Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994 Sólareldhús við Oðinstorg MATUR OG og þrjú rauðvín (Cabernet Sauvign- on, Marzenino og Merlot). Fyrir valinu varð Cabernet Sauvignon og reyndist það vera skammlaust borðvín, sem þó vakti ekki mikla hrifningu hjá undirrituðum. Lík- lega myndi það njóta sín betur ef það væri ekki borið fram jafn heitt og það var gert þarna. En verðið er ágætt eða 2.590 kr. (sama fyrir allar fimm tegundirnar) sem er nokkuð ódýrara en verðið á Und- urraga (2.890 kr.). Þá er einnig hægt að fá þetta ítalska vín sem vín hússins í karöflum og er það húsvínið s'em tekið er fram á vín- lista að „mælt sé með“. Það kostar 1.680/840 kr. eftir stærð karöflu. Einnig er til ódýrara vín hússins í karöflum (1.300/650 kr.) sem sagt var að væri það „sem til væri hveiju sinni“. Márgt hefur tekist mjög vel á hinu nýja Oðinsvé en nokkur smáatriði drógu hins vegar heildarmyndina niður. Þó að þjónusta hafi verið vingjarnleg var hún óörugg og nokkuð stopul. Þá var ekki kotnið með vatn á borðið fyrr en beðið var um það sérstak- lega og ekki bætt á þegar það kláraðist. Brauð sem sett var á borðið í upphafi mált- íðar reyndist vera of- bakað og hart. Þegar yfir því var kvartað var hins vegar komið með fulla körfu af nýbökuðu, gómsætu baguette-brauði, jafnt grófu sem hvítu. Inn- gangur í veitingastað- inn beint af götunni HÓTEL Óðinsvé hefur lengi verið eitt helsta tákn stöðugleika í reykvískri veitingahúsa- menningu. Óðinsvé er einn af þeim veitinga- stöðum sem hvað lengst hefur verið í rekstri sömu aðila og umhverfi og matargerð þar hef- ur að sama skapi einkennst af staðfestu og lít- illi ævintýramennsku. Það vakti því óneitanlega nokkra athygli er gerðar voru breytingar á Óðinsvésíðastliðið haust og staðurinn opnaður á ný undir formerkjum „sólareldhúss“. eftir Steingrím Sigurgeirsson Hugmyndin að baki sólar- eldhúsinu er sótt til Mið- jarðarhafsins og var ætlunin að taka sitt lítið af hvoru úr eldhúsi Suður-Frakk- lands, Ítalíu, Spánar og Grikklands og blanda því saman við þann létt- leika, sem nú er vinsæll í alþjóð- legri matargerð. Var staðurinn sjálfur einnig endurhannaður í samræmi við þessa hugmynda- fræði. Það sem slær mann samt fyrst er sest er niður á Hótel Óðinsvé, er hve lítið hefur í raun breyst. Þrátt fyrir aukna litanotkun, stytt- ur, litríkar myndir á veggjum og ýmsar aðrar breytingar er heildar- svipurinn, sem blasir við manni ósköp svipaður og áður. Það er hins vegar ekki hægt að segja um matseðilinn, sem tekið hefur róttækum breytingum og samanstendur nú með einstaka undantekningum af suður-evrópsk- um réttum og eru pasta- og sjávar- réttir ekki síst áberandi. Verðlagn- ing er hófsöm: Súpur................. 590-1050 kr. Kaldir forréttir......590-790 kr. Heitir forréttir......580-980 kr. Fiskréttir............980-1.810 kr. Kjötréttir.......1.490-2.280 kr. Eftirréttir........... 