Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994
B 9
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Með eða mótí náttúrunni
Nýja árið í Danmörku byrjaði meðal
annars með áköfum umræðum um hvort
ætti að viðhalda nafnleysi sæðisgjafa,
eins og hingað til, eða hvort börn getin
með sæði óviðkomandi, ættu rétt á að
fá að vita nafn hins líffræðilega föður.
Við hliðina á þessum umræðum eru svo
í gangi umræður eins og víðar, um alls
kyns vandamál og spurningar er tengj-
ast frjósemisaðgerðum. Þegar boðið er
upp á möguleika, sem þar til fyrir
skömmu var aðeins hægt að lesa um í
geggjuðum framtíðarskáldsögum, þá er
erfitt að halda áttum eða yfirleitt að
finna áttaviðmiðanir. Liggja þær í lækn-
isfræði eða siðfræði? Læknar og sér-
fræðingar eru spurðir, en þó þeir kunni
á tól og tæki til aðgerðanna, þá hvorki
eiga þeir né geta gefið svör um hinar
siðferðilegu viðmiðanir, sem aðgerðirn-
ar eiga að lúta. Þær eru bara mál hins
almenna borgara, sem sljórnmálamenn-
irnir þurfa á endanum að taka afstöðu
til. En hluti af þessum umræðum öllum
saman snýst um hugtakið „rétt“, um
rétt hinna og þessara til hins og þessa
og þær umræður leiða einnig hugann
að hve óhugnanlega útþvælt það hugtak
er, eða öllu heldur misnotað.
Hingað til hafa þeir, sem vilja leggja til
sæði sitt, svo hægt sé að fijóvga egg
kvenna, þar sem sæði makans dugir ekki
til, gert það án þess að nafn þeirra sé skráð
með innlegginu. Um leið er þeim bent á
að þar með geti síðar meir hvorki afkvæm-
ið haft upp á þeim, né þeir upp á því. Fyr-
ir hvern sæðisskammt hefur. þeim verið
borgað sem samsvarar um 1.500-2.000
krónum íslenskum. Sæðisgjafinn hefur ein-
ungis möguleika á að leggja inn sæðis-
skammt upp að vissum mörkum, svo hann
getur í mesta lagi unnið sér inn á milli
20-30 þús. Til að koma í veg fyrir blóð-
blöndun er sæði úr einum einstakling að-
eins notað í tíu til 35 fædd börn, fjöldinn
er misjafn eftir stofnunum. Einungis er
skráð hæð, þyngd, augn- og háralitur, lík-
amsbygging, fas, menntun og athugasemd-
ir um erfðaeiginleika sæðisgjafa, ef eitthvað
sérstakt er. Þegar kemur að því að velja
sæði til að frjóvga egg með, eru þessar
upplýsingar notaðar til að finna sæðisgjafa,
sem er sem allra líkastur hinum félagslega
föður. Og foreldrarnir eiga líka möguleika
á að láta taka frá sæði úr þeim sama og
notað var í sæðisgjöfina, ef þeir vilja eign-
ast annað barn síðar, þannig að börnin
verði alsystkin.
Upplýsingar um sæðisgjafa eru meðal
annars notaðar til að væntanlegir foreldrar
geti valið úr atriði, sem hæfa þeim sjálfum,
en nafn hans fylgir ekki. Nú hefur hins
vegar Danska mannréttindastofnunin viðr-
að þá skoðun sína að sérhvert barn hafi
rétt til að þekkja líffræðilegan uppruna sinn
og vísað til þeirrar sálarangistar, sem það
geti skapað að eiga ekki möguleika á þessu.
Máli sínu til stuðnings nefnir stofnunin að
ættleidd börn eigi aðgang að upplýsingum
um uppruna sinn og vitnar einnig til barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og annarra
bálka um réttindi barna. Á móti gerir stofn-
unin ekki ráð fyrir að sæðisgjafar eigi rétt
á upplýsingum um hugsanleg afkvæmi. Og
það er einnig til að koma í veg fyrir sál-
ræna erfiðleika barna að bannað er í Dan-
mörku að koma fyrir framandi eggi, frjóvg-
uðu með sæðisgjöf úr sæðisbanka. Annað
hinna félagslegu foreldra verður að vera
líffræðilegt foreldri barnsins.
