Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 52
Forystumenn sjómanna sitja á rökstólum Tillögur vinnuveit- enda um uppgjör eru til umræðu FULLTRÚAR sjómanna höfðu í gærkvöldi ekki gefið svör við tillög- um vinnuveitenda sem lagðar voru fram í gærmorgun um uppgjör við sjómenn, eða kvótasölu, sem er höfuðdeiluefni samningsaðila. Forystumenn sjómanna sátu á fundum í gær með lögfræðingum sínum og einnig voru fundir í öllum samninganefndunum þremur sjó- mannamegin. Guðlaugur Þorvalds- son ríkissáttasemjari sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sérkjaraviðræðum sem stóðu yfir í sjómannadeilunni í gær mið- aði hægt og að engin lausn virtist í sjónmáli. Verkfall sjómanna hefur nú staðið í rúma viku. Sameiginleg nefnd stofnuð Ríkissáttasemjari vildi ekki að svo stöddu upplýsa einstök efnisat- riði tillagna vinnuveitenda um upp- gjör við sjómenn, sem þeir lögðu fram í gærmorgun eftir fund með sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gera tillögurnar m.a. ráð fyrir stofnun sameiginlegrar nefnd- ar útgerðarmanna og sjómanna sem hafi eftirlit með að kjarasamningar séu haldnir og að uppgjör til sjó- manna sé með eðlilegum hætti. Muni nefndin m.a. fjalla um kvóta- sölu og skera úr vafaatriðum vegna sölu ef samkomulag næst um stofn- un hennar. Samningaviðræðurnar voru komnar í hnút fyrir helgina en eft- ir að Þorsteinn Pálsson hafði átt fund með fulltrúum deiluaðila sl. laugardag féllust þeir á að hefja samningaviðræður á ný hjá sátta- semjara. Margeir og Helgi tefla í Linares MARGEIR Pétursson og Helgi Olafsson taka þátt í öflugu opnu skákmóti í Lin- ares á Spáni sem hófst á sunnudag. Þeim félögum hefur gengið vel, hafa hlot- ið 3 vinninga í fyrstu 4 umferðunum. Árlega ‘fer öflugasta skák- mót heims fram í borginni og í næsta mánuði munu Gary Kasparov og Anatoly Karpov mætast þar á móti. í fyrra fóru þar líka fram undanúrslit áskorendaeinvígjanna í skák. Þetta er fyrsta opna mótið í Linares og sagði borgarstjór- inn í ræðu við setninguna að borgin myndi halda áfram að leggja áherslu á skák. KIKT UT UM HLIÐARRUÐUNA Morgunblaðið/Kristinn Þrjátíu tílkymiingar um tjón vegna óveðurs í Siglufirði SKÆÐADRÍFA af timbri og þakplötum gekk yfir hluta Siglufjarðar- bæjar í verstu veðurhrinunum í gær að sögn fréttaritara Morgun- blaðsins, Matthíasar Jóhannssonar. Lögreglu bárust um 30 tilkynn- ingar um skemmdir og þök fuku af þremur húsum. Guðni Sveinsson varðsljóri sagði um 50 manns hafa tekið þátt í viðgerðum og fyrir- byggjandi aðgerðum en ljóst væri að tjón í bænum væri gífurlegt. Rafmagn fór af bænum um hádegisbil og var keyrt á dísilrafstöðvum þegar síðast spurðist. Guðni Sveinsson sagði að um 50 manns hafí tekið þátt í björgunar- aðgerðum; lögregla, liðsmenn björgunarsveitarinnar Stráka, bæj- arstarfsmenn, eiginlega „allir sem vettlingi gátu valdið“ og var reynt að stemma stigu við veðrahamnum með því að binda niður allt lauslegt og loka þökum með seglum og ábreiðum að hans sögn. Einnig vaktaði lögreglan hús og reyndi að hefta þakplötur jafnóðum og þær tóku að fjúka um bæinn. Kveðst Matthías Jóhannsson, hafa séð þak af tveggja hæða húsi fjúka upp í fjall og skæðadrífu af timbri og þakplötum ganga yfir bæinn. Bíllinn við það að sogast á loft Varðstjórinn segir mestu hvið- urnar hafa mælst 10-11 vindstig á Sauðanesi en inni í fírði hefði veðu- rofsinn verið miklu meiri. „Við vor- um á bíl inni í firði og í mestu hviðunum grúfðum við okkur hrein- lega niður því við vorum hræddir Verkfall vagnstjóra hefur verið boðað hjá SVR hf. Deilan fer til Félagsdóms um að framrúðan kæmi inn,“ segir Guðni. Hann segir þrýstinginn einnig hafa verið mikinn, bíllinn hafi verið við það að sogast á loft og þeir fengið hellu fyrir eyrun. Guðni segir að þak hafi fokið af þremur húsum. Á einu þeirra hafi hurð opnast, loft sogast inn og sprengt rúður og hafi búslóð verið flutt úr tveimur húsum. „Einnig slitnuðu landfestar skips, rúður brotnuðu í fjölbýlishúsi og ösku- tunnur fuku. Auk þess sem baðkar varð á vegi okkar,“ segir Guðni. Hann segir ijóst að tjónið sé gífur- legt og hið mesta í hans tíð. Undir það tekur Matthías sem ekki segist muna annað eins. Guðni segir að ekki komi í ljós fyrr en veður lægi hversu mikið tjónið sé og væntanlega muni til- kynningum um smærri skemmdir rigna yfir lögreglu í dag. „Það verð- ur erfitt að henda reiður á þessu þegar veðrið lægir því engin leið er að átta sig á því hvort þakplatan sem rispaði bílinn minn eða þinn er úr þessu húsinu eða hinu,“ seg- ir hann loks. Útlánsvextír banka breytast ekki í dag ÚTLÁNSVEXTIR banka og sparisjóða breytast ekki á vaxtabreyt- ingardegi í dag, nema vextir viðskiptaskuldabréfa sparisjóðanna lækka um 1,90 prósentustig. Vextir óverðtryggðra skuldabréfa eru um fjórum prósentustigum hærri en verðtryggðra skuldabréfa. STJÓRN Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar ásamt með fulltrú- um starfsmanna SVR hf. samþykkti á fundi sínum í gær að boða til verkfalls vagnstjóra hjá SVR hf. sem hefjast mun kl. 24 17. janúar næstkomandi. Sverrir Arngrímsson, aðstoðarforstjóri SVR hf., segir að ákveðið hafi verið að vísa deilunni til Félagsdóms. í fréttatilkynningu frá starfs- mannafélaginu kemur fram að all- 'ar tilraunir félagsins til að knýja SVR hf. til samninga hafí reynst árangurslausar, og þar sem Vinnuveitendasamband Islands fyrir hönd SVR hf. hafí í gær neitað viðræðum með milligöngu ríkissáttasemjara sjái félagið ekki aðra leið færa en að nýta þá heim- ild sem það hafí aflað sér til boðun- ar verkfalls. Sverrir Arngrímsson sagði að ákveðið hafi verið að vísa deilunni til Félagsdóms, annað væri ekki hægt að gera. „Við teljum að Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar hafi ekki samningsumboð fyrir þessa menn,“ sagði hann. „Meirihluti starfsmanna SVR hf. hefur þegar staðfest við oklcur sína ráðningarsamninga. Þar af eru milli 40 og 50 vagnstjórar. Þannig að okkur finnst klént að starfs- mánnafélagið skuli vera að boða verkfall hjá okkur.“ Meðalvextir verðtryggðra skuldabréfa eru 7,2-7,7%, en með- alvextir óverðtryggðra skulda- bréfa eru 11,4-11,9%. Vextir skammtímalána eins og yfirdrátt- arlána og á skipti- og raðgreiðslum greiðslukorta eru enn hærri eða frá því að vera rúm 13% og yfir 16%. Lánskjaravísitala janúar- mánaðar lækkaði frá desember, þannig að höfuðstóll verðtryggðra lána lækkaði milli mánaðanna. Munur á ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra lána á mælikvarða lánskjaravísitölu á síðasta árs- fjórðungi nýliðins árs var rúm 6 prósentstig. Raunávöxtun verð- tryggðra lána varð 8,3%, en að- gerðir ríkisstjórnar í vaxtamálum tóku gildi um mánaðamót októ- ber/nóvember, á sama tíma og raunávöxtun óverðtryggðra lána varð 14,4%. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbanka íslands, sagði að útlánsvextir bankans myndu ekki breytast í dag. Unnið væri að því að fara yfir málið. Það væri ástæða til að lækka vexti á óverðtryggðum lánum, en hins vegar væri ekki ljóst hve mikið. Vextir óverðtryggðra lána hafa verið hægari en verðtryggðra lána síðustu íjögur ár og hefur þessi munur aukist verulega á síðustu tveimur árum. Sjá frétt á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.