Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
35
Minning
Guðmundur Andrés
Guðmundsson
Fæddur 16. nóvember 1915
Dáinn 1. janúar 1994
í dag, 11. janúar, fer fram útför
tengdaföður míns Andrésar Guð-
mundssonar og vil ég minnast hans
hér í fáum orðum.
Andrés fæddist 16. nóvember
1915 að Steini í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Guðmundsson verkamaður fæddur
26. ágúst 1867 í Efri-Úlfstaðahjá-
leigu í Austur-Landeyjum og Guð-
ríður Andrésdóttir húsmóðir fædd
10. nóvember 1880 að Syðrihól í
Rangárvallasýslu. Þau ganga í
hjónaband 1910 og ári eftir, 1911,
flytjast þau til Vestmannaeyja og
heíja búskap í Steini, en hefja svo
fljótlega byggingu íbúðarhúss að
Skólavegi 12 sem þau flytja í 1922
og nefndu það Hrísnes. Þeim hjón-
um varð tveggja bama auðið. Þau
voru Magnea, fædd 1912, er dó af
slysförum tæplega tveggja ára
gömul, og Andrés, fæddur 1915.
Guðmundur faðir Andrésar átti son
fyrir áður en hann giftist sem hét
Guðmundur.
Andrés elst upp hjá foreldrum
sínum fyrst að Steini en síðan að
Hrísnesi sem hann kenndi sig alltaf
við og kallaði æskuheimili sitt. En
eins og títt var um unga drengi í
Eyjum á þeim árum var skólagang-
an ekki löng, heldur tók alvara lífs-
ins fljótt við og 13 ára gamall byij-
aði hann að stunda sjóinn til að
létta undir með foreldrum sínum.
26 ára gamall kynnist hann konu-
efni sínu Hjálmrúnu Guðnadóttur
frá Lambhúshól í Vestur-Eyjafjöll-
um.
Þau gengu í hjónaband 26. des-
ember 1943 og áttu því gullbrúð-
kaupsafmæli 26. desember síðast-
liðinn. Þau hófu búskap í Ásnesi í
Eyjum, en fluttu fljótlega að Hrís-
nesi, æskuheimili Andrésar. Fyrstu
búskaparárin liðu áfallalítið. Andrés
stundaði sjóinn og var lengst af
vélstjóri á ýmsum bátum. Em 1951
veiktist hann af berklum og verður
að hætta að vinna og leggst inn á
Vífilsstaði þar sem hann er í sex
mánuði og eftir það fer hann heim
en er frá vinnu í tvö ár. Þetta voru
erfið ár hjá Andrési og Rúnu því
h'tið var um tryggingar á þeim árum
og varð Rúna því að vinna hörðum
höndum utan heimilis bæði í fiski
og öðru sem til féll hveiju sinni.
Eftir að Andrés gat hafið vinnu
aftur eftir veikindin hóf hann akst-
ur vörubifreiðar hjá Bifreiðastöð
Vestmannaeyja. En sjórinn togaði
þó alltaf í hann svo hann keypti sér
trillu sem bar nafnið Valur svo
hann gæti stundað sjóinn þó ekki
væri nema þegar frístundir gæfust
til þess. Og eitt sumarið stundaði
hann sjóróðra á henni frá Patreks-
firði. En árið 1962 flytja þau hjón
til Reykjavíkur og hófst þar með
nýr kafli í lífi þeirra. Andrés og
Rúna fóru að vinna á Kirkjusandi
hjá Tryggva Ófeigssyni útgerðar-
manni og vann Andrés þar í rúm
átta ár að hann fór að vinna hjá
Skeljungi sem afgreiðslumaður á
bensínstöð, fýrst á Laugavegi 180,
en síðan í Suðurfelli 4 þangað til
hann lætur af störfum fyrir aldurs-
sakir rúmlega sjötugur og átti hann
þá við vanheilsu að stríða.
Andrés og Rúna eignuðust þijú
börn. Þau eru Magnea Kristbjörg,
fædd 21. maí 1944, gift undirrituð-
um, og eigum við þijú börn; Guð-
munda, fædd 26. desember 1945,
gift Guðmundi Konráðssyni, og eiga
þau fjögur börn; Guðjón Rúnar,
fæddur 10. maí 1953, giftur Mar-
gréti Björgúlfsdóttur, og eiga þau
tvö börn.