Fyrirspurnir meðal sæðisgjafa benda til
að það muni heldur betur þynnast flokkur-
inn, ef nafnleyndinni verði hætt. Þeir eru
flestir námsmenn, sem hafa sæðisgjöfina
að smá aukavinnu er ¥i kærkominn vasa-
pening, en ekki af þvi föðurtilfinning eða
löngun til að dreifa erfðaeiginleikum sínum
reki þá til þess. Með öðrum orðum þá hafa
þeir engan áhuga á að taka upp samband
við barn, sem þeim finnst ekki að tengist
sér á nokkurn hátt. Þeir hafi að vísu lagt
til byggingarefnið að hluta, en líta á engan
hátt á sig sem föður, enda fá þeir ekki að
vita hvort eða hve oft sæði þeirra hefur
leitt til barnsfæðingar.
Hér stangast því á svokallaður réttur
barnsins til að vita nákvæmlega um líffræði-
legan uppruna sinn og svo hins vegar rétt-
ur sæðisgjafanna til að vera í friði fyrir
hugsanlegum afkvæmum sínum, sem þeir
hafa engar taugar til, nema þessar líffræði-
legu. Um þetta er deilt aftur á bak og áfram.
Barneignir: réttur eða möguleiki?
Annar þáttur í fijósemisumræðunni hefur
verið hvar aldurshámark fyrir fijósemis-
aðgerðum á konum ætti að liggja. Á að
gefa konum á sextugs- og sjötugsaldri
tækifæri til að eignast börn, rétt eins og
hefur gerst annars staðar? Þeir sem tala
fyrir háum aldri mæðra benda gjarnan á
að karlar geti verið að eignast börn fram
eftir öllum aldri, — lengi sígur í koðrann á
körlunum segja þeir á Suðurlandinu, — svo
hvers vegna ættu konur ekki að hafa rétt
til að eignast börn þó náttúrulegur bam-
eignatími þeirra sé liðinn?
í svona röksemdafærslu gerist það ein-
mitt gjarnan að hugtökunum „rétt“ og
„möguleikum" lýstur saman. Karlar eiga í
sjálfu sér engan rétt á að eignast börn,
hvenær sem er ævinnar, heldur er þetta
líffræðilegur möguleiki, sem þeim er eigin-
legur. Þessi líffræðilegi möguleiki gefur
kvenfólki tæpast rétt á að starfsfólk sjúkra-
húss eða fijósemisstofu taki að sér að sjá
henni fyrir þessum möguleika.
Hluta af getnaðarvandamálum nútímans
liggur í þeim dyntum náttúrunnar að sá sem
ekki vill, þegar hann getur, getur ekki þeg-
ar hann vill. Með öðrum orðum, þá gerist
það iðulega að konur, sem ekki hafa hugað
að barneignum fyrr en tekur að líða á fer-
tugsaldurinn, geta ekki átt börn, þegar þær
óska þess á þeim aldri. Opinbera heilbrigðis-
kerfið býður upp á ókeypis fijósemisaðgerð-
ir í visst mörg skipti fyrir til og með fertug-
ar konur, en einkastofur til og með 42 ára
aldurs. Það er töluverður þrýstingur á opin-
bera kerfið af þessum sökum að gæta rétt-
ar þeirra kvenna, sem þurfa á þessum að-
gerðum að halda. En um leið hlýtur að
vakna sú spurning hvort það sé réttur eða
möguleiki að eignast barn og hversu langt
eigi að ganga í að veita þessa aðstoð.
