Morgunblaðið - 09.02.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.02.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 21 Reuter Grunsamlegur dauðdagi LÖGREGLUMENN standa vörð um hús Stephens Milligans, þing- manns breska Ihaldsflokksins, sem fannst látinn i húsinu á mánu- dag. Milligan var með plastpoka bundinn um hálsinn og aðeins í nælonsokkum með sokkaböndum. Milligan var líklega kyrktur eða kæfður Lundúnum. Reuter. BRESKA lögreglan hefur staðfest að Stephen Milligan, þingmaður Ihaldsflokksins, hafi fundist látinn á heimili sínu á mánudag, klædd- ur engu öðru en nælonsokkum og með sokkabönd. Grunur leikur á að þingmaðurinn hafi verið kyrktur eða kæfður. Breskir fjölmiðlar segja að Milligan hafi verið keflaður, með plastpoka yfir höfðinu og með band um hálsinn. Milligan var 45 ára að aldri og ókvæntur og fjölmiðlar gáfu til kynna að hann hefði verið samkynhneigður. Lögreglan sagði að fyrsta líkskoðun hefði ekki leitt í ljós hver dánarorsökin væri en líkið yrði rannsakað frekar, Fregn- ir hermdu sár hefði verið á hálsi þingmannsins. Þingmaður á uppleið Dauðsfallið er enn eitt áfallið fyrir John Major forsætisráðherra og kemur á versta tíma fyrir stjórn- ina, sem er að reyna að rétta úr kútnum eftir hvert hneykslismálið á fætur öðru í kjölfar þess að hún tók að leggja höfuðáherslu á aftur- hvarf til hefðbundinna fjölskyldu- gilda. Milligan var talinn einn af efni- legustu nýiiðum íhaldsmanna á þinginu eftir kosningarnar 1992. Hann var gerður að aðstoðarmanni Jonathans Aitkens aðstoðarvarnar- málaráðherra, en litið er á slíkar stöður sem stökkpall í stjórnina. „Hann var án nokkurs vafa rísandi stjarna," sagði Aitken um Milligan. Vangaveltur voru um að málið kynni a<f líkjast frægu hneykslis- máli frá sjöunda áratugnum, þegar John Profumo, þáverandi varnar- málaráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að hafa reynt að leyna sambandi sínu við vændiskonu sem var einnig í tygjum við varnarmála- fulltrúa í sovéska sendiráðinu. Ait- ken lagði hins vegar áherslu á að dauði Milligans tengdist á engan hátt öryggismálum. „Það er enginn öryggisþáttur í þessum harmleik Stephens Milligans,“ sagði hann. „Hann hafði ekki aðgang að trúnaðarskjölum, sá engar leynileg- ar skýrslur.“ ............—- Svíþjóð Wachtme- ister hættir IAN Wachtmeister, formaður sænska stjórnmálaflokksins Nýtt lýðræði, ætlar að láta af embætti á næsta flokksþingi, sem haldið verður í apríl. Wach- tmeister skýrði frá þessu í við- tali við sænska sjónvarpið um helgina og sagði ákvörðun sína vera endanlega. Þessi yfirlýsing Wachtmeisters kom öllum mjög á óvart, þar á meðal Bert Karlsson, næstráðanda hans í flokknum. Síðastliðið haust gaf Wachtmeister í skyn að hann gæti vel hugsað sér að halda stjórnmálaafskiptum áfram en nú sagði hann að of erfitt væri orðið að skilja á milli vina og óvina inn- an flokksins. „Maður veit ekki lengur hveija maður hefur bak við sig,“ sagði Wachtmeister. Flokkurinn bauð í fyrsta skipti fram í síðustu þingkosningum og fékk nokkra þingmenn kjörna. Engiii staðfest dæmi um svikna varahluti í vélum Flugleiða „ÞESS eru engin staðfest