Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 Bandarísk vátryggingaféiög eru í einhverjum mælj byijuð að taka tillit til litningarannsókna á við- skiptavinum við ákvörðun iðgjalda enda eru tíðnitölur þær sem erfða- rannsóknir láta í té um hættuna á sjúkdómi sem fylgir tilteknum gen- um eins og sniðnar að þörfum trygg- ingarfélaga. í samtölum við fulltrúa íslenskra tryggingarfélaga kom fram að ekki er farið að reyna á þetta hériendis. Sú hugsun að heilsufar ættingja skipti máli við mat á áhættu í tryggingaviðskiptum er þó ekki framandi hér á landi. Þannig spyija sum tryggingarfélög ítarlegra spurn- inga um ættingja áður en líftrygging er seld. Einnig er gjarnan í líftrygg- ingarsamningum ákvæði á þá lund að tryggingartaki heimili trúnaðarí lækni tryggingarfélags að afla um sig upplýsinga hjá öðrum læknum. Slíkt ákvæði kann að öðlast nýja þýðingu eftir því sem upplýsingar um arfgenga sjúkdóma og áhættug- en verða útbreiddari. Þegar menn kaupa líftryggingu undirrita þeir yfirlýsingu um að þeir hafí ekki leynt neinum upplýsingum sem máli skipta við mat á áhættu. Þótt tryggingarfélög muni í fyrirsjá- anlegri framtíð vart krefjast litninga- korts af viðskiptavinum er líklegt að þau standi á þeim rétti sínum að tryggingartaki veiti upplýsingar um heilsufar sitt sem hann hefur þegar aflað sér, þ. á m. um erfðaeiginleika sína. Tölvunefnd lætur málið til sín taka Tölvunefnd hefur eftirlit með því að skráning og meðferð persónuupp- lýsinga sé lögum samkvæm. Undan- farin ár hafa ýmis álitamál er varða meðferð upplýsinga um heilsuhagi fólks verið stærsta verkefni nefndar- innar. Upp á síðkastið hefur nefndin þurft að fjalla um umsóknir um leyfi til rannsókna á erfðaeiginleikum Is- lendinga. Hefur hún sett ströng skil- yrði m.a. um samþykki þeirra sem verið er að rannsaka. Gildandi lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga taka að nokkru leyti á þessu efni. Þar segir í c-lið 4. gr. að almennt sé óheimilt að skrá upplýsingar um heilsuhagi manna. Telur tölvunefnd ótvírætt að erfðaeiginleikar manna falli þar und- ir. Tölvunefnd getur veitt undanþágu til skráningar, einstaklingur getur sjálfur leyft slíka skráningu og til eru sérstakar lagaheimildir eins og í læknalögum þar sem sú skylda er lögð á lækna að halda sjúkraskrár. Læknir mætti samkvæmt því skrá niðurstöður litningarannsókna á sjúklingi sínum enda væri það hluti af læknismeðferð. Þegar heimild til skráningar er fyrir hendir vaknar sú spurning hver megi hafa aðgang að gögnunum og því er svarað í 5. grein laga um skráningu og vernd persónu- upplýsinga þar sem fram kemur að óviðkomandi megi ekki hafa aðgang að þeim. Hvorki atvinnurekandi né tryggingarfélag myndi eiga rétt á þessum upplýsingum nema viðkom- andi einstaklingur léti þær í té. Nú væru tryggingarfélög og vinnuveit- endur í sterkri aðstöðu til að þvinga menn til að láta upplýsingar um erfðaeiginleika af hendi. „Það er spurning hvort löggjöf þyrfti ekki að grípa þar inn í,“ segir Þorgeir Örlygsson formaður tölvunefndar, „og taka af skarið um það að á til- teknum sviðum sé óheimilt að byggja á svona gögnum." í lögum er veitt vernd gegn mis- notkun skráðra upplýsinga en sýni úr fólki geta geymt mikilvægar upp- lýsingar þótt ekki séu þær skráðar. Þorgeir segir að einhver brögð hafi verið að því að blóðsýni sé notað í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað. „Það er kannski svolítið gat í löggjöfínni að þessu leyti. Það er ekki nóg að fjalla um skráðar upplýs- ingar heldur þyrfti líka að kveða afdráttarlaust á um að vernd per- sónuupplýsinga næði líka til með- ferðar lífssýna." Ennfremur hefur nefndin í ein- staka tilvikum velt því fyrir sér hver sé tilgangur rannsóknar. Taka mætti dæmi af því er vísindamaður vill kanna litninga állra einstaklinga sem hafa tiltekinn sjaldgæfan sjúkdóm til að leita að hugsanlegu geni sem valdi sjúkdómnum. Nefndin spyr sig í því sambandi hvað gera eigi við niðurstöðuna; á að fara að litninga- greina foreldra og koma með ein- hveijum hætti í veg fyrir að hinn óæskilegi eiginleiki erfist? Nefndin