Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994 B 29 Tískuskólar á íslandi í yfir 30 ár - rétt skal vera rétt HÁRGRÆÐSLA REGENCY CROWN Hair Loss Advisory Clinic er ensk hárgræðslustofa i fremstu röð sem býður íslendingum uppá það allra besta: Tækni sem flytur hársrætur þangað sem þeirra er þörf! Minna mál en þú heldur. Frá Unni Arngrímsdóttur: ÉG HRÖKK í kút þegar ég fékk Morgunblaðið í morgun, fimmtudag 13. janúar, og las viðtal við Kol- brúnu Aðalsteinsdóttur, þar sem hún fullyrðir og heldur fram að Módelmynd hafi verið brautryðjandi í þjálfun fólks til sýningastarfa og aðrir skólar hafi tekið upp hug- myndir hennar um námsefni, meira að segja segist hún hafa rutt braut- ina. Þetta er alrangt hjá Kolbrúnu. Þetta gefur ranga mynd af starfi þeirra sem hafa í tugi ára annast kennslu í þessum efnum. Ég veit að Kolbrún lærði á námskeiði hjá Karonsamtökunum. Ég ætla að rekja sögu tískuskóla allt aftur að árinu 1958. Þá kynnt- ist ég Tískuskóla Sigríðar Gunnars- dóttur sem var frábær skóli, góð kennsla og þar steig ég mín fyrstu spor undir hennar leiðsögn á sýn- ingarpallinum. Ég stofnaði Snyrti- og tískuskól- ann árið 1962. Bæklingur skólans segir svo um kennslugreinar: Snyrt- ing, framkoma, siðvenjur, ganga, hárgreiðsla, borðsiðir o.fl. Módel- samtökin voru stofnuð 1967 upp úr Snyrti- og tískuskólanum og eru nú bæði með fjölbreytt námskeiða- hald og umboðsaðilar fyrir tísku- sýningar og auglýsingamyndir. Þá gaf ég út fyrsta myndabækling hér á landi með módelum sem höfðu farið á módelnámskeið og höfðu nokkra reynslu í sýningarstörfum. Debetkortaruglið Frá Reyni Baldurssyni: ÞEGAR þetta er ritað stendur markaðssetning bankanna á debet- kortunum sem hæst. Bankarnir róa lífróður og beita öllum ráðum til að lokka viðskiptavini til sín með því að bjóða ókeypis debetkorta- þjónustu (til að byija með) og beita þar með svæsnustu aðferðum eitur- lyfjabaróna eins og þær gerast best- ar (eða verstar). Heilsíðuauglýsing- arnar í dagblöðunum vekja athygli mikla, einkum vegna þess hversu erfitt er að átta sig á hvað sé verið að auglýsa. T.d. er engu líkara en að daman í einni helstu auglýsing- unni sé að lýsa því hversu þægileg og örugg ákveðin tegund dömu- binda sé með sínu lokkandi augna- ráði, jafnvel að vængjaslátturinn sé dásamlegur, frekar en að um aug- lýsingu á tiltekinni bankaþjónustu sé að ræða. í skjóli vaxtaokurs, samráðs í verðlagningu á þjónustu, óhóflegrar launaskömmtunar „toppanna" í bankakerfínu, eyðslu og óráðsíu, ætla bankarnir eina ferðina enn að velta kostnaði yfir á viðskiptavini sína. En það er alveg á hreinu og bönkunum á að vera það fullljóst að almenningur í landinu mun ekki sætta sig við þessi auknu þjónustu- gjöld bankanna sem stefnir í með tilkomu debetkortanna og þeirrar gífurlegu hækkunar sem bankarnir hafa boðað á tékkareikningum, auk hækkana annarra gjalda á banka- þjónustu. Sem dæmi um viðhorf þeirra sem starfa í bankakerfínu kom fram í viðtali við Ágúst Einarsson formann bankaráðs Seðlabankans í haust þegar fjaðrafokið var sem mest út af jeppanum hans Jóns, að hann skildi ekkert í þvi að almenningur væri að setja fyrir sig hvort einn bíll kostaði milljóninni meira eða minna. Þetta lýsir hugarfarinu, þetta sýnir og hversu innsnjóaðir og siðblindir menn geta verið. En það er auðvitað vegna þess að þess- ir