Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994 NÝÖLDIN Í NÝJU LJÓSI Dulúó er skemmtileg en dugar skammt eftir Dóru Magnúsdóttur Umræðan í þjóðfélaginu hefur á stundum snúist um hvort ósýnilegar ver- ur svo sem geimverur eða álfar séu til. Vangaveltur þessar náðu hámarki þeg- ar Hafnarfjarðarbær gaf út huliðsheimakort og svo aftur þegar fólk þyrptist hvaðanæva að til að fylgj- ast með lendingu geim- vera á Snæfellsnesi. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um þessi mál og hafa margir orðið til að út- hrópa þessar verur; segja þær hindurvitni og engin marktæk rök sanni tilvist þeirra. Hugmyndir um ósýnilegar verur, svæða- nudd, sljörnuspeki, anda- trú, orkusteina, heilun, sjálfsrækt, reiki, kjarnol- íur o.s.frv. eru gjarnan settar undir einn og sama hattinn sem kallaður er „Nýöld“. Nýöldin er öld Vatnsberans, öld sem okkar tilvistarstig er sagt vera færast inn í. Fólk sem aðhyllist þessar kenningar telur að við verðum að undirbúa okk- ur vel fyrir breytta tíma. tla má að allur þorri fólks hafi velt fyrir sér nýaldarfyrirbærum án þess að hafa nokkurn tíma téngt þau við öld Vatnsberans. Fjöldi fólks hefur látið spá fyrir sér, les stjörnuspár, gengur með lukkusteina og hefur farið í andaglas. Andatrú er einnig gjarn- an sett undir hatt nýaldar. Mörg þessara fyrirbæra eru ævaforn, sum ættuð úr öðrum heimsálfum en önnur eru ný af nálinni. Eftir því sem fylgjendum nýald- arinnar hefur vaxið ásmegin hefur þeim einnig ijölgað sem hafa gagn- rýnt einstaka eða alla þætti nýald- arinnar. Sumir eru mjög einarðir í afstöðu sinni en öðrum nægir að lýsa yfír að þeir séu ósammála ýmsu sem þar kemur fram. Þessir aðilar ganga út frá ólíkum forsend- um í gagnrýni sinni m.a. vísindaleg- um og trúarlegum forsendum. Óskilgreind hugtök Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur er einn þeirra sem gagn- rýnt hafa hugmyndir nýaldarsinna. „Persónulega hef ég engan sér- stakan áhuga á þessum málum né gefíð mér nokkurn tíma til að kynna mér þau,“ segir Ari Trausti og und- irstrikar að hann er ekki svarinn andstæðingur nýaldarinnar. „En þegar fólk fer með botnlaust rugl um þau vísindi sem ég þekki best til þ.e. jarð- og stjömufræði hef ég fundið mig knúinn til að tjá mig.“ Ari Trausti segist einungis vera þess megnugur að tja sig um þá hluti sem hann hefur sérþekkingu á. Hann hefur sérstaklega gagnrýnt notkun orkusteina til lækninga, stjörnuspeki og stjömuspár og nú síðast fljúgandi furðuhluti. Hann segir að í nýaldarfræðunum sé margt að finna, í raun bæði allt og ekkert. Þarna sé hópur manna sem blandar saman raunvísindum og dulúð og býr til nýja hluti sem ekki er hægt að færa sönnur á. Hugtök- um úr raunvísindum s.s. rafsegul- áhrifum, segulsviði og orku sé hnoð- að saman við hugmyndir nýaldar og út komi óskilgreind hugtök eins og hugarorka, steinaorka, alheims- orka og fleira. Ari Trausti segir að steinar leysi ekki orku úr læðingi né geti segul- armbönd sent strauma. „Þú getur alveg eins sett venjulegt grjót í vasann eða keypt þér nagla í Brynju.“ Allir hlutir hafa kjarnorku en Ari Trausti segir nýaldarfólk vera að tala um aðra hluti. Kjarn- orka leysist ekki auðveldlega úr læðingi. Hann segir einnig áru manns- líkamans vera staðreynd. „Það er rafmagn í okkur öllum, til að mynda eru taugaboð send með veikum raf- segulbylgjum. Þessar rafsegul- bylgjur hafa mismunandi liti og hægt er að mynda þær en það er . ekkert dularfullt við þær. Hvað þá að hægt sé að segja nákvæmlega til um veikindi manns eða skilgreina persónuleika hans út frá árunni. Það er eðlilegt að litimir í árunni séu mismunandi eftir ástandi við- komandi. Það er munur á því hvort fólk er þreytt, æst, í slökun eða sofandi.