Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
Buddan
Gerviþarfir?
MATARREIKNINGINN má lækka verulega með útsjónar-
semi, sumir telja jafnvel um 30 til 40 þúsund krónur á mán-
uði, eða um 400 þúsund á ári. Frú nokkur hér í borg sem
rekur fjögurra manna heimili fer með um 25 til 30 þúsund
krónur í mat á mánuði, en reglan hjá henni er þessi: Kaupi
engan óþarfa og burt með allar gerviþarfir.
essi frú segist kreista hverja
krónu þar til hún skrækir,
og að sjálfsögðu tók ég það að
mér að kreista frúna þar til hún
gafst upp ðg lagði öll spilin á
borðið.
Og þá hefst lesturinn.
Frúin býr til allt sjálf sem hún
getur búið til. Hún stígur aldrei
fæti inn í bakarí, segir að þau
séu okursjoppur. Einu sinni í
viku bakar hún 70 til 80 rún-
stykki, sem hún frystir og hitar
upp í örbylgjuofni ef með þarf.
Henni finnst rúnstykkin nýtast
betur en brauðin. Með þvf að
baka brauðin sjálf getur hún
sparað sér um kr. 45 þúsund á
ári, sé miðað við eitt brauð á
dag.
Hún hefur oft pítsu í matinn,
og að sjálfsögðu býr hún hana
líka til sjálf. Ef miðað er við
eina pítsu á viku, sparar hún
sér um kr. 43 þúsund á ári.
Einnig býr hún sjálf til sitt
múslí, eða morgunkom, sem
fjölskyldan borðar stundum á
morgnana. Stundum setur hún
líka múslí í rúnstykkin, ásamt
hveitiklíði.
Hún kaupir aldrei nokkum
tíma álegg. En ef menn kaupa
þetta hiyllilega dýra álegg sem
selt er í búðum oft á 200 kr.
bréfið, við skulum segja tvö bréf
á viku sem sumum þykir ekki
mikið, kostar það um kr. 21
þúsund á ári. Hún sparar sér
það.
Það sem frúin kaupir ofan á
brauð er „fondú“ ostur, sem er
um 200 krónum ódýrari en
brauðostur. Hún notar líka hun-
ang og marmelaði ofan á brauð,
en annað ekki, og basta. Krakk-
amir eru hvorki hrifnir af kjötá-
leggi né gúrkum eða tómötum
ofan á brauð sitt. Rækjusalat,
eða kransæðakrem eins og það
er kallað á þessu heimili, býr
frúin aldrei til og sárvorkennir
fólki sem er að kaupa slík tilbú-
in salöt í búðunum.
Af öðmm mjólkurvörum
kaupir hún aðeins mjólk, súr-
mjólk og skyr. Aldrei jógúrt,
aldrei ijóma og notar jurta-
smjörlíki ofan á brauð.
I fískbúðina fer hún tvisvar
til þrisvar í viku, og einu sinni
í viku hefur hún kjöt í matinn.
Kjötið sem hún kaupir er annað-
hvort hakk eða lifur. Tvisvar á
ári kaupir hún lambaskrokk
heilan. Hún segist nýta allt kjöt-
ið af skrokknum, til dæmis sker
hún allt kjötið utan af feitu
súpukjötsbitunum og notar það
í pottrétti. Kótilettur eru ekki
vinsælar á heimilinu sökum fit-
unnar á þeim, og hiyggurinn
nýtur engra vinsælda heldur af
sömu orsökum, en „þau þræla
honum ofan í sig“ eins og hún
segir.
Samkvæmt útreikningum
mínum fer hún líklega með kr.
30.000 á ári í kjötvörur, en ekki
er óalgengt að fjögurra manna
fjölskylda fari með um kr.
80.000 á ári í slíka vöru. Og
þykir ekki mikið.
Þetta var semsagt kaflinn um
roilumar.
Það eina sem frúin lætur
virkilega eftir sér í matvöru-
kaupum, eru grænmeti og
ávextir. En verðið er að sjálf-
sögðu stúderað. Ef kínakálið til
dæmis er of dýrt að hennar
mati, er það ekki keypt. Hið
sama gildir um allt annað græn-
Morgunblaðið/Júlíus
meti og ávexti að sjálfsögðu
líka.
Fjölskyldan drekkur aldrei
með mat, en að öðru leyti er
drukkið vatn, mjólk, te og kaffí.