menn eru famir að upplifa spill inguna sem eðlilegan hlut. Siðferð- ismatið hefur einfaldlega brenglast svo ekki verður um villst. Það er skelfilegt fyrir landsmenn að sitja uppi með svona fíra í jafn miklum ábyrgðarstöðum í bankakerfinu. Einnig er afstaða bankastjóra Landsbankans, Halldórs Guð- bjarnasonar, athyglisverð í útvarps- þætti á dögunum. En hann telur að fólkið sé svo vitlaust að það fatti ekki hvað debetkortin eru sniðug og að það hafi misskilið allt saman! Slík afstaða dæmir sig auðvitað sjálf. Á þeim tíma sem landsmönnum er gert að herða hina margfrægu sultaról, ryðjast bankarnir fram á völlinn með debetkort sín og ætla viðskiptavinum sínum að bera um- ræddan kostnað, auk þess sem hækkað verð á tékkheftum er boðað og færslugjöld ýmiskonar. Þar fyrir utan hafa bankarnir tekið upp þá nýjung að skrá hvern tékka um leið og hann er framseldur í banka í stað þess að bíða eftir lokun að skrá þá. Það hefur í för með sér að Jón Jónsson sem hafði slysast til að fara yfir á heftinu hefur ekki „daginn eftir“ til klukkan fjögur að koma sínum málum í lag án þess að fá Fitkostnað. Ég tel það alveg fullvíst að al- menningur mun, ef framangreind hringavitleysa bankanna gengur eftir, óska eftir að fá laun sín út- borguð í reiðufé til að losna við að greiða væntanleg færslugjöld. Bankarnir eiga að taka til í eigin ranni með hagræðingu og viðeig- andi aðgerðum (t.d. lækka kaup og fríðindi bankastjóranna), en ekki sífellt að velta kostnaði yfir á við- skiptavini. Pyrr verður ekki sátt um debetkortin. Fólk er búið að fá nóg af gegnd- arlausu vaxtaokri undanfarinna ára. Ekki er vanþörf á að bankam- ir fari að huga að því að bæta ímynd sína áður en hlaupið er út í svona vitleysu. REYNIR BALDURSSON Æsufelli 2. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Hálsmen töpuðust TVÖ brún hálsmen töpuðust við Reykjavíkurtjörn í síðustu viku. Annað er stutt með ljósum tré- perlum, hitt með stórum jaspis- steini og í leðuról. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa sam- band í síma 46985. Herðasjal tapaðist GRÁTT langt herðasjal (ekki hyrna), með pijónaðri pífu á báðum endum, tapaðist í desem- ber sl. en ekki er vitað nákvæm- lega hvar. Kannist einhver við þetta er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 51731 eftir vinnutíma. GÆLUDÝR Kettlingar fást gefins ÞRÍR átta vikna gamlir kettling- ar, óska eftir góðum heimilum. Þeir eru kassavanir. Uppl. í síma 52298. Margar nýjungar hafa bæst við á árunum svo sem herranámskeið, ijálfun á sýningarfólki, undirbún- ingur og æfingar fýrir stúlkur sem ætla í fegurðarsamkeppni. Svo bættist við litgreining, sjálfsvörn, myndatökur, námskeið fyrir starfs- menn fyrirtækja og svo fyrirlestra- hald svo eitthvað sé nefnt. Skóli Andreu var stofnaður um líkt leyti með svipaðar kennslu- greinar. Karonskóli Hönnu Frí- mannsdóttur kom svo í kjölfarið og þá fóru þessi'r aðilar að leggja meiri áheslu á að leiðbeina verðandi sýn- ingarfólki (módelum) um allt það sem varðar starf sýningarfólks. Heiðar Jónsson snyrtir stofnaði sinn skóla fyrir nokkrum árum. Margar ungar stúlkur hafa byij- að sinn sýningarferil hjá Módelsam- tökunum og komið fram á ýmsum vettvangi bæði í fegurðarsam- keppni Islands, á tískusýningum og í auglýsingum. Margir kannast við Andreu Brabin, Fordsúpermódel, Unni Kristjánsdóttur, Unni