Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 B 27 Þær útskrifuðust úr Kvennaskólanum árið 1944 og komu saman á 25 ára útskriftarafmælinu. Efsta röð frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Þuríður Þorsteinsdóttir, Helga Þórðardóttir, Jónína Pétursdóttir, Guð- ríður Gunnarsdóttir, Rúna Guðmundsdóttir (látin), Sjöfn Kristinsdóttir, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, Friða Loftsdóttir, Herdís Guðmundsdóttir (látin), Sigríður Gunnarsdóttir, Halldóra Elíasdóttir, Ingibjörg Þor- kelsdóttir, Katrín Asmundsdóttir, Sigríður Steingrímsdóttir (látin) og Margrét Kristinsdóttir. Miðröð frá vinstri: Guðrún Eybjörg Sigurðardótir, Sigurdís Sæmundsdóttir, Guðlaug Hannesdóttir, Ragnheiður Asa Helgadóttir, Þorbjörg Steindórsdóttir, Auður Jónsdóttir, Birna Björnsdóttir, Guðfinna Arnadóttir, Rebekka Jónsdóttir og Svanhildur Svanberg. Neðsta röð frá vinstri: Sigrún Þorsteinsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Oddný Jónsdóttir, Anna María Elísabet Pálsdóttir (látin), Hrafnhildur Asta Sveinbjörns- dóttir (látin), Kristveig Björnsdóttir, Jóhanna Gísladóttir og Guðlaug Steingrímsdóttir. Námsmeyjar í Kvennaskólanum í Reykjavík á peysufatadaginn 1947. Aftasta röð frá vinstri: Erna Vig- fúsdóttir, Sigurveig Georgsdóttir, Svava Pálsdóttir, Bergþóra Víglundsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Greta Backmann. Miðröð frá vinstri: Guðbjörg Árnadóttir, Kristín Enoksdóttir, Auður Þorláksdóttir, Brynhild- ur Guðmundsdóttir, Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðrún Jónasdóttir og Steinunn Jónsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Margrét Gunnarsdóttir, Guðbjörg Þórarinsdóttir, Ingiríður Steingríms- dóttir, Ragnheiður Indriðadóttir, Ásdís Kjartansdóttir, Sigþrúður Steffensen og Kristín Guðjónsdóttir. SÍMTALIÐ... ER VIÐ JÓHANNES JÓNASSONLÖGREGLUMANN Wagner viðeigandi 686904 Halló. - Góðan dag, þetta er á Morgunblaðinu, Kristín Maija Baldursdóttir, er þetta Jóhannes? Jú það er hann. - Já komdu sæll. Þú ert mikill óperuunnandi Jóhannes, ertu bú- inn að sjá Évgení Onegín? Jú, ég er búinn að því. - Og hvað hreif þig mest? Það er ljóst að Gunnar Guð- björnsson er mjög efnilegur og þetta er hlutverk sem hentar hon- um vel. Svo eru nú menn farnir að reikna með því að kórinn standi sig alltaf vel og gagnstætt því sem maður hefur sums staðar kynnst með óperukóra, virðist þessi kór geta gert allt. Þarna fékk hann margt að gera og skilaði því ákaf- lega skemmtilega. - Því er ég sammála. Atriðið í upphafinu og síðan dansatriðin tvö eru líklega það þekktasta úr verkinu ásamt aríu Lanskís og aríu Gremins. Hlut- verk Gremins er kannski þakklát- asta hlutverk sem bassi getur fengið, því hann fær þarna að syngja að margra viti fallegustu, lýrísku bassaaríuna sem til er og þarf svo aðeins að taka tvær, þijár smástrofur aðrar. - Ég heyri að þú ert sérfræð- ingur. En segðu mér kaupir þú ekki inn músik fyrir einhveija aðila? Ég hef aðstoð- , að þá í Japis með pantanir á klass- ískum diskum. - Hvað hefur þú lagt áherslu á þar? Fjölbreytni. Það hefur sýnt sig að hún skilar sér. Fólk er hungrað í hina aðskiljanlegustu tegnundir tón- listar. Áhuginn á músik frá endurreisnartímanum er til dæmis verulegur. - En hvert er uppáhaldstón- skáld þitt? Ætli það sé ekki Mozart. - Nú hefur þú séð eitthvað af óperum erlendis, er það ekki? Jú jú. - Hver hefur verið þér minni- stæðust? Það var mér kannski minni- stæðast að sjá síðari hluta Nifl- ungahringsins í Hamborg á sínum tíma. - Nú ætla þeir að setja Hring- inn upp á þremur tímum í vor, hvernig líst þér á það? Það sem ég hef frétt af því finnst mér spennandi. Ég held að íslendingar hafi aldrei áttað sig almennilega á því hvað þetta efni stendur okkur nærri, því að Nifl- ungahringurinn