Morgunblaðið - 05.12.1993, Page 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
i
DRAUMALAND
BERGÞÓRS JÚLÍUSSONAR ER...
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFURK. MAGNÚSSON
ÞÝSKU
ÞORPIN
ÞÓTT Bergþóri Júlíussyni
matreiðslumanni þyki gaman
að koma til landa við Miðjarð-
arhafið gæti hann ekki hugsað
sér að búa þar, því honum
finnst maturinn þar ekki nógu
góður. Hins vegar er annað
land sem stenst fyllilega kröf-
ur hans bæði hvað mat og
umhverfi snertir og það er
Þýskaland.
Mig hefur alltaf langað til að
kynnast Þýskalandi betur,“
segir Bergþór. „Ég hef komið
þangað einu sinni og dvaldi þá
stutt við, en nógu lengi til að sjá
kjötborðin í verslunum þeirra og
borða yndislega góðan mat.
Ég gæti vel hugsað mér að búa
þar og þegar ég gæli við þá
drauma sé ég alltaf fyrir mér lítið
þorp með trjám og læk sem renn-
ur eftir því endilöngu. Húsin eru
gömul og göturnar hellulagðar. Á
horninu er slátrarinn, bakarinn í
húsinu gegnt mér og á baklóðinni
er svo kaffibrennslan.
Einnig gæti ég vel hugsað mér
að búa í þýskri sveit og rækta
grænmeti og jarðarber því mér
finnst landið fyrir utan borgimar,
þar sem skógar og fjöll skiptast
á, mjög fallegt.
Þýskan er skemmtilegt og
hljómmikið tungumál, en ég get
nú ekki sagt að ég sé neitt sérlega
hrifinn af Þjóðveijum. Ég hef
reyndar ekki kynnst þeim nógu
vel. En ég dáist að dugnaði þeirra,
og sérstaklega er ég hrifinn af
þýska húshaldinu!
Þetta er mikil viðskiptaþjóð, en
ef til vill snýst nú lífið einum of
mikið um peninga hjá þeim. Átak
þeirra í umhverfismálum finnst
mér hins vegar virðingarvert."
Innan við tólf
mílurgómum við þá
Hinn 1. september 1958 gerðist
sá sögulegi atburður að ís-
ler.dingar færðu út fiskveiðilögsögu
sína í 12 mílur og voru þar með
komnir í „þorskastríð"
við „breska ljónið“. Bret-
ar sendu herskip á vett-
vang gegn íslensku
varðskipunum og vakti
hetjuleg barátta íslensku
varðskipsmannanna at-
hygli víða um héim. Ei-
ríkur Kristófersson skip-
herra varð þjóðsagna-
persóna og ýmsir atburðir frá þess-
um tíma, sem og frá öðrum
„þorskastríðum" hafa fengið á sig
goðsagnakenndan blæ og um þetta
hafa verið ort ljóð og sungnir dæg-
urlagaslagarar. Á öðrum degi út-
færslunnar í 12 mílur gerðust þau
tíðindi að varðskipið Þór tók breska
togarann Northern Foam að veiðum
fimm mílum innan við landhelgislín-
una út af Norðfjarðarflóa og setti
sjö menn um borð í togarann. Enn-
fremur setti varðbáturinn María
Júlía tvo menn af sinni skipshöfn
um borð í skipið. Skyndilega kom
breska herskipið Eastbourne út úr
þokunni og setti sjóliða um borð í
togarann. Islensku varðskipsmenn-
irnir voru síðan fluttir
um borð í herskipið og
dvöldu þar í nokkra daga
uns þeim var sleppt aft-
ur. Átburður þessi vakti
mikla athygli og þótti
ekki styrkja málstað
Breta í þessari deilu.
Skömmu áður hafði sjó-
maður á breska togaran-
um „Stoke City“ fengið taugaáfall
á Vestfjarðamiðum og eftir talsvert
hik sigldi togarinn með hann til
hafnar á Patreksfirði og vakti koma
hans þangað mikla undrun í Ijósi
þess ástands sem ríkti á miðunum.
Þegar manninum hafði verið komið
undir læknishendur sigldi togarinn
aftur út úr höfninni og síðar um
kvöldið slóst hann í hóp bresku
landhelgisbrjótanna sem voru á
veiðum út af Vestfjörðum í skjóli
freigátunnar Russel.
ÉG HEITI
NÓTT THORBERG BERGSDÓTTIR
NÓTT Thorberg Bergsdóttir er sú eina í íslensku þjóð-
skránni sem ber nafnið Nótt. Eins og nafnið gefur til kynna
vísar það til næturinnar og er þannig bein mótsvörun við
karlmannsnafnið Dagur. I Ála flekks sögu er að finna nafnið
Nótt.
