Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 Frumsýaing HERRA JONES siUSMmaniMEKQiiu U)tB(Bl*ei»l»ilÐn,B.IOH' -rraciomwiflCHiaiBnra —viuKcmaiw œuaEBHEO "wncs ■«* Hann - hvatvís, óábyrgur, ómót- stæðilegur. Hún - vel gefin, virt, einlæg. Þau drógust saman eins og tveir seglar en hvorugt hugsaði um afleiðingarnar. Mr. Jones er spennandi en umfram allt góó mynd um ávenjulegt efni. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. Í NÝJIIOG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI Öld sakleysisins JaNIÍI iMV'ltSIS MiCHiiLí l'HIIHR WíNONA KyIIÍA (ffittwi *«t tuixmvi i>e tv*mvi nt»u stcnruxmsm . _______ «**«;• '■■'MUitonKt&jmuiÁifxrw ~navuvM*m :< ism i; «;*?**; mim.\ • v. «xtmv vmp*. —: i»: wtu«JÚKttiti i i : -T>»to>« ti r-.XA spnrJX — — mk gerð eftir Pulitzer-verðlaunaskáld- sögu Edith Wharton. Besta mynd ársins." A.I. MBL. ★★★ H.K. DV ★ *★ RÚV. Tilnefnd til 4 Golden Globe-verðlauna. DANIEL DAY-LEWIS, MICHELLE PFflFFER OG WINONA RYDER í STÓRMYND MARTINS SCOR- SESE. EINSTÖK STÓRMYND SEM SPÁÐ ER ÓSK- ARSVERÐLAUNUM. Sýnd kl. 4.45 og 9. Sýnd kl. 7.10 og 11.30. ES áá tWtWWltlHHWWWfin s., • GÓÐVERKIN KALLA! eftir Ármann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Fös. 28/1 kl. 20.30 - lau. 29/1 ki. 20.30. • BAR PAR eftlr Jim Cartwright f kvöld kl. 20.30 uppselt - fös. 28. jan. kl. 20.30 - lau. 29. jan. kl. 20.30. Aðálmiðasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartima. Ósóttar pantanir að Bar pari seldar í miöasölunni í Þorpinu frá kl. 19 sýningardaga. Sími 21400 - Greiðslukortaþjónusta. eftir Pjotr I. Tsjajkovskí. Texti eftir Púshkín í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Sýning laugardaginn 29. janúar kl. 20. Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475 - Greiðslukortaþjónusta. MUNIÐ GJAFAKORTIN OKKAR! M LEIKFELAG REYKJAVIKUR Stóra svið kl. 20: • EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende. 8. sýn. í kvöld, brún kort gilda, uppselt, fim. 27/1 uppselt, fös. 28/1, uppselt, sun. 30/1, uppselt, fim. 3/2 fáein sæti laus, fös. 4/2 uppselt, sun. 6/2, fáein sæti laus, fim. 10/2. Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu. ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000,- • RONJA RÆNINGJADÓTTIR e. Astrid Lindgren Sýn. I dag kl. 14 næst síðasta sýning. 60. sýn. sun. 30. jan. kl. 14. Siðasta sýning. • SPANSKFL UGA N e. Arnold og Bach Sýn.lau. 29/1, lau. 5/2, næst síðasta sýning. Litla svið kl. 20: • ELÍN HELENA e Árna Ibsen Sýn. fös. 28/1, lau. 29/1. Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasfmi 680383. - Greiðslukortaþjónusta. I' R U E M l L I A L E I K H U S I Kéðinsliúsinu, Seljavegi 2, S. 12233 • ÆVINTÝRI TRÍTILS Sýn. lau. 29/1 kl. 15, sun. 30/1 kl. 15. Aðgangseyrir kr. 550 - eitt verð f. systkini. cra NEMENDA- LEIKHUSIÐ • KONUR OG STRÍÐ í verkum Aristófanesar, Evripfdesar og Sófóklesar. Leikstjóri Marek Kostrewski Sýn. í kvöld kl. 20. Takmarkaður sýningafjöldi Miðapantanir allan sölarhring- Inn. Sími 12233. M, L0KFÉLAG HAFNARFJARÐAR sýnir í Bæjarbíói, Strandcjötu 6, Hafnarf., SÖNGLEIKINN Sýning í dag kl. 16.00. Míðasala allan sólarhringinn í síma 50184. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Fyrsti heyrnarlausi kokkurinn lýkur sveinsprófi eftir margra ára bið Maður býr ekki til mat með eynmum FYRSTI heyrnarlausi kokkurinn til að ljúka sveinsprófi hér- lendis útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla íslands um ára- mótin. Rúnar Þórir Ingólfsson þurfti að eigin sögn að sækja á brattann til að sveinsprófið mætti verða að veruleika, erfið- lega gekk að komast á samning en hann lét ekki deigan síga og eftir margra ára baráttu mætti hann skilningi og var tekinn í læri á Hótel Sögu. Rúnar segist þakklátur fyrir þetta tæki- færi og segir jafnframt að fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að heyrnarlausir geti gert flest það sem hinum heyr- andi er kleift. En eins og hann segir eldar maður ekki mat með eyrunum og tímabært sé að vinna gegn fordómum í garð heyrnarlausra. Fyrsti heyrnarlausi kokkurinn RÚNAR Þórir Ingólfsson náði langþráðu takmarki í byijun árs. Rúnar, sem nálgast þrítugt, hefur búið á heimavist Heymleys- ingjaskólans fráfjögurra ára aldri og hefur alið þann draum að verða kokkur frá því hann var 11 ára. Að sögn kunnugra er hann gestrisinn og góður heim að sækja og mikið fyrir að bera alls kyns kræsingar á borð. Mat- argerðarlistin eigi hug hans allan. Þótt illa hafi gengið á sínum tíma að komast á samning stundaði hann hússtjórnarnám um skeið og sótti einnig kvöldskóla Hótel- og veitingaskólans. Aflaði hann sér meðal annars réttinda til þess að matbúa á sjó. Auk þess vann hann hjá Kjötiðnaðarstöð KEA og í eldhúsi sjúkrahússins á Egils- stöðum og Landspítalans. Hann stundaði líka nám á matvælasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti, sem útskrifar matartækna. Lagði hart að sér Eftir níu ára baráttu fyrir því að komast á samning rættist draumurinn árið 1990 þegarhann var tekinn í læri á Hótel Sögu. Fram að þeim tíma var honum að eigin sögn hvarvetna tekið af áhugaleysi. Rúnar er ekki fylli- lega sáttur við þetta viðhorf og segir að þótt hann heyri ekki geti hann gert það sama og þeir sem heyra og lagði afskaplega hart að sér á Hótel Sögu til að sýna hvers heyrnarlausir séu megnugir þegar þeim er gefið tækifæri. Rúnar segir að starfs- fólkið hafi sýnt honum skilning og fundir hafi verið haldnir með kokkunum þegar upp komu erfið- leikar í samskiptu.rn. Sem dæmi nefnir hann að tekin hafí verið upp sérstök tákn fyrir pantanir í eldhúsinu því hann hafi ekki allt- af skilið þjónana og segir yfir- menn ávallt hafa verið reiðubúna til að sýna sérstöðu hans áhuga og finna lausnir á erfiðleikum sem upp komu. Flúði ekki af hólmi Sigurlaug Hauksdóttir félags- ráðgjafi við Heyrnleysingjaskól- ann segir að oft hafi komið upp ýmsir erfiðleikar í tengslum við námið en Rúnar hafi ekki verið á því að flýja af hólmi. „Rúnar lagðí afskaplega hart að sér til að láta heyrnarleysið ekki eyði- leggja fyrir sér þegar hann hafði loks náð hinu langþráða takmarki að komast á samning. Hann lagði svo mikið á sig í vinnunni að hann gaf sér sjaldan tíma til þess til þess að taka matar- og kaffi- tíma, enda fuku af honum fleiri kíló, sem hann mátti þó varla við því að missa. Álagið er oft mikið á vinnustað sem Hótel Sögu og því blandaði Rúnar sjaldnar geði við samstarfsfólkið en aðrir, bæði af því að hann er duglegur og síðan vegna þess að hann þarf að hðrfa í andlit þess sem talar við hann til þess að reyna að skilja og á því erfitt með að vinna á meðan. Þess vegna héldu sumir samstarfsmanna hans að hann væri einrænn og ófélagslyndur sem ekki er rétt. En ég held að samskipti hans við starfsfólk Hótels Sögu og öfugt hafi verið lærdómsrík og gefandi fyrir báða aðila. Fordómar fólks í garð heyrnarlausra stafa oft af þekk- ingarleysi, margir halda til dæm- is að heyrnarlausa skorti fleira en fulla heyrn, til dæmis greind, en það er auðvitað misskilning- ur,“ segir Sigurlaug. Hún segir loks að vonandi verði áfangi Rún- ars til þess að hvetja heyrnar- lausa til dáða og fleiri vinnuveit- endur taki þeim af sömu víðsýni og með jafn opnum huga og Rún- ari var tekið á Hótel Sögu. Rúnar segist afskaplega glaður yfir því að hafa náð þessum merka áfanga en hins vegar sé næsti hjailinn að fá fasta vinnu. „Eg er alltaf að hugsa um mat, bý til rétt eftir rétt í huganum, og mér er alveg sama hvar ég vinn bara ef ég fæ að eida. I dag eru 30 kokkar atvinnulausir en það dugir ekki að gefast upp,“ segir Rúnar Þórir að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.