Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA 5.- sæi Alzheimersjúklingur. SIDFRÆÐI/Hvenœr missum vid afhollu StoU ir LIKAMSÞJALFUN STOLT ER afar merkileg tilfinn- ing sem hefur fallið i skuggann af drambi. Því er líka oft ruglað saman við sjálfumgleði, hégóma- skap, ofmetnað eða bara við sjálfsagða hluti eins og að vera Islendingur. Sumir hverjir fara á mis við þessa tilfinningu vegna þess að þeir eru of lítillátir. En hvað er stolt og hvenær getur maður sannarlega verið stoltur? Það er hægt að vakna hress og glaður eftir góðan svefn og takast galvaskur á við daginn. Það er hægt að gleðjast í góðra vina hópi. Fýlupoki getur hrist af sér fýluna og ákveðið að verða glaður. En það er ekki hægt að vakna einn góðan veður- dag stoltur, eða að ákveða að vera eftír Gunnar stoltur. Það eru til Hersvein geðlyf sem fram- kalla vellíðunartil- finningu, en ekki stolt. Það er ekki tekið inn í pilluformi. Stolt er ann- ars eðlis. Stolt er tilfinning sem einskorð- ast við afrek okkar í heiminum. Við getum fundið til stolts þegar okkur tekst ætlunarverk og náum markmiðum okkar. Það varðar mann sjálfan og fylgir í kjölfar framkvæmda eða þjálfunar á hæfi- leikum. Það hvílir á persónulegum árangri, t.d. að ná erfiðu prófi. Eg get ekki verið stoltur af því að vinna í happdrætti vegna þess að það byggist einvörðungu á heppni, en ég get verið himinlifandi feginn. Ég get á hinn bóginn verið stoltur að sigra í leik sem krefst hæfileika. Stolt er jákvætt mat á frammi- stöðu. Það veltur á metnaði og eig- in mælikvarða á árangur. Það kem- ur þegar við getum sagt með sanni: „Mér tókst það!“ Stolt-tilfinningin getur aukið sjálfstraust manna. Stundum fylgir því þrá til að öðlast viðurkenningu annarra á því sem maður hefur afrekað. Það er því vandrötuð tilfinning, en það er ekk- ert athugavert við hana. Hún er góð og styrkir sjálfsmyndina. Feitur maður getur sett sér það markmið að verða grannur og glæsilegur. Hann vinnur að þessu markmiði með bættu mataræði og aukinni hreyfingu. Ef hann nær markmiði sínu getur hann verið stoltur. Annar maður sem er og hefur alltaf verið grannur og glæsi- legur getur verið ánægður með út- lit sitt. En hann getur ekki verið stoltur, vegna þess að hann hefur ekki lagt neitt á sig til að líta svona vel út. Ef hann segist aftur á móti vera stoltur af útliti sínu, þá flokk- ast það undir sjálfumgleði og hé- gómaskap. En því ruglum við oft saman við stolt. Á sama hátt getur maður sem vinnur sig upp úr fátækt verið stolt- ur af afreki sínu, en ekki sá sem fæðist ríkur. Hann getur þó verið þakklátur. Þannig einskorðast stolt- tilfinningin ávallt við persónuleg afrek okkar í heiminum. Ég tel að hugtakið stolt sé notað í of víðri merkingu á íslandi. Okkur er t.a.m. sagt að við eigum að vera stolt yfir því að vera íslendingar, þegar við eigum að vera þakklát fyrir það. Þakklát fyrir að hafa ekki fæðst í landi kúgara eða á hungur- svæði. íslendingastolt og þjóðar- stolt er í rauninni aðeins remba. Stolt-tilfinningin er nátengd sjálfsmatinu. Dramb er ofmat á afrekum okkar. Það er að stæra sig og gera meira úr frammistöðunni en efni standa til. Það er heimsku- legt stolt og felst í þvi að leggja mikið á sig til að öðlast viðurkenn- ingu anharra. Ofmat getur líka fal- ist í fölsku stolti. Við upplifum það þegar væntingar okkar um aðdáun annarra vegna eigin afreka eru hlægilega miklar. Og þegar lof ann- oggódu stoltif arra lætur á sér standa