dæmi að við höfum orðið fyrir barðinu á svona svikum,“ sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Fiugleiða er hann var spurður hvort reynt hefði verið að selja fyrirtækinu svikna flug- vélavarahluti. f frétt í blaðinu sl. laugardag var skýrt frá umfangsmik- ílli starfsemi af þvi tagi en hluta. „Þetta er þekkt vandamál í flug- rekstri og flugfélög reyna af bestu getu að varast það. Okkar leið til að varast hættuna er að kaupa sem mest af varahlutum beint af fram- leiðendum flugvélanna, Boeing og Fokker, og framleiðendum hreyfla. hafa venð rakin til svikinna vara- Aðra varahluti höfum við keypt af varahlutasölum sem við höfum versl- að við í áratugi. Þetta teljum við að sé tryggasta leiðin til að komast hjá svikum," sagði Einar Sigurðsson. Einar sagði að allir varahlutir sem Flugleiðir keyptu væru skoðaðir sér- staklega svo og vottorð sem þeim fylgdu er þeir kæmu til landsins. „Flugfélög hafa með sér gríðar- lega mikla samvinnu í tæknimálum enda hagsmunir augljósir á því sviði. Komi upp bilun í þotu einhvers flug- félags vita öll félög með samskonar þotur strax af henni gegnum upplýs- ingakerfi flugfélaganna. Þetta sam- starf stuðlar að því að draga úr hættu á óhöppum af völdum bil- ana,“ sagði Einar að lokum. Flat Uno Arctlc —fyrir norðlœgar slóðir Bestu bílakaupin! Uno Arctic býðst nú á miklu lægra verði en sambærilegir bílar frá V-Evrópu og Asíulöndum. Verð frá kr. 748.000 á götuna - ryðvarinn og skráður. UNO 45 3D Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn upp í og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Komið og reynsluakið Handhafar bifreiðastyrks Tryggingastofnunar ríkisins! Við sjáum um pappírsvinnuna fyrir ykkur og gerum úthlutunina að peningum STRAX. ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620 NÝUA BÍL.AHÖLL.IN FUNAHÖFÐA 1 S:672277 Ford Econoline 250 Club Wagon árg. ’91, brúnn/gylltur, diesel, 12 manna, ek. 36 þ. km. Verð kr. 2.550.000,-, skipti á fólksbíl eða jeppa. Dodge Ram 250 Cummings diesel Pick Up 4 WD árg. ’89, ek. 128 þ. km., blár, Dana 60 F/H, Dana 70 A/H SSK. Verð kr. 1.590.000,- stgr., ath. skipti. MMC Pajero Superwagon árg. ’90, silf- ur/blásans, topplúga, ek. 69 þ. km. Verð kr. 2.100.000,-, skipti-skuldabróf. MMC Lancer GLXi árg. '93, ek. 22 þ. km., SSK, hvítur. Verð kr. 1.350.000,- stgr., ath. skipti. VW Vento GL 2,0 árg. ’93, ek. 12 þ. km., 5 g., fjólublár, álfelgur, sóll., central., rafm. í öllu, plusssæti. Verð kr. 1.650.000,- stgr., ath. skipti. ___________ Toyota Corolla 1300 XL árg. '90, rauður, sjálfsk., vökvastýri, ek. 25 þ. km. Verð kr. 770.000,-. Toyota Landcruiser VX árg. ’91, SSK, hvít- Nissan Sunny SLX 4WD Wagon árg. '90, ur, ek. 68 þ. km., álflegur, 33“ dekk, sól- ek. 37 þ. km., 5 g., grár. Verð kr. 870.000,- lúga. Verð kr. 3.690.000 stgr., ath. skipti. stgr. Bein sala. '91, gænsans, ameriku- týpa, sjálfsk., sóllúga, ek. 45 þ. km. Verð kr. 2.550.000. - Skipti skuldabréf. buzuki vitara JLXi arg. '92, rauður, álfelg- ur, 30“ dekk, ek. 13 þ. km. Verð kr. 1.680.000,-, skitpi. k VANTARALLAR GERÐIR BÍLA Á STAÐINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.