Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 30
í
30 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
MEISTARAKOKKARNIR
ÓSKAR OGINGVAR
sveppir, paprika, laukur, gulrætur,
snjóbaunir)
2 msk. möndlur
1 msk. Worcestersósa
3 msk. matarolía
1 tsk. sykur
1 Vt dl vatn
salt og svartur pipar
Svínakjötið er skorið í litla bita
og grænmetið er skorið í stærri
bita. Grísakjötið er steikt á pönnu
upp úr olíunni, kryddað með salti
og vel af pipar. Þegar kjötið er orð-
ið ljósbrúnt er grænmetinu bætt
útí og steikt með í ca 1 mínútu.
Síðan er vatninu, sykrinum og
Worcestersósunni hellt út á pönn-
una og látið krauma í 2 mínútur.
Möndlurnar settar útí í lokin.
Meðlæti: Hrísgrjón, salat og ný-
bakað brauð.
Fyrir þá sem sluppu vel út úr
viðureigninni við vogina, fylgir upp-
skrift af góðri ijómaostasósu sem
hentar vel með fiski, hvort heldur
hann er steiktur, soðinn eða ofnbak-
aður. Þá er fiskurinn sem búið er
að beinhreinsa og skera í bita sett-
ur saman við ijómasósuna. Þessi
sósa er góð hvort heldur hún er
heit eða köld.
Fiskisósa
Fyrir 4
___________14 ltr. rjómi_________
________2 stk. hnetuostur________
__________5 stk. sveppir_________
________1 stk. litil paprika_____
_________1 tsk. sitrónusafi______
______matarolía til steikingar___
salt, pipar (nýmulinn svartur pipar)
Sveppir og paprika er skorið
mjög smátt niður og steikt í olíunni
þar til sveppirnir verða ljósbrúnir,
þá er rjóminn, sítrónusafinn, ostur-
inn og pipar sett útí, soðið við væg-
an hita í 3—4 mínútur. Að lokum
er sósan krydduð til með salti og
pipar eftir smekk. Ef sósan verður
of þykk má þynna hana með örlitlu
vatni.
eir af þremur réttum sem
birtast í dag eru á léttu
nótunum þar sem okkur skilst á
vinum og vandamönnum að þeir
séu í smá stríði við vogina eftir
allan hátíðarmatinn undanfarið
og vonum við að þessar uppskrift-
ir létti þeim og öðrum stríðið.
Grænmetissúpa
Fyrir 4
3 msk. matarolía
1 stk. laukur
2 stk. gulrætur
2 stk. sellerístilkar
100 g hvítkál
2 msk. tómat pure
1 stk. hvítlauksrif
1 msk. þurrkuð steinselja
11 soð eða vatn og súputeningar
pipar og salt
Grænmetið er skorið í fallega
strimla, hvítlaukurinn er saxaður
og allt saman steikt í olíunni og
tómatkraftinum í potti uns laukur-
inn verður glær. Þá er soðinu hellt
í pottinn og súpan soðin við mjög
vægan hita í 5 mín. Bragðbætt með
salti og pipar eftir smekk. í þessa
súpu má setja hvaða grænmeti sem
er, pasta, baunir, hrísgijón, kjöt eða
fisk.
Svínagrænmetis-
ragú
Fyrir 4
250 g svínakjöt
450 g grænmetisblanda (t.d.
A léttu nótunum
ÚR MYNDAS AFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Konungleg
heimsókn
Ibyijun apríl 1956 komu dönsku
konungshjónin, Friðrik konungur
IX og Ingiríður drottning, í opinbera
heimsókn til íslands.
Fögnuðu Islendingar
þeim hjónum af miklum
og innilegum hlýhug eins
og segir í frásögn Morg-
unblaðsins af þessum
atburði. A fyrsta degi
heimsóknarinnar óku
konungshjónin, ásamt
fylgdarliði og íslenskum
embættismönnum um götur Reykja-
víkurborgar, sem var hvarvetna fán-
um skreytt. Götur þær, sem kon-
ungshjónin og fylgdarlið þeirra óku
um frá flugvellinum til Ráðherrabú-
staðarins voru skreyttar fánalitum
beggja þjóðanna og þúsundir skóla-
bama veifuðu smáfánum.
Geysilegur mannfjöidi hafði
skipað sér meðfram götun-
um enda veður hið feg-
ursta. Konungshjónin komu
víða við í íslandsferð sinni
og veislur haldnar þeim til
heiðurs, en hápunktur
heimsóknarinnar var við-
hafnarsýning í íjóðleikhús-
inu. Meðfylgjandi myndir voru tekn-
ar í þessari Islandsheimsókn Friðriks
níunda og Ingiríðar drottningar af
Danmörku.
Þrír stjórnmálaskörungar stinga saman nefjum í einni veislunni sem
haldin var til heiðurs dönsku konungshjónunum. Frá vinstri: Her-
mann Jónasson, Einar Olgeirsson og Ólafur Thors.
ÉG HEITI____
ALADINA. YASIN
NAFNIÐ Aladin er líkast til
eitt þekktasta nafn á íslandi
um þessar mundir, þökk sé vin-
sælli kvikmynd um piltinn hug-
rakka úr ævintýri Þúsund og
einnar nætur. Að minnsta kosti
einn Aladin er búsettur hér á
landi, sá er ættaður frá Líbanon
og er veitingamaður á veitinga-
staðnum Marhaba í Reykjavík.
Aladin er arabískt nafn og
merkir hátindur trúarinnar.
Aladin A. Yasin segir nafnið sjald-
gæft í Líbanon en þeim mun al-
gengara í Egyptalandi. „Þegar
móðir mín gekk með mig hlustuðu
þau pabbi á framhaldssögu í út-
varpinu um Aladin og vinkonu hans
að nafni Tout, sem merkir hindber.