290-550 kr. í þetta skipti voru valdir réttirnir: Carpaccio di Manzo Morgunblaðið/Kristinn Hráar nautalundir............790 kr. Asparges Pompadour Ferskur spergill með Hollandaisesósu.........580 kr. Petito di Pollo d’Antonio Kjúklingabringur fylltar osti, sveppum og beikoni....1.790 kr. Agnello Quaglinos Lambasneið með laukhringjum og soubissósu............1.690 kr. Skammtar voru í öllum tilvikum vel útilátnir og bornir fram á falleg- um diskum. Sósur voru jafnvel of vel útilátnar. Carpaccio reyndist frekar bragðlítill réttur en spergill- inn var bragðgóður og hæfilega eldaður en sósan til lengdar örlítið of sölt fyrir minn smekk. Aðalrétt- irnir reyndust báðir standast vænt- ingar og mátti kannski helst setja út á of ríkjandi beikon í kjúklinga- réttnum. Gufusoðið grænmeti með matnum var ferskt og einstaklega ljúffengt, líklega með því betra sem ég hef fengið á íslensku veitinga- húsi. Einnig er boðið upp á þriggja rétta matseðil á 2.390 krónur og fjögurra rétta matseðil á 2.890 krónur. Séu þeir valdir ætti máltíð fyrir tvo með víni ekki að kosta mikið meira en rúmlega átta þús- und krónur, sem verður að teljast ágætlega sloppið. Vínlisti Hótels Óðinsvé er ágæt- ur miðað við það sem gengur og gerist á reykvískum veitingastöð- um og verðlagning hófleg ef miðað er við sama stuðul. Uppsetning hans er hins vegar gamaldags og óaðlaðandi og ekki í stíl við hinn stílhreina matseðil. Það væri mikil bót af því ef vínlistinn yrði settur upp á annan hátt og þá gjarnan með fyllri upplýsingum um ein- staka vín. Áfram er hægt að fá hin chilesku Undurraga-vín, sem hafa verið flutt inn sér fyrir Óð- insvé og Perluna í nokkur ár, og þar að auki hafa bæst við vín frá Mezzacorona í Trentino-héraðinu í Norður-Ítalíu. í boði eru tvö hvít- vín (Chardonnay og Pinot Grigio) veldur líka óþægilegum umgangi fyrir þá sem sitja inni í salnum. Og svo var það tónlistin. Mest allt kvöldið var leikin „poppklassík", bútar úr sígildum tónverkum með dynjandi diskótakti í bakgrunnin- um. Sem betur fer var tónlistin það lágt stillt að maður gat reynt að leiða hana hjá sér. Það tókst hins vegar ekki alltaf og var hún þá verulega pirrandi. Persónulega fer það einnig alltaf í taugarnar á mér þegar ekki er hægt að fá kalt þurrt sérrí heldur einungis volgt en þá er það varla neysluhæft. Ein og sér hefðu hvert þessara atriða lik- lega ekki skipt miklu máli. En þeg- ar þau safnast saman truflar það mann þó nokkuð. Á heildina litið er sólareldhúsið skemmtileg tilbreyting í veitinga- húsaflóruna þó að nokkur atriði megi fínpússa frekar. Hótel Óðinsvé Óðinstorgi Opið ali'd daga Borðapantanir: 25090 Morgunblaðið/Júlíus Ollu vonbrigðum - Ekki til fyrirmyndar: Sophia, Sidi Bra- him, Cavalier Royal og Jacobs Creek. Odýr en óspennandi NOKKUR ný vín hafa litið dagsins ljós í verslunum ÁTVR á undanförnum vikum og eru sum þeirra á tiltölulega vægu verði eða á bilinu 740-850 krónur. Á megin- landi Evrópu er hægt að fá svipuð vín á 100-200 krónur og við erum að borga 700-800 krónur fyrir. Fyrir íslenska neytendur skiptir því miklu máli að vel sé vandað til valsins á hinum ódýru vínum, að minnsta kosti það vel að þau séu nokkurn veginn skammlaus. Nýju vínin sem voru smökkuð voru Marokkóvínið Sidi Brahim (880 krónur), ástralska vínið Jacob’s Creek Dry Red frá Orlando Wines (850 krónur), Sophia Caber- net Sauvignon frá Búlgaríu (740 krónur) og franskt vin de table, sem heitir Cavalier Royal og er ekki