Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
HJÓLBARÐAR eru í stöfl-
um í hillum og á fínsópuðu
gólfi, ásamt gúmmíslöng-
um, felgum og járnum. A
veggjum hanga almanök
með myndum af fjöllum
og fögrum listaverkum,
og í gluggakistunni endi-
langri er steinasafn úr
Viðey. Inn á þetta hjól-
barðaverkstæði hefur bíl
aldrei verið ekið. Otti Sæ-
mundsson hefur selt hjól-
barða í hálfa öld, en á
gamlársdag fannst honum
komið nóg og lokaði þessu
þekkta verkstæði í Skip-
holti 5, fyrir fullt og allt.
Eftir að hurðinni var
skellt í lás um ára-
mótin hefur Otti verið
að stússa á verkstæð-
inu, taka til og sort-
era. Þegar ég kem til
að kíkja inn í þennan karlaheim,
leiðir hann mig um verkstæðið og
heldur um leið fyrirlestur á kjam-
miklu máli um ófáanlega hjólbarða.
Hann sparkar vinsamlega í eitt
dekkið og segir: „Þetta er undan
fjörutíu og sjö módeli, þú færð það
hvurgi nokkurs staðar. Og komdu
héma ég ætla að sýna þér svolít-
ið,“ segir hann og fer með mig út
í port þar sem gúmmíslöngum og
ónýtum dekkjum er staflað í stóra
hrúgu.
„Þessu er öllu hent núna, held-
urðu að það sé eitthvert vit í þessu?
Elskan mín, áður var þetta nýtt í
skósóla. Ég sólaði skóna mína með
þessu þannig að þeir kostuðu mig
ekki meira en sjö krónur."
Gömul nælondekk
Þótt enginn nýti ónýt dekk leng-
ur, nýtir Otti sandinn aftur og aftur
sem hann stráir á gangstéttina og
bílastæðin fyrir utan hjá sér þegar
hálkan er mest.
„Svo sópa ég sandinum saman
aftur og set hann hér í þennan
poka,“ segir hann. „í þau rúm fjöru-
tíu og tvö ár sem ég hef verið hér
hef ég alltaf sópað fyrir utan. Það
er meira en hægt er að segja um
suma hér við hliðina, þótt það komi
þessu máli ekkert við.“
Og það er engu logið um það,
sama snyrtimennskan ríkir fyrir
utan og innan. Otti byggði Skip-
holt 5, sem er tæplega 800 fer-
metra hús upp á þrjár hæðir, árið
1950. Sjálfur hefur hann alltaf búið
á efstu hæðinni, umkringdur kven-
fólki alla tíð, eiginkonu og fjórum
dætrum.
Á verkstæðinu er aðeins einn
stóll og þar tylli ég mér niður. Otti
stormar um verkstæðið meðan við
tölum saman, grannur og kvikur,
og leikur allt um leið og hann seg-
ir mér frá.
„Þetta eru 240 fermetrar með
götu,“ segir hann, þegar ég spyr
hann út í húsnæðismál, og á þá við
verkstæðið. „Þegar ég byggði héma
Morgunblaðið/Kristinn
sögðu menn að ég væri ruglaður
að fara út úr bænum. Og þá var
allt skammtað, sement, timbur, allt
byggingarefni og hjólbarðar. Feng-
ust ekki hjólbarðar á landinu."
Hann stikar að stóru tréborði,
dregur út timbursveðju og segir
eilítið dularfullur í framan: „Með
þessu þynnti maður út gúmmíið þar
til hægt var að nota það í bætur."
Þar sem hann stendur þarna með
sveðjuna ber maður að dyrum, síð-
búinn viðskiptavinur, sem spyr
hvort hann eigi gömlu nælondekkin.
„Hvaða stærð? þmmar Otti, og
fer með hann inn í bakherbergið.
„Þú færð ekki þessi dekk á íslandi
lengur," heyri ég að hann segir.
Eftir orðaskipti koma þeir fram og
maðurinn hverfur út.
„Þeir halda þessir menn að mað-
ur geti legið með dekk í fjörutíu
ár án þess að fá vexti,“ segir Otti
snúðugt, „halda svo bara að maður
láti þá fá eitt ókeypis af því maður
er hættur. Þetta er eins og þegar
menn vildu að ég gæfi þeim dekk
í álfabrennur, sumir voru svo frekir
að þeir vildu fá heilan bíl takk fyr-
ir. Aðrir vom þakklátir fyrir að fá
bara fjögur þótt ég byði þeim tíu.“
- Og nú ertu hættur eftir öll
þessi ár, er engin eftirsjá?
„Ég er orðinn 75 ára og það er
annað hvort að hætta þessu núna
'eða halda áfram þar til maður dett-
ur ofan í kassann," segir hann og
blikkar mig aðeins.
Frægur blaðasali
Otti segir að það séu ein 15 eða
18 ár síðan menn fóm að taka bíl-
ana inn á verkstæðin. „En hér hef-
ur aldrei bíll inn komið. Hér hefur
allt verið gert með handafli. Maður
hefur legið undir bílunum hér fyrir
utan eða á hnjánum fyrir framan
þá og skrúfað og tjakkað þetta allt
saman með handafli. Nú fara bíl-
arnir á lyftur og menn standa með
loftbyssur og rífa af dekkin."
Hann sýnir mér að sjálfsögðu
með látbragði hvemig það er gert.
- Hvemig stóð á því að þú fórst
að selja hjólbarða?
„Það vantaði mann á hjólbarða-
verkstæðið í Sænska frystihúsinu,
það var árið ’42. Svo flutti ég hing-
að uppeftir árið 1950 og flentist í
þessu.“
- Þú hlýtur nú að hafa átt ein-
hveija aura úr því að þú gast byggt
allt þetta hús?