Nótt Thorberg kann ekki aðra
skýringu á nafngiftinni en
þá að foreldrar hennar hafi verið
að leita að frumlegu nafni. Ein-
hver áhöld voru um hvort stúlkan
fengi að heita Nótt, enda enginn
borið nafnið svo lengi sem elstu
menn mundu. „Þetta fór víst fyrir
biskupinn og hann þekkti nafnið
úr Sögunum og veitti samþykki
sitt,“ segir Nótt.
Nótt var á fyrsta aldursári þeg-
ar hún flutti til Svíþjóðar og bjó
þar og í Noregi til 11 ára aldurs.
I þessum löndum var þetta bara
útlenskt, merkingarlaust nafn, og
því aldrei um að ræða stríðni af
hálfu leik- eða skólafélaga. Eftir
að Nótt fluttist heim fékk hún oft
furðuleg viðbrögð þegar hún
kynnti sig. „Sumir bara flissa og
snúa út úr. Aðrir eru með aulahú-
mor og segja: Ekki koma núna,
ég er ekki búinn bursta tennurn-
ar, og annað álíka gáfulegt." Hún
verður helst fyrir óþægindum ef
hún framselur ávísun eða skrifar
nafnið sitt á opinber plögg. „Þá
er oft spurt um skilríki og hefur
jafnvel verið kannað hvort þau
væru fölsuð.“
Einu sinni hittist svo skemmti-
lega á að einn bekkjarbróðirinn
hét Dagur. „Það var endalaust
Morgunblaðið/
Nótt Thorberg Bergsdóttir
gert grin að okkur Nótt og Degi.
Svo hefur fólk stungið upp á því
að ég fengi mér mann sem héti
Frosti, þá gæti dóttir okkar heitið
Frostnótt eftir foreldrunum!"
ÞANNIG...
ERU SKYLDUR GESTA GAGNVARTHÚSRÁÐENDUM SÍNUM
Hverfið inn
í herbergi
yðarviðog
við...
ÞAÐ ER ekki síður örðugt að
vera hinn fullkomni gestur eða
hinn fullkomni húsráðandi og
gestgjafi. Við steypum okkur
aftur ofan í kver Eufemíu frá
Arnarvöllum, dóttur Ballestrems
greifa, kver sem hún tók saman
um mannasiði og kom út í ís-
lenskri þýðingu árið 1920. Þetta
kver höfum við gluggað í af og
til í seinni tíð. Það er klassískt.
Við byijum á nokkrum augljós-
um punktum: — Gestir hlýði
skilyrðislaust hússiðum og venjum,
komi jafnan stundvíslega til matar,
raski aldrei ró heimilisins eftir
háttatíma né glepji morgunsvefn
manna. — Heimtið ekki að húsráð-
endur hangi yfir yður daglangt,
hverfið við og við inn í herbergi
yðar, eða út, svo þeir fái svigrúm
til að gegna nauðsynlegum störfum
og reynið að hjálpa yður sjálfir eft-
ir mætti, því að ekki eru alls staðar
þjónar á hveijum fíngri.
Á eftir þessum molum koma
nokkrar starfsreglur gesta. Við
stöðvum næst við hjá þessari: —
Séu venjur og siðir húsráðenda yður
á móti skapi, eða skoðanir þeirra
um heimilisþægindi, klæðaburð,
stjórnmál, trúbrögð o.fl., forðist þá
umræður um þau efni, því að þær
eru vanalega gagnslausar og valda
oft missætti, og verið, sem gestir,
jafnþægilegir, eðlilegir og vingjarn-
legir, sem þér eruð heima fyrir.
Á eftir þessum minnispunktum
gestsins kemur síðan örlítil hug-
vekja til gestgjafa: — Snuðrið ekki
í herbergjum gesta, þegar þeir eru
úti og svo skulu gestir láta í friði
allar eigur húsráðenda. Menn varist
einnig að lesa úr penna þess sem
skrifar. Sé gestur eða húsráðandi
söngvinn, gjaldi hann varhuga við
að gera svo mikið að list sinni, að
öðrum verði hún hvimleið, og sama
er að segja um upplestur kvæða eða
annars skáldskapar. Sé beðið um
slíkt i alvöru, má gera úrlausn, en
best, að hún sé sem styst, því að
annars getur skemmtunin orðið að
leiðindum. Varist þó að láta ganga
lengi á eftir yður. Verið kátir og
ófyrtnir. Tiltektarsemi er örðugur
eiginleiki við að búa.
Og loks þessi litla ádrepa til gest-
gjafans: — Gestir mega ekki verða
þess varir að þeir valdi sérstökum
kostnaðarerfiðleikum eða óþægind-
um.
H