Steins- son, Guðnínu Möller, Biynju Nord- qvist, Önnu Heiðrúnu Björnsdóttur, sem vann titilinn Miss World Uni- versity 1992, en Módelsamtökin eru umboðsaðilar fyrir þá keppni, Unn- ur Guðný Gunnarsdóttir fór í þá keppni í haust og vann þar titilinn Miss Europe 1993, og Svölu Björk Arnardóttur fegurðardrottningu ís- lands 1993. Módelsamtökin eru enn í fullum rekstri hvað varðar námskeiðin og tískusýningar og sem umboðsaðili. Sem dæmi um það voru yfir 50 tískusýningar sl. ár fýrir utan myndatökur og ferðir erlendis með tískusýningar. Við kennum ekki bömum, því böm eiga að vera þau sjálf í þessu starfi, en við byijum að undirbúa stelpur og stráka frá 13 ára aldri. Þegar stórfyrirtæki leita að mód- elum svo sem ilmvatns- og snyrti- vömframleiðendur, vilja þau fá full- mótað, þroskað andlit með ákveðinn karakter bak við vöru sína. í því módeli liggur meiri festa og svip- brigði sem verður ímynd vörunnar því varan stendur ekki ein og sér. I öll þessi störf þarf kunnáttu og mikla reynslu sem tekur mörg ár að ávinna sér. Að lokum vil ég taka það fram að þessir aðilar sem hafa kennt og leiðbeint íslendingum um góða siði í framkomu, snyrtingu o.fl. og ekki síst mannleg samskipti eiga þakkir skildar. Módelsamtökin ætla að halda áfram með námskeiðin um ókomin ár. Koma með nýjar hug- myndir um að markaðssetja íslensk- an ullariðnað og margt fleira sem er á döfinni hjá Módelsamtökunum á þessu nýbyijaða ári. UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR Birkigrund 39 Pennavinir TVÍTUGUR Ghanapiltur með áhuga á tónlist, kvimyndum og ferðalögum: Ben Phillips, P.O. Box 390, Cape Coast, Ghana. BANDARÍSKUR karlmaður sem getur ekki um aldur en er tækni- maður hjá Bell-símafyrirtækinu og vill eignast íslenska pennavini. Hyggur á íslandsferð: Jimmie M. Brandon, 13555 Kit Lane 162, Dallas, Texas 75240, U.S.A. Frá Finnlandi skrifar stúlka sem getur ekki um aldur en vill eignast 19-25 ára pennavini: Kirsi Yla-Uiteli, Ayrikoja 10, 17200 VlUiksy, Finland. „Sælir. Grúnur hciti ég. Swnir kxrn sig kollóttn um hárlos. Þeir um pnö. Mér finnst pnð ömurlcgt. Rei/ndi nlls konnr vökva og vítnmín. Hnfdi ekkert að segjn. Ég er ekki hégómlegri cn gengur og gerist. Þettn bnrn slxr mig tít nf lnginu: Spitrning um sjálfsöryggi. Þnð er nllt og sumt." ÞÚ FÆRÐ: © Hárið þitt aftur © Ábyrgðarskírteini (ævilöng ábyrgð) © Ókeypis ráðgjöf Upplýsingar í síma 628748 Síðar: „Jxjn. Hvernig líst ykkur á? jújú, pettn cr mitt eigið hár. Vex ævilangt. Knunski pú ættir nð prófn?" Veggsamstæða kr. 37.900 stgr. Litir: Svart m/bláum, beyki eða gráum hurðum, beyki og hvítt Bókahillur Skrifborð Kommóður (margar gerðir) tn~ J— u — Ótal litir Verð frá kr. 3.950 Hvítt/svart/beyki/fura Verð frá kr. 5.900 Svart/hvítt. Beyki/fura Verð frá kr. 2.900 HIRZLAN SF. húsgagnaverslun í Garðabæ, Lyngási 10, sími 654535. 1 I I Landsbanki íslands auglýsir nú fimmta árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1994 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1994 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkirtil fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkurtil listnáms. Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka (slands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7, 155 Reykjavík Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.