Morgunblaðið - 09.02.1994, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
Tákn og litir
Skreytiriss
Myndlist____________
Bragi Ásgeirsson
Hið fjarræna „exotíska" virð-
ist áleitið myndmál í verkum
sumra íslenskra myndlistar-
manna um þessar mundir ekki
síður en naumhyggjan, og í raun
má segja að hið árþúsunda
gamla táknmál Austurlanda sé
naumhyggja í sjálfu sér.
Inga Rós Loftsdóttir, sem
fram til 13. febrúar sýnir í
Stöðlakoti að Bókhlöðustíg 6,
er bersýnilega gagntekin af
austurlenski’i list og myndtákn-
um. Og það er ekki einungis hið
sýnilega sem tekur hug hennar
heldur einnig hugmyndafræðin,
og til marks um það fylgir ein-
blöðungur sýningu hennar sem
þjónar í senn sem sýningarskrá
nafnlausra mynda sem hugleið-
ing um list, listtjáningu og lista-
menn. „Nokkur orð um list og
tilgang hennar".
Eitt er það þó sem Inga Rós
hefur rekið sig á, sem er viðtek-
in „dýrkun ljótleikans nú á tím-
um, og að góðleikinn og fegurð-
in teljast til veruleikaflótta og
veikleika“. Hún mælir hér heilt,
en þessar eigindir eru víða til
þótt minna beri á þeim vegna
þess að þær þykja ekki viðlíka
spennandi, sem er svo aftur
mötun niðursuðuiðnaðarins og
fjölmiðla á röngum gildum.
Einnig má segja, að hið afbrigði-
lega og list svonefnds utan-
garðsfólks hafi verið lyft á stall
á kostnað agaðrar og
hnitmiðaðrar listsköpunnar.
Fegurðin í sjálfu sér er þó
vissulega ekki síður spennandi,
og hún er allt um kring og jafn-
vel í hlutum sem fólki er kennt
að séu ljótir, eða sem því yfir-
sést vegna vanabundins og
staðlaðs hugsunarháttar.
Það sem ber að forðast, er
að staðla hlutina, sem missa þá
ljóma sinn og hætta um leið að
vera ævintýri, og það er sýnu
verst þegar farið er að staðla
iistir og gera þær að alþjóðlegri
fræðigrein. Það er nú það sem
brautryðjendunum gekk síst til
með dirfsku sinni og áræði.
Inga Rós segir ennfremur „að
hún hafi nýlega heyit þá athuga-
semd, að listamenn yrðu að bera
ábyrgð, og yrðu þes vegna að
segja með orðum hvað þeir væru
að fara“. Þetta má skilja á ýmsa
vegu, en einnig misskilja, því að
hér getur verið átt við svo margt.
í kjarna sínum ber hver mynd-
listarmaður að sjálfsögðu
ábyrgð á athöfnum sínum í list-
inni, en hins vegar lætur hann
oftar myndmálið tala fyrir sig,
frekar en að meginveigurinn sé
að útskýra það í orðum, og fyrir
suma er slíkt ógjörningur. Margt
í hugmyndafræðilegri list bygg-
ist hins vegar á heimspeki og
rökræðu, og þá list er erfitt að
nálgast án þess að hún sé skil-
greind að einhveiju leyti.
Engin orð þarf til að lýsa
myndum Edvards Munchs eða
Matisse, sem hafa svo sterka
útgeislan og skírskotun til
sjónarinnar og tilfinninganna.
En hins vegar stendur skoðand-
inn á gati yfir mörgu í nútíma-
list, í og með vegna þess að
sama formið getur túlkað mis-
munandi, jafnvel gjörólík viðhorf
og heimspeki gerendanna, og á
þetta rekur margur sig illilega
hvað varðar hugmyndafræðilega
list síðustu áratuga.
Inga Rós er samkvæm sér í
myndverkum sínum, þar sem
hún leggur aðaláhersluna á
formræn tákn óg einfaida lit-
ræna tjáningu. En þeir sem
sækja áhrif í austurlensk tákn
verða að gera sér ljóst, að á bak
Inga Rós Loftsdóttir
við táknin er dijúgur skammtur
af heimspeki. Ekki síður en að
baki myndverka miðalda og end-
urreisnartímabilsins eru ýmsar
vísanir til goðsagna og trúar-
legrar táknhyggju tímanna.
Formin í myndum listakon-
unnar hafa í sér fagurfræðilega
skírskotun, sem að sjálfsögðu
er fullgild ekki síður en hug-
myndafræðileg skírskotun. En
annað mál er að enn skortir á
hnitmiðað form og litakennd,
sem má vera eðlilegt því að hér
er verið að glíma við einhveija
erfiðustu þraut myndlistarinnar.
Táknin í sumum myndanna
liggja dálítið utan hans, eru ekki
nægilega jarðtengd að segja má.