Frúin kaupir til að mynda aldrei
ávaxtasafa á femum. En ef hún
keypti eina femu á dag, á tæpar
100 krónur, mundi það kosta
kr. 33.600 á ári. Sparar sér
þann aur. Hún kaupir aldrei
kókómalt og ef krakkana langar
í kakó, verða þeir veskú að búa
það til upp á gamla mátann.
Yngsta bamið tekur með sér
safa eða djús á lítilli femu í
skólann, en hún kostar um kr.
20.00.
Fjölskyidan hefur öll með sér
nesti í skólann og í vinnu.
Heimabökuð rúnstykki og
ávöxt. Þar sparast minnst um
kr. 50 þúsund á ári, ef reiknað
væri með að hver og einn mundi
kaupa sér eina samloku á dag
á kr. 200, og ekkert annað.
Gos er aldrei keypt, ekki einu
sinni um helgar, takk fyrir. Bjór
er aldrei keyptur, en um það bil
þijár flöskur af léttu víni em
keyptar á ári.
Hún kaupir alltaf ódýrasta
þvottaefnið og kaupir aldrei eld-
húsrúllur. „Burt með allar gervi-
þarfír“, eins og hún segir.
Frúin hefur sem sagt kjöt
einu sinni í viku, tvisvar til þrisv-
ar físk, einu sinni í viku hefur
hún alltaf gijónagraut og ný-
bökuð rúnstykki, og svo er eitt
og annað á matseðlinum eins
og til dæmis spaghetti með
grænmetissósu, pítsu, linsu-
baunapottrétt og aðra pott- og
pastarétti.
Og þannig fara menn að því
að borða ódýrt og líta samt
hraustlega út.
Kristín Marja
Baldursdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
Borgardætur hafa nóg fyrir stafni í vetur við að skemmta á árshátíðum og einkasamkvæmum. F.v.
Berglind Björk Jónasdóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Andrea Gylfadóttir.
tSnSt
Dean Martin o g
Doris Day í uppáhaldi
Eftir Hildi Friðriksdóttur **"
Berglind Björk Jónasdóttir söng-
kona hefur verið að syngja með
hinum og þessum hljómsveitum og
einstaklingum undanfarin sjö ár. Það
var þó ekki fyrr en hún fór að syngja
með Borgardætrum — og plata þeirra
kom út nú fyrir jólin — að fólk fór'
að veita henni sérstaka athygli og
spyija sín á milli: Hver er þessi Berg-
lind Björk. Þegar blaðamaður furðar
sig á því að svo langt sé síðan hún
fór að syngja opinberlega svarar hún
að bragði: „Já, ég hef farið mjög
huldu höfði.“ Og bætir við eftir smá
umhugsun: „Kannski var ég ekkert
tilbúin til þess að vekja athygli fyrr
en núna. Ætli sjálfstraustið hafí ekki
verið í lágmarki.“
Þegar blaðamaður ber upp þessa
spumingu sem liggur á vörum
margra: Hver er Berglind Björk svar-
ar hún hlæjandi: „Ég er bara ósköp
venjuleg manneskja, húsmóðir í
Vesturbænumm, á tvö böm, 16 ára
dóttur og 5 ára son, og er gift Joni
Hauki Jenssyni kvikmyndatöku-
manni hjá Stöð 2.“ Og til þess að
íslendingar — sem þurfa alltaf að
fá fullvissu sína um hverra manna
fólk er — geti enn betur glöggvað
sig á ætt og umhverfi Berglindar,
má geta þess að faðir hennar er út-
varpsmaðurinn góðkunni Jónas Jón-
asson og móðir hennar Auður Stein-
grímsdóttir, dóttir Steingríms físk-
sala í Fiskhöllinni.
Söng fyrst með Klassík
Fram til ársins 1986 segist Berg-
lind Björk hafa komið víða við í at-
vinnulífinu en ekki fundið sig nægi-
lega vel í neinu starfí. Það vom þó
aðallega skrifstofustörf sem urðu
fyrir valinu. Síðan var það að fyrrver-
andi skólabróðir hennar Sigurgeir
Sigmundsson bað hana að koma í
prufu fyrir hljómsveitina Klassík sem
spilaði á böllum í Keflavík. Það varð
úr að hún söng með henni um tíma
og keyrði á milli Reykjavíkur og
Keflavíkur um helgar.
