Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 Silvía hefur alltaf verið álitin glæsileg, en hún var óvenju glæsileg á 50 ár afmæli sínu í desember. Myndin til vinstri var tekin í sumar en sú til hægri í desember. FEGRUNARAÐGERÐIR Sífellt unglegri Danska og norska pressan hafa vakið athygli á því að þær myndir sem birtust af Silv- íu Svíadrottningu í kringum af- mælið hennar hafí verið einstak- lega góðar. Drottningin hefði litið mikið betur út heldur en undanfama mánuði. Vom dregnar fram nýjar og gamlar myndir og þær bomar saman. Ekki var látið þar staðar numið heldur leitað til virts dansks lýtalæknis, Niels-Ole Bohn. Úr- skurðurinn var sá að Silvía hefði gefíð sjálfri sér rúmlega hálfrar milljónar króna afmælisgjöf með því að láta lagfæra sitt lít- ið af hveiju í andlitinu. Sagði Bohn að öllum líkindum hefði Silvýa fengið andlitslyftingu og jafnvel látið fítusjúga hökuna, auk þess sem hálsinn var strekktur. Þá vom augnlokin löguð og pokar undir augunum fjarlægðir. Allir em hins vegar sammála um að vel hafí tekist til og að Silvía líti æ unglegar út með aldrinum. — æstu námskeið 18.-19. og LETTA 22. - 23. janúar DANSSVEIFLU f Á TVEIM DÖGUMi •í ísiensUt jt. •Z. r <r> „„ , *>tsv lé tt-skjáfax á töhrvna - /é, fcrlrlr/ Kynningarverð á hugbúnaði og mótaldi fyrir 1 notanda kr. 29.900,- og fyrir allt að 5 notendur kr. 59.500,-. Verð er staðgreiðsluverð og með Vsk. Nú geta allir notað tölvurnar sínar sem faxtæki, bæði til sendinga og móttöku yfir símalínu. Við kynnum nýjan islenskan hugbúnað fyrir Windows: Létt-skjáfax fyrir ein- menningstölvur (mótald innifalið). Þú getur sparað þér kaup á sérstökú faxtæki og sent beint af tölvunni. Þú getur unnið á tölvuna þó Létt- skjáfaxið sé að taka á móti sendingu. Þú getur látið tölvuna um að senda faxbréf á stóra sem smáa hópa. Kynntu þér möguleikana nánar! Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 Hallur Helgason, kvikmyndagerðarmaður, ávarpaði ömmu sína og gat þess m.a. að hún hefði ávallt allt viljað fyrir aðra gera. í því sambandi nefndi hann að að dótturdóttir hennar hefði fengið hana með sér á rokktónleika og þá hefði hún verið á áttræðisaldri. Við fremsta borðið eru Kristín, Þórður, syst- ir hans Sólveig, ekkja Hannibals Valdimarssonar, Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram, en nær Ijósmyndaranum er Þórunn, dóttir afmælishjónanna, og sonúrinn Helgi til hægri, en Þorgerður Mortens- en, kona hans, á milli þeirra. aSSli Hress og kát á ári króndemantsbrúðkaups Kristín Svanhildur Helgadóttir og Þórður Ólafsson á 90 ára afmæli hennar. Fyrir aftan þau er Sigurður Þ. Guðmundsson, uppeldissonur þeirra. Kristín Svanhildur Helgadóttir frá Skarði í Skötufirði var 90 ára 9. janúar s.l. og við það tæki- færi var þess minnst að hún og eig- inmaðurinn, Þórður Ólafsson frá Strandseljum, höfðu verið í hjóna- bandi í 65 ár. Þórður, sem verður 92 ára 5. október nk., sagði að ekki væri gert ráð fyrir að fólk lifði svo lengi að geta haldið upp á 65 ára brúðkaupsafmæli og því væri ekkert nafn til um áfangann. Reyndar var það lengi vel þannig, en í íslensku aJfræðiorðabókinni, sem Bókaútgáf- an Öm og Örlygur gaf út 1990 er viðburðurinn nefndur króndemants- brúðkaup. Hjónin eru hress og kát á þessum tímamótum og tíræðisaldurinn er ekki á þeim að sjá. „Mér finnst ég ekki vera gömul, en ég man ekki eftir neinum hjónum í fjölskyldunni, sem hafa lifað 65 ár í hjónabandi,“ sagði Kristín. „Þetta hefur verið friðsælt og gott líf, en erfiðast var að missa dætumar uppkomnar á besta aidri [Guðrúnu og Cecilíu] og eins var erfitt, þegar húsið í Odda brann ofan af okkur." Þórður var útvegsbóndi, en eftir að þau fluttu suður 1947 vann hann lengst af í Kexverksmiðjunni Frón og síðustu starfsárin í Slippnum í Reykjavík auk þess sem hann bar út Morgunblaðið um tíma. Kristín fór í Kvennaskólann og stundaði síðan kennslu fyrir vestan, en var heimavinnandi eftir að í hjónaband- ið var komið. „Fyrsta bamið kom ári eftir að við giftum okkur og síð- an var nóg að gera heima,“ sagði hún, en þau eignuðust fjögur böm og ólu upp eítt að auki. Hjónin frá Odda í Ögurvík við Djúp em nú sest í helgan stein eft- ir langan og strangan vinnudag, en þau fluttu á Hrafnistu í Hafnarfírði sl. vor. Það vom mikil viðbrigði fyr- ir Þórð að hætta að vinna, enda var hann ekki lengi aðgerðarlaus. „Það er alltaf verið að borða á Hrafnistu og því tók ég uppá því að fara í leikfími í haust,“ sagði hann. SJONVARPSSTJARNA Er sælgætisgrí Hinum þrettán ára Jeremy Jackson; sem leikur Hobie í sjónvarpsþáttun- um „Baywatch" fínnst sælgæti meira spennandi heldur en öll þau aðdáendabréf, sem honum berast. Jeremy er orðinn milljónamæringur og þar sem móðir hans er einstæð hefur hann tekið að sér að fyrir fjölskyldunni. Hann á eina sjö ára systur. Mamma Jeremys segir að hann hafi ekki verið nema tveggja ára þegar hann var farinn að syngja og dansa. Hann hefur leikið víða frá sjö ára aldri, til dæmis í sjónvarpsþáttunum „Santa Barbara" og í myndinni „Shout“. Jeremy viðurkennir í samtali við tímaritið Se og hor að það sé skemmtilegt hversu vinsælir sjón- varpsþættirnir séu. Hann bendir þó á að kvikmynd- ir séu bara ímyndun. „í raunveruleikanum er ég bara venjulegur táningur sem streða við að komast í gegnum skólann, því ég er lesblindur. Auk þess fínnst mér óskaplga gaman að fara á brimbretti með félögum.mínum." Með Jeremy á annarri mynd- inni er meðleikari hans David Hasselhoff. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.