Morgunblaðið - 16.01.1994, Page 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
11-20
O 1992 Fa/cus Carloons/Dislnbuled by Uraversal Press Syndicale
/y þaheru einhvetfirs&n steLoc 'bre-Jc^
. JbLemmum cx 2-hat&. Far&u öbrne&þÁ, .
Ættum við að hittast aftur á
morgun, á sama stað og sama
tíma?
Hann virðist ekki vilja láta
kyssa sig
HÖQNI HREKKVlSI
BRÉF TTL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Aikido, nútíma sjálfs-
varnaríþrótt í anda friðar
Frá Marteini Bj. Þórðarsyni:
Aikido er aðferð til að þjálfa lík-
ama og huga til samræmis og vellíð-
unar. Aikido er einnig sjálfsvarnar-
list þar sem kennd cr sjálfsvarnar-
tækni sem byggð er á japönskum
hefðum.
Orðið aikido er samansett úr
þremur japönskum orðum, ai sem
þýðir samsæri, ki sem þýðir lífs-
kraftur og do sem þýðir leiðin,
aikido þýðir þá „leiðin til samræmis
lífskraftinum". Þó aikido sé æft sem
sjálfsvörn, er ætlunin með æfingun-
um að ná samræmi og auka lipurð,
einbeitingu og tilfinningu fyrir
hreyfmgum. Aikidotæknin er byggð
upp á hringlaga hreyfingum sem
án undantekninga fylgja lögum
náttúrunnar og lenda aldrei í
árekstri við þann kraft sem þú
mætir, heldur leiða hann áfram svo
að hann falli um sjálfan sig, án
þess að til kraftakeppni komi.
Aikidohreyfingamar em í eðli sínu
svo mjúkar að vel útfærðri tækni
má næstum líkja við dans.
Engin keppni
Þó að Aikido sé æft sem sjálfs-
varnarlist þá er ekki talað um and-
stæðinga. Sá sem þú gerir æfing-
arnar með er félagi þinn, sem hjálp-
ar þér í þinni þróun við æfingarn-
ar. Hreyfingarnar og hin sérstaka
einbeiting sem þær krefjast gera
það að verkum að það sem vinnst
er sigur á sjálfum sér. Það er ekki
heldur nein árásartækni í Aikido,
sem gerir það að verkum að keppni
er ómöguleg.
Heimspekilég íþrótt
Aikido-þjálfun og tækni eiga
uppruna sinn að rekja í austur-
lenska heimspeki. Markmið þjálfun-
arinnar er að skapa samræmi í lík-
ama og hug, skerpa einbeitingu og
þol og stuðla að bættu heilsufari.
Hægt er að tala um nokkurs konar
hugleiðslu í hreyfingu þar sem að
hver æfing er nokkurs konar hreins-
unarathöfn. Með þessu þróar maður
með sér lipurð og lítillæti. Hvorugt
getur verið án hins.
Aikidotækni og hreyfingar hafa
þróast út frá heildrænni sýn á
manneskjuna, líkama hennar og
sál, og á sér þúsund ára hefð í Jap-
an. Það þýðir ekki að tileinka sér
þessa tækni án þess að kynna sér
þær hugmyndir og heimspeki sem
liggja þar að baki.
Uppruni Aikido
Aikido á rætur sínar að rekja til
Daito-aiki-jutsu sem er bardagalist
sem varð til í kringum 800, af Sadz-
umi sem var prins og einn af sonum
keisarans. Það var lengi æft leyni-
lega af litlum hópi Samuraja.
Árið 1911 byrjaði Morihei Ues-
hiba að æfa hjá meistara Daito
skólans og var hann þá 28 ára
gamall. En hann hafði frá fjórtán
ára aldri lært hinar ýmsu japönsku
bardagalistir. Ueshiba náði ótrú-
legri leikni en var samt ekki ánægð-
ur. Hann vildi ekki bara vinna and-
stæðinginn, heldur finna leið til að
yfirvinna sjálft ofbeldið. Hann vildi
gera iðkendur sjálfsvamarlista sið-
ferðislega meðvitaða um ofbeldi.
Þess vegna þróaði hann aikido og
byijaði að kenna það. í fyrstu var
hann mjög kröfuharður við val á
nemendum, og valdi sérstaklega þá
sem hann kenndi, en með tímanum
gaf hann leyfi til almennrar út-
breiðslu aikidosins.
Morihei Ueshiba æfði og kenndi
aikido þar til hann lést árið 1969.
I dag er sonur hans Kisshomaru
Ueshiba höfuðstjórnandi Aikido Ai-
kikai foundation en yfir þúsund leið-
beinendur finnast víðs vegar um
heiminn.
Aikido á íslandi
Hér á landi hefur Aikido verið
iðkað síðan í janúar 1992 og hefur
myndast trúfastur hópur fólks á
öllum aldri sem æfir reglulega.
Barnastarf hófst í fyrsta sinn í sept-
ember sl. og nú í desember tóku
þau sínar fyrstu gráður.
Innblæstrinum er haldið við með
samskiptum við erlenda aikido-
klúbba.
Aikidoklúbbur Reykjavíkur er
aðili af alþjóða aikidosamtökunum
Aikikai foundation.
MARTEINN BJ. ÞÓRÐARSON,
formaður Aikidoklúbbs
Reykjavíkur.
