Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 B 21 Framandleg Yrja. Morgunbláðið/Þorkell Sérstök Yrja MEÐAL hljómsveita sem vakið hafa athygli undanfarið er Yija, sem stúlkurnar Margrét Sigurðardóttir og Kristbjörg Karín Sólmunds- dóttir leiða. Yija hefur náð að móta sérstakan stíl, nokkuð sem margar sveitir ná aldrei, og fyrsta Iag sveitarinnar á disk, Valkyija, á Heyrðu 2, gefur til kynna að Yija eigi mikla framtíð. Yija rekur ættir til þess að þær Margrét og Kristbjörg voru Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sölukippur Björk á Wembley-tón- leikunum. Björk á siglingu BJÖRK Guðmundsdóttir ferðast nú um heiminn í tónleikaferð til að fylgja eftir plötu sinni Debut. Hún er nú í Evrópuhluta ferðar sinnar, en platan hefur selst einna best í Evrópu, til að mynda i rúmum 200.000 eintökum í Bretlandi, og selst þar enn, nú endurútgefin með aukalagi. Fyrir nokkru kom út í Bretlandi lagið Play Dead, sem Björk hljóðritaði með D. Arnold og náði nokkurri hylli ytra. í kjölfar þess ákvað útgáfa Debut í Bretlandi að gefa plötuna aftur út og bæta á hana Play Dead til að auka enn söl- una. Nýútkomin smáskífa, Big Time Sensuality, hefur einnig ýtt undir sölu á plötunni ytra, og fór lagið sjálft í sautjánda sæti vinsældalist- ans breska, sem hleypti breiðskíf- unni upp um 30 sæti. Þessu til við- bótar koma svo fréttir af því að ekkert verður af tónleikum Bjarkar hér á landi að sinni, í það minnsta ekki fyrir áramót. fengnar til að semja árhátíðaHag MR. Þegar því var lokið vantaði þær hljóðfæraleikara og réðu í spiliríið liðsmenn Not Correct, Stefán Örn og Andrés Þór Gunnlaugssyni, Ingi- mund Óskarsson og Eystein Ey- steinsson. Margrét segir að hljómsveitin hafi verið vel undirbúin undir út- gáfu, þó ekki sé hún gömul, enda hafi stefnan frá upphafi verið að semja eigin tónlist og gefa út. „Við eigum nóg af lögum á einn disk nú þegar og erum enn að semja. Við semjum reyndar ekki mjög hratt, sem þýðir vonandi það að lögin verði betri fyrir vikið.“ Tónlist Yiju er nokkuð á skjön við það sem helst er á seyði í íslensk- um tónlistarheimi, en Margrét segir það alls ekki meðvitað, „við einsetj- um okkur bara að spila það sem okkur finnst fallegt og við reynum að láta tónlistina fara eftir okkar eigin smekk, sem ég held að sé of sjaldgæft í dag. Það er kannski það sem mönnum finnst framandlegt." ■/ ÚTGÁFUFLÓÐINU ber eðli- lega mest á plötum stórfyrirtækj- anna og þekktari poppara sem gefa út sjálfír sumir hveijir. Það kemur þó meira út og oft merkilegra og nægir þar að nefna þá ágætu sveit Texas Jesú. Sú hefur vakið mikla athygli fyrir frumleika og kímni á tónleikum sínum sem hafa verið færri en aðdáendur kysu helst. Það er því mörgum gleðifregn að Texas Jesú er búin að hljóðrita 10 laga snældu sem gefin verður út í næstu viku. Til að kynna útgáfuna heldur sveitin útgáfutónleika í Bóhem á Vitastíg á fimmtudag. Hljómsveitin Pulsan hitar upp, en einnig má búast við ónefndum gesti. Band- mynd sveitarinnar verður frumsýnd á staðnum og einnig verður til sölu téð spóla. Herlegheitin hefjast kl. 21.30. Bandmyndarrokk SÚ FRÆGA mynd Rokk í Reykjavík hefur verið á margra vörum í sumar, enda var plata með tónlist úr myndinni end- urútgefin á geisladisk og mynd- in endursýnd í bíói. Rokk I Reykjavík kemur á myndbanda- leigur á mánudag. Rokk í Reykjavík er merkileg heimild um rokkbyltingu fyr- ir tíu árum, sem íslenskt tónlistar- líf býr enn að. Meðal þeirra sem fram koma í myndinni, sem gefin verður út á myndbandi á mánu- dag, eru Bubbi Morthens með Egóinu, Sykurmolarnir flestir í sveitunum Purrki pillnikk, Tappa tíkarrassi og Þey, Þursarnir, Von- brigði, Grýlurnar, Fræbbblarnir og Vonbrigði. Friðrik Þór Friðriksson gerði myndina með aðstoð grúa manna, sem vonlegt er, þar kannski fremstan meðal jafningja Ara Kristinsson kvikmyndatökumann, en myndin var kvikmynduð vetur- inn 1981 til 1982. GEISLAPLATA (EÐA KASSETTA) OG MYNDSKREYTT TEXTABÓK Á þessari vönduðu barnaplötu eru gömlu góðu íslensku barnaþulurnar fluttar ó ógleymanlegan hótt af þekktum íslenskum söngvurum og leikurum. I bókinni eru skemmtilegar teikningar sem margar er hægt að lita. Margrét Ornólfsdóttir „Sykurmoli" tók saman, stjórnaði og myndskreytti bók. Verð aðeins kr: 1.999,- S-K-l-F-A-N PÖNTUNARSIMI: 991880 KRINGLUNNI SIMI: 600930 - STORVERSLUN LAUGAVEGI26 SIMI: 600926 - UUGAVEGI96 SIMI: 600934 - EIÐISTORGI SÍMI: 612160 SKÍFAN/BOGART

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.