Aladin átti margar vinkonur og
þetta er sú sem hann þekkti áður
en hann kynntist Jasmín sem sagt
er frá í kvikmyndinni. Pabbi og
mamma ákváðu að ef þeim fæddist
drengur skyldi hann heita Aladin
og ef það yrði stúlka fengi hún
nafnið Tout. Ég verð nú að segja
að ég er ánægðari með nafnið Alad-
in en Tout!“
Aladin segir að íslendingar hafi
oft hváð þegar hann kynnti sig,
allt þar til farið var að sýna fyrr-
nefnda kvikmynd. Síðan þá hefur
ekki verið neinn vandi fyrir fólk
að þekkja nafnið Aladin. Nafnið
hefur oft orðið umræðuefni, ekki
síst þegar börn eiga í hlut.
„Eg heimsótti bróður minn í
London um daginn. Þá höfðu börn-
in hans verið að stæra sig af því
í skólarrumað eigaföðurbróðnr sem
Morgunblaðið/Sverrir.
Aladin A. Yasin með töfralamp-
ann.
héti Aladin. Skólafélagamir trúðu
þessu tæpast fyrr en ég kom í eig-
in persónu, þá komu þeir í heim-
sókn til að sjá Aladin með eigin
augum. Það er sömu sögu að segja
hér á landi. Ég á hér tvö börn og
þau sögðu félögum sínum að pabbi
þeirra héti Aladin. Félagarnir áttu
bágt með að trúa því fyrr en þau
sáu mig. Við héidum bamaafmæli
í desember fyrir dóttur mína og
það komu margir krakkar. Ég varð
var við að þau voru að pískra um
nafnið mitt.“
Gestir á veitingahúsinu eiga það
til að gera glens með söguna af
Aladin og spyija um töfralampann.
Aladin veitingamaður er við öllu
búinn og dregur fram lampa sem
hann geymir á vísum stað, þótt
enginn sé í honum andinn!
IE
ÞANNIG...
STENDURÁ ÓTRÚLEGUÞEFSKYNIHUNDA
Stímhúð olsett
sérhæfðum
taugœndum
ÞAÐ er margt magnað í náttúrunni, fyrirbæri sem erfitt er að skilja.
En allt á sér ástæður og rætur og eitt af því er hið ótrúlega þef-
skyn hunda. Fólk leiðir kannski ekki að því hugann svona dags
daglega, en ef það gefur sér tima til þess þá fyllist það aðdáun og
undrun á þefhæfileikum hunda. Að hundur geti fundið nokkur grömm
af fíkniefnum í farangursgeymslu, eða mann marga metra á kafi í
snjóflóði er með ólíkindum . Nýverið ritaði Þorvaldur H. Þórðarson
dýralæknir pistil um þetta fyrirbæri í fréttabréfi Skotveiðifélags
íslands.
ar stendur m.a.: Svarsins er
auðvitað að leita í nefi hunds-
ins, sérstæðri lögun þess, samsetn-
ingu, næmni og sérhæfðri starf-
semi. Þannig er þefskyn langnefja
hunda mun betri en þeirra sem eru
með stutt og „klesst" nef. I hundum
þekur nefslímhúðin þunn bylgjulög-
uð bein nasagangnanna. Slímhúðin
er alsett lyktarnemum, sem eru
sérhæfðir taugaendar með litlu bif-
hári upp úr hverri frumu. Allt mið-
ast þetta við að auka yfirborð slím-
húðarinnar, þannig að næmnin
verði sem mest. I mar.ninum er
yfirborð þefslimhúðarinnar og hif-
hára um 3 fersentimetrar. Hjá
hundum er yfirborðið aftur á móti
um 150 fersentimetrar. Annað er
hitt, að næmnin eykst í hærra veldi,
sem hlutfall af yfirborðinu. Þannig
að ef yfirborðið eykst úr einum fer-
sentimetra í þijá fersentimetra, þá
eykst næmnin allt að nífalt."
Síðan heldur dýralæknirinn
áfram og greinir frá þeim hæfileika
bæði hunda og manna að venjast
nýrri lykt og þegar það gerist hætta
þefskynjarar að senda taugaboð til
heilans. Auk þess hafi maðurinn
umfram hundinn „gífurlega sterka
meðvitaða stjórnun á lyktarskyni".
Þorvaldur segit.. um þetta: Þessi
aðlögun hjá manninum telst til þró-
unar hans til æðri lífvera. Hjá hund-
um væri þetta aftur á móti til baga,
þar sem það er þeim lífsnauðsyn-
legt að finna bráðina. Það er hægt
að hressa upp á lyktina með því
að draga skart að sér andann. Þetta
gerir maðurinn með þindinni, en
hundum nægir að nota vöðva í nef-
inu og koki. Þannig spara þeir orku
og eru mun fljótari að nema þefinn.
Að þessum orðum sögðum klykk-
ir Þorvaldur út með þeim orðum
að samspil milli þefs og taugaboða
sé fyrirbæri sem ekki hafi tekist
fullkomlega að útskýra. Nefnir
hann fáeinar kenningar sem ekki
verður farið út í hér. Nefnir hann
einnig í þessu sambandi að hvert
sem samspilið sé, þá sé greinilega
hægt að kenna hundum að leggja
áherslu á að finna ákveðna lykt,
t.d. hasslykt.
Mennirnir hafa afskaplega mörg
not af hundum, hið nánast yfirnátt-
úrulega þefskyn þeirra er einn
þeirra þátta sem gerir hundinn
ómissandi í návist þeirra. Eins og
tryggð þessara dýra og vinátta
þeirra væri ekki nóg...