Sá á kvölina sem á völina
Ofan á allt þetta bætist að getnaðarað-
gerðir opna fyrir svimandi möguleika, sem
sumir eru aðeins fræðilegir en margir þeg-
ar framkvæmanlegir. Við glasafijóvgun er
hægt að sjá kyn hins fijóvgaða fósturs og
því væri í raun hægt að velja kyn barns-
ins. Litningaathúganir hafa um árabil verið
framkvæmdar við legvatnspróf og hugs-
anlega væri hægt að nota þær í sambandi
við getnaðaraðgerðir og um leið velja þá
ákveðna erfðaeiginleika framar öðrum. Og
svo er það nýbirtur möguleiki á að nota egg
úr kvenkynsfóstrum, sem á að farga við
fósturlát, þannig að líffræðileg móðir fæð-
ist aldrei. Þegar Makbeð, í samnefndu leik-
riti Shakespeares, er spáð því að hann
muni aðeins falla fyrir andstæðing, sem
ekki sé af konu fæddur, andar hann róleg-
ar, því þennan möguleika þekkti hann ekki.
Möguleikarnir hrannast upp, eftir því sem
læknum og vísindamönnum hugkvæmast
fleiri hundakúnstir í krossferð sinni fyrir
rétti fólks til að eignast börn og því miður
gerist það hraðar en svo að almenningi og
stjórnmálamönnum gefist tækifæri til að
móta sér skoðanir á því hvað sé siðferðilega
veijandi og hvað ekki. Það fer kannski að
styttast í að pör, sem freista þess að eign-
ast börn með aðstoð læknisfræðinnar, fái
tækifæri til að fylla út óskalista um hvem-
ig barnið eigi að vera. Hinn stóri meiri-
hluti, sem getur nýtt sér náttúruaðferðina,
kemst hins vegar hvergi að til að grípa inn
í rás náttúrurujar... nema náttúrlega að
það verði á endanum almennur réttur fólks
að fá að velja og hafna um kyn og erfðaeig-
inleika afkvæma sinna. Og þá verður hægt
að líta aftur með undrun og skelfingu, þeg-
ar ekkert var annað að hlaupa upp á en
það sem þá hét að Drottinn gaf og Drottinn
tók...
Sigrún Davíðsdóttir.
Námskeið
í Breið-
holts-
kirkju
NÁMSKEIÐ um helgihald og
hversdagslíf verður haldið í
Safnaðarheimili Breiðholts-
kirkju og hefst þriðjudaginn 18.
janúar kl. 20. Verða samverurn-
ar síðan annan hvern þriðjudag,
átta samverur alls.
Með námskeiðinu verður leitast
við að kynna kristið lífsviðhorf og
veita þannig þátttakendum hjálp til
tengsla við aðra, til að skilja sjálfa
sig betur, til að auka skilning á
gildi trúarinnar í hinu daglega lífi
og til að sjá hvernig sunnudagurinn
og guðsþjónustan geta glætt
hvunndaginn lífi, segir í frétt frá
námskeiðshöldurum.
Hugmyndin að þessu námskeiði
er sótt til lútersku kirkjunnar í
Bandaríkjunum og einnig hefur það
um árabil verið kennt bæði í Þýska-
landi og Noregi. íslenska gerðin
styðst við norska útgáfu efnisins
-sem hafði þegar verið aðlagað að
aðstæðum þar í landi.
Umsjón með námskeiðinu hafa
sr. Gísli Jónasson og Sveinbjörn
Bjarnason, guðfræðinemi. Nánari
upplýsingar um námskeiðið er hægt
að fá á skrifstofu Breiðholtskirkju.
GTM
Viltu komast í gott form,
léttast eða þyngjast.
Við getum
hjálpað þér.
Byrjendatilsögn,
einkaþjálfun,
leiðbeiningar um
mataræði,
fitumæling, fullkominn
tækjasalur o.fl.
Líkamsræktarvörur frá
MULTIKRAFT
] s f-Töföar til L Xfólks í öllum tarfsgreinum!
3Hi
Opið: Mán. - fös. 7.00 - 21.30 • Föstud. 7.00 - 20.30 • Helgar 10.00 -16.00
SKYNDIPRENT sf