„Síðan fluttum við norður_því Jóni
Hauki bauðst vinna þar. Eg fékk
hins vegar hlutverk í söngleiknum
Kysstu mig Kata ásamt Ragnhildi
Gísladóttur, Helga Bjömssyni og
fleirum. Það varð til þess að ég fór
að syngja á Hótel Stefaníu við píanó-
undirleik Níelsar Ragnarssonar og
þaðan fór ég í Sjallann, þar sem ég
söng í ýmsum skemmtidagskrám.“
Þegar Berglind og Jón Haukur
fluttu aftur til Reykjavíkur fór hún
að syngja á Hótel íslandi, auk þess
sem hún söng bakrödd hjá Agli
Ólafssyni á tónleikum, í skólum og
víðar, þar sem hann var að fylgja
eftir plötu sinni Tifa, Tifa. „Síðan
fór þetta að rúlla,“ segir hún og
höfðar til verkefnanna. Bætir síðan
við hlæjandi: „Ég var þó aldrei áber-
andi.“
Hvað sem öðru líður er dagskrá
Berglindar þétt setin þessa dagana
því að nýr píanisti er að æfa með
Borgardætrum, Pálmi Sigurhjartar-
son sem spilað hefur með Snigla-
bandinu. Kjartan Valdimarsson sem
hefur spilað með þeim að undanfömu
er nú upptekin í leikritinu Evu Lunu.
Slógu í gegn
Upphaflega áttu Borgardætur
ekki að vera nema lítil söngskemmt-
un á Hótel Borg, en viðtökumar urðu
slíkar að ákveðið var að gefa út plötu.
Nú er svo komið að þeirra bíða mörg
verkefni fram eftir vetri bæði á árs-
hátíðum og einkasamkvæmum. Auk
þess syngur Berglind Björk um helg-
ar a.m.k. fram á vor með danshljóm-
sveitinni á Hótel Sögu.
Nú hefur þú sungið með ólíkum
hljómsveitum. Hvað stendur upp úr
hjá þér?
„Ég hef mest gaman af því sem
við erum að gera í Borgardætrum.
Það er mikill heiður að fá að vinna
með Eyþóri Gunnarssyni sem var
okkar stoð og stytta í upphafí. Hann
er algjör snillingur. Hann er mjög
kröfuharður og hættir ekki fyrr en
hann er orðinn ánægður með útkom-
una. Einnig fannst mér mjög
skemmtilegt að syngja með Agli
Ólafssyni. Þá finnst mér mjög gaman
að syngja jass og blús.
— Hvaða tónlistarmenn eru í
upppáhaldi?
„Það eru þessir gömlu eins og
Dean Martin, Frank Sinatra, Ella
Fitzgerald, Doris Day og fleiri. Ann-
ars spila ég örugglega minnst tónlist
á mínu heimili. En ef ég kaupi plötu
þá er hún með einhveijum af gömlu
meisturunum."
SJÓNVARPSSTJARNA
Baráttan við
aukakílóin
Oprah Winfrey, einn þekktasti
stjórnandi viðtalsþátta í
bandarísku sjónvarpi, hefur á und-
anfömum árum slegist hatramm-
legri baráttu við aukakílóin - og
öll bandaríska þjóðin hefur fylgst
grannt með. Loksins virðist
henni hafa tekist að ná mark-
inu, enda búin að fá sér einka-
þjálfara. Nú snýst málið ekki
bara um mataræði heldur
óhemju mikla þjálfun.
Fyrir fimm árum tókst Oprah
að troða sér í Calvin Klein-galla-
buxur af stærð 10 eftir strangan
megrunarkúr, en þá hafði hún lést
um rúm 33 kg. Fljótlega fór að
síga á ógæfuhliðina. Um mitt ár
1992 hafði hún þyngst aftur um
45 kfló og var orðin um 115 kg.
Hún rifjar það upp nú að þegar hún
hlaut þriðju Emmy-verðlaunin í júní
það ár langaði hana ekki baun að
standa upp til að taka á móti þeim,
því hún var hreint ekki stolt af lík-
ama sínum.
Enn á ný hefur hún grennst og
það ekki án erfiðis. í mars sl. var
þyngd hennar 111 kg. Síðan þá
hefur hún hlaupið rúmlega tvö þús-
und kílómetra, gengið tæplega 100
km og lést um 36 kfló.
Svona leit Oprah út í októ-
ber 1988. Sex vikum síðar
kvaðst hún hafa misst
stjórn á mataræðinu.
I