Að mínu mati tekst Ingu Rós
einna best upp í olíumálverkun-
um nr. 1 og 5, vegna þess að
táknin ná að samlagast bak-
grunninum.
Á efri hæðinni eru svo fimm
myndir gei’ðar með kínversku
bleki á vatnslitapappír og þær
búa yfir vissum ljóðrænum
yndisþokka, einkum nr. 6 og 7.
Það er ekki oft sem okkur list-
rýnum gefst tækifæri til að fjalla
um sýningar á teikningum eða
„rissum“, sem er kannski réttari
skilgreining. Þægiiegast er þó að
nota báðar skilgreiningarnar eftir
því hvað viðkomandi finnst henta
hveiju sinni.
Svo virðist bersýnilega sem
margur myndiistarmaðurinn liggi
á slíkum grunnatriðum myndlist-
arinnar eins og um æfingar sé að
ræða, en ekki fullgilda list. En það
er auðvitað mikill misskilningur
eins og sagan segir okkur og
gætir furðu að enn skuli vera til
fólk er álítur rissið einhvers konar
vinnukonu málaralistarinnar.
Auðvitað er rissið mikilvægur
þáttur í undirbúningi myndverka
hvers konar, en þeir eru ófáir sem
hafa lagt áherslu á teikninguna
sem slíka og á stundum eru undir-
búningsriss mun ferskari og sann-
verðugri myndlist en hin endan-
legu verk.
Það hefur ekki farið mikið fyrir
Krístínu Arngrímsdóttur á mynd-
listarvettvangi og hún hefur ein-
ungis haldið tvær litlar sýningar
áður ásamt því að hafa tekið þátt
í jafn mörgum samsýningum.
Yfirbragð sýningar hennar í
listhúsinu Úmbru er líka hófs'emin
sjálf og myndrissin sem hún sýnir
þar eru öll af sams konar toga.
Engin ærsl né skelegg átök við
miðilinn heldur er það öllu frekar
skreytikenndur yndisþokki sem
streymir frá veggjunum. Þó að
myndirnar séu af nöktum konum
liggur við að maður gleymi því
að hafa nakið hold í næsta sjón-
máli því svo lausar eru þær við
ástþrungnar ögranir.
Það er líka vísast ekki tilgang-
urinn við gerð þeirra að kalla slík-
ar kenndir fram, heldur að miðla
ljóðrænum streng um lífið og til-
veruna og það tekst Kristínu ein-
mitt í sínum bestu teikningum.
Allar teikningarnar eru unnar
með pensli, tússi og vatnslitum
og hluti hvers vei'ks er gerður úr
lituðum pappír þar sem hlutvaktar
Kristín Arngrímsdóttir.
formanir og myndir eru klipptar
út með skærum.
Líti maður á hveija mynd sem
heild, þ.e. línuriss, myndbyggingu.
hrynjandi og blæbrigðaríkdóm,
staðnæmdist ég oftast við mynd-
ina „Kona, fimm brauð og tveii'
fiskar“ (3) og þarnæst myndirnar
„Kona og himinn“ (4), „Kona, tré
og epli“ (9) og „Kona“ (10). Fyrst-
nefnda myndin er einföld og snjöU
í útfærslu og í hinum kemst sam-
felld línan einna best til skila.
Meinbugurinn á sumum teikning-
unum er að línan er slitin án þess
að það auki á hrifmátt heildarinn-
ar og virkar fremur sem það hafi
einfaldlega ekki verið nóg blek í
penslinum er línan var dregin.
Slík vinnubrögð eru í ætt við
kalligrafíuna austurlenzku og það
listfag útheimtir gífurlega þjálfun
af iðkendum sínum — þjálfun,
samfara hugarflugi og dirfsku.
Kristín Arngrímsdóttir á enn langt
í land til að ná úrskerandi árangri,
en bestu verkin gefa viss fyrirheit.
Nýjar bækur
■ Út er komin bókin Hjálparorð
fangans - Orð til íhugunar og
bænir. Höfundur bókarinnar er
fangaprestur þjóðkirkjunnar, sr.
Hreinn S. Hákonarson. Þetta er
fyrsta bók sinnar tegundar, sem
gefin er sérstaklega út handa
föngum. Henni er ætlað að leiða
fangann á erfið-
um stundum í
lífi hans, styrkja
trúarlíf hans,
efla sjálfstraust
og siðferðis-
kennd. Bókin
geymir fjöl-
margar íhugan-
ir, sem byggðar
eru á ritningarstöðum úr Gamla-
og Nýja testamentinu. Þá er að
finna í henni útskýringar við Fað-
ir vorið, signingu; kvöld- og morg-
unbænir ásamt bænum til styrk-
ingar auk annars efnis.
Bókin er gefin út á kostnað
Kristnisjóðs í nafni Skálholtsút-
gáfunnar, útgáfufélags Þjóð-
kirkjunnar og er 127 bls. Grá-
skinna sá um umbrot og prent-
un. Bókinni verður dreift
endurgjaldslaust til fanga.