hættir okk- ur til að eigna okkur heiðurinn af einhverju sem við getum ekki með réttu gert tilkall tii. Dramb er löstur. Það er ofmat, en þó held ég að hitt sé miklu al- gengara og alveg jafn slæmt, en það er vanmatið á verkum sínum. Stolt er í rauninni þröngur vegur. Hárfín tilfinning sem rétt og gott er að kunna að njóta. En vanmat á eigin afrekum getur komið í veg fyrir að við upplifum stoltið. Sjálfs- mat okkar er nefnilega ekki alltaf í samræmi við raunveruleikann. Það getur bæði verið of mikið og of lít- ið. Og það er synd eins og dramb er synd. Kaþólskir klerkar útnefndu dramb á sínum tíma sem dauðasynd' nr. 1. Það bitnaði á stoltstilfinning- unni og leiddi til þess að margir töldu hana varhugaverða og flokk- uðu sársaukalaust stolt undir of- metnað. Við föllum enn í þá gryfju að fá samviskubit þegar við finnum til stolts. Okkur hættir líka til að gera of lítið úr okkur og meta verkin lít- ils. Hvoru tveggja leiðir til þess að 'við getum ekki notið stoltsins til fulls. En jafnvel þó við höfum al- mennt lítið sjálfsálit eigum við að geta fundið til stolts yfir vel heppn- uðu verki. Mistökin felast í því að gera það sem við ætluðum að gera, en vera samt ekki ánægð. Stolt er einfaldlega jákvæði gagnvart eigin afrekum. Það ein- skorðast ekki við keppni, og okkur er ekki nauðsynlegt að hljóta viður- kenningu annarra. Það kemur og á að koma þegar okkur tekst að gera það sem við sjálf teljum hafa gildi. Þannig er stolt í frumeðii sínu. Nú má spytja í iokin „Getum við verið stolt fyrir hönd annarra“? Já, t.d. þegar vinur okkar stendur sig vel á sínu sviði. Við getum verið stolt fyrir hans hönd ef og aðeins ef við eigum sjálf einhvern óbeinan þátt í góðri frammistöðu hans, t.d. ef við höfum stutt hann og hvatt á þeirri braut sem hann hefur valið sér. En þá erum við einmitt stolt vegna þess sem við gerðum. Grunn- stefið varðandi stolt er nefnilega að heppnast eitthvað sjálfum, eða eiga hlut í vel heppnuðu máli. Speki: Stolt er ánægjublandin tilfinning sem fullkomnast þegar við rekum smiðshöggin á verkin. MYNDLISTARNÁMSKEIÐ Teikning, málun, módelteikning, teikning og litameðferð fyrir unglinga. VERKLEGAR GREINAR Batík, myndvefnaður, silkimálun, bókband, postulínsmálun, bútasaumur, fatasaumur. Innritun stendur yfir í síma 12992 og 14106. Kennsla hefst 24. janúar. Qtgerðannenn athugið Fyrirtæki, sem annast útgerð togara með 1400 þorksígildistonnum og hefur mögu- legan aðgang að auknum veiðiheimildum og velbúnu frystihúsi, óskar eftir viðræð- um við útgerðaraðila, sem hefur áhuga á að taka þátt í rekstri fiskvinnslu. Áhugasamir aðilar skili inn bréfi þar að lútandi til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. febrúar nk., merkt: „Fiskvinnsla - 94“. Byrjendanámskeid: Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 ÍSÍ 88 30 44 • 88 30 45 Opið 13-22. Allir velkomnir! Fyrir þá sem vilja fá grunnþekkingu og undirbúning fyrir eróbikkkennslu. Námskeiöið er dagana 31. janúar - 4 febrúar. Námsefni: lífeðlisfraeöi, vöðvafræði, uppbygging tíma, o.m. fl. bóklegt og verklegt. Samt. 20 klst. (19.00 -23.00 mán-fös). Leiöbeinendur: Ágústa Johnson Hrafn Friðbjörnsson ■ Halldóra Björnsdóttir Líkamsræktarstöðvarnar eru ávallt á höttunum eftir hæfileikaríku og hressu fólki til að kenna eróbikk. Skelltu þér á námskeið og stattu vel að vígi þegar þú sækir um! Láttu skrá þig i síma 68 98 68 AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.