Morgunblaðið - 23.01.1994, Side 13

Morgunblaðið - 23.01.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 B 13 legra stjórnkerfa í Frakklandi til að ná fótfestu. A fyrstu áratugum þess náði þingræði að festast í sessi, yfir- bragð þjóðfélagsins varð lýðræðis- legra og hlutir sem við þekkjum úr nútímanum eins og ódýr dagblöð, járnbrautir og skyldunám breiddust út. Samfélagið nálgaðist 20. öldina í þjóðfélags- og lifnaðarháttum. Mótsagnirnar voru hins vegar feiki- legar. Stjómarskrá lýðveldisins var t.d. þannig úr garði gerð að þótt hún gerði ráð fyrir ýmsum grundvallar- atriðum lýðræðisins, sem skyldu í heiðri höfð, þá var auðvelt að kom- ast fram hjá þeim og láta persónu- lega hagsmuni ráða. Svo lögðu stjórnmálamenn Þriðja lýðveldisins blessun sína yfir forréttindi, byggð á tengslum, venjum og hefðum að stundum minntu hinir raunverulegu stjórnarhættir á stjórnarfar miðalda. Lögreglan stjórnaði rannsóknum á málum af hefðbundnum ruddaskap og mútur þótu sjálfsagðar, hins veg- ar tók hún sjaldnast fyrir fólk sem einhvers mátti sín og hafði áhrif. Þegjandi samkomulag var á milli stórra hópa þjóðfélagsins að virða grundvallaratriði lýðræðisins í orði en ekki á borði, því að lýðræðið var á margan hátt andstætt hagsmunum þeirra. Mál Alfreds Dreyfusar endur- speglaði það sem undir niðri kraum- aði. Millistétt gegn aðli Alfred Dreyfus var af efri milli- stétt. Faðir hans var ríkur textíliðn- rekandi og er hann óx upp kvæntist hann dóttur auðugs demantasala. Árið 1800 gekk hann í franska her- inn og var tekinn í tölu hershöfð- ingja. Forfeður Dreyfusar hefðu hins vegar átt litla möguleika á að kom- ast í slíka stöðu. Hin hefðbundna, aldagamla stéttaskipting sem stjórn- aði allri samfélagsgerð leit þannig út að í fyrstu stétt voru klerkar, í annarri stétt var aðallinn og í þriðju stétt var hinn nafnlausi múgur. Það hvar menn fæddust inn í þennan heim réði að mestu lífshlaupi þeirra það sem eftir var. Samkvæmt þessari skiptingu hefði Alfred Dreyfus tilheyrt stétt hinn síðastnefndu, hinum nafnlausu og valdalausu, hershöfðingjatign hefði verið honum víðs fjarri. Fyrir iðnbyltingu í Evrópu sátu aðalsmenn í æðstu stöðum í hernum í flestum löndum, trúir þeirri skoðun að hinn sérstaki heiður og hreystimennska sem fylgdi hinu bláa blóði gerði þá eina færa til hernaðarlegrar forystu. Á 18. og 19. öld fór skipting þessi í stéttir hins vegar smám saman að missa merkingu sína, ekki síst vegna þess að hún gaf ekki lengur neina raunhæfa hugmynd um fjárhagslega stöðu manna. Aðallinn hélt stöðu sinni að einhveiju leyti í utanríkis- þjónustunni og í hernum en á síðari hluta 19. aldar var svo komið í Frakklandi að í krafti auðs síns trón- aði efri millistétt efst í þjóðfélags- stiganum. Aðallinn naut að vísu álits en það álit var að mestu komið und- ir því hversu vel hann tengdist efri millistétt sem byggði vald sitt m.a. á bankakerfi og iðnaði og þurfti ekki að horfast í augu við fjárhags- lega kreppu af neinum toga. Von- leysi og svartsýni greip um sig með- al aðalsmanna og þeir stóðu vörð um þær stöður sem eftir voru af síaukinni hörku. Viðbrögð við hnignun Af þessu leiddi að aðallinn fór í auknum mæli að nota ríkið til vernd- ar sér og sínum hagsmunum. En raunar hafði hann þtjár meginað- ferðir, stjórnmálalega séð, til að reyna að viðhalda stöðu sinni. í fyrsta lagi stóð hann gegn pólitísk- um umbótum, t.d. í Rússlandi, þar sem hann var áður tvíbentur í af- stöðu sinni til einvaldsstjórnarinnar en snerist síðan á sveif með ríkinu vegna fjárhagslegrar aðstoðar og atvinnumöguleika. í öðru lagi snerist hann heiftariega gegn pólitískum kröfum verkalýðsins í Bretlandi og Frakklandi og lét af fyrrum föður- legri umhyggju sinni. Og í þriðja lagi varði hann kirkjuna og herinn með kjafti og klóm, svo sem eins og í Dreyfusarmálinu þar sem hann vildi koma hernum undan pólitísku eftirliti. Tæknin þróaðist hins vegar hrað- ar en