alveg nýtt af nálinni en fékk að fljóta með út af verðinu, sem er 750 krónur. Því miður verður að segjast að heildarniðurstaða þessarar könn- unar var vonbrigði með öll þessi vín. Ekkert þeirra getur talist gott og tvö þeirra voru beinlínis vond. Öll vínin að Cavalier Royal und- anskildu virðast flutt inn í gegnum sænsku ríkiseinkasöluna á áfengi, Systembolaget, en það virðist gæta aukinnar tilhneigingar hjá ÁTVR að fara þessa krókaleið. Systembo- laget er stærsti einstaki víninn- flytjandi Evrópu og á þar af leið- andi mjög gott með að pressa nið- ur verð við innkaup. Úrvalið í Sy- stembolaget er mjög íjölskrúðugt en þar er hins vegar einnig að finna nokkurn fjölda mjög slæmra vína. Því miður virðist ÁTVR ekki hafa valið alveg rétt þegar þessi þijú vín eru annars vegar. Búlgaríuvínið Sophia voru mestu vonbrigðin. Búlgörsk Caber- net Sauvignon vín hafa notið mik- illa vinsælda á undanförnum árum enda hræódýr og oftast þokkaleg. í Bretlandi er til dæmis ekki óal- gengt að sjá ágæt búlgörsk vín á 1-2 pund í verslunum. í þessu til- viki er um að ræða vín sem flutt hefur verið í stórum geymum til Svíþjóðar og sett á flöskur af sænsku einkasölunni. Þær tilfærsl- ur virðast ekki hafa verið til góðs. Vínið er greinilega oxað og lyktar af geijuðum rúsínum. Cabernet- einkennin er hvergi að fínna og bragðið minnir helst á morknar spýtur og gamlan, rakan moldar- kjallara. Þetta er leiðindavín, sem er synd, vegna þess að búlgörsk vín geta verið ágæt. Norður-Afríkuvínum hefur hvergi tekist að slá í gegn þrátt fyrir hagstætt verð enda hafa gæðin verið upp og ofan. Það eru helst vín frá Túnis, sem eitthvað hefur kveðið að og þá helst í Frakklandi, þar sem mikið er um arabíska innflytjendur og cousco- us-veitingastaði. Marokkóvínið Sidi Brahim er líkt og Sophia sett á flöskur utan framleiðslulandsins, í þetta skipti í Frakklandi. Það er framleitt úr suður-frönsku þrúgun- um Cinsault, Carignan og Grenac- he. Þetta vín var einnig greinilega oxað og bragðið þunnt og óskemmtilegt. Konur, sem smökk- uðu vínið, notuðu mun sterkari og ljótari orð til að lýsa því. Hrossa- eða kannski í þessu tilviki úlfaldat- að kom einnig upp í hugann. Jacob’s Creek vínið frá Ástralíu olli einnig vonbrigðum þó að það hafi ekki verið beinlínis vont. Ástr- ölsk vín eru þekkt fyrir allt annað en að vera hógvær og bragðlítil og því kom á óvart hversu þunnt og stutt bragð þessa víns reyndist og hversu fátæklegur ilmurinn var. Eftir því sem það stóð lengur ágerðist það þó aðeins og eftir að flaskan hafði stað- ið opin í sólarhring hafði það skánað nokkuð án þess þó að hægt sé að mæla með því. Svipaða sögu er að segja af Cavalier Roy- al, sem smökkurum fannst öllum vera skást, þó að það sé ofsagt að segja að það hafi vakið einhveija hrifningu. Líkt og Jacobs Creek er hér um að ræða fremur bragðdauft og kar- akterlítið vín í mjög hefðbundnum vin de table-stíl. | ts u «s a «s fg g fiS tl Frakkland ftalía Lúxeml Portúgal Spánn Austurríkí Gríkkland Þýskaland Danmörk Belgía Holland Svíþjóð Bretland Finnland Noregur ÍSLAND fríand Vínneysla í EES-löndum Lítrar á hvem mann á ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.