Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 19 Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Strandstaður BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn strandaði 150 metrum utan við Bergvík VE sem hér sést í sandfjörunni í Vöðlavík. Myndin var tekin úr varðskipinu Tý á dögunum þegar reynt var að draga Bergvík á flot. Karl Eiríksson formaður flugslysaiiefndar Afrekið er nær ofurmannlegt Landhelgisgæslan veitir þyrlusveit- inni í Keflavík viðurkenningu MIÐAÐ við aftakaveður og aðstæður á strandstað finnst mér ástæða til að tala um björgunaraðgerð þyrlusveitarinnar sem mjög frækilegt af- rek, sem jaðrar við að vera ofurmannlegt," sagði Karl Eiríksson, formað- ur flugslysanefndar, í samtali við Morgunblaðið. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra segir að björgunarafrekið staðfesti nauðsyn góðs sam- starfs milli Landhelgisgæslunnar og þyrlubjörgunarsveitarinnar. Karl sagði að það væri mikið afrek að senda menn úr þyrlunum niður í skipið, hjálpa skipbrotsmönnunum í björgunarstóla og koma þeim í land við jafn gífurlega erfiðar aðstæður og þarna voru. „Það hefur verið stað- ið að mörgum frækilegum afrekum hér við land, bæði af hálfu Landhelg- isgæslunnar og annarra, en þarna hefðu ýmsir þurft frá að hverfa. Varnarliðið býr yfir mjög öflugum þyrlum og þyrlusveitin hefur bjargað fjölda manns hér við land. Ég vona að enn nánara samstarf takist við þyrlusveitina, því við höfum ekki ráð á að reka tvær jafn dýrar og öflugar þyrlur og sveitin hefur yfir að ráða, hvað þá fjórar.“ Þyrlusveitinni veitt viðurkenning Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að björgunarstarfið í Vöðlavík staðfesti nauðsyn góðs samstarfs milli Landhelgisgæslunnar og þyrlusveitarinnar, sem enn hefði verið eflt undanfarin misseri. For- stjóri Landhelgisgæslunnar hefði tjáð sér að hann hefði tekið ákvörðun um að þyrlubjörgunarsveitinni yrðu afhentar sérstakar viðurkenningar sem þakklætisvott af hálfu íslend- inga vegna afreksins. Dómsmálaráðherra var inntur eft- ir hvort björgunin sýndi fram á að Sikorsky-þyrlur varnarliðsins stæðu sig vel við íslenskar aðstæður og ástæða væri til að leggja áherslu á enn nánara samstarf um þyrlurekst- ur eða að, íslendingar tækju við rekstri sveitarinnar. Hann svaraði því til, að menn mættu ekki hrapa að slíkum ákvörðunum út frá einum atburði. „Þessi atburður sýnir að samstarf við þyrlusveitina skilar árangri á örlagastundu. Við höfum áður leitað viðbragða' Bandaríkja- manna við því að við kæmum inn í rekstur þyrlusveitarinnar eða yfir- tækjum hann, en þá var þeim hug- myndum sýnt tómlæti. Nú virðast Bandaríkjamenn sýna þessu meiri áhuga, en málið er auðvitað ekki á ákvörðunarstigi enn.“ Einstaklega farsæll ferill BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn er gott skip og á það, skipstjór- inn og áhöfn hans einstaklega farsælan feril, að sögn Sigmars Ármannssonar, framkvæmdastjóra Björgunarfélagsins hf., sem gerir út skipið. Á þeim 28 árum sem Goðinn hefur verið í þjónustu íslendinga hefur hann oft komið skipum og fólki til aðstoðar og telur Sigmar að þau skipti megi telja í hundruðum ef ekki þúsundum. Kristján Sveinsson hefur verið skipstjóri frá því skipið kom til landsins og var björgun Bergvíkur í Vöðlavík eitt af síðustu verkefnum skipsins. Goðinn er 139 brúttólesta stál- skip smíðað í Noregi árið 1962. Björgunarfélagið keypti það árið 1966 sem björgunar- og dráttar- skip og hefur það oft fylgt fiski- skipaflotanum. Björgunarfélagið er hlutafélag í eigu allra íslensku vátryggingafélaganna sem eru með sjóvátryggingar. Sigmar Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafé- laga, er jafnframt framkvæmda- stjóri Björgunarfélagsins hf. Eitt síðasta verkefnið Sigmar sagði að Goðinn hefði reynst vel. Þetta væri gæðaskip í mjög góðu standi. Hann sagði að síðustu árin hefðu aðstæður verið að breytast og verkefni þess minnkað af ýmsum ástæðum, með- al annars vegna samninga trygg- ingafélaganna um björgunarlaun við Landhelgisgæsluna og Lands- samband íslenskra útvegsmanna. Nú væru fleiri skip tiltæk þegar á þyrfti að halda og væri leitað til þeirra sem næst væru þegar leita þyrfti aðstoðar. Vegna breyttra aðstæðna stóð til að hætta rekstri Goðans og var björgun Bergvíkur úr Vöðlavík eitt af síðustu verkefnum þess. Skip og skip- stjóri Björgunarskipið Goð- inn var 139 brúttólesta stálskip smíðað í Nor- egi árið 1962 og var í eigu Björgunarfélags- ins hf. Á myndinni hér til vinstri er Kristján Sveinsson skipsljóri, sem hefur stýrt skip- inu frá því að það kom til landsins, eða í 28 ár. Skipstjórí Hálfdáns í Búð Björgun frá sjó var útilokuð TOGARINN Hálfdán í Búð frá ísafirði hélt inn í Vöðlavík um kl. 13 í gær og dældi olíu í sjóinn í von um að lægja öldur að ein- hverju marki í víkinni. Skarphéð- inn Gislason, skipstjóri á Hálfdáni í Búð, segir að útilokað hafi verið að bjarga skipverjum Goðans frá sjó. Togarinn var staddur í Reyð- arfirði þegar tilkynning um strand Goðans barst frá stjórn- stöð þjálparsveitarinnar í Eski- firði og sigldi rakleiðis til Vöðla- víkur. Þangað kom hann um eitt- léytið. Tveir aðrir togarar frá Vestfjörð- um voru á þessum slóðum, Páll Páls- son ÍS og Heiðrún ÍS, og biðu þeir átekta fyrir utan víkina. Skarphéðinn segir að aðstæður í víkinni hafi verið „afspyrnuslæmar og útilokað að reyna björgun frá sjó. Þarna var haugasjór og bylur, ein átta vindstig, og skyggnið mjög lítið. Við komumst ekki nær en svo að við réttum sáum mennina".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.