Margar góðar minningar koma í
huga manns þegar horft er til baka
því ófáir voru veiðitúrarnir og úti-
legumar í tjöldum fyrstu árin eftir
að flutt var til Reykjavíkur. Og oft
var farið í Ölfusborgir og Munaðar-
nes til að slappa af við lestur góðra
bóka eða tekið í spil og ef gott var
veður var skroppið út í gönguferð-
ir. Og ánægjulegar voru ferðirnar
tvær sem við fórum með ykkur í
sumarhúsin í Danmörku.
Og síðasta dvölin nú í haust í
Ölfusborgum hjá ykkur hjónum
verður mér ógleymanleg þar sem
þú varst svo hress að við ákváðum
að fara í göngutúr. Ekki datt mér
í hug þá að þetta yrði síðasta gang-
an okkar saman hér- í þessu lífi.
Maður hlýtur að spyija sig á
svona stundu hver sé tilgangur með
veru okkar hér og þegar ég lít yfir
þann tíma sem ég átti með Andrési
þá fór þar dagfarsprúður maður og
góður drengur sem stundaði störf
sín af kostgæfni og skyldurækni
og efaðist aldrei um gildi þess að
inna skyldur sínar af hendi af alúð
og trúnaði.
Andrés og Rúna voru mjög sam-
hent hjón. Þau áttu fallegt heimili
sem gott var að koma á þar sem
sá gamli hugsunarháttur var í fyrir-
rúmi að hafa alltaf nóg af mat og
skulda aldrei neinum neitt.
Elsku Rúna mín, missir þinn er
mestur og það veit ég að styrkur
Andrésar var ekki hvað síst fólginn
í þeirri stoð sem þú varst honum.
Ég kveð góðan tengdaföður með
þakklæti og söknuði hinstu kveðju.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin bjðrt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgarþraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs, að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(V. Briem)
Hannes Helgason.
Skugga bar á nýja árið er fyrsta
símhringingin barst með frétt um
að elsku afi okkar hafði dáið um
nóttina á Borgarspítalanum eftir
erfið veikindi sem hann hefur mátt
þola undanfarin ár.
Og í dag kveðjum við hann afa
og langafa okkar. Það er svo margt
sem kemur fram í hugann og erfitt
að taka eitt fram yfir annað. Vertu
sæll afi minn og langafi og megi
algóður Guð geyma þig.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma og langamma, megi
góður Guð halda verndarhendi sinni
yfir þér og gefa þér styrk og stuðn-
ing á þessari sorgarstundu.
Andrés, Margrét Guðný,
Helgi, Jón Axel og Hannes.
Ó, Jesú, að mér snú
ásjónu þinni.
Sjá þú mig særðan nú
á sálu minni.
Guðrún Sigfúsdóttir,
Sveinagörðum,
Grímsey — Minning
Fædd 21. ágúst 1924
Dáin 3. janúar 1994
Við viljum minnast með nokkr-
um orðum vinkonu okkar Guðrún-
ar Sigfúsdóttur er lést á FSA 3.
janúar 1994. Guðrún var mjög fé-
lagslynd kona. T.d. var hún ein
af stofnendum kvenfélagsins
Baugs er stofnað var árið 1957
og gegndi hún þar formannsstarfi
með hléum í nokkur ár. Þrátt fyrir
að fjölskyldan væri stór var hún
örlát á vinnu sína fyrir félagið og
lét sig aldrei vanta ef haldnir voru
fundir eða ferðalög farin. Einnig
var hún formaður sóknarnefndar
um árabil og lét sig mjög varða
málefni kirkjunnar. I kirkjukórnum
var hún mestan þann tíma er hún
bjó í Grímsey.
Guðrún átti því láni að fagna
eignast góðan eiginmann, Jóhann-
es H. Magnússon, og eignuðust
þau átta börn. Þau eru: Sigfús, f.
22.5. ’48, Siggerður Magnea, f.
14.10. ’52, Ólafur Guðmundur, f.
12.9. ’55, Eiríkur, f. 21.8. ’56, d.
