilmer og Charlton Heston gamli koma saman við O.K. rétt- ina undir leikstjórn George Cosmatos og láta byssurn- ar tala. Walter Hill sendir frá sér indjánamyndina „Geronimo“ með Jason Patric, Robert Duvall og Gene Hackman ásamt Wes Studi úr Síðasta Móhíkan- anum, sem leikur indján- Indjáiiar; úr „Geronimo“ eftír Walter Hill. ann Geronimo er barðist við bleiknefja á níunda ára- tug síðustu aldar. Bullu- kollurinn John Milius á í handritinu og Hill hefur verið á niðurleið undanfar- ið en það er aldrei að vita. Þeir sem sækjast eftir spennu hópast á Pelikana- skjalið eða „The Pelican Brief“ sem Alan J. Pacula gerir eftir spennusögu Johns Grishams. Julia Ro- berts hittir óvart naglann á höfuðið í ráðgátu um morð á hæstaréttadómur- um í Washington og tekur til fótanna ásamt Denzel Washington og Sam Shep- ard. Bókin, sem kemur út á íslensku, er góð en það var Firmað líka og sjáðu bara hvemig fór. Aðrar jólamyndir vestra eru framhaldsmyndir, Sharon Stone - myndin „Intersection“ með Ric- hard Gere (hún leikur eig- inkonuna, ekki viðhaldið) .„What’s Eating Gilbert Grápe“, sem sænski leik- stjórinn Lasse Hallström gerir og teiknimynd um Leðurblökumanninn. Fleslar eru þessar jóla- myndir í eðli sínu um káboja og indjána, svona eins og lunginn af banda- rísku bíómyndunum yfir- leitt. og „Another Stakeout" jóla- myndir Sambíóanna. Um áramótin verður nýja Syl- vester Stallone - myndin „Demolition Man“ frumsýnd og uppúr miðjum janúar verður „Perfect World“ með Kevin Costner og Clint Eastwood frumsýnd. Einnig koma myndirnar „Cool Runnings" með John Candy og „Undercover Blues" með Kathleen Turner. Um mán- aðarmótin janúar febrúar frumsýna Sambíóin gaman- myndina „Mrs. Doubtfire" með Robin Williams. í febrúar koma myndirnar Hús andanna eftir Bille Aug- ust og nýjasta Oliver Stone - myndin, „Heaven and Earth“. Vondar myndir; Depp og Landau í myndinni „Ed Wood“ eftir Burton. Versti leikstjóri allra tíma Tökur eru hafnar í Holly- wood á ævisögulegri mynd Tim Burtons (Batman) um þann sem löngum hefur verið nefndur versti leikstjóri allra tíma, Ed Wood, en titil- inn hlaut hann fyrir. myndir eins og „Glen or Glenda" og „Plan 9 From Outer Space“. Wood var svo gagntekinn af kvikmyndagerðinni að það þýddi ekkert að segja honum hversu slæmar myndir hann gerði, hann aðeins efldist við hverja raun. Mynd Burtons, er heitir einfaldlega Ed Wood, fjallar að mestu um samband Woods, sem var klæðskiptingur, og hryllings- myndaleikarans Bela Lugosi, sem var eiturlyfjasjúklingur og drykkjumaður, en Martin Landau leikur hann í mynd- inni, sem er svart/hvít. „Það er ekki hægt að ímynda sér Lugosi í lit,“ segir Martin. Johnny Depp leikur Wood, Sarah Jessica Parker leikur fullkomlega hæfileikalausa leikkonu og Patricia Arqu- ette leikur eiginkonu Woods. Samband leikstjórans og hryllingsmyndaleikarans, sem er þungamiðja myndar- innar, minnir á það samband sem myndaðist á milli Burt- ons sjálfs og hryllingsmynda- leikarans sem hann dáði alla tíð, Vincent Pryce, en þeir voru mjög nánir vinir þegar leikarinn lést. ■Hreyfimyndafélagið á eftir að sýna tvær myndir fyrir áramótin áður en nýtt starfsár hefst. Þær eru „A Long Day Closes“ eftir Ter- ence Davis („Distant Voices, Still Lives“) og „Belle du jour“ eftir meistara Bunuel. MSíðasta hasarmynda- hetjan Arnold Schwarz- enegger hefur skráð sig í nýja bíómynd. Hún heit- ir „True Lies“ eða Sann- ar lygar og eru mótleikar- ar hans Jamie Lee Curt- is, Tom Arnold maður Roseanne, Bill Paxton og breski leikarinn Art Malik. Leikstjóri er Ja- mes Cameron en hann er einnig framleiðandi og skrifar handritið. Síðast þegar Cameron og Schwarzenegger unnu saman varð til tæk- niundrið Tortímandinn 2. MEkki vill hinn harð- hausinn, Sly Stallone, vera neinn eftirbátur Arnolds og er með nýja hasarmynd í undirbún- ingi. Hún heitir Sérfræð- ingurinn eða „The Spec- ialist" en mótleikarar hans eru Sharon Stone og James Woods. Leik- stjóri er Luis Llosa, „frægur" fyrir kalkúna- myndirnar „Crime Zone“ og „Hour of the Assassin", og handrit.ið gerir Alexandra Seros, en konur fást sárasjaldan við hasarmyndagerð vestra. ■ Talandi um Stone. Hryllingsmyndasmiður- inn Sam Raimi hefur fengið hana til að leika í nýjustu mynd sinni sem heitir „The Quick and the Dead“. MNýjasta mynd Robin Williams, „Mrs. Doubtf- ire“ tók inn 28 milljónir dollara um þakkagjörðar- helgina í Bandaríkjunum. Addamsfjölskyldan 2 hefur tekið inn 30 millj- ónir eftir tvær helgar, Fullkomin veröld Ke vins Costners og Clint Eastwoods tók inn 11 milljónir téða helgi, Skytturnar 3 eru komn- ar í 33 milljónir eftir þrjár helgar og „Carlito’s Way“ með A1 Pacino er komin í 25 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.