Sr. Hreinn S.
Hákonarson.
DAGBOK
FÉLAG eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni: Leikritið Margt
býr í þokunni sýnt í Risinu kl. 16
í dag og laugardag. Kl. 20.30
sunnudag. Lögfræðingur félagsins
er til viðtals 10. og 17. febrúar.
Panta þarf tíma í síma 28812.
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
fer í kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20 frá Hafnarhúsinu út í Örfirisey
og Vesturgötuná til baka. Allir
velkomnir.
KIRKJUSTARF ______________
ÁSKIRKJA: Samverustund fyrir
foreldra ungra barna ! dag kl.
10-12. 10-12 ára starf í safnaðar-
heimili í dag kl. 17.
DÓMKIRKJAN: Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Létt-
ur hádegisverður ,á kirkjulofti á
eftir. Opið hús í safnaðarheimili í
dag kl. 13.30-16.30.
HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús
fyrir foreldra ungra barna á morg-
un, fimmtudag, kl. lþ-12.
HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyr-
irbænir í dag kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA. Aftan-
söngur kl. 18.
NESKIRKJA: Bænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altar-
isganga, fyrirbænir. Léttur hádeg-
isverður í safnaðarheimili.
ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmu-
morgunn í fyrramálið kl. 10-12.
Opið hús fyrir eldri borgara í dag
kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta
í dag kl. 16. Starf 10-12 ára (TTT)
í dag kl. 17.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrðar-
stund kl. 12 áhádegi. Tónlist, altar-
isganga, fyrirbænir. Léttur máls-
verður í safnaðarheimili eftir
stundina. Unglingastarf (Ten-
Sing) í kvöld kl. 20.
FELLA- og Hólakirkja: Helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10.30. Um-
sjón sr. Hreinn Hjartarson.
HJALLAKIRKJA: Starf fyrir
10-12 ára börn TTT í dag kl.
KÁRSNESSÓKN. Mömmumorg-
unn í dag kl. 9.30-12 í safnaðar-
heimilinu. Starf fyrir 10-12 ára í
dag kl. 17.15-19.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og
léttur hádegisverður í safnaðarat-
hvarfinu, Suðurgötu 11, að stund-
inni lokinni.
SKIPIN___________________
REYKJAVÍKURHÖFN:
í fyrradag kom á vegum Granda
Guðmundur Kristinn, Ottó M.
Þorláksson kom og landaði og
einnig landaði Wilhelm Egevik
rækju. Brúarfoss og Stapafell
komu í fyrradag og Bjarni Sæ-
mundsson fór í leiðangur. Rúss-
neski togarinn Ostropol fór og
einnig leiguskipið Mette Clipper.
Helgafell kom að utan. Í gær kom
Snorri Sturluson af veiðum og
Múlafoss kom af strönd. Geysir
og Vísir komu og löndúðu. Búist
var við að Múlafoss og Reykja-
foss færu í gær.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
Búist var við að rússneski togarinn
Captein Rogósin færi í gær.
17-19.
Önnur ljóðabók Krist-
jáns J. Gunnarssonar
ÚT ER komin bókin Gráglettnar —--
stundir, önnur ljóðabók Kristjáns ayg\-..
J. Gunnarssonar. Hin fyrri, Leir-
karlsvísur, kom út 1989. Einnig
hefur birst eftir Kristján skáld-
sagan Refska 1986.
I kynningu útgefanda segir:
„Höfundur yrkir bæði hefðbundin
ljóð og órímuð, en velur mörgum
þeirra sveigjanlegt form. Beitir-
hann þá rími og ljóðstöfum í þágu
hrynjandinnar og reynir þannig at-
hyglisverðar nýjungar. Hann er sér-
stætt og hugkvæmt .skáld og í
kvæðunum felst bæði glettni og
alvara.“ Kvæðin í Gráglettnum
stundum skiptast í Ijóra flokka.
Útgefandi er Skákprent. Bók-
in er 153 bls. unnin í Skákprenti
og bundin inn hjá Flatey.
Kristján J. Gunnarsson
Sýning á verkum
eftir Jón Engilberts
NORRÆNA húsið ráðgerir að halda sýningu á verkum Jóns
Engilberts í sýningarsölum Norræna hússins 4. júní til 3. júlí
1994 í tengslum við Listahátíð í Reykjavík.
Af því tilefni óskar Norræna
húsið eftir að komast í samband
við eigendur verka eftir Jón Engil-
berts, sem væru fúsir til að lána
verk á sýninguna. Leitað er að
myndum sem eru í einkaeign og
hafa ekki komið oft fyrir almenn-
ingssjónir. Óskað er upplýsinga
um olíumálverk, grafíkverk og
vatnslitamyndir.
Vinsamlegast hafið samband
við Norræna húsið, Ingibjörgu
Björnsdóttur, í síma 17030 milli
kl. 10-16 alla virka-daga.