2.6. ’62, Inga Jórunn, f. 30.3. ’61,
Eydís Ágústa, f. 8.6. ’63, Eiríkur
Símon, f. 27.3. ’66, og Bjarni Rey-
kjalín, f. 25.2. ’68, d. 30.9. ’77.
Guðrún bjó fjölskyldu sinni fal-
legt heimili þar sem gott var að
koma. Þegar þau misstu drengina
sína í hörmulegu slysum kom vel
í ljós æðruleysi hennar og sú mikla
stilling sem hún bjó yfir og var
þekkt fyrir alla tíð.
Jóhannesi, börnum þeirra og
aðstandendum sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Elsku Gunna okkar, við þökkum
þér samveruna og samstarfið í
gegnum árin.
Þín er sárt saknað.
Kvenfélagskonur í Grímsey.
Oft lít ég upp til þín
augum grátandi.
Líttu þá ljúft til mín
svoleysist vandi.
(H.P.)
Okkur langar að minnast afa
okkar sem lést á Borgarspítalanum
1. janúar. Alltaf þótti okkur gaman
þegar við fórum í heimsókn til afa
og ömmu, við fundum svo mikla
umhyggju og væntumþykju. Oft var
líflegt og gaman að spjalla og þama
voru allir jafnir, börn sem fullorðn-
ir, og alltaf fann afi eitthvað til að
stinga upp í okkur, annaðhvort
súkkulaði eða bijóstsykur. Þá var
nú gaman þegar við fórum upp í
sumarbústað með þeim afa og
ömmu. Þá tók afi fram spilin og
spilaði mikið við okkur og þegar
við fórum að sofa kom afi inn til
okkar og breiddi vel yfir okkur.
Hann afi var góður félagi og vin-
ur sem vildi allt fyrir okkur gera
og er hans sárt saknað af okkur.
Elsku afi, við vitum að þér líður
vel þar sem þú ert kominn núna
og biðjum Guð að styrkja ömmu
okkar og halda verndarhendi yfir
henni og mömmu og pabba sem
sakna hans svo mikið.
Þér kæra sendi kveðju
með kvöldstjömunni bláu
það hjarta sem þú átt
en sem er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu
þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, Guð minn, ávallt gæti þín
ég gleymi aldrei þér.
(Bjami Þorsteinsson)
Inga Rúna Guðjóns-
dóttir og Guðmundur
Andrés Guðjónsson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast mágs okkar og vinar
Andrésar Guðmundssonar sem við
kölluðum Adda og þakka honum
gömul og góð kynni. Fyrstu kynni
okkar voru þau er Rúna systir mín
og Addi komu til pabba og mömmu
í sveitina okkar undir Eyjafjöllum,
þá nýtrúlofuð. Síðan stofnuðu þau
heimili sitt í Vestmannaeyjum og
vann hann þar bæði til sjós og lands
þar til þau fluttu til Reykjavíkur
1962 með börnum sínum, þeim
Magneu Kristbjörgu, Guðmundu og
Guðjóni Rúnari, og hafa þau átt
sitt heimili í Reykjavík síðan.
Lífið hefur ekki alltaf verið dans
á rósum hjá þeim Rúnu og Adda
og þeirra fjölskyldum, mikið verið
um veikindi. En að eiga hvort annað
er meira en margir geta sagt eftir
50 ára hjónaband, þau áttu gull-
brúðkaup 26. desember 1993. Ég
vissi að Adda langaði mikið til að
vera heima hjá konu og börnum
þennan dag til að minnast liðinna
stunda og eiga góða stund með fjöl-
skyldu og vinum, en vegna mikilla
veikinda gat hann ekki komist heim
af sjúkrahúsinu.
Mig langar til að minnast liðinna
stunda hjá Rúnu og Adda þegar ég
var ung stúlka frá 17-25 ára, þá
heimsótti ég þau á hverju ári á þjóð-
hátíð og það verður alltaf ógleyman-
legur tími. Þá fluttu Eyjamenn bú-
slóð sína inn í Heijólfsdal, hústjöld,
borð og bekki, mat af öllu tagi svo
sem lundann, þjóðhátíðarréttinn
sinn sem allir þekkja, og þetta var
stemmning sem ég mun aldrei
gleyma. Við hossuðumst í bekkjar-
bílnum, meðal annarra keyrði vinur
Adda og Rúnu, Hilmar á Grundar-
brekku, í dalinn. Ég man eftir
brennukóngi þeirra Vestmannaey-
inga, Sigga Reim, og svo var þulur-
inn, Stebbi pól, ógleymanlegur.