hugsunarháttur og viðhorf aðalsmanna. Á 19. öld varð tækni- þekking sífellt mikilvægari í hernum, hana höfðu liðsforingjar af aðalsætt- um ekki. Þeir sóttu áfram sína sér- stöku skóla þar sem lögð var áhersla á efni á borð við klassísk fræði og íþróttir, greinar sem miðuðu fremur að því að auka fágun en að vera íjárhagslega hagnýtar. Það voru ungir menn af efri millistétt sem höfðu þá tæknilegu þjálfun sem nútíminn krafðist en þrátt fyrir það áttu þeir erfiðara um vik en starfs- bræður þeirra af aðalsættum að komast til frama og metorða. Til- raunir aðalsins til að halda ítökum sínum jukust, hinir hægri sinnuðu, kaþólsku liðsforingjar af aðalsættum óttuðust og voru á varðbergi gagn- vart hinum menntuðu og tæknilega sinnuðu borgaralegu liðsforingjum á borð við Alfred Dreyfus og raunin varð sú að enn um sinn héldu aðals- menn áfram að hækka hraðar í tign en starfsbræður þeirra úr millistétt. Þannig endurspeglaði mál Alfreds Dreyfusar, liðsforingja af auðugri millistétt, endalok gamla tímans þegar fæðingarstaða hafði úrslit um allt lífshlaup manna. Það var tákn- rænt fyrir upphaf nýs tíma þar sem markaðslögmál réðu meiru og meiru um verlaldlega stöðu fólks og sér- hæfð, hagnýt menntun gilti meir en kunnátta í veiðum og píanóleik. Það endurspeglar einnig þær breytingar sem voru að verða á hernaði, bar- áttuaðferð hins hrausta, hugrakka hermanns sem þeysti fram á vígvöll- inn á rétta andartakinu var að víkja fyrir iðnvæddum hernaði nútímans sem byggðist á tækniþekkingu og framleiðslu. Herir skiptust í tvær fylkingar, millistétt og aðal, en sú skipting var táknræn fyrir stéttaá- tök sem mörkuðu upphaf nútímans. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Eins og áður hefur verið getið var Alfred Dreyfus ekki bara svartur sauður fyrir að tilheyra efri milli- stétt, hann var einnig fyrstur gyð- inga til að fylla flokk franskra hers- höfðingja. Sem gyðingur fyllti hann einnig flokk þjóðfélagshóps sem í lok nítjándu aldar en þó fyrst og fremst á þeirri tuttugustu fékk það hlutverk að vera blóraböggull ört vaxandi stéttar manna,klægri millistéttar. Lægri millistétt í lok nítjándu aldar höfðu hlutföll stétta gerbreyst frá því sem áður var, er menn skiptust einfaldlega í fyrstu, aðra og þriðju stétt, klerka, aðalsmenn og almúgann. Lægri stéttir í borgum voru orðnar geysi- íjölmennar en þörfin fyrir verkafólk hætt að aukast að sama skapi og áður. Gífurleg fjölgun varð þannig í lægri millistétt. Töluverður hluti hennar voru litlir fyrirtækjaeigendur en hin nýtilkomna peningavelta kall- aði á nýja tegund þjónustustarfa, t.d. hótelrekstur og bankaþjónustu. Það má taka sem dæmi um hversu byltingarkennd þessi fjölgun var að árið 1881 voru sjö þúsund skrifstofu- konur í Bretlandi, árið 1901 voru þær níutíu þúsund. Stéttin var ákaflega sundurlaus að uppruna. Hún innihélt m.a. at- vinnulausa handverksmenn sem tóku því fegins hendi að losna undan verksmiðjuvinnu, bændur, nýfluttir til borgarinnar, voru fjölmennir og konur úr ólíkum þjóðfélagshópum sóttu inn í stéttina. En hún var ekki bara sundurlaus, hún var einnig snauð að sameiginlegri sögu og gild- um, orðin til á afar stuttum tíma. Hún var rótlaus á þann hátt að líf hennar var mjög skyndilega allt öðr- um lögmálum háð en líf feðranna. Hún var óskilgreind, komin af þögl- um almúganum en hafði hlotið snert af menntun borgaranna og hafði ákveðið efnahagslegt sjálfstæði. Lægri millistétt hlaut þannig það erfiða hlutskipti að vera fínni en verkalýðurinn og ófínni en hinir staðfestu borgarar. Það sem gaf lífi hennar gildi fyrst og fremst var ekki að hafa í sig og á, að sinna fágun og dönnun eða trúin á guð; gildi lífsins fólst í því að öðlast fínni og betri stöðu. Draumar hennar snerust um að vera almennilegir borgarar, hún vildi þvo af sér fá- tæktarstimpilinn, menntunarleysið og hinn ófína uppruna. Þetta ásamt þörfínni fyrir sameiningartákn, fyrir að tilheyra