er ekki unninn upp úr Niflungaljóðunum þýsku, heldur upp úr Eddukvæðum og Völsungasögu. Við viljum nú gjarnan hampa öllu því smáræði sem viðkemur íslenskri menningu, en þetta er það langmerkasta svo að allt annað koðnar við hliðina á því. Það var löngu orðið tíma- bært að við gerðum eitthvað í þessu efni og einmitt núna á 50 ára afmæli lýðveldisins er þetta sérlega viðeigandi. Wagner virðist hafa sökkt sér virkilega vel ofan í heimildimar og hann gekk svo langt, að hann vann textann með stuðlasetn- ingu og gerði sig auk þess stautlæsan á ís- lensku. - Já, þetta er merkilegt. En hvað vildir þú sjá næst í Is- lensku óper- unni? Það gæti ver- ið gaman að sjá Diddú í Mad- ame Butterfly. Morgunblaðið/Kristinn Fréttaljós úr fortíó íslensk dansmúsik þarfnast endurbóta „Jassinn hefir orðið fyrir hörðum árásum, ekki síður hjer á landi en annars staðar. Það er talað um að útrýma honum. En það er ekki hægt, enda er mikill hluti jassins þannig, að það væri nær að hlúa að honum en ráðast á hann með ásökunum um, að hann sje ekki tónlist o.s.frv.,“ segir í upphafi viðtals við Jóhannes G. V. Þorsteinsson sem birtist í Morgunblaðinu 6. maí 1944. Blaðamað- urinn sem skrifar viðtalið heldur síðan áfram: „Það er rnjög vafa- samt að nokkur þjóð láti bjóða sjer aðra eins dansmúsik og Islend- ingar taka fyrir góða og gilda vöru.“ Blaðamaðurinn segir svo lífs- reynslusögu um þetta efni: Jeg fór eitt sinn með leikflokki til þorps suður með sjó. Að lokinni leiksýningu var haldinn dansleik- ur. Við höfðum með okkur mann sem ljek mjög laglega danslög á píanó. Er hann hafði leikið undir dansinum skamma stund kom til okkar hópur manna og heimtaði, að fenginn yrði harmonikuleikari, ella myndi fólkið hætta að dansa og lumbra duglega á okkur. Að minsta kosti yrði píanóleikarinn að hætta þegar í stað. Síðan var sent til næsta þorps eftir harmon- ikuleikara. Samkomugestir völdu einn úr sínum hópi til þess að leika á píanóið, þangað til harmoniku- leikarinn kæmi. Var honum vel fangað og dansaði fólkið af kappi. En þess má geta að maðurinn spilaði með tveim fingrum og hitti sjaldan ijetta nótu með hvorugum þeirra.“ Leiðir nú blaðamaðurinn talið að viðmælandanum, JÓhannesi G.V. Þorsteinssyni: „Þó að jass á íslandi standi á lágu stigi þá eru þó til hjer góðir jassleikarar, menn sem gætu unnið dansmúsikinni mikið gagn, ef þeir fengju að njóta sín og fyndu hjá áheyrendum sín- um smekk fyrir þeirri tónlist, sem þeir hafa að bjóða. Einn þessara manna er Jóhannes G.V. Þor- steinsson. Hann er ekki nema tví- tugur að aldri en er nú tvímæla- laust færasti jasspíanóleikari á Islandi." Blaðamaðurinn sækir Jóhannes heim og fréttir að hann hafi spilað í hljómsveit Mennta- skólans á Akureyri og síðan á Siglufirði og í Reykjavík en kom- ist fyrst 12 ára að aldri í kynni við amerískan jass. „Þú ert auðvit- að hrifinn af jassinum," segir blaðamaðurinn. „Já sannarlega. Það er að segja þeim jassi, sem ekki er tryllingslegur og siðspil- landi, eða orðinn tæki kaupa- hjeðna til þess að raka saman peningum. Jeg er mest hrifinn af jassinum fyrir það, að hann gefur hljóðfæraleikaranum fijálsræði til þess að túlka hugmyndir sínar, improvisera. Hann er ekki ríg- bundinn við uppskrifaðar nótur. Jassinn heimtar af hljóðfæraleik- aranum sköpunargáfu, tækni og tilfinningu." Og Jóhannes klykkir út með því að segja: „Annars þarf að koma hjer upp skóla, þar sem kendur er jassleikur. Slíkt tíðkast erlendis og þykir þar menning- armál að hafa færum og mentuð- um jassleikurum á að skipa. Það virðist bera lítið á svipaðri skoðun hjer. Slíkur skóli gæti ábyggilega gert mikið til þess að útrýma þeirri stígvjelaahælamúsik, sem margt ungt fólk hjer tekur fyrir góða og gilda vöru.“ -ft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.