“ Manninum fylgir sú þörf að trúa á eitthvað sem hann ekki skilur og nýöldin er ekkert annað en fram- hald af því, segir Ari Trausti. „Þessi gegndarlausa sölumennska í kring- um þetta allt saman er einnig gagn- rýni verð. Fáfróðu fólki er talin trú um að steinar hafí lækningamátt, t.a.m. fjarlægi nýmasteina. Það er einnig dapurlegt að fólk skuli í sum- um tilfellum frekar leita til handayf- irlagningarmanna og reikimeistara með sín veikindi en til lækna. Að Dæmin sanna aó óhefóbundnar lækningar eru alla jafna ekki hættulegar, allavega ekki hér á landi. Nú má vera aó þaó breytist vió tæknivæóingu kuklaranna. vísu mætti sumt betur fara hjá læknunum, þeir eru stundum einum of duglegir við að skrifa nýja lyf- seðla.“ Að lokum telur Ari Trausti það gagnrýni vert að fólk taki mikil- vægar ákvarðanir út frá afstöðu stjarnanna. I stjörnuspekinni hefur fólk gefíð sér forsendur sem ekki standast. Stjömurnar eru valdar án tillits til vemleikans. Mannþekkjar- ar geta auðveldlega búið til skap- gerðarímynd fyrir fólk sem á al- mennt vel við. „Til þess að ég geti trúað einhveiju af þessu verður að sýna mér haldbær vísindaleg rök,“ segir Ari Trausti. Öld vatnsberans framundan Guðrún Bergmann talsmaður Nýaldarsamtakanna segir samtökin byggjast á hópi fólks sem hafi sjálfsþroska að markmiði. „Önnur meginmarkmið eru að efla virðingn fyrir sjálfum okkur, öðmm og lífinu í heild, ... að breyta heiminum til hins betra... og að rækta líkamann, þroska hugann og næra andann. „Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að ef maður vill breyta heiminum verður maður að byija á sjálfum sér og til þess eru margar leiðir s.s. reiki, stjömuspeki, Mika- elfræði, breytt mataræði, hugleiðsla og þannig mætti lengi telja. Guðrún segir að allar leiðir séu nothæfar sem stuðli að betra mannlífi. Ef til vill er það þess vegna sem fólki fínnst gjarnan að innan nýaldarinn- ar sé svo til allt að finna. „Við emm að fara inn í aðra al- heimstíðni, öld Vatnsberans. Þessi tíðni lýsir sér m.a. með meiri hraða á öllum hlutum. I dag er til að mynda meiri hraði á öllu en var fyrir aðeins tíu árum. Þéttleiki efn- isins er ekki sá sami í nýrri tíðni og því komumst við auðveldar í tengsl við önnur vitundarsvið.“ Máli sínu til sönnunnar nefnir Guð- rún að umræða um geimvemr og aðrar verur s.s. álfa hafi aukist mikið að undanfömu. Gefnir em út tugir bóka um geimvemr en fólk ræddi ekki um þær fyrir fáum árum. „Víddir eru að ganga saman, efnið er lausara í sér og þess vegna er okkur fyrst núna kléift að hafa samband við geimverur." „Það er ljóst að við getum ekki boðið jörðinni upp á sömu meðferð í framtíðinni og hingað til. Þess vegna verðum við að læra'að hugsa öðmvísi." Guðrún segir það of al- gengt að fólk vinni ekki úr sínum málum og erfíðleikum. Það situr eftir með tómleikatilfinningu og veit ekki hvað til bragðs eigi að taka. Hún segir að með sjálfsrækt geti einstaklingurinn losað sig úr fjötrum fortíðar og tekið á móti ljós- inu. „í nýrri öld er ljósmagnið að breytast, tíðni ljóssins eykst. Til þess að gerast ljósvemr og geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.