Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 H Vinsælasta jólamyndin vestra í ár er gamanmyndin „Mrs. Doubtfire" með Rob- in Williams. Á hana hafa verið seldir miðar fyrir meira en 150 milljónir dollara. Pe- likanaskjalið hefur tekið inn rúmar 80 milljónir en Oliver Stone-myndin „Heaven and Earth“ hefur litla aðsókn fengið. MHér er frétt fyrir körfu- boltaaðdáendur. Shaquille O’NealIeikur í nýrri mynd í Bandaríkjunum sem heitir „Blue Chips“ og eru mót- leikararnir ekki af verri endanum, Nick Nolte og Mary MeDonnelI. Leikstjóri er William Friedkin en handritið skrifar Ron Shelton, sem áður gerði hafnarbolta- myndina „Bull Durham". Mírski leikarinn Stephen Rea, sem lék hryðjuverka- manninn í „The Crying Game“, leikur á móti Geena Davis í sinni nýjustu mynd sem heitir „Angie, I Says“. Leikstjóri er Marta Co- olidge („Rambling Rose“) en myndin segir af ein- hleypri og óléttri stúlku í Brooklyn. MFleiri Evrópuleikarar eru komnir í fasta vinnu vestra: Gary Oldman og Lena Olin leika saman í myndinni „Romeo is Bleeding" eftir Peter Medak. í henni leikur Oldman spillta löggu sem hittir Mónu (Olin) og líf hans tekur undariega stefnu. Gér- ard Depardieu leikur einnig í nýrri bandarískri mynd. Hún heitir „My Father, the Hero“ og Steve Miner leik- stýrir. B-MYNDA MORÐ ÓHÁÐIR bandarískir kvikmyndagerðarmenn eni ekki áberandi í öllu því flóði bandarískra mynda sem hingað berst en þeir vekja oftar en ekki talsverða athygli á kvikmyndahátíðum. Ein slík kvikmyndahá- tíð óháðra var einmitt haldin í Reykjavík á síðasta ári. Beth B er leikstjóri sem getið hefur sér orð fyrir litlar myndir sem eng- in tekur í misgripum fyrir Disneymyndir og hefur lok- ið við eina með tveimur Hollywoodstjörnum í aðal- hlutverkum. Hún heitir „Two Smal! Bodies" og kaf- ar oní erótík og ofbeldi í sögu af einstæðri móður, er Suzy Amis leikur, sem grunuð er um að hafa myrt börnin sín tvö en Fred Ward leikur rannsóknarlög- reglumanninn í mál- ínu. Beth B - hún kallar sig B eftir B-myndum - fékk ekki fjármagn í „Bodies“ fyrr en þýskar og franskar sjónvarpsstöðvar settu næstum milijón dollara í verkefnið. Tökur stóðu í 19 , daga í Frankfurt. „Margir vilja ekki sökkva sér oní skuggahliðar mannlffsins en ég hef yndi af því að elta fólk intjí myrkustu hug- arfylgsni,” segir B. Upp með hendur; Beth B. Alistan- um yfir aðsókn- armestu bíómynd- irnar á ís- landi á síð- asta ári sem birtist hér í síð- ustu viku voru að venju mest af bandarísk- um hasar-, spennu- og gamanmyndum en á hon- um voru líka metnaðar- fyllri verk eins og Konu- ilmur þar sem A1 Pacino fór á kostum og Píanóið með Holly Hunter, sem notið hefur mikilla vin- sælda í Regnboganum en hún hefur nú ver- ið sýnd þar í bráðum fjóra mán- uði. Þá sáu um 20.000 manns The Crying Game“ og 19.500 ævisögulegu myndina um Tínu Turner og tvær róm- antískar myndir hlutu óhemjumikla aðsókn: Líf- vörðurinn og Ósiðlegtftil- boð, sem helmingi fleiri sáu en Svefnlaus í Se- attle, sem var helmingi betri mynd. Þannig sannast það oft hvað stórstjörnurnar skipta miklu máli. Vin- sæiasta _ kvikmyndaleik- konan á íslandi árið 1992 var Sharon Stone en hana sáu 60.000 manns í Ógn- areðli. Hún framdi kraftaverk með því að laða 15.000 manns á „Sliver", lélegustu mynd síðasta árs. Himinn og jörð væntanleg; Tommy Lee Jones og Oliver Stone við tökur á „Heaven and Earth". 25.000 manns hafa séð myndina Aladdín Alls höfðu 25.000 manns séð Disneyteiknimyndina Aladdín í Sambíóunum eftir síðustu helgi að sögn Árna Samúelssonar bíóeiganda og bætti hann við að nýtt aðsóknarmet hafi verið slegið í Sambióunum þegar 8.500 manns sóttu bíóin samanlagt á einum degi, sunnu- daginn 2. janúar sl. „Það var troðfullt á Aladdín yfir daginn og svo troðfullt á „Demolition Man“ um kvöldið en við höfum ekki áður fengið aðra eins aðsókn á ein- um degi,“ sagði Árni. Hann sagði 17.000 manns hafa séð „De- molition Man“, 16.500 Skjdturnar þijár, 15.000 Aladdín, sem einnig er sýnd í Háskólabíói, 12.000 Aftur á vaktinni og 5.000 manns höfðu séð F'ullkominn heim fyrstu sýningarhelgina. Næstu myndir Sambíó- anna eru „Mrs. Doubtfire" sem byrjar í kringum 28. janúar, „Cool Runnings" kemur svo, þá Hús andanna í leikstjórn Bille August, Pelikanaskjalið eftir sögu Johns Grishams, hvala- myndin „Free Willy“, nýja Oliver Stone-myndin „Hea- ven and Earth“ og loks „The Beverly