einhveiju, gerði hana ginnkeypta fyrir tveimur stefnum sem á tuttugustu öld hafa gengið í eina sæng, öfgafullri þjóðernis- hyggju og gyðingahatri. Ofbeldissinnuð þjóðernishyggja Og Dreyfusarmálið sem yfír- skyggði öll önnur þjóðmál á nítjándu öld í Frakklandi og afhjúpaði dulda strauma varð til þess að árið 1899 byijaði lítill hópur menntamanna að hittast á Café de Flore í París. Með foringjann, Charles Maurras, í broddi fylkingar var hann sammála um að Frakkland og franskt stjórn- arfar væri spillt og að þjóðin liði m.a. fyrir nærveru gyðinga og ann- arra aðskotadýra. A þeim grund- vellli var hreyfíngin Action Franca- ise stofnuð árið 1905 og árið 1908 var farið að gefa út dagblað með sama nafni sem breiddi út ofbeldis- sinnaða þjóðernishyggju. Hreyfingin Action Francaise deildi þeim hæfileika með seinni tíma fasistahreyfingum að ná til margra ólíkra þjóðfélagshópa. En það var lægri millistétt sem samsamaði sig afdráttarlausast með henni, í stuttu máli vegna þess að kenningar henn- ar höfðuðu afdráttarlausast til hags- muna þessarar stéttar. Þjóðemis- hyggjan sem hreyfíngin hélt fram höfðaði til þeirrar virðingar sem stéttinni var svo nauðsynleg, henni fannst hún fá aukna þýðingu við að vera hin raunverulega þjóð, en gyð- ingahatur hlaut einnig góðan hljóm- grunn því að gyðingar áttu fjármagn og því hægt að kenna þeim um margt sem miður fór fyrir lægri millistétt. Meðlimir hennar voru enda einna fjölmennastir í uppþotum í París árið 1898, þar sem hinu opna bréfi Emile Zola um að Dreyfus væri saklaus var mótmælt. Mál Alfreds Dreyfusar, liðsfor- ingja í franska hernum sem saklaus var dæmdur til fangelsisvistar á Djöflaeyju, var þannig táknrænt fyr- ir upphaf þeirrar aldar sem við lifum á. Með því varð sýnileg þróun sem lengi hafði geijast í Evrópu, hið gamla samfélag fæðingarstétta og kyrrstöðu var að bíða skipbrot fyrir markaðssamfélagi nútímans og fram kom hugmyndafræði hinnar ofbeld- issinnuðu þjóðernishyggju, en ekki þarf að fjölyrða um hvaða mark hún hefur sett á öldina okkar. Helstu heimildir: Mayeur, Jean-Marie og Rebérioux, Madel- eine: The Third Republik from its Origin to the Great War, 1871-1914, 1987. Pilbeam, Pamela M: The Middle Classes in Europe 1789-1914, France, Gennany, Italy and Russia, 1990. Steams, Peter N.: European Society in Up- heaval, Social Histoiy since 1800, 1971. Höfundur er sngnfræðingur. \. LAURORE Littöraire. Artistique. Sociale_ JTAccnse...! LETTRE All PRESIDENT DE U REPURLIQUE Par ÉMILE ZOLA C11 nui —' Ljósrit af grein Zola, „Ég ákæri“, sem birt var i blaðinu L’Aurore. Lærðu að lesa í Víkingakortin og leita svara við spurningum sem snerta persónulegt líf þitt, samskipti við aðra, ástamál, deilumál og andlegan þroska. Námskeið 25. janúar í sal SVFR við Háaleitisbraut kl. 20—23. Leiðbeinandi er Guðrún G. Bergmann. Þátttakendum er veittur 15% afsláttur af Víkingakortunum. FRÍ þátttaka fyrir ákveðinn fjölda manns, ef viðkomandi eru ekki í fjárhagsaðstöðu til a<3 greiða Skráning og nánari upplýsingar þátttökugjald. f versluninni Betra Lff í síma 811380. Guðrún G. Bergmann RRENTDUFT A BESTA VERÐiNU! Við bjóðum prentduft (toner) í alla Hewlett Packard prentara á besta verðinu í bænum. Og meira en það: Við kaupum af þér gömlu prenthylkin! Njóttu öryggis meö rekstrarvörum frá... -1 v x v Tæknival Skeifunni 17 - Símí (91) 681665 Tveggja vikna paskaferðir Verðfrd: 82.270* 23.mars-7.apríl á mann í tvíbýli á Broncemar. Verðfrá: 78.270* 30.mars-14.apríl á mann í tvíbýli á lslas Bonitas FLUGLEIDIR i Trnustur /iltnskur ftrðaf/Ltgi Páskar 4 Kanan -*■ Alltr skattar inmfaldir Plettac geymslutjöldin leysa geymsluvandann. Þaö er mjög fljótlegt aö reisa þau og þau eru ódýrari lausn á geymsluvandamálinu en þú heldur. Sýnlngartjald á staönum. Pallar hf. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI VESTURVÖR 6, KÓPAV0GI, SÍMI 641020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.