Hann ansar ekki þessu með aur-
ana.
„Ég fékk ekkert að gera í fjögur
ár,“ segir hann eins og það hafi
verið mér að kenna. „Nú maður
reyndi að vera duglegur og vinna
vel. Er það kannski ekki merkilegt
að hafa aðeins verið veikur í einn
dag í fimmtíu ár? Ég fékk reyndar
felgjujárn í andlitið og var slæmur
í tólf daga. En það er ekki að vera
veikur."
- Nú varst þú eitt sinn frægur
blaðasali, byijaðir þú þá að safna
aurum?
„Enginn hefur selt eins mörg
blöð á Islandi og ég,“ segir hann.
„Ég seldi Morgunblaðið á tíu aura
og fékk þijá aura fyrir blaðið, en
það kemur þessu máli ekkert við.
Ég byijaði þrettán ára gamall að
Otti Sæmundsson
hefur selt
hjólbaróa i hólfa
öld og hefur
aóeins einu sinni
tekið sér
veikindafri, i
einn dag
selja blöð, seldi á fullu í sjö ár og
maður lagði ýmislegt á sig fyrir
þijá aura,“ segir hann og blikkar
mig.
- Mér er sagt að þú hafir sóst
eftir því að að selja blöðin á kirkju-
tröppunum, sem var auðvitað bann-
að, og svo varstu sektaður?
„Nei,“ segir hann snöggt. „Mér
var stungið inn.“
- Stungið inn?
„Já því ég seldi á messutíma.
En það var góður maður sem fékk
mig leystan út.“
Vinnuþjarkur
Sagt er að það hafi heyrst í Otta
um allt holtið þegar hann var að
vinna. Ekki mun það þó hafa verið
söngur, þótt Otti hafi alltaf haft
unun af góðum tenórum, og varla
hefur selskapurinn á verkstæðinu
vakið þessa kæti, því Otti Sæ-
mundsson hefur unnið einn alla sína
tíð. Það var víst bara svona gaman
að lifa.
- Hvers vegna hefurðu alltaf
verið einn á verkstæðinu?
„Ég hef nú fengið aðstoð þegar
mikið hefur legið við. En það er
bara oft betra að gera verkin sjálf-
ur, þá eru þau unnin. Menn spyija
hvernig ég hafi getað unnið svona
mikið. Jú ég vann oft átján tíma á
sólarhring, allt þar til ég riðaði af
þreytu og þurfti að taka um höfuð-
ið. Nú maður stoppaði andartak og
svo hélt maður bara áfram að vinna,
það var annað hvort að duga eða
drepast. Hefurðu ekki þræla,
spurðu menn. En ég segi bara, ef
þú ert duglegur og vinnur af hörku
þá hefurðu meira upp úr því.“
- Þú hefur þá líka sparað þér
launakostnað?
„Þar fyrir utan, en ég tók ekkert
sumarfrí. Á 48 árum hef ég í mesta
lagi tekið þijá mánuði í frí. En það
er önnur saga og kemur þessu
máli ekkert við.“
- Mér er sagt að dóttir þín hafi
eitt sinn skammað þig af því henni
fannst þú svo hvefsinn við einhvern
kúnna og að þú hafir sagt að hann
hafi verið svo dónalegur fyrir 25
árum?
Það er greinilegt að Otti hefur
engu gleymt og ætlar ekkert að
gefa eftir í þessu máli. „Ég var í
sólbaði úti á altani á sunnudegi
þegar maður kom með dekk og bað
mig um að gera við það í hvelli.
Ég gerði við dekkið á sundskýlunni.
Maðurinn náði í dekkið eftir þijá
mánuði."
Hann stikar út að glugga. „Það
mundi enginn trúa því hversu dóna-
legir menn gátu verið. En það voru
bara einn á móti tíu. Það var nú
ekki ástæða til að vera með dóna-
skap því nú var þjónusta okkar á
hjólbarðaverkstæðum miklu ódýrari
en rakaranna hérna uppfrá."
- Já, hvernig var það, langaði
þig ekki til að verða rakari hér
áður fyrr?
„Ha? Nei, nei,“ segir hann og
kemur sér undan því að svara þessu.
„Það er svolítið gaman að þessu,“
bætir hann við annars hugar. Svo
nær hann sér á strik aftur, stormar
um verkstæðið og segir með þjósti:
„Ég var nú eitt sinn á konsert í
Þjóðleikhúsinu þegar ég var kallað-
ur upp til að ná í dekk!“
Hann sér að nú verð ég mállaus
af hneykslun.
„Og svo kom það ekki ósjaldan
fýrir að menn gleymdu veskinu sínu
heima þegar kom að því að borga,“
bætir hann við og blikkar mig að-
eins.
Ég spyr hvort hann hafí skrifað
hjá mönnum?
„Skrifað?,“ segir hann dræmt.
„Nei, þú færð aldrei borgað það sem
þú lánar. Það er undantekning. En
þó fékk ég lengi lambsskrokk á ári
ffá manni sem ég lánaði stórpen-
ing. Ég lánaði honum 35 þúsund
gamlar í þrjá daga og ég fékk hvern
einasta eyri borgaðan til baka.
Þetta var fyrir þijátíu árum. Hann
verslaði við mig þar til hann dó.“
- Þetta hefur nú verið mikill
peningur í þá daga?
„Ætli það sé ekki um þijú hundr-
uð þúsund í dag. Hann var með
ávísun frá Vegagerðinni sem eng-
inn vildi skipta. Hann vantaði þenn-
an pening fyrir helgi því hann var
með átta manns í vinnu. Ég var
með þessa peninga í vasanum og
lét hann hafa þá. Tók öngva kvitt-
un.
Strákarnir hans sögðu mér að