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
MORGUNBLAÐIÐ tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins Kringlunni 1,
Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins I Hafnarstræti 85,
Akureyri.
Svona er lífið, gleði og sorg til skipt-
is.
En nú er komið að leiðarlokum.
Það vildi svo til að við Addi áttum
samleið síðasta mánuð lífs hans á
sjúkrahúsinu, ef svo má segja, og
mig langar að minnast hans með-
þessum orðum þó að þau séu fátæk-
leg.
Mikil voru hans veikindi og hans-
stríð á sjúkrahúsinu, en hann stóð
sig sem hetja fram á síðasta dag,
kvartaði aldrei hversu veikur sem
hann varð. Hann Andrés lést á gjör-
gæsludeild Borgarspítala aðfaranótt
1. janúar síðastliðinn.
Elsku Rúna og fjölskylda, Guð
styrki ykkur í sorg ykkar.
Hve sæl, ó hve sæl er hver ieikandi lund,
og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund.
(Þýð. M. Joch.)
Blessuð sé minning Andrésar
Guðmundssonar.
Guðbjörg Guðnadóttir.
Bílamarkadurinn
MMC Lancer GLXi ’93, hvítur, sjálfsk.,
ek. 15 þ., rafm. í rúðum, hiti í sætum,
dráttarkúla o.fl. Sem nýr. V. 1300 þús.
Suzuki Swift GTi ’88, rauður, 5 g., ek.
73 þ., samlitir stuðarar o.fl. Gott eintak.
V. 530 þús.
Ford Orion CIX ’92, hvítur, 5 g., ek. 35
þ. V. 870 þús.
Toyota Corolla Sl ’93, svartur, 5 g., ek.
7 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, central
læs., sem nýr. V. 1190 þús., sk. á ód.
Mercedes Benz 280 SE ’82, silfurgrár,
sjálfsk., ek. 127 þ., topplúga, álfelgur o.fl.
Tilboðsverð 980 þús. stgr.
MMC Lancer GLX '90, 5 g., ek. 54 þ.
km., rafm. i rúðum, spolier, álfelgur.
V. 850 þ. Sk. á ód.
Lada 1200 '92, hvítur, 4 g., ek. 27 þ.
V. 330 þús., sk. á ód.
Toyota 4Runner V-6 ’91, grár, 5 g., ek.
35 þ., rafm. í öllu, sóllúga o.fl. V. 2,4
millj., sk. á ód.
Cherokee Laredo 4.0L '90, 5 g., ek. 68
þ. Fallegur jeppi. v. 1980 þús., sk. á ód.
Subaru DL 1800 4x4 station '91, 5 g.,
ek. 54 þ. .km. V. 950 þ.
Daihatsu Charade TX '84, sjálfsk., ek. 83
þ. km., sóllúga. Góður bíll. V. 170 þ.
Volvo 245 station '83, sjálfsk., ek. 142
þ. km. V. 350 þ.
MMC Galant 1800 GLS '89, 5 g., ek. 90
þ. Gott ástand. V. 870 þ.
Fiat Uno 45 S '92, 5 g., ek. 30 þ. km.
V. 500 þ. stgr.
Nissan Sunny 1.6 SR '93, 3ja dyra, 5 g.,
ek. 17 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl.
V. 1150 þ. Sk. á ód.
Toyota Llte Ace Diesel '88, stöðvarleyfi,
talstöð, mælir. Mjög gott eintak. V. 590 þ.
Isuzu Trooper LS '87, 5 dyra, 4x4,
bensín, 5 g., ek. 125 þ. V. 1050 þús., skipti.
Hyundai Pony GLSi '92, rauður, sjálfsk.,
ek. 23 þ., rafm. í rúðum, o.fl. Sem nýr.
V. 920 þús., sk. á ód.
MMC Lancer GLX '88, 5 g., ek. 85 þ.,, ^
rafm. í rúðum, central læs. V. 540 þús.
Skoda Favorite LS '91, 5 g., ek. 45 þ.
Tilboðsverð: 320 þús.