hefur nú ákveðið beita sér fyrir samráði við lækna og hjúkrun- arstarfsfólk um þessi efni og stuðla að því að settar verði skýrari reglur um meðferð heilsufarsupplýsinga í vísindarannsóknum, þar með talið erfðaupplýsinga. DNA er hin helga kýr nútímans EKKI eru allir erfðafræðingar jafnhrifnir af þróuninni í erfðavísindum nútímans. Ric- hard C. Lewontin prófessor við Harvard-háskóla finnst umstangið í kringum kortlagn- ingu erfðamengis mannsins tímasóun. Fénu væri betur varið til annars konar rann- sókna. Hann gagnrýnir oftrú margra vísindamanna á DNA og Iíkir erfðaefninu við helga kú. Blaðamenn hittu Lewontin er hann var staddur hér á landi nýverið. Richard C. Lewontin andmælir því að mað- urinn sé „með allt í genunum" Lewontin gerir að umtalsefni ofdýrkun manna á DNA-sameindinni svo jaðri við trúarbrögð. Menn haldi í fullri alvöru að um leið og allt erfðaefnið sé þekkt viti menn hvað það er að vera maður. Þessu mótmælir Lewontin harkalega. I fyrsta lagi sé DNA með líflausari sameindum sem þekkist og hún geymi einvörðungu upplýsingar en skapi ekki eitt né neitt. Menn gleymi einnig þeirri grund- vallarstaðreynd að hver lífvera sé afsprengi ytri og innri krafta og samverkunar þeirra. Þótt genin geymi upplýsingar séu þau samt ekki eins og eitthvert tölvuforrit sem reikni út hvernig lífvera verður til. Einstaklingurinn verði til vegna sérstaks samspils gena, um- hverfis og tilviljana á þroskaferli frá eggi til fullvaxinnar lífveru. Lewontin sér þá hættu að trú manna á því að erfðir ráði öllu fríi menn ábyrgð á gjörðum sínum. Menn segi sem svo að þeir hafi gen fyrir áfengissýki og þess vegna sé það ekki þeim að kenna að þeir séu drykkju- sjúklingar. En það hlýtur að vera erfðaefninu að þakka að mennirnir eru menn en ekki einhveijar aðrar skepnur? spyija blaðamenn. „Hæfni okkar til að tala, til menningar er háð genun- um en það er tvennt ólíkt að segja að genin hafi áhrif á hvernig lífvera verður til og að genin ákvarði hvernig lifvera verður til,“ seg- ir Lewontin. „Það skiptir t.d. máli hvernig taugaendarnir eru og hæðin er mjög mikil- væg. Ef mennirnir væru sex þumlungar á hæð eins og puttalingar hefðu þeir ekki get- að haft vald yfir eldi. Litlir hlutir brenna mjög hratt upp og litlar verur hefðu ekki getað viðhaldið eldinum. Og þetta ræðst af genunum og ég vil því ekki segja að DNA sé þýðingarlítið. Munurinn á okkur og öðrum tegundum er að miklu leyti vegna þess að aðrar tegundir eru öðrum takmörkunum háð- ar. Við höfum sem félagsverur sigrast á ýmsum líffræðilegum takmörkunum okkar og að því leyti erum við frábrugðin öðrum lífverum. Fólk getur ekki flogið með því að veifa handleggjunum. Það þyrfti að gera Ekkert er nýtt undir snlinni ÞAÐ er síður en svo nýtt að barnlaus hjón leiti til stað- göngumæðra eins og dæmi er um í Gamla testamentinu. Það þurfti hins vegar guðlega hand- leiðslu til að konur ættu börn á efri árum. Saraí kona Abrams ól honum ekki börn. En hún hafði egypska ambátt, sem hét Hagar. Og Saraí sagði við Abram: „Heyrðu, Drottinn hefir varnað mér barnsgetnaðar. Gakk því inn til ambáttar minnar, vera má að hún afli mér afkvæmis.“ Og Abram hlýddi orðum Saraí. Saraí, kona Abrams, tók Hagar hina egypsku, ambátt sína, er Abram hafði búið tíu ár í Kanaanlandi, og gaf manni sínum Abram hana fyrir konu. Og hann gekk inn til Hagar, og hún varð þunguð. Er hún vissi, að hún var með barni, fyrirleit hún húsmóður sína.“ Abraham var 99 ára gamall og Sara níræð er Drottinn gaf þeim son: „En Abraham og Sara voru hnigin á efra aldur, svo að kven- legir eðlishættir voru horfnir frá Söru. Og Sara hló með sjálfri sér og mælti: „Eftir að ég er gömul orðin, skyldi ég þá á munúð hyggja, þar sem bóndi minn er einnig gamall?" Drottinn spurði þá hvort sér væri nokkuð ómátt- ugt. Síðar vitjaði hann Söru eins og hann hafði lofað og Drottinn gjörði við Söru eins og hann hafði sagt. Og Sara varð þunguð og fæddi Abraham son. Fylgst með frá byrjun Fylgst er með frjóvguðu eggjunum og tvö til þrjú þeirra sett upp í leg konunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.