Franskur huglæknir vill
samband við
Franskur huglæknir að nafni
Gauguet hafði samband við Morg-
unblaðið og lýsti yfir áhuga á því
að komast í samband við Islend-
inga. Biður hann um að þeir sem
hafi áhuga sendi honum bréf, þar
sem vandamálum viðkomandi er
lýst ásamt upplýsingum um nafn,
Islendinga
fæðingardag, nýlegri ljósmynd og
frímerktu umslagi.
Heimilisfang hans er:
Monsieur Gauguet - Chez Mad-
ame Petit
„La Foret“
F-16140- Tusson
FRANCE ,
Víkverji skrifar
orri, Ijórði mánuður vetrar,
hefst föstudag í 13. viku vetr-
ar, að þessu sinni 21. janúar. Fyrsti
dagur í þorra hefur verið nefndur
bóndadagur, einnig miðsvetrardag-
ur. Fyrri tíðar fólk kallaði og sumt
hvert janúarmánuð miðsvetrarmán-
uð.
Orðabók Menningarsjóðs segir
orðið þorrabiót hafa merkt miðs-
vetrarblót að fornu, samkomu eða
veizlu á fyrsta degi þorra. Blót
munu í heiðnum sið hafa farið fram
í hörgum eða hofum, sem nefndust
vé. Miðsvetrarblót munu og hafa
tengst þeirri staðreynd að dag var
tekið að lengja; vegferð til vors var
hafin, framundan var betri tíð með
blóm í haga!
xxx
Idag er þorrinn allur, frá bónda-
degi til konudags, fyrsta dags
í góu, það er fyrsta sunnudags í
18. viku vetrar, blót á blót ofan hjá
landsmönnum með tilheyrandi til-
breytingu í mat og drykk. Þannig
stytta þeir skammdegið - sem og
með áramótagleði, þrettándanum,
árshátíðum og öðrum uppákomum.
Að þessu sinni eru prófkjör eins-
konar viðbótaruppákoma á þorran-
um og stytta skammdegið með til-
heyrandi tilburðum kandídata og
kviðdómi kjósenda, sem raða fólki
á framboðslista með'tiltölulega lýð-
ræðislegum hætti.
Nema á Vinstrivöllum höfuð-
borgarinnar. Þar semja flokkar um
flokkskvóta á „sameiginlegri"
framboðsútgerð á atkvæðamiðin.
Kvótinn er að sjálfsögu mismun-
andi, þótt naumast sé hann mældur
í þroskígildum. Tveir fulltrúar
handa rauðum, tveir handa grænum
og þar fram eftir götunum. Lang-
minnstur er kvótinn, aðeins einn
fulltrúi, hjá jafnaðarmönnum, enda
eru sumir jafnari en aðrir! Sauð-
svartur almúginn hefur nákvæm-
lega ekkert að segja um röðun
kandídata á lista. Hann verður að
þreyja þorra og góu áhrifaleysisins.
XXX
Sælkerar, ekki sízt súrkerar, unna
íslenzkum þorramat, þessum
gamla og góða, hákarli, harðfiski,
hval, lundaböggum, síld, sviðum,
kviðsviðum og allskonar nammi.
Sumur skola krásunum niður með
öli og/eða ísköldu lífsins vatni. Og
herlegheitin byrja á föstudaginn
kemur, sjálfan bóndadaginn, ef hann
hefur þá ekki verið ljarlægður úr
dagatali femínismans.
Vonandi verður súrmetið ekki
ofsýrt, hvorki hjá matarmeisturum
né prófkjörskandídötum í þessum
miðsvetrarmánuði, þegar íslending-
ar stytta sér skammdegið með húll-
umhæi, þrátt fyrir kreppuna, sem
hjá sumum er meiri í orði en á
þörraborði.
Það kann að vera gott og blessað
að fánaberar borgarstjórnaríhalds-
ins fari mikinn í prófkjörsslagnum,
þegar þeir biðla til fólksins, sem á
að raða þeim á framboðslistann.
En hafa skal það í huga, að hóf
er bezt á hveijum hlut; ofsýrður
þorramatur gengur ekki út. Sá, sem
fer offari, sá, sem þeysir fram úr
sjálfum sér í prófkjörsslagnum,
kann að steyta á skeri almennings-
álitsins. Fólk vill aðgætna menn við
stjórnvöl borgarinnar.
xxx
Víkveiji dagsins getur ekki séð
fyrir, hvern veg borgarmála-
umræðan þreyir þorrann og góuna.
Aðeins eitt er óstöðugra en veður-
farið - almenningsálitið. Skjótt skip-
ast veður þess í lofti. í stjórnmálum
vita menn ekki, hvaðan á þá stend-
ur veðrið næstu dægur, hvað þá
vikur eða mánuði.
Það getur vel verið að einhveijar
róttækar valkyijur hafi hug á því
að sauma út hamar og sigð í bólstr-
að bak forsetastólsins í borgar-
stjórnarsal Tjarnarráðhúss, ef nota
má svoddan líkingu. Annað mál er,
hvort sá pólitíski grímudansleikur,
sem til stendur að sviðsetja á
Vinstrivöllum höfuðborgarinnar á
þorra, hefur úthald fram á vorið.
Betur undirbúnar og betur uppsett-
ar leiksýningar hafa fallið á
skemmri tíma.