Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 B 17 Tilboðsverð til Kanarí 9. mars, 2 vikur áður en 9. mars ip líka. Undirtektir við Kanaríferðum Heimsferða hafa verið einstakar, yfir 200 manns eru bókuð 26. janúar og 16. febrúar og núna er ferðin 9. mars óðum að seljast upp. Njóttu þess besta á lægra verði og tryggðu þér sæti á meðan enn er laust. Frábærir gististaðir okkar á Kanarí tryggja þér einstakt frí í sólinni. PÁSKAFERÐIR HEIMS ÁRSHÁTÍÐ SVFR Bogomil Font kallaður úr útlegðinni Aðeins frá kr. 43.900 pr. mann m.v. hjón með 2 börn, 2-T4 ára, Las Isas. Kr. 56.800 pr. mann m.v. 2 í ibúð, Las Isas. Brasilía - Viðbótarferð, 3 vikur. Verð frá kr. 99.800 pr. mann m.v. 2 í herbergi. Flugvallaskattar og forfallagjöld kr. 4.690,- f. fullorðna. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 Fyrstir meb tískuna... ...þá og núna. I Fatnaöur fyrir alla. Búsáhöld, leikföng o.fl. Verð kr. 600,- án burðargj. Pöntunarsími 52866 HEIMSFERÐIR £ TURAUlfl air europa Þetta er fimmtugasta árshátíð SVFR frá upphafi og því verður meira í hátíðina lagt en nokkru sinni fyrr. Þetta eru þó fyrir löngu orðlögð samkvæmi sök- um glæsileika," segir Ingólfur Ás- geirsson formaður skemmtinefnd- ar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Árshátíðin, sem grínarar kalla gjarnan maðkaballið með glott á vör, þykir með glæsilegri sam- kvæmum ársins hér á landi en undirbúningur hátíðarinnar stend- ur nú sem hæst og stefnir allt í metþátttöku. „Ballið verður laug- ardagskvöldið 5. febrúar, það eru farnir um 300 miðar og enn ber- ast pantanir og fyrirspurnir. Haldi fram sem horfir, dugar ekki fimmta hæðin, heldur hellist ballið niður á fyrstu hæð,“ bætir hann við, en sú breyting hefur nú orðið á gamalli hefð, að samkvæmið verður í Perlunni í stað Súlnasalar á Hótel Sögu. Til þess að vanda sem best til skemmiatriða, þá hef- ur SVFR brugðið á það ráð að kalla heim úr útlegðinni Bogomil Font. Kemur hann hingað til lands frá Bandaríkjunum gagngert til að skemmta hátíðargestum. Fer síðan aftur utan að balli loknu. „Stangaveiðifélagsmenn telja sig eiga nokkuð í Bogomil eftir síðasta sumar, en þá skemmti hann flestar helgar í Hreðavatnsskála á bökkum Norðurár og gerðu stangaveiðimenn töluvert af því að kíkja á böllin til hans. Hann tók því málaleitaninni vel,“ sagði Ing- ólfur. Dagskráin er annars fjölbreytt. Hún hefst raunar á fjórðu hæðinni á fordrykknum „Norðurá blá“ sem nýbakaður heimsmeistari í hana- stélshristingum hefur blandað sér- staklega í tilefni kvöldsins. Á fjórðu hæðinni verða fluttar ræður formanns og veislustjóra, sem að þessu sinni er stangaveiðimaðurinn Friðrik Sophusson ijármálaráð- herra. Áður en haldið er upp í kvöldverðinn verða bikarafhend- KANARÍ 23 mars, 3 vikur. Verð frá hjón með 2 börn, Las Isas. Flugvallaskattar og forfallagjöld kr. 3.660,- f. fullorðna, kr. 2.405,- f. börn. kr. '59. Oprah um það leyti sem hún tók við Emmy-verðlaununum í júní 1992. Þegar hún tók þá ákvörðun að ráða til sín þjálfara, Bob Greene, var hann fljótur að benda henni á að með megrunarfæðinu - sem samanstóð aðallega af vökva - hefði hún tapað vöðvamassa. Og þrátt fyrir öll kílóin sem fuku væri fítuhlutfallið í líkama hennar 28%. Nú hleypur Oprah daglega um 15 km, gerir 350 magaæfingar og eyð- ir um 45 mfnútum í tækjum, enda hefur fituhlutfallið minnkað og er nú um 20%. Loksins er Oprah ánægð með útlit sinn og segist ekki vera að léttast fyrir neinn annan en sjálfa sig. Hún bætir við að hún sé ham- ingjusamari nú en nokkru sinni, enda sé hún ólíkt heilbrigðari. Morgunblaðiö/Kristinn Skemmtinefnd SVFR að störfum í Perlunni í vikuuni, f.v. Ingólfur Ásgeirsson, Sigurður Jensson og Bjarni Júlíusson. ingar til afreksmanna síðasta sum- ars. Er það alger nýlunda á árshá- tíðum SVFR að bijóta upp dag- skrána með þessum hætti, fyrr- greindir liðir hafa jafnan farið fram undir borðhaldi sem fyrir vikið hefur teygst nokkuð. Að bikaraf- hendingu lokinni verður haldið upp á fimmtu hæðina og þar taka við auk margrétta máltíðar, ýmis skemmtiatriði. Fyrst leika þeir Simon Kuran og Reynir Jóhanns- son, en síðan taka Borgardætur nokkur lög. Að því loknu „koma tveir veiðimenn og gera grín að veiðimönnum, þeir Orn Árnason og Sigurður Siguijónsson," eins og Ingólfur komst að orði. Fastir liðir eins og flugugetraun verður og til staðar og að sögn þeirra Ingólfs og félaga verður fluga á hveijum matseðli. Sérhnýttar klassískar fjaðraflugur sem menn hafa síðan með sér heim, stinga í fluguboxin og draga síðan nokkra laxa með á komandi sumri. Árshátíð SVFR hefur um árabil verið í Súlnasal sem áður segir, hvað segir Ingólfur um skoðanir veiðimanna á breytingunni? „Við renndum vissulega blint í sjóinn, en viðtökurnar hafa verið frábær- ar. Framan af vorum við þess al- búnir að ballið færi bara fram á fimmtu hæðinni. Innan vissra marka er gott dahsgólf uppi. En fyrir nokkru voru 300 miðar farnir sem er nokkrum tugum meira held- ur en á síðustu árshátíð. Með þessu áframhaldi verður dansað á fyrstu hæðinni og ballið hreinlega um allt hús. Þá hefur það ugglaust mikið að segja, að verðið er óbreytt þriðja árið í röð og hátíðin fer nú fram á laugardegi en ekki föstu- degi eins og áður. Þegar það var ákveðið að færa ballið í Perluna var ekkert endanlegt á ferðinni. Þetta er fimmtugasta ballið og því afmæli. Því var ekki úr vegi að breyta aðeins til í tilefni þess. Þá er með þessari breytingu slegið á vissar óánægjuraddir. Það voru alltaf einhveijar kvartanir á gamla staðnum að sumir væru með betri borð en aðrir, súlur skyggðu á og svo framvegis. í Perlunni er vart von á slíku, því sem kunnugt er, hringsnýst öll hæðin, þannig að menn skipta jafnaðarlega með sér aðstöðunni," sagði Ingólfur Ás- geirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.