Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994 B 3 að ræða lengur myndi einhver segja heldur kynbætur. Arfhreinsun vekur óþægilegar minningar um nasis- mann þar sem miðað var að því að bæta kynstofninn. í Singapore hefur það einnig verið opinber stefna að stuðla að því að greindar konur ættu sem flest börn. Stór hluti þeirra sem um þessi efni íj'alla vill fara afskaplega varlega í sakirnar þegar þessi viðkvæmu efni ber á góma. Má í því sambandi benda á að allir einstaklingar bera golluð gen sem ekki kemur að sök vegna þesc að þau eru einungist til staðar í einu eintaki (semsagt bara frá öðru for- eldra). Hefur reyndar verði reiknað út að hver einstaklingur hafi að meðaltali tæplega eitt banvænt gen í líkamanum. Út frá þessu væri það óvinnandi vegur að útrýma öllum skaðlegum genum. Skipulögð leit að sjúkdómsgenum Víða um lönd velta menn því fyr- ir sér hvort viðhafa eigi skipulagða leit að sjúkdómsgenum. Norsk nefnd sem fjallaði m.a. um möguleikann á skipulagðri leit að sjúkdómsgenum eða áhættuvaldandi genum réð frá því að grípa til slíks. Tíðni slíkra gena er yfirleitt mjög lág, þ.e. hjá innan við 1% þjóðarinnar. Og alltaf yrði um einhver mistök í greiningu að ræða sem kynni að valda óþæg- indum. Leit að erfðagöllum í fóstrum eða fósturvísum er hins vegar mun raun- hæfari og má segja að hún sé nú þegar hafín í vissum mæli hér á landi og annars staðar. Víðast hvar hefur t.d. dregið úr fæðingum barna með Down’s-litningagalla vegna þess að konum eldri en 35 ára er boðið upp á legvatnsprufu og fóstureyðingu ef gallinn finnst. Það er hægt að ímynda sér að það sé mjög þungbær ákvörðun að velja á milli þess að fæða fatlað barn og fóstureyðingar eða framkallaðs fósturláts. Svokölluð glasafijóvgun býður upp á nýja möguleika í þessu sam- bandi. Þánnig hefur tekist að rann- saka fósturvísi með tilliti til kyns og erfðagalla og ná svo fram þung- un. Brautryðjandi var Hammersm- ith-sjúkrahúsið í London þar sem Þórður Óskarsson, sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum og for- stöðumaður glasafijóvgunardeildar Landspítalans, starfaði áður. Að- ferðin er sú að fruma er tekin úr fósturvísinum og rannsóknir gerðar á henni. Ekkert bendir til að þetta raski þroska fóstursins ef það nær á annað borð að hreiðra um sig í legi en örðugt hefur reynst að ná þv( fram. íslenskur læknir, Kristleifur Kristjánsson, hefur unnið að rann- sóknum á fósturvísum við Baylor erfðafræðistofnunina í Houston í Texas. Hann hefur sýnt fram á (sjá næstu síðu fyrir framan) að með mögnun DNA úr einni frumu fóst- urvísisins megi finna allt að fimmtíu erfðasjúkdóma. Þessi tækni býður upp á að kannað sé strax í byijun hvort frjóvgað egg er með sjúk- dómsgen. Kristleifur segir að greina mætti velflesta erfðasjúkdóma sem fyrirfinnast hérlendis með þessum hætti. Tíðni erfðasjúkdóma hér mót- ast í sumum tilfellum af svoköiluðum landnemaáhrifum, þ.e. að íbúarnir eru afkomendur tiltölulega fárra ein- staklinga, en þau gæta bæði magnað upp erfðasjúkdóma og dregið úr þeim. Lungnasjúkdómurinn cystic fibrosis er t.d. fátíðari hér á landi en víða annars staðar en arfgeng heilablæðing er óvenjutíð. „Eftir því sem greining á erfðasjúkdómum eykst þá stækkar sá hópur sem not- ið gæti góðs af þessari