Hillbillies" sem gerð er eftir samnefndum sjón- varpsmyndaflokki. Tímalögga; úr nýrri mynd van Damme. TVEIR HARÐ- HAUSAR HARÐHAUSAR tveir, Ste- ven Seagal og Jean Claude van Damme, leika í nýjum hasarmyndum sem vænt- • anlega koma hingað seinna á árinu. Michael Caine er óþokk- inn í Seagal-myndinni sem heitir „On Deadly Gro- und“ og segir frá harðhausn- um, sem nú vinnur á olíubor- palli, í banvænum bardaga við fyrrum húsbónda sinn sem er að eyðileggja Alaska. Okkar maður tekur að sjálf- sögðu afstöðu með um- hverfisverndarsinnum. Seag- al leikstýrir sjálfur. Van Damme-myndin heitir „Timecop" og er tímaferða- lagstryllir um löggu er eltir misindismenn úr framtíðinni til vorra daga. Leikstjóri er Peter Hyams, sem veitir ek-k- ert af almennilegri hasar- mynd, og framleiðandinn Joel Silver leikur spilltan pólitíkus. Jibbíkajei... Um hvab ernýjasta mynd Jonathans Demme? ROBERT De Niro er ekki einn um það. Þegar Tom Hanks lék í alnæmismyndinni Fíladelfíu undir leikstjórn Jonathans Demme létti hann sig um 15 kíló til að sýna sjúkleikann sem aðalpersóna myndarinnar stríðir við. Hann leikur Iögfræðinginn Andrew Beckett sem er rek- inn úr starfi hjá virtri lögmannastofu þegar kemur í ljós að hann er með alnæmi. Fíladelfía markar nokkur tíma- mót því hún er fyrsta stórmyndin frá Hollywood sem fjallar um sjúkdóminn, þá sem þjást af honum og hvern- ig samfélagið bregst við þegar hann knýr dyra. Nafn myndarinnar er fengið af dæmigerðri, sögulegri bandarískri stór- borg, Fíladelfíu, þar sem Demme vildi láta atburðina ^mmmmmmmmm gerast. Ungur lög- fræðingur er rekinn frá valda- miklu lög- fræðifirma af því hann er sagður ekki nógu góður en lögfræðingUrinn segist hafa verið rekinn vegna þess að hann er með alnæmi. Eftir níu misheppn- aðar tilraunir tekst honum að finna lögfræðing sem er tilbúinn að fara með mál hans fyrir dómstóla og í rétt- ardramanu sem fylgir takast á fordómar og þekkingar- eftir Arnald Indriðason leysi samfélagsins gegn stolti og virðingu og réttindum hins sjúka. „Vandamál Andrews," segir Tom Hanks, „er það að hann fær ekki lengur að vera sá sem hann er. Hann sá sjálfan sig fyrst og fremst sem lögfræðing, í öðru lagi samkynhneigðan lögfræðing og í þriðja lagi samkyn- hneigðan lögfræðing með al- næmi. Þegar hann er rekinn segir hann í rauninni, þið eru að gera hræðileg mistök. Þið skiljið ekki hversu góður ég er og hversu lítið ótti ykkar hefur að gera með hver ég er.“ „Þetta er ekki rnynd sem lítur niður á fólk sem er hrætt við alnæmi," segir Demrae (Lömbin þagna). „Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk reyni að þar til vinir mínir fóru að fá sjúkdóminn. Þá varð ég að takast á við minn eigin ótta og beijast gegn vanþekkingu minni sem var tilkomin vegna ónógra upplýsinga í þjóðfélaginu.“ Þeir veltu mörgum mögu- leikum fyrir sér — vegamynd um leit að ólöglegu lyfi, við- brögð í smábæ þegar ljóst er að hjón á nærliggjandi bæ þjást af alnæmi — áður en þeir duttu niður á frétt af lögfræðingi sem rekinn hafði verið frá lögmannastofu tveimur vikum eftir að hann tilkynnti að hann væri með alnæmi. Hann fór með málið fyrir dómstóla og vann það tveimur vikum áður en hann lést. Þarna var komin sagan sem þeir vildu, saga um hvernig brotið væri á alnæ- missjúklingum og þeir ein- angraðir og í leiðinni saga um baráttu Davíðs og Gol- íats. „Við sögðum," er haft eftir Nyswaner, „höfum hug- rekki til að gera mynd með skemmtanagildi sem stund- um er fyndin í umfjöllun sinni um þetta óttalega efni.“ Hópur þekktra leikara fer með aðalhlutverkin í Fíladelf- íu. Denzel Washington leikur lögfræðing Hanks, Jason Ro- bards yfirmann lögfræðifir- mans, Mary Steenburgen veijanda fyrirtækisins, spænski Almadovarleikarinn Antonio Banderas leikur sam- býlismann Hanks og Joanne Woodward móður hans. Málið í hnotskurn; Demme athugar sjónarhornið. Saga um misrétti; grannur Hanks og Washington í mynd Jonathans Demme, Fíladelfíu. hugsa ekki mikið um alnæmi ef það þekkir ekki einhvern eða á ekki ástvin sem þjáist af sjúkdómnum." Hugmynd- in að verkinu varð til fyrir fjórum árum þegar Demme og handritshöfundurinn Ron Nyswaner, sem er hommi, fengu að vita að náinn vinur þeirra þjáðist af alnæmi. „Þar sem er vanþekking þar er líka ótti,“ segir Demme. „Ég var logandi hræddur við alnæmi og fólk með alnæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.