aðferð," seg- ir Kristleifur. í þeim starfsreglum sem gilda um glasafijóvgunardeildina hér eru allar rannsóknir á fósturvísum bannaðar þ. á m. athugun á kyni eða genasam- setningu. Hér á landi láta menn sér nægja að fylgjast berum augum svo að segja með frumuskiptingunni hjá eggjunum sem fijóvgast. J5kki eru valdir fósturvísar til uppsetningar í leg nema frumuskiptingin sé full- komlega eðlileg. Kristleifðr telur að koma eigi á framfæri upplýsingum um það sem hægt er að gera: „Það er réttur þegnanna að fá upplýsingar um möguleikana sem bjóðast. Hin nýja Sjaldan er góö vísa of oft kveðin Vísindamenn við George Washington háskólasjúkrahúsið klón- uðu í fyrsta skipti mannsfóstur á síðasta ári. Aðferðin var ein- föld: Þegar frjóvgaða eggið var byrjað að skipta sér í tilraunaglas- inu voru frumurnar aðskildar og hver þeirra þróaðist í sjálfstæð- an einstakling. Aðferðin hefur lengi verið notuð við ræktun búfén- aðar en þegar henni var fyrst beitt á mannsfóstur voru margir slegnir óhug. læknisfræði kallar á aukna þátttöku skjólstæðinganna í ákvarðanatök- unni. Auðvitað eru þetta siðferðileg- ar spurningar sem ekki eru neitt einkamál lækna eða vísindamanna heldur er þörf á samvinnu allra um að ákveða hvernig eigi að nota tækn- ina. Erfðaráðgjöf í nútímanum geng- ur út á að reyna að veita fólki sem hlutlausastar upplýsingar um mögu- leikana." Kristleifur var spurður hvort ekki væri hætta á misnotkun þessarar tækni þannig að foreldrar færu að velja kyn eða aðra_ eiginleika fyrir verðandi barn sitt. „í öllum lækning- um er hætta á misnotkun. Þetta verður að fella að siðareglum og lögum þjóðfélagsins. En það má ekki hafna þessu fyrirfram af hræðslu. Foreldrarnir, sem gætu notið góðs af, vita hvað þeir vilja,“ segir hann. Smæð íslenska þjóðfélagsins og ítarlegar fyrirliggjandi upplýsingar um ættartré gerir það að verkum að það er ætíð vitað nokkurn veginn í hvaða fjölskyldum arfgengir sjúk- dómar eru. Skipulögð genaleit eins og hugmyndir hafa verið um erlend- is yrði því óþörf. Kristleifur kveðst telja þörf á miðstöð sem geymdi sýni úr fólki með sjúkdómsgen. Þá væri hægt að sjá hvar á geninu stökkbreytingin er sem myndi auð- velda stórum leit hjá öðrum ættingj- um. Vernd persónuupplýsinga Upplýsingar um erfðaefni ein- staklinga geba verið -viðkvæmar. Nú þegar eru -fyrirtækl 1 vissum starfs- greinumj Evrópu og Bandaríkjuntjm farin að krefjast þess að starfsmenn eða umsækjendur um starf gangist undir litningarannsóknir. Qpinberir aðilar gætu síður gripið til slíks vegna þess að þeir þurfa að lúta kröfum um málefnaleg sjónarmið og meðalhófsreglum. Sem dæmi um starfsemi þar sem litningarannsókn- ir kynnu að nýtast vinnuveitanda má nefna að flugfélög gætu viljað komast hjá því að ráða flugmenn sem eiga á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma. ► OPEL VECTRA GL 94 VERÐ KR. 1 497.000.' TVÖFALDIR STYRKTARBITAR í HURÐUM ERSTAÐALBÚNAÐUR í ÖLLUM OPEL BÍLUM. OPEL ER EINN BEST BÚNl BÍLL'Í HEIMI HVAÐ VARÐAR ÖRYGGISÞÆTTI. LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA HjÁ SÖLUMÖN NUM OK.K.AR. OPEL- MEST SELDU BÍLARÍ EVRÓPU - EKKl AE ÁSTÆÐULAUSU OPEL. BÍLHEIMAR Fosshálsi 1 Reykjavík Sími 634000 3ja ára ábyrgö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.